Austurland - 15.12.1991, Qupperneq 19
JÓLIN 1991.
19
Norðfirðingar á ættarmóti
Hinn 18. maí sl. vor komu
rúmlega 200 afkomendur Guð-
rúnar Halldórsdóttur frá Nes-
kaupstað saman á ættarmóti
sem haldið var á Hótel Borg í
Reykjavík. Guðrún átti miklu
bamaláni að fagna og hafa börn
hennar alla tíð haldið mikilli
tryggð við Neskaupstað og
gjarnan komið í heimsókn aust-
ur á hverju sumri.
Guðrún var Eyrbekkingur að
uppruna og fædd 7. júní 1891.
Ung að árum fluttist hún suður
ásamt þremur yngstu börnum
sínum. Guðrún var gift Bjarna
Vilhelmssyni sjómanni en hann
fórst með vélbátnum Gandinum
árið 1942. Þegar Bjarni féll frá
stóð Guðrún uppi með sex börn
innan við fermingu en með
ótrúlegri þrautseigju og ómæld-
um dugnaði sá hún um heimili
sitt og annaðist uppeldið. Guð-
rún lést 21. janúar 1979.
Alls eignaðist Guðrún sautján
böm. Fimmtán þeirra átd hún
með Bjama Vilhelmssyni en tvö
hafði hún eignast áður en hún
giftist Bjama, þau Ástu Strand-
berg Jónsdóttur og Baldvin
Ólafsson. Reyndar átti Bjarni
fleiri böm en Guðrún því auk
þeirra fimmtán sem þau eignuð-
ust saman átti hann fimm.
Þegar ættarmótið var haldið
á Hótel Borgsl. vor voru afkom-
endur Guðrúnar Halldórsdóttur
hvorki fleiri né færri en 259. í
stuttu spjalli sem tíðindamaður
Austurlands átti við Ingvar
Bjarnason, son þeirra Guðrún-
ar og Bjarna, kom fram að mót-
ið hefði verið einkar ánægjulegt
og eðlilega var mikið rætt um
æskuárin á Norðfirði eins og
venja er þegar börn Guðrúnar
og afkomendur þeirra hittast.
Ingvar sagði að fyrstu árin eftir
að systkinin fluttu suður hefðu
þau verið illa haldin af heimþrá
og ekki væri laust við að vottaði
fyrir henni enn.
Þau Guðrún Halldórsdóttir
og Bjarni Vilhelsson bjuggu
lengst af í svokölluðu Miðhúsi
á Melunum í Nesþorpi. Miðhús
stóð þar sem nú stendur íbúðar-
húsið Hlíðargata 5 í Neskaup-
stað. Grunnflötur Miðhúss var
á að giska 60 fermetrar en húsið
var með háu risi. Á hæðinni var
eldhús, stofa, kames og svefn-
herbergi en uppi á lofti var einn
geymur sem sofið var í. Þegar
flest var bjuggu átján manns í
húsinu.
Guðbjartur Þorleifsson gull-
smiður hefur nú gert líkan af
Miðhúsi en Guðbjartur ereigin-
maður Guðrúnar Bjarnadóttur,
sem er dóttir Bjarna Vilhelms-
sonar og Guðrúnar Halldórs-
dóttur. SG
Líkanið af Melhúsi sem Guðbjartur Porleifsson gullsmiður hefur
gert.
Landmenn - Sjómenn
Hin árlega sveitakeppni sjómanna og landmanna
í bridds veröur í Egilsbúð mánudaginn 30.
desember og hefst kl. 1900
Vinsamlega skráið sveitir sem fyrst hjá Heimi í
síma71461, Jóhönnu í síma71612eðaElmu í
síma 71532
Glæsilegt kaffihlaðborð á boðstólum
Bridgefélag Norðfjarðar
Guðrún Halldórsdóttir ásamt börnum. Aftari röð frá vinstri: Lilja, Olga, Guðfinna, Sigríður, Ásta,
Guðrún, Hulda, Þuríður og Fjóla. Fretnri röð frá vinstri: Baldvin, Ingvar, Halldór, Guðrún Halldórs-
dóttir, Pórður og Bjarni.
Börn Guðrúnar Halldórsdóttur sem komu saman sl. vor. Aftari röð frá vinstri: Ingvar, Kolbeinn,
Guðfinna, Sigríður, Pórður, Halldór og Bjarni. Fremri röð frá vinstri: Lilja, Hulda, Ásta, Fjóla,
Þuríður og Guðrún.
Óskum starfsfólki okkar
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs
með þökk fyrir viðskiptin á árinu
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.
Eskifirði