Austurland


Austurland - 30.12.1987, Blaðsíða 6

Austurland - 30.12.1987, Blaðsíða 6
Austfjarðaleið hf. S 71713 l 'v? SKÓLAFÓLK MUNIÐ AFSLÁTTARKORTIN Neskaupstaður Verslun Óskars Jónssonar hættir Nú um áramótin hættir Óskar Jónsson rekstri verslunar sinnar að Hafnarbraut 1 í Neskaup- stað. Hann hefur leigt húsnæðið Bergþóru Ásgeirsdóttur, sem hyggur á áframhaldandi rekstur matvöruverslunar að Hafnar- braut 1 og keypti hún lagerinn af Óskari. Óskar hefur stundað verslun- arrekstur að Hafnarbraut 1 allt frá árinu 1962 og komið víða við. Hann hóf rekstur sjoppu í hjáverkum en árið 1969 hóf hann verslun með skó en sú verslun stóð stutt og Óskar verslaði því næst með bygginga- vörur þar til árið 1977 að hann hóf að versla með matvörur og síðan hefur fjölbreytni í vöru- vali matvöruverslunar aukist jafnt og þétt. í samtali við AUSTUR- LAND, sagði Óskar, að hann hafi nokkuð lengi hugleitt að hætta verlsunarrekstri. „Þetta er of mikil og þreytandi vinna og mikill burður sem fylgir þessu“, sagði hann og bætti við að verslunin hefði mest alla tíð verið nokkurskonar heimilis- rekstur hjá þeim hjónum og Óskar Jónsson. með þeim hætti hefði þeim tek- ist að halda kostnaði niðri og því getað boðið lágt vöruverð alla tíð og benti hann á verð- kannanir Verðlagsstofnunar því til staðfestu. „Ég held að fólk hafi kunnað að meta þetta hjá okkur og tel að við höfum eignast marga við- skiptavini út á vöruverðið", sagði Óskar Jónsson. hb 80 ára afmæli Ungmennafélags íslands haldið hátíðlegt í tilefni af 80 ára afmæli sínu gekkst Ungmennafélag íslands fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík laugardaginn 21. nóvember sl. Var hún haldin undir kjörorðinu „Ræktun lýðs og lands“. Efni ráðstefnunnar var: Hlut- verk ungmennafélaganna í nú- tíð og framtíð. Ráðstefnan var mjög vel sótt - þátttakendur voru alls 105. voru þeir bæði úr Reykjavík og frá öllum héraðssamböndum innan UMFÍ. Birgir ísleifur Gunnarssonar, menntamálaráðherra og Guð- mundur Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra, ávörpuðu ráðstefn- una. Mátti glöggt heyra á máli þeirra að þeir meta störf hreyf- ingarinnar mikils og gestir ráð- stefnunnar fögnuðu tilboði heil- brigðisráðherra um samstarf við UMFÍ og ÍSÍ um forvarnir í heil- brigðismálum. Eftirtaldir fyrirlesarar fluttu framsöguerindi á ráðstefnunni: Helgi Gunnarsson, Bjarne Ibsen, Árni Johnsen, Pálmi Frímanns- son, Amór Benónýsson, Óli Þ. Guðbjartsson, Þórólfur Þórlinds- son, Hjörleifur Guttormsson, Þráinn Hafsteinsson og Magndís Alexandersdóttir. Sérstaka athygli vakti frásögn Þórólfs Þórlindssonar, prófess- ors, af könnunum sem leiddu í ljós hversu íþróttastarf er mikil- vægur þáttur í baráttunni gegn ávana- og fíkniefnum. Daninn, Bjarne Ibsen, flutti erindi um fjármögnun íþrótta- hreyfingarinnar þar í landi og fróðlegt er að hafa fjármögnun okkar íþróttahreyfingar til samanburðar. Þá fékk hinn félagslegi og menningarlegi þáttur í starfsemi UMFÍ góða umfjöllun auk náttúruverndarmála sem Hjör- leifur Guttormsson fjallaði um. Að framsöguerindum lokn- um var unnið í hópum að ofan- greindum málaflokkum. Niður- stöður ráðstefnunnar virðast undirstrika þá miklu bjartsýni sem er ríkjandi innan ung- mennafélagshreyfingarinnar á þessum tímamótum. ms íbúum Austurlandskjördæmis árnum viö allra heilla á ári nýju. Megi fengsæld ríkja í fjórðungi og farsæld hjá fólki. Þökkum ágætkynniog kæra samfylgd undangenginna ára. Lifið heil. Hanna og Helgi Seljan. * Neskaupstaður Tónleikar Daníel og Sigurður. Þriðjudaginn 5. janúar nk. verða haldnir tónieikar í safnað- arheimilinu í Neskaupstað og hefjast þeir kl. 2100. Á tónleikunum munu þeir Sigurður Halldórsson. selló- leikari og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, leika verk eftir Bach, Beethoven, Martinu og Fauré. Þeir Sigurður og Daníel hafa á undanförnum árum haldið marga tónleika saman og þá ver- ið með klassík eða jass á efnis- skránni. Danícl er 24 ára Norð- firðingur, hann hóf tónlistar- nám sitt í Tónskóla Neskaup- staðar en hefur síðan stundað framhaldsnám í Reykjavík auk þess sem hann stundar nú kennslu hjá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Sigurð- ur er Reykvíkingur og stundaði nám við Tónlistarskóla Reykja- víkur en er nú við framhalds- nám í London. hb Norðfirðingar # athugið! Matvörubúðin Hafnarbraut 1, Neskaupstað (áður Verslun Óskars Jónssonar) verður opnuð laugardaginn 2. janúar 1988 Opið frá kl. 10 til 16 þann dag Opnunartími framvegis: Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 9 til 18 Fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9 til 19 og laugardaga frá kl. 10 til 16 Verslunin verður alltaf opin í hádeginu Gleðilegt nýár FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA OPIÐ FRÁ KL. 13 TIL 17 VG HREINSUN S 71288 NESKAUPSTAÐ 1750 1571 Austurland Hittumst í Sparisjóðnum í síðdegisafgreiðslunni kl. 5 - 7 e. h. á fimmtudögum m Sparisjóður Norðfjarðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.