Austurland - 15.12.1991, Side 7
JÓLIN 1991.
7
og farkosturinn dreginn þar á
land, vafalaust með hjálp
heimamanna nema piltar allir
hafi verið rónir til fiskjar. Síðan
var haldið á Drangaskarð sem
þótti rétt skikkanleg gönguleið,
þótt nú þyki bratt uppgöngu,
einkum frá Norðfirði, þá talinn
slakur tveggja tíma gangur
byggða í milli.
Ferðastjái var reyndar ekki
lokið þótt komið væri suður að
Nesi. Gift var í kirkju og kirkjan
þá inni á Skorrastað. Hestar
voru settir undir ferðalangana
og riðu menn svo til kirkjunnar.
Man ég að mamma gat þess að
hún hefði fengið góðhest til
ásetu og að kirkjuferðin öll
hefði verið hin ánægjulegasta.
Séra Jón Guðmundsson, síðar
prófastur, hafði þá verið prestur
Norðfirðinga í sex ár - og var
það til æviloka 1929. Hann gaf
nú brúðhjónin saman eins og
vera bar, en svaramenn voru
þeir Halldór Sefánsson bóndi á
Bakka og trésmiður Vigfús
Kjartansson Nesi.
Nú er ég, því miður, næsta
fáfróður um veisluhaldið, hvar
það var og hvernig það fór fram
í einstökum atriðum. En í
endurminningu mömmu var
þetta fögur veisla. Og víst er um
það að dansað var alla nóttina
og ekki gefið upp fyrr en dagur
rann hinn 6. október. Pá var að
tygja sit til heimferðar og setja
upp gönguskóna, það var ekki
til setunnar boðið og ekki bag-
aði veðrið.
í þá daga var flest eða allt
heilbrigt fólk á íslandi þaulvant
göngum, svo i byggð sem um
fjöll og firnindi. Þó þykir mér
trúlegt að veislugestum hafi ver-
ið lítið eitt þyngra um gang til
baka og eftir dansiballið heldur
en daginn áður þegar haldið var
að heiman. Að minnsta kosti
sagðist móðir mín hafa hugsað
um það með nokkurri tilhlökk-
un að komast heim og í bólið
og hvíla lúin bein eftir lukkulega
ferð. Pví heimferðin, yfir fjall
og fjörð, gekk ljómandi vel.
Margt fer öðruvísi en ætlað
er. Heimkoman varð einkar
ánægjuleg. Ný manneskja var
komin í heiminn, Pórunn Ein-
arsdóttir og seinna Svendsen.
Hér hafði farið sem oftar að
ekki er hægt að fresta því sem
fram á að koma. Allt hafði geng-
ið vel og konu og barni heilsað-
ist ágætlega. En það varð nokk-
ur bið á því að yngsta systirin
Stefanía, heim komin úr brúð-
kaupsveislunni áNorðfirði, gæti
tekið á sig náðir. Þess í stað
hafði hún nú fataskipti í flýti og
fór síðan rakleitt að þvottabal-
anum!
Það er svo önnur saga, að
Jóhanna Sigurðardóttir, sem nú
hafði alið fyrsta barn þeirra
hjóna, bætti átveimuráratugum
fimmtán við.
Ég man ekki til þess að
Stefanía móðir mín segði frá
fleiri eftirminnilegum ferðum
milli Mjóafjarðar og Norðfjarð-
ar. Pær urðu þeim mun fleiri á
Greinarhöfundur ásamt móður
sinni.
hinn veginn, til Seyðisfjarðar og
frá, því þar átti hún æskuslóðir:
Fermingarárið róandi með
Árna móðurbróður á Hofi og
börðu náttlangt undir Bjargi í
sunnanstormi og íshröngli uns
slegið var undan og lent við
Skálanes í dögun. Seinna með
Vilhjálmi mági siglandi á „fær-
eyingi“ fullhlöðnum kolum í
hífandi norðanstormi. Og löngu
seinna með es. Sterling til Seyð-
isfjarðar í svarta þoku, seinustu
ferð þess fagra skips sem þá bar
upp á sker við Brimnes. - Sam-
an fórum við þá ferð. Og saman
fórum við á efri árum hennar
ríðandi á Seyðisfjörð, Hesteyr-
arskarð og Hánefsstaðakinn,
Snjófellsskarð og Hánefsstaða-
dal, og tæp og víkjandi hjarn-
höft fleyttu hestum okkar yfir
holurðirnar innan við Einbú-
ann. Það var síðasta fjallferð
mömmu.
Brúðkaupsferð Hofsverja
haustið 1894 væri sjálfsagt með
öllu gleymd og grafin ef ekki
hefði staðið svona á heima á
Hofi þegar komið var úr veisl-
unni. Það þótti víst aldrei til-
tökumál að skondra yfir
Drangaskarð og Miðstrandar-
skarð meðan búið var báðu
megin við þessa fjallvegi. Það
geta þau best borið um systkinin
frá Reykjum sem síðast uxu upp
norðan skarðanna. Norður-
byggjar (í Mjóafirði) fóru
sjaldnar þessa leið til gleðimóta
seinni árin og bar þó við. Sjálfur
fór ég skörðin tvö einkum í póst-
ferðum, fyrir eða í umboði
Daníels pósts, og varð feginn að
hvílast nætursakir hjá Önnu og
Sigdóri - eftir að hafa gengið
aðra leiðina. En sleppum því.
