Austurland


Austurland - 04.09.1991, Qupperneq 6

Austurland - 04.09.1991, Qupperneq 6
Auglýsinga- og Sáskriftarsímar Austurlands 715 71 -717 50 Farskólinn á Austurlandi Tæplega 200 manns í námskeiðum á síðasta skólaári Áskólaárinu 1990-1991 voru haldin 16 námskeið á vegum Farskólans á Austurlandi og voru þau haldin á 9 stöðum í fjórðungnum. Nemendafjöldi var tæplega 200 og fjöldi kennslustunda um 700. Farskólinn heldur námskeið- in í samstarfi við ýmsa aðila, bæði austfirska ogJá höfuðborg- arsvæðinu. Allir eru þessir aðil- ar færir til að veita fræðslu á sér- hæfðu sviði og er samstarfið við þá skólanum einkar mikilvægt. Þau námskeið sem haldin voru mega flest teljast til endur- menntunar og voru þau ætluð fólki í ýmsum starfsgreinum eins og t. d. iðnaðarmönnum, skrifstofufólki, stjórnendum fyrirtækja o. fl. Einnig voru haldin fræðslunámskeið fyrir ýmsa hópa eins og t. d. fyrir nefndarntenn sem sitja í nefnd- um á vegum sveitarfélaga. Þá fór fram á vegum Farskólans ís- lenskunám fyrir útlendinga sem störfuðu í Neskaupstað og gafst það mjög vel. Þess má geta að eitt þeirra námskeiða sem Farskólinn stóð fyrir veitti nemendum formleg réttindi en það var nám í skip- stjórn sem gaf réttindi til að stýra 30 tonna bátum. Slík námskeið voru bæði haldin í Neskaupstað og á Borgarfirði. Á komandi vetri verður starf- semi Farskólans með svipuðum hætti og verið hefur en þó er alltaf reynt að gera starfsemina fjölbreyttari og laga hana að óskum. Það er einmitt einkar mikilvægt að koma á framfæri óskum og hugmyndum um námskeið sem þörf er fyrir og Farskólinn gæti staðið að. Höf- uðstöðvar Farskólans eru í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Á fimmta þúsund manns hafa farið á Vatnajökul í sumar á vegum Jöklaferða hf. Ljósm. hb Siglingar á Jökulsárlóni hafa náð geysilegum vinsœldum. Ljósm. hb Austur-Skaftafellssýsla Aöalfundur SSA Mikil uppbygging á sviði Ályktanir um samgöngumál fórðamannaþjónustu Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi var haldinn á Seyðisfirði dagana 23. og 24. ágúst sl. Samkvæmt venju var mikið fjallað um sam- göngumál á fundinum og verður hér gerð grein fyrir því helsta sem fram kom í ályktun um fundarins um þann málaflokk. Áður hefur birst í blaðinu álykt- un fundarins um jarðgangamál þar sem fyrri stefna í þeim efn- Síldveiðar Síldveiðar máttu hefjast sl. sunnudag eða 1. september og má vertíðin standa fram í mars- mánuð. Sjvaraútvegsráðuneyt- ið hefur heimilað veiðar á allt að 110 þúsund tonnum af síld og verður fjöldi síldarbáta sá sami og í fyrra eða 98. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér hefur lítið orðíð vart við síld í Austfjörð- um og er ekki gert ráð fyrir að vertíöin hefjist í reynd fyrr en komið veröur fram í október. um var staðfest og verður henni því engin skil gerð hér. Helstu efnisatriði ályktana fundarins um samgöngumál eru eftirfar- andi: - Skorað var á þingmenn kjör- dæmisins að beita sér fyrir því að við endurskoðun næstu vega- áætiunar fái vegurinn um Heið- arenda sérstakan forgang. - Fundurinn hvatti til að áfram verði unnið að því að koma á heilsárstengingu milli Norður- lands og Austurlands. - Fundurinn beindi því til ríkis- valdsins að staðið verði við þau fyrirheit og samninga sem gerðir hafa verið um samgöngubætur innan sveitarfélaga eftir að þau hafa sameinast. - Fndurinn lýsti áhyggjum sín- um vegna landbrots við Jökulsá á Breiðamerkursandi og beindi því til samgönguráðuneytisins að vel yröi fylgst með þróun mála þar. - Þeirri áskorun var beint til þingmanna Austurlands og Vegagerðar ríkisins að Þríhyrn- ingsleið að Brú og frá Aðalbóli að Snæfellsskála verði gerð að aðalfjallvegi. Jafnframt verði vegurinn um Öxi gerður að aðalfjallvegi. - Fundurinn beindi því til Vegagerðar ríkisins að þjónusta við snjómokstur verði ekki skert og leitast verði við að auka sveigjanleika varðandi mokst- urinn. - Fundurinn lagði áherslu á nauðsyn þess að bæta viðhald malarvega. - Aðalfundurinn fagnaði yfir- standandi framkvæmdum við veg um Hellisheiði til Vopna- fjarðar. Ferðamannaiðnaður vex skemmri ferðir á jökulinn. í síð- hröðum skrefum í Austur- Skaftafellssýslu og sem dæmi um ferðamannastrauminn má nefna að í sumar hafa á fimmta þúsund manns farið á Vatnajök- ul á vegum Jöklaferða hf. og um sextán þúsund hafa farið í báts- ferðir á Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi. Hlutafélagið Jöklaferðir var stofnað 1985 og fór tiltölulega hægt af stað en í fyrra og í ár hefur oðið gífurleg aukning í starfseminni. Félagið á nú og rekur tuttugu snjósleða og einn snjóbíl og býður upp á lengri og asta mánuði var tekinn í notkun skáli í eigu Jöklaferða sem er á Hálsaskeri við Skálafellsjökul. í skálanum er veitingasalur og gistiaðstaða fyrir 40 ferðamenn auk húsrýmis fyrir starfsfólk Jöklaferða. Hefurskálinn hlotið nafnið Jöklasel. Nýlega var fyrsti áfangi þjón- ustu- og upplýsingamiðstövar í tengslum við tjaldstæðið á Höfn tekinn formlega í notkun. Bæjarfélagið kostaði byggingu stöðvarinnar en Jöklaferðir hf. hafa leigt hana til þriggja ára og munu annast rekstur hennar. Verkmenntaskóli Austurlands Grímur Magnússon aðstoðarskólameistari Grímur Magnússon hefur nýlega verið ráðinn aðstoðar- skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Grímur er Norðfirðingur, kennari að mennt og hefur starf- að sem kennari og yfirkennari í Neskaupstað frá árinu 1973. Á síðasta skólaári stundaði Grím- ur nám í Danmörku. Grímur Magnússon.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.