Austurland


Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 2

Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 17. NÓVEMBER 1988. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Utgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson Ritstjóri: Haraldur Bjarnason (ábm.) S 71750 og 71756 Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S 71571 og 71629 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 11 Pósthólf 31 • 740 Neskaupstaður • S 71750 og 71571 Prentun: Nesprent Það þarf að stjórna efnahagsmálum Fyrir nokkru lagði ríkisstjórnin fram frumvarp að fjárlögum. Frumvarp sem gefur fyrirheit um að snúið verði frá því stjórnleysi sem einkenndi hagstjórn síðustu ríkisstjórnar. Viðskilnaður ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar var með þeim hætti að fjárlagafrumvarpið getur ekki verið gleðiboðskapur. Ljóst er að framlög til ýmissa málaflokka eru mun minni en margir hefðu óskað ef ástand efnahagsmála væri betra. Undanfarin ár hefur ríkissjóður verið rekinn með miklum halla, nú er reynt að snúa af þeirri braut og frumvarpið gerir ráð fyrir tekjuafgangi upp á rúman milljarð. Á þennan hátt er stefnt að því að treysta undirstöður ríkisfjármála til framtíðar og tryggja þannig m. a. lægri vexti, minni þenslu, minni verðbólgu og heilbrigðara efnahagslíf. Stefna ríkisstjórnarinnar, eins og hún birtist m. a. í fjárlagafrumvarpinu, er að stjórna efnahagsmálum, en eins og flestir muna var það eitt af einkennum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar að stjórna ekki efnahagsmálum. Þess í stað voru hin svokölluðu markaðslögmál látin ráða ferðinni. Pá gerir frumvarpið ráð fyrir því að greiða niður erlendar skuldir í stað þess að auka þær eins og gert hefur verið í tíð nokkurra síðustu ríkisstjórna. Skuldasöfnun erlendis er orðin slík að ekki verður lengur undan því vikist að taka til hendinni á þeim bæ. Þessum markmiðum fjárlagafrumvarpsins hyggst ríkisstjórnin ná með einföldum og gamalkunnum hætti. Tekjur eru auknar með sköttum og útgjöld eru skorin niður. Pað skyggir nokkuð á tekjuöflunarleiðina að ekki liggur Ijóst fyrir hvert hinir nýju skattar verða endanlega sóttir. Það skiptir almenning í landinu mestu að hinir nýju skattar taki mið af tillögum Alþýðubandalagsins, sem eru mjög ljósar: hinir nýju skattar eiga fyrst og fremst að leggjast á eignamenn og hátekjumenn, þá sem helst hafa sópað til sín fjármagninu í góðæri undanfarinna ára, og þau fyrirtæki, sem m. a. hafa blómstrað vegna höndlunar með peninga og ýmiskonar pappír, verði látin greiða eðlilegan hlut til samfélagsins. Þó niðurskurður frumvarpsins komi víða við, standa óskertar velflestar fjárveit- ingar til velferðarmála, menningarmála og umhverfismála. Á þessum sviðum er jafnvel aukið fjármagn til ýmissa stofnanna og verkefna. Mikils er um vert að vel takist til um stjórn efnahagsmála, hið nýja fjárlagafrum- varp boðar nýja tíð í stjórnun þeirra. Ef vel verður að verki staðið gæti hin nýja stefna þýtt tímamót í íslensku efnahagslífi. ems Tónspil auglýsir! Videotökuvélar: Sony, Orion Klær og fjöltengi Snúrur og millistykki fyrir hljómtæki, sjónvörp og video Gjafavörur Er aö fá gluggatjöld VISA t TÓNSPIL Egilsbraut 5, Neskaupstað S 71580 PistilIinMi PistiHnn skrifar: Smári Geirsson Friðelskandi bæjarstjórn Það vakti verulega athygli á dögunum þegar Hafnarnefnd Neskaupstaðar og síðan bæjar- stjórn neituðu að heimila Nató- skipinu Alliance að leita hafnar í Neskaupstað. Hafnarnefnd tók þessa afstöðu án allra skýringa, en bæjarstjórnin notaði hins vegar tækifærið og lýsti því yfir að öll skip á vegum hernaðarbandalaga væru óvelkomin til Neskaupstað- ar nema í neyðartilvikum. Engin hafnarnefndarmaður virðist hafa séð ástæðu til að leyfa umræddu skipi að hafna sig f Neskaupstað og í bæjarstjórninni greiddu allir bæjarfulltrúar áliti Hafnarnefndar atkvæði. Það er einnig eftirtektarvert að yfirlýsing bæjarstjórnarinnar um