Austurland - 15.12.1991, Page 9
JÓLIN 1991.
9
Halldór Þóröarson / Jóhann Jöhannsson
„Römm er sú taug...“
Laugarland í ísafjarðardjúpi, heimkynni Lamba.
Það hefur ávallt verið ljóst að
þær tilfinningar sem við nefnum
heimþrá og átthagaást bærast
ekki síður í brjóstum dýra en
manna. Ratvísi dýra sem flutt
hafa verið um langan veg bæði
á láði og legi hefur oft orðið
undrunarefni.
Það er auðvitað ljóst að marg-
ar dýrategundir skipta um veru-
stað eftir árstíðum. Þaðan
þekkjum við öll farfuglana
blessaða, sem ylja okkur um
hjartarætur sem vorboðar eftir
langa vetur. Menn hafa oft talið
sig þekkja sömu einstaklinga á
sömu stöðum ár eftir ár, og fara
þó sumar tegundir til vetrarvist-
ar í löndum langt sunnan mið-
baugs. Sennilegafinnst mörgum
það eðlilegt og sjálfgefið að villt
dýr geti farið allra sinna ferða
og ratvísin sé eðlislæg - nauð-
synleg er hún þeim oftast eigi
ekki illa að fara.
Margir álíta að ýmsir eðliseig-
inleikar taminna dýra slævist við
umgengni við manninn og
máske vegna góðs atlætis. Á það
verður ekki lagður dómur hér,
en margar sögur hafa löngum
verið sagðar um ratvísi húsdýra.
Þegar minningin um fornar
slóðir hefur væntanlega ljómað
um hugarheim þeirra og lagt
hefur verið í ferðina heim. Saga
sú sem hér verður sögð er ein
af þeim athyglisverðari um hve
sterk tök heimþráinnar geta
orðið.
Árið 1916 keypti Þórður
bóndi Halldórsson á Laugalandi
í ísafjarðardjúpi folald frá Mýri
á Snæfjallaströnd. Folaldið var
hvítt á lit, mjög smávaxið og var
því í gamni kallað Lambi.
Þriggja til fjögurra vetra var fol-
inn ennþá mjög smávaxinn og
festist því nafnið við hann. Þeg-
ar farið var að temja hann
reyndist hann vera viljugur og
góðgengur og var því lengi vel
notaður sem reiðhross.
Sumarið 1924 var Lambi svo
seldur til Isafjarðar. Það atvik-
aðist þannig að Jón S. Edvald,
kaupmaður þar í bæ, hafði lengi
svipast um eftir reiðhesti handa
eiginkonu sinni ogfrétti hann af
þessum smávaxna vekringi, sem
hann áleit að myndi verða tilval-
inn „konuhestur“. Það læturþví
að líkum að Lamba hafi ekki
skort gott atlæti hjá nýju eigcnd-
unum og hafði hann gott vit aö
færa sér það í nyt og gekk á lagið
enda hafði allt atfcrli hans
snemma sýnt að hann var
skynsamur í besta lagi. Hann
kom gjarnan að dyrum íbúðar-
hússins og þáði brauð og annað
góðgæti úr lófa heimilisfólks.
Það var samt svo að þrátt fyrir
gott atlæti í hvívetna sagði
heimþráin til sín. Lambi fór að
skokka inn fyrir Skutulsfjörðinn
og út á Arnarnesið sem er milli
hans og Álftafjarðar. Þetta
endurtók hann nokkrum sinn-
um og var ávallt farið með hann
sömu leið til baka. Lamba hefur
greinilega snemma orðið ljóst
að leiðin inn fyrir fjörðinn var
óþarfa krókur og fór því að huga
að styttri leið - yfir Skutuls-
fjörðinn frá Eyrinni og yfir að
Naustum, sveitabæ sem var
beint á móti kaupstaðnum. Til
að byrja með synti hann nokkr-
um sinnum snertispöl frá landi,
eins og í æfingaskyni. Fór síðan
að lengja sundið og synti loks
alla leið yfir fjörðinn. Hann hélt
síðan sem leið lá út með firðin-
um, yfir Arnarnesið og inn með
Álftafirði. Þar var hann hand-
samaður og farið með hann til
ísafjarðar. Þetta endurtók hann
nokkrum sinnum, synti alltaf
yfir fjörðinn, var misjafnlega
langt kominn þegarhann náðist,
stóö þá oft í fjöru og starði inn
á Djúpið.
Nú bar svo til árið 1925 að "yf>
Bragi sem þá var Djúpbátur var
í áætlunarferö og fór veniulcga
siglingaleið frá Arnarnesi lil eyj-
arinnar Vigur. Skipvcrjarsáu þá
að eitthvað var á hreyfingu fram
undan skipinu. Þegar saman dró
sást að það var hestur á sundi.
Var nú léttbátur settur á flot og
róið að hestinum. Þegar hann
varð þess var herti hann sundið,
en leikurinn var ójafn og þegar
bátsverjar komu að hestinum og
tóku í faxið, lagðist hann á hlið-
ina og hreyfði sig ekki eftir það.