Ferðir milli grannfjarðanna,
Mjóafjaröar og Norðfjarðar, til
skemmtana og annarra mann-
funda voru hreint ckki einhliða
áður fyrr heldur gagnkvæmar. I
febrúar 1901 sóttu nokkrir
stúkufélagar á Norðfirði rcglu-
bræður sína á Mjóafirði í barátt-
unni við Bakkus. Sömdu þá
meðal annars áskorun til
kaupmanna á Nesi um að hætta
brennivínssölu sem þeir og
gerðu litlu seinna -dropinn hol-
ar steininn.
Ári síðar, á þrettándanum
1902, fóru nítján saman á tveim-
ur árabátum frá Nesi og mættu
gunnreifir við álfadans í Mjóa-
firði. í þeim hópi voru einkum
ungir piltar en líka tvær konur
og roskinn maður, Jón fótalausi
sem svo var nefndur eftir að
hann missti báða fætur í hrakn-
ingum. Álfar léku listir og dans
Jón Sigurðsson „fótalausi“.
dunaði í Templara þeirra Mjó-
firðinga. En heimferðin varð
sögulegust því þá hvessti illilega
og stóð út firðina. Fyrri báturinn
sneri aftur við Hafnartanga og
barði inn með landi án þess að
hinir tækju eftir. Náðu þeir að
Krossi þar sem aftur var dansað
lengi nætur. Seinni báturinn
sigldi ofanaf sér á Geirólfsvík-
inni og varð þeirra barningur
sýnu verri og náðu þó að Nesi
seint um síðir. Frá þessu segir
Tómas sálugi Zoéga sparisjóðs-
stjóri í hressilegu skrifi í fjölrit-
uðu jólablaði Pórs 1954.
Ég er nú svo gamall sem á
grönum má sjá og hef oft bland-
að geði með grönnum mínum á
Norðfirði við ýmis tækifæri og
raunar báðu megin við Nípu. En
ætli mér séu nú ekki eftirminni-
legastar tvær ferðir farnar í
æsku.
Sigdór föðurbróður minn
vantaði leikrit fyrir barnastúk-
una Vorperlu, en ég átti
Skyggnu augun, leikrit sem fylgt
hafði barnablaðinu Unga ís-
landi, og lánaði það. Fyrir
bragðið var mér boðið á frum-
sýningu og Hrefnu fóstursystur
minni, en við vorum þá níu eða
tíu ára gömul. Þetta var fyrsta
leikhúsferðin og ég man vel
hrifningu mína undir dulúðugri
sýningunni. En líka örlítinn
leiða á eftir. Þá var nefnilega
farið að dansa og það kunni ég
ekki. En Hrefna!
Fáum árum seinna fórum við
krakkarnir með mörnmu á
Norðfjörð - og var boðið á bíó.
Þar sá ég þá bestu og skemmti-
legustu kvikmynd sem ég hef
nokkurn tíma séð. í aðalhlut-
verkum voru þeir Litli og Stóri
og áttu erfitt uppdráttar í sand-
stormi á Jótlandsheiðum, ég
held þar sem fslendingum var
eitt sinn ætlað land tii búsetu og
ræktunar.
Allt er breytingum undirorp-
ið. Áðurfóru menn fjöll og dali,
fótgangandi þegar því var að
skipta, eins og að drekka vatn,
eða „ýttust á með árum á
bárum“. Sagter að Norðfirðing-
ar og Mjófirðingar ættu sína
þjóðbraut eða milli-sveita-veg
um Göngurák í miðri Nípu og
þendu þar gæðinga sína. En svo
spilltist rákin.
Mótorbátarnir ollu óskaplegri
breytingu, ekki aðeins við sjó-
sókn heldur og í samgöngumál-
um veglausra sjávarbyggða.
Löngu seinna komu vegirnir og
það varð önnur bylting og raskaði
sums staðar afstöðu byggðarlaga
og skipti sköpum fyrir tilveru
þeirra. Og nú eru menn teknir
að temja sér háttu trölla í ævin-
týrum og bora göt á fjöll. í alvöru
er talað um eitt okkar í milli,
Norðfirðinga og Mjófirðinga,
enda fylgi því fleiri göt. Þá verður
gaman að lifa! Óneitanlega væri
þó tilkomumeira að fylgja dæmi
feðranna og fara með framtíðar-
veginn fyrir Nípu um Göngurák.
En það er varla til þess vinnandi.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Með alþýðlegum og glettnum hætti segir Vilhjálmur Hjálmarsson
frá samferðamönnum, sér og sínum og fjölbreyttri sýslan sem al-
þingismaður, ráðherra, kennari, blaðamaður, ritstjóri, bókavörð-
ur, oddviti, vegarruðslumaður, rithöfundur og bóndi.
Hann hefur gegnt formennsku í útvarpsráði og skólaráði hús-
mæðraskóla og átt sæti í fjölda annarra nefnda og ráða. Auk þess
hefur hann annast fermingarundirbúning barna og unnið að síldar-
söltun, fiskaðgerð og jarðvinnslu.
Þá er hann eftirsóttur ræðumaður, ekki síst ef vænst er gaman-
yrða. Hátt í hundrað Ijósmynda skreyta skemmtilega frásögn
i Viihjáims.
„Hann er sagður bóndi“ er skemmtileg bók !
Jólatrésskemmtun
Jólatrésskemmtun Kvenfélagsins
Nönnu verður haldin í Egilsbúð 28.
desember 1991 klukkan 1500 — 1800
Miðaverð kr. 300.- — Eitt verð fyrir alla
Miðasala við innganginn
Nefndin