Austurland - 15.12.1991, Blaðsíða 12
12
JÓLIN 1991.
Skrif í Austurland
Nokkuð fljótlega tók ég að
mér að skrifa lítillega fyrir Aust-
urland. Sjálfsagt hefur þetta
komið til vegna þess að ég var
að yrkja og skrifa á þessum
árum og Bjarni sýndi þessari
tómstundaiðju minni mikinn
áhuga. Það sem birtist eftir mig
í Austurlandi var af ýmsum
toga. Einhverjar vísur voru birt-
ar svo og smásögur en eins birt-
ust þýðingar úr erlendum
blöðum. Ég þýddi svolítið úr
dönsku en aðallega úr þýsku
með aðstoð Birgittu konu ntinn-
ar sem er þýsk að uppruna.
Þessi skrif mín fyrir Austur-
land fengu svolítið óvæntan
endi. Þannig var að ég sá einu
sinni í þýska blaðinu Der Spie-
gei grein sem vakti athygli mína
og ég ákvað að þýða hana til
birtingar í Austurlandi. Greinin
fjallaði urn sannsögulegan at-
burð og sagði í henni frá þýskri
rússneskumælandi stúlku sem
gegndi starfi símstöðvarstjóra
hjá rússneska setuliðinu í
Berlín. Faðir þessarar stúlku
hafði verið hershöfðingi í stríð-
inu en sat í fangelsi í Rússlandi
þegar þeir atburðir senr greint
var frá áttu sér stað. Eitt kvöld
þegar stúlkan var við störf á sím-
stöðinni kom hún inn á samtal
á milli rússneska setuliðsstjór-
ans í Berlín og Stalíns. Þegar
samtalinu lauk fór hún inn á lín-
una og tókst að ná tali af
bóndanum í Kreml. Sagði hún
honum frá föður sínum og
grátbað Stalín að stuðla að því
að hann yrði látinn laus. Sovéski
þjóðarleiðtoginn mun engu hafa
lofað en nokkrum dögum síðar
var faðir stúlkunnar leystur úr
haldi án þess að skýringar á því
væru gefnar. Ég heid að megi
halda því fram að þessi frásögn
sýni ákveðna hlið á Stalín sem
ekki hefur mikið verið til um-
ræðu.
Ég lagði talsverða vinnu í að
þýða þessa grein en einhverra
hluta vegna vildi Bjarni ekki
birta hana í Austurlandi. Ekki
veit ég hvort honum hefur þót
hún vera of vinsamleg í Stalíns
garð. Skömmu síðar birtist hins
vegar greinin í Þjóðviljanum og
vakti talsverða athygli. Ég varð
öskuvondur þegar ég sá þýðing-
una í Þjóðviljanum, rauk til
Bjarna og tjáði honum að ég
Bjarni Þórðarson.
myndi aldrei framar skrifa staf-
krók fyrir Austurland. Svona
eftir á að hyggja þá hef ég lík-
lega hlaupið á mig þarna en ég
á skap sem stundum getur
reynst illviðráðanlegt.
Skemmtilegar
endurminningar
Prentsmiðjuárin voru að
mörgu leyti afar skemmtileg og
á ég ljúfar minningar frá þessum
tíma. Pað var yfirleitt kátt á
hjalla á vinnustaðnum og þang-
að komu margir enda prent-
smiðjan til húsa í miðjum bæn-
um í svokölluðu Isfeldshúsi þar
sem nú er Tónabær.
Norðfirðingar voru eðlilega
stoltir og ánægðir þegar útgáfa
vikublaðs hófst á staðnum og
ekki minnkaði stoltið þegar
blöðin urðu fleiri. Fljótlega hóf-
ust pólitískir andstæðingar sós-
íalista blaðaútgáfu þó svo að sú
útgáfa væri oft ansi stopul. Ein-
hverju sinni gáfu framsóknar-
menn út blað og líklega var það
fyrsta blaðið sem gefið var út í
Neskaupstað sem mótvægi við
Austurland. Sonur eins harð-
asta sósíalistans í bænum varð
sér úti um framsóknarblaðið en
límdi haus Austurlands yfir
haus þess áður en karl faðir hans
kom heim úr vinnu. Pað fyrsta
sem faðirinn gerði þegar heim
var komið var að grípa blaöið
og hefja lcstur eins og hann var
vanur aö gera dag hvern sem
Austurland kom út. Fljótlega
Höfuðverkur
Smásaga
Gamli maðurinn, sem lá í rúminu var fremur sjóndapur.
Hann notaði ákaflega einkennileg gleraugu, þau voru grænleit
og fremur þykk.
Hann var búinn að liggja nokkra daga og hafði mjög slæman
hósta.
Dag einn fékk hann óþolandi höfuðverk. Hann kallaði á
konuna sína og bað hana að ná í góðar pillur til læknisins.
Gamla konan, hún hét Guðlaug, arkaði af stað til læknisins
eftir pillunum. Pegar hún kom á biðstofuna var hún hálffull
af fólki. Hún þurfti því að bíða nokkuð lengi.
Loks kom röðin að henni ogfékk hún lyfseðil hjá lækninum.
Guðlaug sótti nú pillurnar í lyfjabúðina og fór þvínæst heim.
Maður hennar, hann hét Bjarni, kallaði í hana um leið og
hún kom inn úr dyrunum.
