Austurland


Austurland - 15.12.1991, Síða 6

Austurland - 15.12.1991, Síða 6
6 JÓLIN 1991. Vilhjálmur Hjálmarsson Þankar í kringum brúðkaup á Nesi 1894 og boðsferð Hofsverja Brúðhjönin Kristín Stefánsdóttir og Pórarinn Hávarðsson. I fyrrasumar var ég um tíma eins konar afleysingamaður hjá Sigfúsi syni mínum sem býr á Brekku, því hann og Jóhanna húsfreyja fóru í nokkurra daga ferðalag til Danmerkur og Sví- þjóðar. Margrét kona mín sá um húsverkin að vanda. En mitt aðalstarf var að gera að og salta þann afla sem Páll sonur okkar færði að landi á trillu þeirra bræðra en hann reri með færi - ég get ekki lengur sagt handfæri því þetta er allt vélknúið og tölvustýrt. Með mér að störfum voru tveir unglingar fjórtán og fimmtán ára, Anna Guðrún og Ágúst Torfi, bæði alin upp í Norður- og Austuramtinu eins og ég. Afi var dágóður þessa daga og þó viðráðanlegur svo aðgerð- arfólkið gat skroppið í kaupstað þegar þess þurfti með - til Eg- ilsstaða. Svo er það í kaupstaðarferð að þar kemur tali okkar að ég tek að segja þeim frá fyrstu ferð minni upp yfir Heiði. Og læt þess getið að ég hafi þá verið tæpra 16 ára. Báðum kom í stans. Hvorug- ur viðmælenda minna hafði náð þeim aldri. Og við tókum að bera saman bækur okkar. Fimmtán ára gamall hafði ég að vísu farið alloft með móður minni til Seyðisfjarðar, nokkr- um sinnum til Norðfjarðar og einu sinni á Fáskrúðsfjörð. En ekki fyrr en þetta farið til Hér- aðs - hvað þá lengra til. Allt öðru gegndi um ferðafé- laga mína, fjórtán og fimmtán ára. Engri tölu varð lengur kom- ið á ferðir þeirra byggða á milli í Norður- og Austuramtinu, bæði höfðu alloft farið til Reykjavíkur og einnig siglt eða flogið til nálægra landa. Þessi samanburður varð okk- ur þremenningum nokkurt um- hugsunarefni, og að mig minnir bæði ferðafjöldinn og ferðamát- inn. Því ferðalög eiga stundum ekkert sammerkt nema nafnið. Og ég skal nefna dæmi: Rétt í því ég pára þessi orð segir Útvarpið frá miklum björgunarleiðangri vélvæddum að hjálpa bílalest setuliðsmanna frá USA niður af Kjalvegi. Kom mér þá í hug annað ferðalag, fariö fyrir röskum hundrað árum. Benedikt Svcinsson vinnu- maður í Firði sótti Önnu Ólafs- dóttur bónda þartil Eskifjarðar. Þau scttu til Jökuls, villtust í þoku og lágu úti um nóttina. Morguninn cftir náöu þau að Tandrastööum, utanhallt við Fagradal, þágu góðan beina og og stundar hvíld. Að því búnu gengu þau heim til sín yfir 800 metra hátt Hólaskarðið - eins og ekkert hefði í skorist. í næsta fréttatíma kom ný frétt um aðra björgunarsveit að verki á öðrum stað. Nú voru það óforsjálir Islendingar, einnig á mörgum bílum, ráðþrota og bjargarlausir og „allri manna- byggð fjær“. Og aftur kom mér í hug annað ferðalag fyrir hundrað árum. Ung stúlka frá Fjarðarkoti var fimm sólar- hringa að villast um fjöll og dali og náði þó til byggða í Vetur- húsum inn af Eskifirði af eigin rammleik. Annars ætlaði ég nú að minn- ast á gagnkvæm ferðalög Norð- firðinga og Mjófirðinga til gleð- skaparmóta og annarra mann- funda fyrr meir. Og einkum að segja frá einni slíkri ferðareisu, sem sjálfsagt hefur þó ekki verið neitt einsdæmi. Svoleiöis var að 16. septem- ber 1894 var beiðst lýsingar með brúöhjónaefnum, Þórarni Há- varðssyni húsmanni á Nesi, 31 árs, og bústýru hans Kristínu Stefánsdóttur á sama stað, 20 ára. Brúðkaupsdagur var ákveöinn 5. október. Ekki er úr vegi aö kynna brúöhjónaefnin örlítið nánar. Kristín var sunnan úr Meöal- landi, fædd þar 7. júlí 1874, og fluttist