Austurland


Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 5

Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 17. NÓVEMBER 1988. 5 Helgi Seljan Nokkrar „feil“nótur í nóvember Ný ríkisstjórn hefur tekið við og auðvitað eru það tíðindi haustsins hvað sem menn ann- ars vilja um hana og áform hennar segja. Hún byrjaði sem betur fer ekki með neinum allsherjarlof- orðum um gull og græna skóga, en alltof lítið nýtt var að finna í farteskinu, sem fögnuð gæti vakið, enda útlitið í mörgu ekki það bjartasta. En gott og vel, vonbrigðin ættu ekki að verða eins mikil, þó ekki takist allt sem skyldi. Naumur meirihluti samtals - minnihluti í raun gagnvart fram- gangi allra meginmála - veldur vissulega mikilli óvissu og kvíða, en ætti að þjappa stjórn- arliðum saman um allt það, sem skipt gæti sköpum um framtíð stjórnarinnar. Og meðan verið er að vinna að úrlausn brýnasa vanda og verði það gert af viti og sann- girni þá verður ábyrgðarhluti þeirra mikill, sem fella þörf mál, sem t. d. varða fjárlagagerð. Miðað við það eðli þessara stjórnar að víkja frjálshyggju úr sessi og efla félagsleg úrræði sem allra mest, þá væri það sýnu alvarlegast, ef það yrði Kvenna- listinn, sem aðeins andstöðunar vegna veitti ríkisstjórninni náð- arhöggið. Talandi um Kvennalistann þá voru vonbrigði mín mikil með afsvar þeirra - algert og um- hugsunarlaus - við þeirri beiðni að taka þátt í umræðum annarra félagshyggjuafla - að vera ekki einu sinni til viðræðu um tii- raun, heldur setja fram hinn barnalega brandara um að allir færu í eina sæng, eins og það væri nú auðveldasta og greið- færasta leiðin. Vonandi er þetta vendipunkt- urinn í þjóðmálaþróun hér - ég sagði vonandi, því kyngreind, ópólitísk samtök, sem skila auðu, þegar á reynir eiga ekki heima í litrófi þjóðmálanna. En Alþýðubandalagið tók áhættu - þurfti í raun að sætta sig við um margt óaðgengilega kosti, en engu að síður taldi ég að í þess- ari stöðu yrði að axla þessa ábyrgð og leita þeirra leiða í miklum vanda, sem léttbærastar yrðu fyrir alþýðu þessa lands. Eftirleikurinn hvað varðar utanríkismálin var svo með af- brigðum óhugnanlegur en kom auðvitað ekki á óvart. Kverkatök Nato og Kanans á báðum samstjórnarflokkum okkar koma engum í opna skjöldu, en það að Nato skuli ekki einu sinni leyfa það að Páll Pétursson verði formaður utan- ríkismálanefndar, hvað þá að sá hræðilegi herstöðvaandstæðing- ur Hjörleifur Guttormsson komi þar nokkuð nærri varafor- mennsku, það er blátt áfram sönnun hins soramengaða hug- arfars, sem stundum hefur verið kennt við hernám hugans. Svo er best að draga ekki úr því heldur, hvert áfall það var mér, að sjá forseta þjóðarinnar sitja í félagsskap þeirra þýja, sem Nato og Kanar eiga frægust hér. Um það hef ég engin frek- ari orð. En aftur að virkileika stjórn- málaástandsins. Snöfurlegar yfirlýsingar fjármálaráðherr- ans, formanns okkar, um skatt- lagningu fjármagnsgróða góð- ærisins vöktu vissulega vonir um að öðru vísi yrði tekið á málum og enn skal ekki örvænt þar um, því á einmitt efnd þessara orða fer öðru fremur um afkomu Al- þýðubandalagsins í þessu stjórnarsamstarfi. Fjárlagafrumvarpið nú olli því ærnum vonbrigðum, þó all- ur sá flýtir og ónógur undirbún- ingur sem til staðar var hafi sett þar mark sitt á. Pað er hins vegar ekki traust- vekjandi að finna þar helst happafeng fjármagnsgróðans að leggja söluskatt á happdrætti líknarfélaga, ýmissa félaga fatl- aðra og íþróttafélaga - að sjá þann helstan kost að minnka framkvæmdagetu SÍBS á fimm- tíu ára afmæli þess, að hefta framhald DAS heimilanna og draga úr öryrkjahúsnæði ÖBÍ, það eru einfaldlega ekki gæfu- merki. Það er heldur ekki nóg að leggja þannig á breiðu bökin eins og segir í þesu frumvarpi, að fólk með 60 - 70 þúsund króna tekjur skuli ekki bera telj- andi byrðar af aukinni skatt- heimtu. Og þó - hvernig skyldi nú eiga að sleppa þessu lágtekjufólki við vörugjaldið, þó við skulum vona að þar takist gæfulegar til en oft áður. Ég ber ugg í brjósti, þó ég sjái einnig ákveðna tilburði í rétta átt með nýjum skattþrepum tekju- og eignarskatts. En blessaður matarskatturinn margfrægi ku eiga að