Austurland


Austurland - 15.12.1991, Page 14

Austurland - 15.12.1991, Page 14
14 JÓLIN 1991. Nemendur í Nesskóla unnu þetta efni í blaðið og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir Jóladraugur Litla jólatréð Einu sinni var stór, stór skóg- ur með helling af trjám. Lengst inni í skóginum var lítið jólatré sem var mjög fallegt. Einn dag komu tveir menn og söguðu litla jólatréð. Pað fór í búð og margir komu og skoðuðu það en enginn keypti það. Einn dag kom gömul kona og sá hvað það var dapurt svo að hún keypti það. Svo fór hún heim og skreytti það með kúlum, skrauti og fal- legri jólastjörnu, hún lét líka helling af pökkum í kringum það. Á aðfangadagskvöld komu börnin hennar og barnabörn. Þá var dansað í kringum það og pakkamir opnaðir. Þórunn Benný Finnbogadóttir. Litla jólastjarnan Einu sinni var lítil jólastjarna. Hún var svo lítil að enginn vildi kaupa hana. Margir skoðuðu hana en enginn vildi hana vegna þess að hún var svo lítil og allir keyptu stórar stjörnur. Svo var það á Þorláksmessu að tvö börn komu inn. Þau skoðuðu allar stjörnurnar. Þegarþau komuað litlu jólastjörnunni sagði stelpan sem hét Anna: „Ég vil fá þessa stjörnu á jólatréð." „Alll í lagi,“ sagði Björn bróðir hennar. Síð- an skreyttu þau jólatréð með litlu jólastjörnunni og allir skemmtu sér vel. Margrét Kristinsdóttir. Jólin koma Bráðum koma blessuð jólin með jólatré og fleira fínt jólapakka skraut og stjörnur og jólamatinn borðum við. Til kirkju flest við förum og prestinn þar við hlustum á en þessu lýkur eins og öðru dagar taka við og eitt ár líður þangað til að við getum notið þess á ný. Anna Karen Símonardóttir. Einu sinni rétt áður en jóla- sveinarnir áttu að byrja að koma til byggða fór að ganga jóla- sveinaveiki. Allir jólasveinarnir nema einn smituðust. Það var Giljagaur. Loks kom að því að Stekkja- staur átti að fara til byggða, en hann var svo veikur að hann gat ekki stigið niður fæti. Giljagaur bauðst þá til að fara fyrir hann. Leppalúði bað hann að koma líka með unga fagra stúlku, því að þær væru það eina sem gæti læknað þessa bann- settu veiki. Giljagaur hélt af stað. Hann leit inn um alla glugga en fann ekki stúlkuna. Samt hélt hann vongóður áfram. Loks kom hann að húsi þar sem var partý. Þar sá hann stúlkuna. Hann hljóp inn og bar hana út. Stúlkan æpti og gólaði. Hann lét hana á sleðann sinn og brunaði af stað. Þegar hann kom heim í hell- inn voru þau orðnir vinir. Hann sagði henni að hún þyrfti að kyssa þá svo þeim myndi batna. Hún gekk á milli rúmanna þeirra og kyssti þá svo að þeim batnaði öllum. En þá var aum- ingja stúlkan búin að smitast svo að Giljagaur kyssti hana beint á munninn og þau urðu ástfangin, giftu sig og liföu sæl til æviloka. Anna Karen Símonardóttir. Bráðum koma jóiin Nú er að koma jól þá er gaman. Það er alveg hætt að sjást í sól og allir eru saman. Aðalheiður Jónsdótlir. Þetta er sönn saga. Aðeins nöfnum hefur verið breytt til að forðast frekari eftirgrennslan. Hvar setti ég nú litla upptöku- tækið mitt, já hér er það. Hemm, þetta er Jónas Jör- undur Jóðlari Jónsson sem segir frá. 24. desember. Það voru svínarif og spaghetti í kvöldmat- inn. Svínarifin voru brunnin og spaghettið grjóthart. Það er að segja frá máli núm- er 2 að það leystist, já . . . það leystist upp. Ég misstiblásýruna ofan á það. I dag kom til mín náfölur maður og bað mig að leysa mál nr. 23 undir eins. Hann léti það ekki viðgangast að þessi jólaskóladraugur henti fleiri lóðum íhausinn áhonum. Ég fer niður í skóla í kvöld og leysi málið strax. Með því slæ ég tvær flugur í einu höggi. Ég slepp við heim- sókn tengdamömmu og leysi mál um leið. Þetta kalla ég að vera sniðug- ur. Miklu sniðugra heldur en að fela sig í uppþvottavélinni eins og