austur kornung. Þórar- inn fæddist í Hellisfirði 25. nóv- ember 1862. Foreldrar hans voru Hávarður Einarsson og Vigdís Jónsdóttir er þar bjuggu. Kristín og Þórarinn, „útgerðar- maður og skósmiður“, áttu síð- an heima á Nesi til æviloka. Þór- arinn lést 11 mars 1911, aðeins 48 ára. Kristín lifði mann sinn og 1920 er hún talin „húsmóðir" hjá Hávarði syni sínum og eru tvær dætur hennar þar í heimil- inu. Kristín Stefánsdóttir andaðist 5. nóvember 1933. Nú víkur sögunni til Mjóa- fjarðar. Þar bjuggu á Hofi Árni Vilhjálmsson og Þórunn Einars- dóttir, öldruð hjón, og höfðu áður um hríð búið á Kirkjubóli í Norðfirði. (1864- 1874). Gæti það verið skýringin á því að Þór- arinn og Kristín bjóða nú Hofs- fólki (í Mjóafirði) í brúðkaup sitt og kann þó fleira valdið hafa. Árni og Þórunn bjuggu ekki ein á Hofi þau misseri. Þar bjuggu þá einnig synir þeirra tveir, Vilhjálmur sá er seinna bjó á Hánefsstöðum í Seyðis- firði og við þann bæ kenndur, og Einar er síðan bjó á Hofi langa hríð. Konur þeirra bræðra voru systur, Sigurðardætur frá Há- nefsstöðum, og hét Björg kona Vilhjálms og Jóhanna kona Ein- ars. Móðir systranna var Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir frá Brekku, alsystir Árna bónda. Voru því hvor tveggja hjónin systkina- börn. Enn var á Hofi þriðja systirin frá Hánefsstöðum, Stefanía, er seinna varð húsfreyja á Brekku og móðir þess er þetta párar. Var hún á vist með Vilhjálmi og Björgu, léttastúlka fimmtán ára gömul. Var reyndar á þeirra snærum að mestu þar til hún giftist föður mínum nærri þrítug. Hofsverjar fögnuðu að sjálf- sögðu boði í brúðkaupsveislu hjá vinafólki sínu á Norðfirði. En kringumstæður á bænum voru um þessar mundir fremur óheppilegar fyrir ferðalög. Þór- unni og Árna var þá tekinn að þyngjast fótur. Og þegar fimm dagar voru til brúðkaups lagðist Björg á sæng og ól sitt þriðja barn, Hermann, sem lengi bjó á Hrauni í Seyðisfirði. Systir hennar, léttastúlkan, fékk þá nóg að snúast, enda voru sængurlegur í þá daga teknar alvarlega og sængurkon- um fyrirboðið að róta sér í hálf- an mánuð. Samt var hún ein þeirra sem bjuggust til ferðar - og hlakkaði mikið til. Hugðist Johanna hjálpa uppá sængur- konuna meðan fólkið væri í burtu. Reyndust þó á því nokk- ur vandkvæði eins og síðar kom í ljós. Þá er að segja frá sjálfri brúð- kaupsferðinni. Ekki veit ég gjörla hverjir fóru þá ferð auk móður minnar, en það gætu hafa verið bræðurnir, Vilhjálm- ur og Einar, og Anna systir þeirra og ef til vill einhverjir fleiri. Brúðkaupsdagurinn rann upp, 5. október 1894 sem fyrr segir. Veður var hagstætt Aust- firðingum þessa haustdaga, átt- in frá suðri til vesturs með rign- ingargusum og góðviðri á víxl. „Var stillt og fagurt veður“, skrifar Benedikt Sveinsson í Fjarðarkoti í dagbók sína dag- inn fyrir brúðkaupið, „sama blessuð blíðan" á brúðkaups- daginn, og nákvæmlega sama texta daginn eftir! Það varð ekki á betra kosið. Að loknum morgunverkum á Hofi var lagt af stað. Niðri við sjóinn beið skektan á klöppun- um og ekki svipstund verið að ýta henni fram á Kerið þar sem er lendingin á bænum. Síðan var róið suður yfir fjörð að Krossi BIFREIÐAEIGENDUR Ekki gleyma bílnum fyrir jólin! Hreinn bíll - Ánægður ökumaður. Látið okkur um jólahreingerninguna á bílnum. Djúphreinsum, tjöruþvoum og bónum bílinn. Fyrstaflokks vinna. Aöeins fyrsta flokks hreinsiefni og bón. Tímapantanir í síma 71602. Bifreiðaverkstæði Neskaupstað

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.