Austurland - 15.12.1991, Qupperneq 15
JÓLIN 1991.
15
Guðjón Sveinsson
Með skærin ein að vopni
Stutt spjall við Einar Árnason,
bónda og myndasmið að Felli í Breiðdal
Á býlinu Felli í Breiðdal aust-
ur býr Einar Árnason ásamt
konu sinni Guðrúnu Þorleifs-
dóttur. Þau hófu þar hefðbund-
inn sauðfjárbúskap 1960 en í rás
tímans hefur hann breyst í
ferðaþjónustu, hrossarækt og
kálfaeldi. Um tíma ætluðu þau
í refarækt en sáu fram á að hún
myndi ekki bera sig.
f tómstundum fæst bóndinn
við að gera myndir klipptar út
úr marglitum pappír. Þær eru
einkum af íslenskum dýrum og
náttúru. Með skæri i vinnulún-
um höndum vekur Einar upp af
pappírnum fótfráa fáka, lagð-
prúðar ær, sporlétta rakka, þrif-
legar mjólkurkýr, værukæra
ketti, spóa, hrafna, fjöll og firn-
indi og margt fleira. Hreyfingar
hans eru hnitmiðaðar. Honum
mistekst tæpast, jafnvel þó að
hann sé að klippa mjó ærhorn
eða íbjúg spóanef. Og þó að
ekki séu dregin upp svipbrigði
skynjar maður þau glöggt, sér
ágæta vel hugsanir dýranna og
persónanna sem tíga fullmótuð
út úr pappírsörkinni. Þar spegl-
ast gleði, ótti, fjör, ró. Maður
les þetta allt, rétt eins og hjá
látbragðsleikurum.
Þessi iðja Einars hefur ekki
farið hátt enda maðurinn hlé-
drægur, unir sér best úti í nátt-
úrunni. En á hausti komanda er
samt væntanleg á fjörur jóla-
bókaflóðsins lítil ævintýrabók
fyrir börn á öllum aldri, skreytt
þessum fágætu klippimyndum.
Af því tilefni var ég beðinn að
forvitnast örlítið um þennan
mann.
Eitt septemberkvöld þegar
svalt haustið læddist yfir landið
með myrkrið i farteskinu heim-
sótti ég Einar. Við settumst í
stofusófann. Og meðan ég
fræddist lítillega um þennan sér-
stæða listamann skóp hann með
skærunum sínum nokkur algeng
húsdýr.
- Ég er fæddur í Neshjáleigu
í Loðmundarfirði 30. nóv. 1924.
Foreldrar mínir voru hjónin
Þórdís Hannesdóttir og Árni
Einarsson. Þau byrjuðu búskap
sinn þar 1015. Viðsystkinin urð-
um þrettán en eitt dó fárra daga
gamalt. Ég ólst upp við þessi
alengu sveitastörf sem talsvert
hefur verið fjallað um í ræðu og
riti. Þrettán ára flyst ég með for-
eldrum mínum og systkinum að
Hólalandi í Borgarfirði eystra.
Þar á ég heimili til 1953 er ég
kvænist Guðrúnu Þorleifsdóttur
frá Gilsárvöllum í sömu sveit.
Hófum við búskap þar með
tengdaforeldrum mínum. Við
flytjumst svo út í Bakkagerðis-
þorp 1955 og eigum heima þar
næstu fimm ár. En 1960 förum
við frá Borgarfirði hingað í Fell.
Við hjónin eigum fjögur böm
sem öll eru flogin úr hreiðrinu.
Hvenær byrjaðirðu að klippa
út og hvar lærðirðu það?
- Ég byrjaði snemma, meðan
ég var í Loðmundarfirði, lærði
þetta af móður minni. Hún var
nokkuð lagin við þetta og klippti
út bústofn handa okkur eldri
systkinunum. Síðan tók ég við
fyrir þau yngri. Þetta varð fast
starf hjá mér öll mín bernsku-
og æskuár. Ég klippti mest úr
dagblöðum. En ef vanda átti til
verka, klippa út gæðinga, þá
stalst ég gjarnan í bókarkápur -
og fékk ákúrur fyrir. En það var
freistandi. Dýrin urðu drifhvít
og þess vegna hægt að lita þau.
Dagblöðin var varla hægt að
lita. Þó gerði ég flekkótt fé og
skjótta hesta með því að nota
hluta af dökkum myndum elleg-
ar þá stafi úr fyrirsögnum.
