Austurland


Austurland - 15.12.1991, Síða 17

Austurland - 15.12.1991, Síða 17
JÓLIN 1991. 17 að segja, árstíðirnar og jafnvel hvenær dagsins þú finnur til. Nálarstungurnar miða að því að jafna orkuflæðið í líkamanum og losa um stíflur. Allt byggist þetta á ying og yang fræðun- um.“ Er nálarstunguaðferðin raunveruleg læknisaðferð? „Að mínu mati er nálar- stunguaðferðin raunveruleg læknisaðferð, alveg tvímæla- laust og eins og ég sagði hér áður er þetta aðferð sem þú ert að læra svo lengi sem þú stundar hana. Fyrir mig sem hef aðeins stundað þetta í rúmlega eitt ár er þetta aðeins upphafið. Von- andi gefst mér tækifæri til að vinna við þetta og iæra meira í þessum fræðum. Eg hef séð á þessum skamma tíma alltof margt til þess að hægt sé að segj a að þetta sé rugl. Öll röskun á líkamsstarfsemi stafar alltaf af einhverskonar röskun, ójafn- vægi í líkamanum og það getur oft verið erfitt að finna út hvað er að, en ég hef ekki ennþá séð nokkurn fara frá þessum lækn- um sem ekki hefur fengið bót sinna meina. Hverjum gagnast meðferðin Ef nálarstungulæknar eru spurðir að því hvaða sjúkdóma eða einkenni þeir meðhöndli helst, svara þeir því til að þeir meðhöndli ekki sjúkdóma held- ur fólk. Flestir munu þó viður- kenna að til séu þeir sjúkdómar sem sérstakur árangur hafi náðst gegn með nálarstungum og það eru einmitt þeir sjúk- dómar sem hvað minnstur árangur hefur náðst gegn með hefðbundnum aðferðum. Nýlega sendi alþjóðaheil- brigðisráðið í Peking frá sér skýrslu þar sem teknar eru sam- an niðurstöður rannsókna á nál- arstungum um allan heim. Niðurstöðurnar byggjast meira á reynslu nálarstungulækna en beinum samanburðarrannsókn- um og ekki er lagt mat á það hversu vel nálarstungur verki gegn einstökum sjúkdómum. Samt sem áður eru gefnar gagn- legar vísbendingar um það sem nálarstungulæknar treysta sér yfirleitt til að meðhöndla. Með- al annars eru þar taldir sjúk- dómar í öndunarfærum, augn- sjúkdómar, sjúkdómar í munni, meltingasjúkdómar, taugasjúk- dómar og sjúkdómar í beinum og vöðvum. Nálarstungulæknar segja flesta sjúklinga leita til sín með „blöndu margra einkenna" sem læknar á Vesturlöndum mundu meöhöndla hvert í sínu lagi með því að vísa á sérfræðinga, en í augum nálarstungulækna geta verið augljós tengsl þarna á milli og nálarstungulæknar með- höndla slíkt í einu lagi. Nálarstungur við alkóhólisma „í Bandaríkjunum hafamenn beitt nálarstungum við alkóhól- isma og að því að talið er með nokkuð góðum árangri. Fyrstog fremst hefur þessu verið beitt við eiturlyfjaneytendur og mið- Tveir nálarstungulœknar á háskólasjúkrahúsinu, dr. Leu Mey og dr. Li Hui. ast meðferðin þá við að koma í veg fyrir þau hrikalegu frá- hvarfseinkenni sem afeitruninni fylgir. Nálarstunga er einnig notuð í Kína gegn alkóhólisma en alkóhólismi er mjög fágætur þar í landi, en þeir viðurkenna þetta sem sjúkdóm og í þeirra fræðum er þetta sjúkdómur þótt skiptar skoðanir séu um það á Vesturlöndum.“ Hvað er framundan? „Ég fer út til Svíþjóðar eftir áramót og fyrst um sinn verð ég í hlutastarfi á næturvöktum og ætla að nota þann frítíma sem gefst til að vinna við nálarstung- ur. Það koma líka oft kínverskir nálarstungulæknar með nám- skeið og það ætla ég að notafæra mér, þá er yfirleitt um að ræða viku til 10 daga námskeið þar sem boðið er upp á að taka fyrir eitthvert ákveðið svið innan nál- arstungunnar. Ef til vill verður þessi reglu- gerð sem ég minntist á í upphafi komin til framkvæmda á næsta ári og þá kem ég kannski heim til að vinna við nálarstungu- lækningar. Ég er viss um að fólk mun notfæra sér þessa lækn- ingaaðferð í æ ríkari mæli, því það er svo margt sem mælir með því og bendir til þess. T. d. áhugi fólks fyrir að hugsa betur um líkama sinn og þá er ekki sama hvað þú setur ofan í þig og eru ýmis lyf þar meðtalin. Annars er ég bara bjartsýn á framtíðina og hlakka til að læra meira um nálarstungulækning- ar.“ Ferðamenn á Kínamúrnum. margir punktar eru á hverri línu, 9 punktar eru á hjartalínunni hvorum megin en línan sem kennd er við blöðruna hefur 67 punkta. Púlsarnir á orkubrautunum. Pegar nálarstungur eru gerðar skiptir meginmáli að taka púls- ana. Hver orkubraut hefur sinn púls, og þeir eru teknir hver á eftir öðrum. Á hvorum úlnlið eru 6 púlsar, 3 við yfirborðið og 3 sem liggja dýpra. YinlYang táknmyndin. Táknið á Orkubrautirnar. Ef dregnar eru að merkja hið fullkomna sam- línur milli allra nálarstungu- rœmi og þá stöðugu víxlverkun punktanna koma orkubrautirn- sem er á milli yin- og yangkrafts- ar 12fram. Eftirþeim flæðir lífs- ins í sérhverri lífveru. orkan (chi) um líkamann. Mis- A kínamúrnum.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.