„Æ, flýttu þér nú með pillurnar, ég er að deyja úr höfuð-
verkli, sagði hann. Guðlaug sótti glas af vatni og rétti honum
nokkrar pillur. Hann tók þær og drakk vatn með. Eftir stund-
arkorn var hann sofnaður. Guðlaug hellti nokkrum pillum úr
pakkanum í lófa sinn og lét 4 á lítið borð, sem stóð við rúm
Bjarna. Þvínæst sótti hún glas af vatni og setti það hjá. Hún
fór fram í eldhús og lagfærði þar ýmislegt. Innan úr herberginu
heyrðust hrotur, svo það var auöheyrt, að Bjarni svaf vel.
Seint um kvöldið vaknaði Bjarni og kallaði á konu sína:
„Guðlaug, hvar eru pillurnar, ég er alveg að sálast úr höfuð-
verk‘\ Gamla konan var að sýsla við eldinn og kallaði því
inn: „Þær liggja á borðinu hjáþérog glasaf vatni hjáþeim“.
„Kveiktu þá ljós“, kallaði Bjarni, „svo ég sjái til“, bætti
hann við.
Bjarni seildist eftir pillunum og glasinu á borðinu. Hann
renndi þeim niður með vatninu.
Síðan lagðist hann útaf.
Höfuðverkurinn leið smátt og smátt frá og nú leið Bjarna
vel. „Æ, miklir blessaðir menn eru þessir læknar", tautaði
hann. „Ef ég hefði nú ekki fengið þessar pillur væri ég líklega
dáinn úr höfuðverk".
Síðan hélt hann áfram: „Já, því segi ég það, þessar pillur
þær eru ómissandi". Bjarna ieiö nú virkilega vel og þcssvcgna
sofnaði hann áöur en varöi.
Guölaug gamla kom inn í herbergiö. Hún hélt á hvítri
skyrtu.
Gamla konan gekk rakleitt að boröinu, sem stóð við rúm
Bjarna og rótaði þar til.
„Hvaö skyldi hafa oröið af hvítu tölunum, sem ég lét hér
á borðið?", tautaöi hún fyrir munni sér. Síðan hélt hún áfram
að leita á boröinu en árangurslaust. Tölurnar voru horfnar
með öllu.
Á boröinu lágu 4 pillur viö glasið hans Bjarna.
Sögu þessa samdi Óskar Björnsson um tvítugt en hún hirtist fyrst
í Austurlandi árið 1951.
Óskar Björnsson.
fór karl að ókyrrast í sæti sínu
og að endingu stóð hann upp og
henti frá sér blaðinu og hrópaði:
„Nei, nú er bara um tvennt að
ræða; annað hvort er Bjarni
orðinn vitlaus eða þeir í prent-
smiðjunni fullir".
Þessi athugasemd föðurins er
að mörgu leyti skiljanleg því
seint hefði framsóknartónn ein-
kennt skrif Bjarna Þórðarsonar
en ekki var óalgengt að við
prentsmiðjumenn værum vei
kenndir í vinnunni. Ég held hins
vegar að störfin í prentverkinu
hafi gengið þokkalega þrátt fyrir
að flaskan hafi alloft verið innan
seilingar.
Fljótlega hófst í Austurlandi
vísnaþáttur sem Davíð Áskels-
son kennari sá um. I fyrsta
þættinum hvatti Davíð menn til
að senda sér efni í þáttinn og
sagði að heimilisfang sitt væri
box 56 í Neskaupstað. Gárung-
arnir hófu að grínast með heim-
ilisfang umsjónarmannsins en
Davíð birti þá eftirfarandi vísu
í næsta blaði:
Úr íbúðinni œtla loks
yfirvöld að bera mig.
En fjandierhart aðflytja’ íbox,
fyrr lœt ég nú skera mig.
Margar afskaplega góðar vís-
ur birtust í vísnaþætti Davíðs og
hann hafði líka hvetjandi áhrif
á mig og fleiri sem voru að reyna
að fást við að setja saman vísur.
Mér er t. d. eftirminnileg þessi
vísa sem er eftir Einar Svein
Frímann:
„Elskið alla menrí', kvað Mannsins sonur,
en mörgum þótti krafan nokkuð stór.
Pá sagði Fjandinn: „Elskið allar konur",
og allir hlýddu. Siðan fór sem fór.
Ugglaust væri lengi hægt að
rifja upp sitthvað skemmtilegt
frá þessum tíma en eftir á að
hyggja finnst mér það hafa verið
dýrmæt reynsla að fá að starfa
í prentsmiðjunni á meðan hún
var að slíta barnsskónum. SG
S 11774
SKQGRÆKT
RIKISINS
HALLORMSSTAÐ
veljum íslenskt
Góðfúslega pantið jólatrén í tíma
Umboðsmenn á Austurlandi:
Bakkafjörður
Vopnafjörður
Borgarfjörður
Seyðisfjörður
Egilsstaðir
Neskaupstaður
Neskaupstaður
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Breiðdalsvík
Djúpivogur
Járnbrá Einarsdóttir
Kaupfélag Vopnfirðinga
KHB
KHB
Byggingavörudeild KHB
Aðalsteinn Halldórsson
Kaupfélagið Fram
Jóhanna Sigtryggsdóttir
Byggingavörudeild KHB
Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar
Kaupfélag Stöðfirðinga
Kaupfélag Stöðfirðinga
Kaupfélagið Djúpavogi
Höfn
Kiwaniskl./Haukur Sveinbjörnsson
sími 31660
sími31203
sími 29940
sími21201
sími 11200
sími71253
sími 71304
sími 61466
sími 41200
sími51245
sími 58882
sími56670
sími 88882
sími 81260