Austurland


Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 3

Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 17. NÓVEMBER 1988. 3 Alþýdusamband Austurlands SigurðurIngvarsson kosinn forseti Átjánda þing Alþýðusam- bands Austurlands var haldið að Iðavöllum um síðustu helgi. Sig- finnur Karlsson sem hefur verið í stjórn sambandsins frá upp- hafi, eða í 45 ár, gaf nú ekki kost á sér í stjórn lengur en hann hefur síðustu 30 árin verið for- seti sambandsins og hafði þar áður verið í 15 árgjaldkeri þess. I hans stað var Sigurður Ingvars- son frá Eskifirði kjörinn forseti en Sigfinnur mun áfram verða starfsmaður ASA ásamt Sig- urði. Aðrir í stjórn sambandsins voru kjörnir: Björn Grétar Sveinsson Höfn varaforseti, Hrafnkell A. Jónsson Eskifirði ritari, Viggó Sigfinnsson Nes- kaupstað gjaldkeri og með- stjórnendur þau: Dröfn Jóns- dóttir Egilsstöðum, Eiríkur Stefánsson Fáskrúðsfirði og Ari Hallgrímsson Vopnafirði. Varamenn í stjórn voru kosnir: Skúli Hannesson Breiðdalsvík, Anna María Sveinsdóttir Stöðv- arfirði, Haukur Þorleifsson Reyðarfirði, Hermann S. Krist- jánsson Fáskrúðsfirði, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Höfn, Stella Steinþórsdóttir Nes- kaupstað og Gyða Vigfúsdóttir Egilsstöðum. Atvinnu- og kjaramál I atvinnu- og kjaramálaálykt- un þingsins er mótmælt harð- lega þeirri aðför ríkisvaldsins að launafólki sem felst í afnámi samningsréttar. Þingið krefst þess að samningsrétturinn verði gefinn frjáls nú þegar og samn- ingar verði settir í gildi með öll- um þeim ákvæðum sem þar kveður á um, hvort sem um er að ræða launahækkanir eða annað. Þá hvetur þing ASA alla launamenn til að standa fast saman um að rétta sinn hlut strax og lögunum verði aflétt og þess er krafist að búið verði svo að atvinnuvegunum að vinnuör- yggi launþega sé tryggt og hægt sé að greiða launafólki mannsæmandi laun. Þingið krefst þess að sá launamunur sem nú er á milli karla og kvenna verði leiðréttur og kjarasamningar verði færðir meira heim í héruðin en samflot verði haft um allt er þarf að sækja til stjórnvalda. Þingið mótmælir síendur- teknum íhlutunum stjórnvalda í almennar fiskverðshækkanir og bent er á að laun eru skert en vöruverð hækkað. Þá leggur þingið til að lífeyris- og launa- tekjur skerði ekki tekjutrygg- ingu aldraðra, fremur en tekjur af fjármagni og skorað er á at- vinnurekendur á Austurlandi að beita ekki uppsögnum því það séu mannréttindi að hafa rétt til vinnu. Þingið varar við þeirri þróun, sem verið hefur að gerast, að fiskvinnsla sé færð meira og meira út á sjó og til annarra landa á sama tíma og boðuð er minnkandi sókn í sameign þjóð- arinnar, fiskistofnana. Öryggis- og tryggingamál I öryggis- og tryggingamála- ályktun þingsins er bent á að brýnt sé að tryggja verkafólk betur í veikinda- og slysatilfell- um. Rétt foreldra í veikindatil- fellum barna þurfi að endur- skoða og breyta með tilliti til fjölda barna og þá án þess að veikindaréttur foreldra skerðist. Eins er bent á að endurskoða þurfi reglur um fæðingarorlof. Þá telur þingið brýnt að endurskoða reglur sjúkrasjóð- anna og tryggja betur áunnin réttindi fólks gagnvart sjúkra- sjóði við flutning milli félaga. Leiðrétta þurfi það misræmi sem nú er á dánarbótum eftir starfsstéttum og athuga beri alla nýja möguleika í tryggingamál- um, sem tryggingafélög bjóða. I þessari ályktun kemur einn- ig fram að þingið telur að eftirlit skorti með vinnu unglinga og að þeim sé oft misboðið á vinnu- stöðum, jafnt vinnulega sem launalega. Þá telur