síðast. Ég fékk svo rosalega í bakið eftir að hafa verið í þrjár klukkustundir í fimm manna uppþvottavél. Jæja, nú fer ég niður í skóla að finna jólaskóla . . . - Það var dimmt í skólanum, ég sá varla út úr augum. Ég Einu sinni þegar ég var sjö ára fórum ég og mín fjölskylda til Hollands. Við flugum með þotu frá Arnarflugi. Við flugum yfir Skotland en þegar við kom- um til Hollands var rigning en hún gekk fljótt yfir og á eftir kom steikjandi sól. Við gerðum margt úti. Við leigðum okkur hjól og vorum sí-hjólandi. Það var krossbraut þarna ná- lægt sem ég fór oft í. í fyrstu varð ég síðastur, í annarri annar og í þriðju var ég fyrstur. Tíminn var lagður saman og urðu ég og einn annar strákur- inn efstir og jafnir. Við gerðum margt skemmtilegra. T. d. fór- um við pabbi á mótorkross og það var ofsa gaman. Mótorhjól- kveikti ljósin og sá strax miklu betur. Ég gekk langa stund eftir ganginum ogniður í kjallara. Ég byrjaði strax að særa fram drauginn með vísnasöng. Velkominn vertu Rambandi rauðkufl. Réttu mér troðfullan poka af gjöfum. Ég fór með þuluna aftur og aftur en ekkert gerðist. Ég skildi þetta ekki. Alltaf þeg- ar ég byrjaði að syngja grátbað hlustandinn mig um að hætta og gaf sig fram, hvar sem hann var. Loks gaf draugsi sig fram og ég réðst á hann. Ég reif út úr kjaft- vikunum á honum og hrærði í heilabúinu eins og grautarpotti. Hann tók ekki eftir mér frekar en ég væri ekki til. Mér datt snjallræði í hug. Ég fór heim og sótti gamla stradivariusinn minn. Strax og að ég byrjaði að spila heyrði ég mikinn hávaða og ályktaði að baráttunni væri lokið, en svo var ekki. Þetta var bara rúðan sem ég stóð við með- an að ég spilaði. Ég reyndi að spila aftur. í þetta skipti kom draugsi labbandi með ferða- tösku og fór út um dyrnar, eða ætti ég heldur að segja, gekk í gegnum dyrnar. Og þar með var máli nr. 23 lokið. Þegar ég kom heim sat tengdó og beið. Ég hafði þá ekki slegið nema eina flugu þetta kvöld. Hugi Þórðarson. í Hollandi in stukku frábærlega flott. Það varmjöggaman að hjóla þarna. Maður hjólaði oft til næsta bæjar því að maður þurfti aldrei að hjóla upp neinar brekkur því að landið er flatt. Við fórum tvisvar til Belgíu. Báðar ferðirnar voru skemmti- ferðir. í annarri fórum við í Tí- volí en við komum þegar var verið að loka þennan dag. Trúðurinn bannaði okkur inn- göngu en pabbi þrasaði svo mik- ið að hann lét undan. Við mamma fórum í rússíbana og urðum helvíti skelkuð. Þarna var margt skemmtilegt. Þar á meðal gervigeimflaug og svo fór ég í stóra byssukúlu sem skaust upp og niður á ógnarhraða. rl/aö Aíirirjclasvn Skrýtlur Heyrðu Gummi veistu á hverju Manni stóð þegar hann klifraði upp á Hvannadals- hnjúk? Já auðvitað stóð hann á Hvannadalshnjúk. Nei hann stóð á fótunum. Læknir það er varðandi með- alið sem þú gafst mér til að byggja upp kraft og hreysti. Já hvað með það? Ég hérna næ ekki lokinu af dollunni. Hvernig er þetta eiginlega með þig maður, þú mætir aldrei í vinnuna á réttum tíma. Áttu ekki vekjaraklukku? Jú, jú, ég er bara alltaf sof- andi þegar hún hringir. Jóhanna B. Jóhannsdóttir. í Hollandi vorum við í sælu- húsi. Við hliðina var síki sem við syntum í og skemmtum okkur. Enþarnavarstórströnd, að vísu ekki sjór heldur vatn en það var bara betra því að í sjón- um þarf maður að hafa lokuð augun en ekki í vatninu. Þarna er líka risastór sund- laug með eyju í miðjunni sem var veitingastaður. Þar keyptum við okkur oft sjeik. Við vorum aðeins í þrjár vikur í Hollandi en alltaf er gaman að koma heim. Við fórum með rútu til Amsterdam, það er höfuðborg Hollands. Við fórum á flugvöll- inn hann heitir Skiphol og er tal- inn besti flugvöllur í heimi. Endir. Sigurjón G. Jónsson.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.