Þessar úrklippur voru stór
hluti af leikföngum okkar. Og
stundum gerðum við fjöll og dali
í sængurfatnaðinn og slepptum
þar lausum búsmalanum. En af-
föll urðu mikil eins og gefur að
skilja, dagblaðapappírinn ekki
endingargóður. Hafði ég því
nóg að gera. Þegar eftirspurnin
var mikil greip ég til fjöldafram-
leiðslu. Hún fólst í því að ég
margfaldaði pappírinn og lét
fram- og afturfætur dýranna
bera saman. Þetta jók afköstin
til muna.
Þessum starfa hélt ég fram þar
til ég flutti að heiman. Ekki
Einar Árnason með virðulega
mjólkurkú.
lagðist hann þó alveg af. Þegar
ég heimsótti systkini mín og
frændfólk réttu börnin þeirra
mér skæri og pappír og báðu um
skepnur. Síðan komu mín eigin
börn til sögu. Efir að þau uxu
úr grasi fékkst ég í nokkur ár
sama og ekkert við þessa iðju.
En eftir að barnabörnin komu
til hófst ég aftur handa. Og enn
sitja litlar frænkur og frændur
fyrir mér með skæri er ég heim-
sæki þau eða þau mig.
Þú dregur ekki eina einustu
línu. Við hvað styðstu?
- Ég sé þetta fyrir mér. Þegar
ég hef ákveðið hvað klippa skuli
sit ég kyrr stundarkorn. Þá kem-
ur myndin ljóslifandi fram. Þá
klippi ég stanslaust. Ég hef viss-
ar venjur við þetta, t. d. að byrja
alltaf á afturfótum dýra.
Það er ekki fyrr en fyrir fjór-
um árum að ég fer að setja sam-
an myndir úr marglitum pappír,
gera raunverulegar myndir.
Hugmyndin kviknaði eitt kvöld
er ég stóð við einn gluggann og
horfði út. Tunglið var að gægj-
ast upp fyrir fjallöxlina, dökkar
útlínur fjallanna bar við svar-
bláan himininn og ég grillti í
refahúsið hér uppi á túninu. Þá
sá ég þetta allt í einu komið á
mynd. Ég settist niður og gerði
fyrstu myndina.
Hvað finnst þér mest gaman
að klippa?
- Það er ekkert efamál; það
eru hestar. En þeir eru jafn-
framt erfiðastir í mótum enda
fjörmiklir og villtir.
Hvarflaði aldrei að þér eða
þínum að þú byggir þarna yfir
sérstökum hæfileika?
- Nei, aldrei barst það í tal.
Þetta var bara skemmtileg
dægradvöl sem kom sér vel og
er tæpast annað. Á mínum upp-
vaxtarárum voru oft á tíðum
ekki það rúm auraráð að hægt
væri að kaupa mikið af leikföng-
um. Þessar klippimyndir komu
í þeirra stað. En stundum kom
fyrir að kvartað var yfir öllum
afklippunum. Þær gátu orðið
nokkrar þegar bústofn hvers
bams var um hundrað fjár,
nokkrir hestar, kýr, hundar og
kettir.
Ég hef gaman af þessu eftir
að ég er byrjaður en stundum
latur að byrja. Afkastamesturer
ég þegar ég er einn, fer þá oft
hamförum og bít saman tönnum
þegar ég þarf að vanda mig.
Stundum kemur fyrir að ég lok-
ast alveg.
Fyrst byrjaði ég að klippa allt
þannig að viðfangsefnið var séð
frá hlið en nú get ég klippt út
frá flestum sjónarhornum. Og í
ört vaxandi, tæknivæddum
heimi klippi ég orðið fleira en
húsdýr þó að þau séu oft vinsæl-
ust bæði hj á mér og neytendum.
Jú, ég er að verða býsna
spenntur að sjá hvernigþetta lít-
ur út á bók. Kannski er maður
að ganga í barndóm!
Guðjón Sveinsson og Einar Arnason sýna barnabörnum sínum
bókina, Leitina að Morukollu. Ljósm. Odd Stefán
GERPIR
BJÖRGUNARSVEIT SVFÍ
NESKAUPSTAÐ
óskar öllum gleðilegra jóla og
nýárs og þakkar veittan stuðning
á árinu sem er að líða
Minnum á flugeldasöluna og
flugeldasýninguna á
gamlárskvöld
GERPIR