blíva. Nú sé ég að félagi Svavar hef- ur komiö nokkrum veigamikl- um atriðum að til lagfæringar í sínum málaflokki og auðvitað eiga þeir Ólafur Ragnar þar heiður skilinn. Sömuleiðis vop.a ég að sama verði upp á teningnum, þegar félagi Steingrímur fer á stúfana með jarðgangagerðina fyrir al- vöru, ef stjórninni verður ein- hvers lífs auðið. Hins vegar verður þriðji fé- laginn - Ólafur Ragnar sá ör- iagavaldur í krafti embættis síns, sem mest á mæðir og mestu skiptir, hvernig til tekst hjá. Ég Helgi Seljan. sé marga Ijósglætu þar, en á margt ber skugga. Ég harma t. d. að margsvik- inn Framkvæmdasjóður fatl- Skólamót Austurlands í handknattleik og knattspyrnu fór fram í Neskaupstað í síðustu viku. Mót þetta var fyrir 7. bekk og yngri og tóku 7 skólar þátt í mótinu að þessu sinni. Til úrslita í drengjaflokki í handknattleik léku Egilsstaða- skóli og Seyðisfjarðarskóli og sigruðu Egilsstaðabúar með 19 Skinfaxi 5. tölublað Skinfaxa, tímarits ungmennafélaganna, er komið út. Skinfaxi er að nokkrum hluta tileinkaður ungmennafé- laginu Tindastól á Sauðárkróki en íþróttafólk þaðan stendur nú framarlega á landsvísu. Nefna má meistaraflokkslið Tindastóls í körfuknattleik sem er nú kom- ið í Úrvalsdeildina, en viðtöl eru við Val Ingimundarson, þjálfara og leikmann með liðinu og Eyj- ólf Sverrisson. Knattspyrnu- menn Tindastóls eru í 2. deild og síðast en ekki síst má nefna Lilju Maríu Snorradóttur sem stóð sig frábærlega fyrir stuttu á Ólympíuleikum faltaðra í Seoul. í Skinfaxa er einnig sagt frá undirbúningi fyrir 20. landsmót UMFÍ sem verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ árið 1990. Bráðskemmtilegur skákþáttur Jóns L. Arnasonar er á sínum stað og margt margt fleira. Fréttatilkynning aðra skyldi aðeins fá það svarta- lágmark í framlagi, sem nær því ekki einu sinni að hann haldi raungildi sínu milli ára. Par hefði félagi Ólafur Ragnar mátt sýna meira örlæti - og hefði hlotið margra þakkir og sýnt að hann gerði mun þarfra verka og óþarfra. Ég hefi hins vegar boðið hon- um að bæta ráð sitt á einfaldan hátt og „ódýran“ og bíð þess að svo verði. En hvað sem öllum fjárlaga- tölum líður þá skulum við ekki gleyma því sem allt snýst um - framtíð atvinnulífs á lands- byggðinni þar sem uppsprettur þjóðarauðsins eru gjöfulastar, og ákveðna lífskjarajöfnun í þjóðfélaginu. Takist að snúa við mörkum gegn 9. í telpnaflokki í handknattleik léku til úrslita Grunnskóli Neskaupstaðar og Seyðisfjarðarskóli og báru Norðfirðingar sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 2. Grunnskóli Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarskóli léku til óheillaþróun undangenginna ára, því misgengi sem öllu öðru misgengi er alvarlegra milli landsbyggðar og suðvestur- horns, takist það væri þessi stjórn ekki aldeilis til einskis mynduð. Og ef til viðbótar verð- ur hægt að koma einhverjum böndum á frjálshyggjudraug launamisréttisins, þá hefur ekki til einskis verið erfiðað. Petta skiptir sköpum. Félög- um okkar í ríkisstjórn og á Al- þingi skal allrar auðnu óskað í því vandasama verkefni. En af þeim verkum verða þau dæmd og eins við hin sem studdum þau og stuðluðum að stólasetu þeirra nú. Og gleymum því ekki hverjir kveða þar upp endanleg- an dóm að leiðarlokum. Fram- tíð þessarar þjóðar, byggðin í landinu, lífskjör alþýðufólks eru í veði, hvorki meira né minna. ínóvemberbyrjun '88 Helgi Seljan úrslita í drengjaflokki í knatt- spyrnu og sigruðu Norðfirðing- ar með 5 mörkum gegn 3. I telpnaflokki í knattspyrnu léku til úrslita Grunnskóli Neskaup- staðar og Hafnarskóli og sigr- uðu Norðfirðingar með 6 mörk- um gegn 3. ÓS/hb Mikið og glæsilegt úrval af kertum, serviettum, serviettuhringjum, ilmkertum, ilmjurtum og reykelsi Laufskálinn Nesgötu 3 Neskaupstað S 71212 NESKAUPSTAÐUR Til íbúa Neskaupstaðar Nauösynlegt er að allir séu á réttum staö í íbúaskránni 1. desember 1988 Því eru allir þeir sem flutt hafa aösetur og ekki tilkynnt aðsetursskipti til bæjarskrifstofunnar áminntir um aö gera það sem fyrst Bæjarstjóri Skólamót í handbolta og fótbolta Norðf irðingar sigursælir

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.