þingið að herða þurfi eftirlit með skaðleg- um efnum á vinnustöðum og eiturefnum almennt. Þá þurfi mun meiri fræðslu um þessi skaðlegu efni. Fræðslumál í fræðslumálaályktun þings- ins er fagnað frumkvæði Verk- menntaskóla Austurlands og Atvinnuþróunarfélags Austur- lands varðandi starfsmenntun á Austurlandi með stofnun Far- skóla í fjórðungnum. ASA vill stuðla að því að almcnn starfs- fræðslunámskeið verði skipu- lögð og framkvæmd á vegum Verkmenntaskólans enda fái ASA tækifæri til að hafa áhrif á þróun og framkvæmd starfs- menntunar á Austurlandi sem skipulögð er fyrir launafólk. Þingið hvetur aðildarfélög ASA til að bjóða félögum sínum að sækja nám í Félagsmálaskólan- um í Ölfusborgum eins og fjár- hagur þeirra leyfi. Þingið telur að efla beri félagsmálaskólann og treysta frekar stöðu hans sem fræðslustofnunar verkalýðs- hreyfingarinnar. o Þetta var ágrip af ályktunum þings Alþýðusambands Austur- lands. Rúmlega 50 manns tóku þátt í þingi ASA og voru oft á tíðum fjörugar umræður og málefnalegar. Verkalýðsfélagið Fram á Seyðisfirði sendi ekki Sigurður Ingvarsson nýkjörinn forseti ASA. fulltrúa til þingsins og mun það stafa af óánægju Seyðfirðinga með lífeyrissjóðs- og orlofs- húsamál ásamt fleiri stjórnunar- málum ASA. Þessi óánægja Seyðfirðinga á sér nokkra sögu en eins og menn rekur minni til gengu þeir af þingi ASA fyrir tveimur árum vegna þessara mála. Seyðfirðingar samþykktu á aðalfundi sínum fyrir skömmu að segja sig úr Alþýðusamband- inu og hið sama hefur Verslun- armannafélag Austurlands sam- þykkt en félagið sendi ekki held- ur fulltrúa á þing ASA. Óá- nægja Verslunarmannafélagsins er þó af öðrum toga og er ástæða úrsagnar félagsins sú aö það tel- ur sig ekki eiga samleið með ASA í kjarabaráttunni. Versl- unarmannafélagið er aðili að Landssamtökum verslunar- manna og telja verslunarmenn hag sínum betur borgið innan þeirra samtaka en ASA. Það bíða því ýmis verkefni nýrrar stjórnar ASA í sameiningarmál- um verkalýðshreyfingarinnar hér eystra. hb Sambandsstjórnarfundur LÍV Átelur afskipti ríkisvalds af kjarasamningum Sambandsstjórn Landssam- bands íslenskra verslunar- manna hélt fund á Iðavöllum dagana 29. og 30. október sl. Fundurinn mótmælir harðlega afnámi samningsréttar verka- lýðshreyfingarinnar og skerð- ingu kjarasantninga. í frétt frá sambandsstjórninni segir síðan orðrétt: „Fundurinn minnir á að í rétt- inum til þess að semja um kaup og kjör felast ein mikilvægust réttindi - bæði einstaklingsins og verkalýðshreyfingarinnar í heild. Síendurtekin afskipti ríkis- valdsins af samningum verka- lýðshreyfingarinnar eru óþol- andi og eiga ekki að getta gerst í þjóðfélagi sem byggir tilveru sína á lýðræðislegum grunni. Þessi afskipti ríkisvaldisns vcikja samtök launafólks og stuðla að því að félagsmenn missi trú á gildi samstöðunnar á sama tíma og atvinnurekendur hafa styrkt sín samtök verulega. Brýnasta verkefni verkalýðs- hreyfingarinnar er að brjóta á bak aftur afskipti ríkisvaldins af kjarasamningum. Því skorar fundurinn á verka- lýðsfélög um allt land að standa saman í þessu mikla hagsmuna- máli íslensks launafólks." .......................>S - jólakorta 20% Tvöföld iólakort: Tvöföld jólakort Mynd nr. Fjöldi Mattáf. Glansáf. o Q. Sendandi: Nafn. □ □ □ □ □ □ □ □ Einföld jólakort: □ □ □ □ □ □ □ □ Ath. Lág- markspöntun er 10 kort eins. afsláttur til 30. nóv. Dynskógar 4 Pósthblf 128 - 700 Egilsstaóir Sími 97-11699 Sími Heimili . .Póstnr.......Póststöð .

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.