Austurland - 15.12.1991, Blaðsíða 23
JÓLIN 1991.
23
Hátíðarmatseðill ritstjóra Gestgjafans
Tímaritið Gestgjafinn er vel
þekkt meðal allra þeirra sem
unna góðum mat og fallega fram
bornum.
Rut Helgadóttir ritstjóri
blaðsins er matreiðslumaður
Austurlands að þessu sinni og
fara tillögur hennar að hátíð-
armatseðli hér á eftir.
Rjúpuseyði með grænmeti
f. 4.
1 hamflett og hreinsuð rjúpa.
l'/ilítri hœnsnasoð (t. d. af ten-
ingi).
V: stilkur sellerí.
V: gulrót.
Vr blaðlaukur (hvíti hlutinn).
Skolið rjúpuna að utan og
innan og sjóðið í hænsnasoðinu
í 40 - 50 mínútur. Hreinsið
grænmetið og skerið það í örlitla
bita. Sigtið soðið, takið bring-
umar frá og skerið þær í litla
bita. Bætið grænmetinu og
rjúpubringunum ísoðiðogsjóð-
ið áfram í 10 mínútur. Berið
súpuna fram sjóðheita með
smjördeigshálfmánum.
Smjördeigshálfmánar:
1 pk. frosið smjördeig.
1 egg■
Þíðið smjördeigið og fletjið
það lauslega út. Skerið út hálf-
mána með smákökumóti og
setjið þá á ofnplötu klædda
bökunarpappír. Penslið hálf-
mánana með þeyttu eggi og bak-
ið í lOmínútur við 200gráður.
Innbakaðar laxabollur
með paprikusósu
f. 4.
300 g ferskur roð- og beinlaus
lax.
I tsk. salt.
1 eggjahvíta.
2 dl rjómi.
Cayennepipar á hnífsoddi.
V/> lítri fisksoð.
250 g frosið smjördeig.
1 egg til að pensla með.
Skerið laxinn í litla bita, setjið
hann í blandara og hrærið í
mauk, eða setjið hann tvisvar í
gegnum hakkavél. Látið farsið
standa í kæli í klukkustund.
Takið laxafarsið úr kæli og bæt-
ið saltinu í. Hrærið eggjahvít-
unni saman við og bætið síðan
rjómanum í smátt og smátt og
hrærið vel í á meðan, bragðbæt-
ið með pipar. Hitið soðið að
suðumarki, mótið fjórar stórar
bollur úr farsinu, sjóðið bollurn-
ar í 3 - 4 mínútur og látið soðið
bullsjóða á meðan. Takið boll-
urnar upp með fiskispaða og
kælið þær. Þíðið smjördeigið og
fletjið það þunnt út. Skerið út
ferhyrndar kökur úr deiginu,
leggið eina bollu á hvern ferning
og pakkið deiginu utan um.
Prýstið endunum vel saman svo
deigið sé alveg lokað. Hitið ofn-
inn í 250 gráður, penslið deig-
bögglana með egginu og bakið
í 10 mínútur, eða þar til deigið
er gulbrúnt. Berið fram heitt
með paprikusósu.
Paprikusósa:
200 g rauð paprika.
1 lítill laukur.
2 dl rjómi.
Salt og cayennepipar eftir
smekk.
Skerið paprikurnar í tvennt
og fjarlægið kjarnana og
stilkinn, skolið helmingana og
skerið síðan í þunnar sneiðar,
skiljið eftir nokkrar þunnar
sneiðar til skrauts. Afhýðið
laukinn og skerið hann í þunnar
sneiðar. Setjið rjómann í pott
og sjóðið paprikuna og laukinn
í rjómanum í 20 mínútur. Setjið
allt í blandara og hrærið þar til
sósan verður slétt og kekkja-
laus. Bragðbætið með salti og
pipar og berið sósuna fram heita
með laxinum.
Hreindýrafilé
með rjómapiparsósu
f. 4.
700 - 800 g hreindýrafilé.
1- 2 msk. hveiti.
1 tsk. salt.
2- 3 msk. smjör.
2 msk. grœnn pipar (fœst bœði
þurrkaður og niðursoðinn).
V2 dl vatn.
V/2 dl rauðvín.
3 dl rjómi.
Hreinsið filéið og skerið í átta
jafn stóra bita. Veltið bitunum
upp úr hveitinu og saltið. Brún-
ið smjörið vel á djúpri pönnu og
steikið kjötið í 4 - 5 mínútur á
hvorri hlið. Takið kjötið af
pönnunni og haldið því heitu.
Setjið piparinn á pönnuna og
steikið hann í 20 - 30 sekúndur.
Hellið vatninu yfir ásamt rauð-
víninu og sjóðið í 5 mínútur.
Bætið rjómanum í og hitið vel
í gegn, varist að láta bullsjóða
eftir að rjóminn hefur verið sett-
ur í. Berið kjötið fram með pip-
arsósunni, soðnu grænmeti,
brúnuðum kartöflum og rifs-
berjahlaupi.
Hnetukökur með bláberjaís
f. 8.
Hnetukökur:
50 g heslihnetur.
50 g möndlur.
25 g hveiti.
160 g sykur.
1 egg-
1 eggjahvíta.
50 g brœtt smjör.
Rífið hneturnar smátt í
blandara og setjið í skál. Bætið
hveiti og sykri saman við hnetu-
mylsnuna. Þeytið saman egg og
eggjahvítu og hrærið saman við.
Bræðið smjörið og bætið því í
deigið. Teiknið sextán hringi á
bökunarpappír, leggið pappír-
inn á ofnplötu og smyrjið hnetu-
Rut Helgadóttir.
deiginu inn í hringina svo allar
kökurnar verði jafn stórar. At-
hugið að kökurnar eru frekar
þunnar. Hitið ofninn í 200 gráð-
ur og bakið kökurnar í 4 - 6
mínútur eða þar til þær eru gul-
brúnar. Kæliðkökurnaroglegg-
ið þær síðan saman tvær og tvær
með bláberjaísnum á milli.
Bláberjaís:
8 eggjarauður.
100 g sykur.
2 dl bláberjasulta
Í4 dl Grand Marnier líkjör (má
sleppa).
6 dl rjómi.
Þeytið eggjarauður og sykur
þar til það er ljóst og létt. Bætið
sultunni og líkjörnum í og hrær-
ið lauslega. Stífþeytið rjómann
og bætið honum varlega saman
við. Hellið ísblöndunni í form
og frystið í minnst 5 tíma.
Skreytið ískökurnar með rjóma
og ferskum eða frystum bláberj-
um þegar þær eru bornar fram.
Réttumegin
við strikið með
Reglubundnum
sparnaði
W9/ Reghibundinn
■ /• spamaður
Reglubundinn sparnaður-
RS-ereinfaltog sveigjan-
legtsparnaðarkerfisem
hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin
við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú
eignast sparifé og ávaxtar það með öruggum og arðbærum
hætti, átt greiðari aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu
viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum
þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við
bankann um að millifæra ákveðna upphæð
reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók
eða Spariveltu sem saman mynda RS.
Við inngöngu í RS
færðu þægilega
fjárhagsáætlunar-
möppu fyrir heimilið
og fjölskylduna.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Allar nánari upplýsingar fást í ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreiðslu Landsbankans