Austurland


Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 1

Austurland - 17.11.1988, Blaðsíða 1
Austurland Tölvupappír //• 'NESPRENT ® 71189 & 71135 Stöðvarfjörður íbúðir aldraðra áteikniborðinu Hönnun á fjögurra íbúða húsi fyrir aldraða á Stöðvarfirði er nú langt komin en það er Björn Kristleifsson arkitekt á Egils- stöðum sem vinnur það verk. Að sögn Björns Hafþórs Guð- mundssonar, sveitarstjóra, er útlit hússins fullmótað en menn eru að velta fyrir sér innra skipu- lagi hússins. Björn Hafþór sagði að nú væri búið að sækja um graftar- leyfi til byggingarnefndar og reiknað væri með að hefjast handa við grunn hússins þegar það leyfi iiggur fyrir. Húsið verður um 320 m2 og auk fjög- urra leiguíbúða verður sameig- inlegt þjónusturými með eld- húsi og setustofu. Hreppsnefnd hefur nú sótt um fyrirgreiðslu til Byggingarsjóðs aldraðra og framkvæmdasjóðs aldraðra og eru menn bjartsýnir á jákvæð svör. Að sögn Björns Hafþórs er stefnt að því að skipta um jarðveg í grunni í haust þannig að hægt verði að steypa grunn strax næsta vor. Á Stöðvarfirði er til sjóður með um hálfri milljón króna til framkvæmdanna. Þar er um að ræða minningarsjóð um Einar Benediktsson frá Ekru og hefur sá sjóður haft tekjur af sölu minningarkorta og eins hefur kvenfélagið á staðnum lagt hon- um lið með fjáröflunum. hb Benedikt Sigurjónsson bœjarverkstjóri í Neskaupstad er stoltur þar sem hann stendur á miðjum Bakkaveginum. í fyrradag luku bœjarstarfsmenn við að skipta um jarðveg í hluta götunnar og kœtist án efa margur vegfarandinn eftir það, því umrœddur Bakkavegur hefur verið illur yfirferðar frá upphafi. Mynd hb Neskaupstaður Opið hús hjá Rannsóknastofnun Ómar Skarphéðinsson, Krislinn ívarsson og Stefán Pálmason við troðarann nýja. Mynd hb Neskaupstaður Nýr snjótroðari í síðustu viku kom til Nes- kaupstaðar nýr snjótroðari í eigu Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Troðarinn er af Kásbohrer gerð og er keyptur notaður frá Þýskalandi. Hann er árgerð 1984 og hefur verið not- aður í 3300 tíma. Snjótroðarar þessarar gerðar eru m. a. notað- ir í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli og hafa reynst vel þar. Togarinn Birtingur flutti snjó- troðarann endurgjaldslaust frá Þýskalandi. Kristinn ívarsson og Stefán Pálmason stjórnarmenn í Skíðamiðstöðinni báðu AUST- URLAND að koma á framfæri þakklæti til Síldarvinnslunnar hf. og áhafnar Birtings, sem þeir sögðu að hefði gætt troðarans eins og sjáaldurs auga síns á sigl- ingunni. hb í tilefni af Norrænu tækniári verður útibú Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins í Nes- kaupstað með opið hús sunnu- daginn 20. nóvember nk. á milli kl. 13 og 17. Útibúið tók til starfa í byrjun árs 1977 og var tilgangurinn með stofnun þess að auka þjónustu við fiskiðnaðinn á Austurlandi á svæðinu frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Starfsemi útibús- Starfsmenn RF í Neskaupstað, Porsteinn lngvarsson og Lilja Hulda Auðunsdóttir. Myndlib ins hefur í gegnurn árin verið fólgin í ýmiskonar þjónustu- rannsóknum við hin fjölmörgu fiskvinnslufyrirtæki í fjórðungn- um og þá einkum fiskimjöls- verksmiðjur og söltunarstöðv- ar. Á síðastliðnu vori var tekin í notkun gerlaræktunaraðstaða hjá útibúinu og hefur sá liður starfseminnar veirð mjög mikið notaður af frystihúsum. Þessa dagana snýst starfsemi Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins að mestu um mælingar og rannsóknir á síld auk þess sem loðnan er venjulega fyrir- ferðarntikil á þessum árstíma þó svo að lítið hafi verið um hana undanfarið. hb Hornafjörður Ánægja með slitlagið „Við erunt að vona að vel hafi tekist til nteð þetta slitlag og það hafa engar óánægjuraddir kom- ið fram um það enn", sagði Ing- ólfur Arnarson umdæmisstjóri Flugmálastjórnar þegar AUST- URLAND forvitnaðist um hvernig til hefði tekist með lagn- ingu slitlags á flugvöllinn við Hornafjörð. Hann sagði að ennþá væri margt óvisst í framhaldi af lagn- ingu slitlagsins, til dæmis, hefði tíðarfar verið nokkuð gott síðan og ekkert reynt á snjóruðning eða hálkueyðingu. Þó sagði Ing- ólfur ljóst að slitlagið hefði nú þegar sannað gildi sitt því flug- vallarstarfsmenn á Hornafirði hefði talið víst að völlurinn hefði lokast í síðustu viku vegna aurbleytu ef ekki hefði verið komið slitlag. hb Munið Víkurbitann Opið frá kl. 11 til 20 NEÖVÍDEÓ S 71780 -y Hrærivélar (Multi Practie) BRflUIl Rakvélar Gufustraujárn

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.