Austurland


Austurland - 04.09.1991, Síða 5

Austurland - 04.09.1991, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR, 4. SEPTEMBER 1991. 5 Minning Jón Guðmundsson Neskaupstað Fæddur 13. janúar 1905 - dáinn 14. júní 1991. Og dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi ncetur með hœkkandi dag yfir brá. Par stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bœnþín varorðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig ífang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfið dagana svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bœnar í fyrsta sinn. Það á enginn orð nógu auðmjúk til, en andvarpar. Faðir minn. (T. G.) Hinn 14. júní síðastliðinn lést að heimili sínu, kær vinur okkar, Jón Guðmundsson ættaður frá Þrasastöðum í Stíflu í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Bergsson bóndi þar og kona hans Guðný Jóhannsdóttir. Var Jón fimmti í röðinni af þrettán systkinum, en átta þeirra komust upp til fullorðins- ára. Allir sem urðu samferða þeim ágætu hjónum fundu samheldni þeirra og var umhyggjan fyrir bömunum í fyrirrúmi, var það því mikill harmur kveðinn að Þrasastaðarheimilinu 1917, er móðir Jóns, Guðný féll frá, þá 40 ára gömul. Þessu mikla mótlæti tók Guð- mundur með þreki og stillingu, hélt hann börnum sínum hjá sér og ól þau upp í miklu ástríki ásamt ráðskonu sinni Kristínu Bjarnadóttur, er reyndist þeim sem besta móðir. Prasastaðaheimilið var mannmargt og vöndust bömin því snemma mikilli vinnu, enda vinnudagur þar oft langur og strangur. Þann 28. maí 1928 giftist Jón heitkonu sinni Guðrúnu Sigurhönnu Pétursdóttur frá Hrólfsstöðum, Skagafirði. Stofnuðu þau heimili sitt að Kleifum Ólafsfirði og gerðist Jón bóndi þar. Eignuðust þau hjón fjórar dætur en þær em: Hólmfríður fædd 31. maí 1930 leik- skólastjóri að Sólvöllum í Neskaupstað gift Sigurði Jónssyni starfsmanni við loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, eiga þau fjóra syni. Katrín sjúkraliði fædd 6. júlí 1932 gift Magnúsi Ásmundssyni yfirlækni við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, eiga þau fimm börn. Jóhanna Sigrfður fædd 8. apríl 1934 sjúkraþjálfari gift Stefáni Antonssyni vélstjóra, búsett í Bandaríkjunum, þau eiga fjögur börn. Yngst er Hulda fædd 3. apríl 1937 dagmóðir gift Hilmi Jóhannessyni bæjarfulltrúa á Sauðárkróki, eiga þau þrjú börn. Um 1937 fluttist fjölskyldan frá Kleif- um til Húsavíkur, gerðist Jón þá sjó- maður en var jafnframt með sauðfé. Þar bjuggu þau í nokkur ár þar til Guðrún og Jón slitu samvistir. Um tíma var Jón verkstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð og víðar. Einn son eignaðist Jón, heitir hann Hreinn fæddur 16. desember 1946 verkstjóri og fiskmatsmaður á Húsavík, á hann tvo syni. 1956 giftist Jón Helgu Biskopstö ætt- aðri frá Klakksvík í Færeyjum fæddri 12. júlí 1916. Bjuggu þau allan sinn búskap í Neskaupstað en hún lést 5. nóvember 1980. Jón og Helga eignuðust eina kjör- dóttur, er það Sólrún Hervör fædd 2. ág- úst 1944 húsfreyja að Eyrarlandi í Deild- ardal gift Páli Þorgilssyni bónda þar, þau eiga fimm böm. 1949 - 1962 að einu ári undanskyldu var Jón yfirverkstjóri hjá fiskvinnslustöð SÚN í Neskaupstað. Hann var einn af þeim er sátu stofnfund Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað þann 11. desember 1957. Hann var varamaður bæði í stjóm Síldarvinnslunnar hf. og Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar B. Tómasdóttur, fer fram í Norðfjarðarkirkju laugardaginn 7. september kl. 1030 Ingibjörg Símonardóttir Þorbergur Sveinsson Hilmar Símonarson Pálína Imsland Tómas Símonarson Anna Sigurbergsdóttir Börn, barnabörn og barnabarnabörn Einnig starfaði hann á bæjarskrifstof- unni í Neskaupstað í tíð Bjarna heitins Þórðarsonar bæjarstjóra. Seinna vann Jón á skrifstofu og viðverslunarstörf hjá SÚN eða til 1981 er hann lét af störfum. Alla tíð reyndist hann traustur og sam- viskusamur starfskraftur, hann var mik- ill félagshyggjumaðurog hafði ákveðnar skoðanir, en var ávallt félagi, sem öllum þótti vænt um, er honum kynntust. Alla tíð átti Jón sauðfé og eignaðist hann fjölda vina í kringum það. Það var ekki ósjaldan að foreldrar hér í bæ kæmu með börn sín til að fylgjast með á vorin er iömbin voru að fæðast, og átti hann þá stundum til að gefa börnum nágranna sinna lömb, þannig var Jón ávallt veit- andi fremur en þiggjandi. Mikill kunningsskapur var á milli for- eldra minna og Jóns Guðmundssonar því að í mörg ár rak hann sauðfé sitt ásamt öðrum fjáreigendum hér, frá Neskaupstað til beitar í Mjóafjörð og var jafnan komið við á Keykjum og var þá oft glatt á hjalla. Þegar ég fluttist til Neskaupstaðar var heimili þeirra Helgu, sem mitt annað heimili og reyndust þau mér og mínum ákaflega vel. Ræktarsemi Jóns var einstök og skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu nánir ætt- ingjar hans eða vinir og kunningjar, vinahópur hans var mjög stór, hann var skemmíilegur í vinahópi, höfðingi í lund og veitti jafnan stórmannlega. Með þessum línum viljum við þakka honum samfylgdina og alla á ástúð og hlýju, sem hann sýndi okkur. Ættingjum hans og vinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Guðmunds- sonar. Sigríður Wíum og fjölskylda Neskaupstað. Um útivistartíma barna og ungmenna Að gefnu tilefni er vakin athygli á eftirfarandi útdraetti úr 44. gr. reglugerðar um vernd barna og ungmenna: „I kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri, mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20, og eftir kl. 22 tímabilið 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, aðstandend- um sínum eða umsjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtunum, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir lögleg- an útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20, öðrum en sér- stökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og/eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Þeir sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ungmenna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessar- ar greinar séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ungmenni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Utdráttur úr ákvæðum þessarar greinar skal hanga á áberandi stað í öllum skólum skyldunáms, almennum veitingahúsum og samkomustöðum í lögsagnarumdæm- inu og sér viðkomandi barnaverndarnefnd um það ásamt lögreglu." Bæjarfógetinn í Neskaupstað, 3. september 1991, Ólafur K. Ólafsson. Skólaskórnir komnir Rucanor/á/' Smash Pro Stærðir: 25 - 46 verð frá kr. 2.995. SpikerST Stærðir: 35 - 46 Verð frá kr. 3.990,-' Frábærip innanhússskóp fpá ðSjCS**2" VIÐ LÆKINN NESKAUPSTAÐ S 71288

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.