Hann var síðan tekinn um borð
í Braga sem sneri við með hann
til ísafjarðar. Það var auðvitað
ekki alveg vitað hvar hesturinn
hóf sundið, en a. m. k. hefur
hann synt einar 5-6 sjómílur
(10 km).
Ekki varð Lamba meint af
þessu eftirminnilega sundi og
byrjaði fljótlega aftur fyrri
sundæfingar og lagði síðan land
undir fót inn í Álftafjörðinn og
stóð oft í fjörunni er að var og
starði í átt til heimaslóða sem
fyrr, með tregablandinn söknuð
í augum.
Þegar svo hafði gengið um
hríð talaði eigandinn við Þórð
bónda og bað hann að taka hest-
inn aftur því að sér rynni til rifja
að vera vitni að þessari miklu
heimþrá hestsins, og myndi
hann því að öðrum kosti fella
hann. Varð það síðan að sam-
komulagi milli þeirra og var nú
Lambi fluttur með Djúpbátnum
til Arngcrðareyrar, sem er innst
í Djúpinu um 20 km frá Lauga-
landi. Þar var honum sleppt því
búist var við að hann mundi
heimfús. Sú varð og raunin á og
létti hann ekki för sinni fyrr en
á sínum gamla bás í hesthúsinu
á Laugalandi.
Um veturinn næsta var Lambi
lítið notaður en með vori var
hann oft með í för þegar Lauga-
landsmenn fóru til aðdrátta að
Melgraseyri á komudögum
Djúpbátsins. Ekki bar á öðru í
atferli Lamba en því, að þegar
báturinn kom inn á höfnina
reisti hann gjarnan makka,
sperrti eyru og varð órólegur.
Þóttust menn vita hvað ylli því
hátterni.
Var nú allt tíðindalaust með
hann þangað til að kýr var seld
frá Laugalandi, og var hún flutt
á árabáti út í Djúpbátinn eins
og Lambi er hann fór í sína fsa-
fjarðarferð. Þegar hann sá kúna
leidda í bátinn færði hann sig
spölkorn frá lendingarstaðnum
til hesta er voru á beit þar
skammt frá. Þessu var svo ekki
gefinn frekari gaumur að svo
stöddu. Þegar afreiðslu við bát-
inn var lokið og taka skyldi hest-
ana var Lambi horfinn. Þóttust
menn nú vita að hann hefði
haldið heim og var sú og raunin
á. Heimafólk á Laugalandi vissi
að þörf var fyrir hestinn á Mel-
graseyri og var 12 ára drengur
sendur með hann og var hann
að þeirrar tíðar hætti alvanur
meðferð hesta. Hann stígur nú
á bak og ríður af stað en ekki
leið á löngu þangað til hesturinn
tekur ráðin af pilti, snýr við og
þrífur sprettinn heim að tún-
garði á Laugalandi. Drengurinn
fór nú af baki og teymir hestinn
um stund, fer síðan á bak en allt
fer á sömu leið og í hið fyrra
skiptið. Lauk því svo að piltur-
inn varð að teyma Lamba alla
leið til Melgraseyrar.
Yfirleitt var það svo að ávallt
þurfti að hafa gát á honum þegar
hann heyrði vélarhljóð bátsins
og sá hann koma inn á höfnina.
Væri það ekki gert henti það að
hann hljóp af stað heim. Greini-
lega var hann minnugur sinnar
útlegðarfarar og vildi ekki tefla
á tvær hættur með að flytja aftur
úr átthögunum. Aldrei var vafi
á því að hann var greindur í
besta lagi. Þegar leið á ævi hans
var hann gjarnan notaður til að
reiða á honum heyband þegar
margra reiðingshesta var þörf.
Meðferðarmaður þurfti þá að
hafa á honum sérstaka gát því
hann var einkar laginn að koma
af sér reiðingi og böggum og
væri meðferðarmaður ekki
baggatækur sem kallað var,
gekk hann laus það sem eftir var
þeirrar ferðar. Ýmsa vitsmuna-
lega yfirburði virtist hann hafa
og notfærði sér þá á ýmsa vegu,
bæði til að reyna að létta sér hið
daglega strit og einnig til að
hljóta sitthvað sem öðrum
hrossum á bænum ekki gafst.
Það var því margt sem gerði
Lamba minnisstæðan þeim sem
hann umgengust, en minning
hans lifir þó einkum vegna hinn-
ar miklu átthagaástar er í brjósti
hans bærðist og hve ótrauður
hann lagði á Djúpið í eiginlegri
merkingu. Halldór Pórðarson/
Jóhann Jóhannsson
Samtök áhugafólks um áfengis- og
vímuefnavarnirog Vímulausæska óskarykkur
öllum gleöilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Verum samtaka um að halda vímuefnalaus jól
SÁA hópurinn og Vímulaus æska
Neskaupstað
loginn brann
Viötöl Haraldar Jóhannssonar við
ýmsa forystumenn sósíalisma og
verkalýöshreyfingar, lífs og liöna
Bókaútgáfan
Hildur
AUÐBREKKU 4 • 200 K0PAV0GUR
SÍMAR 91-641090 0G 93-47757