að skip frá hernaðarbandalögum væru óvel- komin var samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Enginn maður fyrirfannst semsagt, hvorki í Hafnarnefnd né bæjarstjórn, sem fýsti þess að Nató-skipinu yrði skapað rými í höfninni í tvo daga, en það var sá tími sem til stóð að fleytan heiðraði Norðfirð- inga með nærveru sinni. Einhverra hluta vegna hafa ýmsir fjölmiðlar lagt á það áherslu að ein meginforsendan fyrir því að Norðfirðingar vísuðu Alliance á bug væri sú að vegna yfirstand- andi síldarvertíðar væru þrengsli í höfninni og því óheppilegt að stórt skip teppti mikið viðlegu- pláss. Vandséð er hvaðan þessi skýring er komin, en ljóst er að ekki birtist hún í fundargerð Hafnarnefndar hvað þá í yfirlýs- ingu bæjarstjórnarinnar. Enda er þetta í rauninni hálfhlægileg skýring; ef velvilji í garð Nató hefði verið einlægur og áhugi fyrir að greiða götu skips á þess vegum þá hefði það ugglaust verið tiltölu- lega fyrirhafnarlítið að hliðra til í höfninni í tvo daga og heimila Smári Geirsson. glæsiskipi með merki hernaðar- bandalagsins á skorsteini að hafa þar viðdvöl endurgjaldslaust. Smærri greiða er vart hægt að hugsa sér þegar í hlut á bandalag, sem í huga svo margra hefur stað- ið vörð um íslenska þjóð í hartnær fjóra áratugi. En nú kunna margir að spyrja: Er ekki Alliance saklaust rann- sóknaskip og þvi hreinasta ofstæki að neita því um að fá að leita hafnar? Jú, það er rétt, Alliance er rannsóknaskip, en hinsvegarerþað matsatriði hve saklaust það er. Samkvæmt norska blaðinu Fiskaren er Alliance spánnýtt þrjú þúsund lesta skip smíðað á Ítalíu og mun það hafa kostað tæplega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Bandaríkin munu hafa greitt um 30% kostnaðar við smíði skipsins, en hin Nató-löndin minna. Skipið er sagt vera án vopna og njósnabúnaðar, en það siglir undir vesturþýskum fána og er undir stjórn yfirflotaforingja Nató. Atliance mun, samkvæmt norska blaðinu, vera sérstaklega búið tækjum til rannsókna á sviði haffræði, segulmælinga og jarð- fræði hafsbotnsins. Vissulega hljómar lýsingin á skipinu sakleysislega, en það er hinsvegar engin vissa fyrir því að rannsóknir skipsins séu að öllu leyti óháðar hernaðarbrölti og víst er að ef ástæða þykir til mun skip þetta þegar kallað til beinna hern- aðarverkefna. Það er í reyndinni útilokað fyrir aðila eins og bæjarstjóm Neskaup- staðar að vega og meta hernaðar- legt gildi einstakra farartækja í eigu hernaðarbandalaga. í sumum til- vikum eru rannsóknaskip t. d. álit- in hafa meira hernaðarlegt gildi en skip útbúin bæði byssum og bombum. Og til eru þeir „vinir okkar“ innan Nató sem neita að greina frá raunverulegu eðli hern- aðarfarartækja sinna. Alkunna er t. a. m. að Bandaríkjafloti neitar að veita upplýsingar um það hvort kjarnavopn eru um borð í skipum á hans vegum. Nei, það er langhreinlegast og án efa farsælast að hafa sem minnst af hernaðarbandaiögum að segja. Þessvegna er kostabest að vísa skipum og öðrum farartækjum á þeirra vegum frá. Og að sjálfsögðu á þetta að gilda um öll hernaðar- bandalög þannig að jafnt skal vísa á bug heimsóknum rannsóknaskipa og eldflaugaskonnorta frá Nató sem vígvæddra rússneskra freigáta frá Varsjárbandalagi. Það er þeim sem þetta ritar ánægjuefni að Nató-elskendur skuli vera jafn fáir og raun ber vitni í Neskaupstað. Því miður ber þó að geta þess að samþykktir Hafnarnefndar og bæjarstjórnar- innar skipta sáralitlu máli á vett- vangi alþjóðastjórnmála, en þær eru táknrænar og bera vott ánægjulegrar höfnunar á ríkjandi hernaðarviðhorfum. Mikið væri heimurinn öðruvísi ef allar stjórn- ir veraldar væru jafn friðelskandi ogbæjarstjórnin íNeskaupstað. Smári Geirsson vA V Föstudagur 18. nóvember: Opið til kl. 0100 Laugardagur 19. nóvember: Lokað vegna einkasamkvæmis Sunnudagur 20. nóvember: A{[/ Bíó kl. 2100: Spennumyndin Shoot to kill Egilsbúö Neskaupstað Sími 71321

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.