Austurland


Austurland - 15.12.1991, Síða 21

Austurland - 15.12.1991, Síða 21
JÓLIN 1991. 21 kompás sem hann sagði hafa reynst sér vel á svona ferðalögum og fundum við góðan stað fyrir hann framan á bílnum. Gátum útbúið með spýtu stað fyrir hann svo vel sást á hann út um glugg- ann og hann truflaðist heldur ekki af jámi bílsins nema þegar stigið var á kúpplinguna þá snér- ist hann í hálfhring en til baka þegar henni var sleppt. Við not- uðum litla kompásinn til að stilla bílinn á strikið og snemm svo lausu skífunni á stóra kompásn- um þangað til hann passaði við gott strik til að stýra eftir. Petta var kannski svipað og hjá manninum sem notaði kynbóta- hrútinn fyrst og renndi svo þeim flekkótta á eftir til þess að gefa lömbunum litinn. Um miðjan daginn létti örlítið til og sáum við þá yfir í Kverkfjöll og fannst þau frekar nálægt okk- ur og breyttum stefunni eitthvað til suðurs og svo hvarf allt í þoku aftur. Við héldum þessari nýju stefnu þar til ákveðið var að stoppa og taka kvöldmatinn og var nú svissað yfir í eldhúsið og settur upp prímus og eldaður ein- hver matur en á meðan á því stendur byrjar að snjóa í suðaust- an kalda. Vomm við í u.þ.b. 1.350m hæð samkvæmt útreikn- ingum okkar á kortinu og áttum að vera búnir með Vi af leiðinni svo við færðum okkur yfir í svefn- herbergið eftir að vera búnir að taka kvöldpissið. Vindinn herti þegar leið á kvöldið og snjókomuna einnig og út frá því sofnuðum við. Hörður segir við mig áður en við sofnum að ég skuli drekka eins lítið og ég komist af með það sé betra að þurfa ekki mikið út ef veðrið versni maður verði svo leiðinlega hrakinn og slæmt að koma sér ofaní pokann aftur svoleiðis. Veðurofsinn hélst með viðeig- andi fannkomu allan daginn og lét- um við lítið á okkur kræla nema það nauðsynlegasta fram að aðfar- nótt 19. maí. En þann morgun er komið besta veður nema enn er þoka en mjög stutt í sólina. Hún meira að segja gægðist annað slag- ið niður til okkrar en skyggni lárétt var ekkert. Mikið hafði bætt á snjóinn þennan tíma líklega um 75 cm og þurftum við að moka Gretti upp því fennt hafði að honum upp á miðjar hliðar enda var myndarlegt bæli eftir hann. Tók- um við okkur nú góðan morgun- verðartíma og dekkuðum fyrir hann á svölunum, það skemmdi ekki þennan morgunverð þessar frábæru aðstæður. Aðstæður okkar voru hér allt aðrar og margfalt betri en hjá sænsk-ís- lenska Vatnajökulsleiðangrinum vorið 1936 sem farinn var á svip- uðum árstíma upp frá Homa- firði. Þá voru notaðir hundar til dráttar og menn gengu á skíðum og bjuggu í tjöldum. í RÍKI VATNAJÖKULS á hestbaki og skíðum, lýsir höf- undurinn og annar leiðangurs- stjórinn Hans W:son Ahlmann aðstæðum á eftirfarandi hátt. „Við 14. maí stendur skrifað í dagbók mína: „Illviðrið hélzt alla nóttina. Jón Eyþórsson á fætur og mokaði frá milli kl. þrjú og fimm. Röðin komin að mér og Kalla að hreinsa frá búðunum kl. átta. Það var ekki fyrr en eftir fimm tíma - með einnar klukku- stundar morgunverðarhléi - sem þær vom nokkum veginn komn- ar úr kafi, en þá stóðu tjöldin á botninum í tveggja mera djúpri gróf." Og á öðrum stað í bókinni nokkrum dögum seinna segir Guðmundur að umstafla ósnert- um matarbyrgðum fyrir heim- ferðina. hann. „Ég les í dagbókinni minni: „Stóri sleðinn með vistun- um Iiggur grafinn undir hálfum öðmm metra af nýsnævi og þar á ofan snjóhrúgunni sem mokað var upp frá tjaldi strákanna. Það er svo hvasst að ekkert er unnt að aðhafast úti.“ Og stuttu seinna: „En nú erorðið svo blautt í tjaldinu strákanna að þeir þola það ekki öllu lengur. Aðeins tvö hreindýraskinn mega heita sæmi- lega þurr; svefnpoki Skallagríms er allur gegnsósa og engin leið að nota hann. Hann líkist mest ketti sem búið er að drekkja." Á þessum lýsingum sést að við höfðum það bara huggulegt í svefnherberginu í Gretti. Nú voru liðnir fimm dagar frá því síðast heyrðist í okkur og Gunnar Jónsson farinn að óttast um okkur og kannski fleiri og tók hann til þess ráðs að senda flugvél að leita að okkur. Var Hákon Aðalsteinsson fenginn með flugmanninum frá Egils- stöðum til að horfa eftir okkur þ. 19. maí því bjart var orðið í byggð. Rekur hann slóð okkar inn alla Fljótsdalsheiði og inn á jökul þar sem hún hvarf á Eyja- bakkajöklinum undir ský og snéru þeir svo við eftir árangurs- litla leit og gáfu Gunnari skýrslu. Var hún á þessa lund. „Við sáum þá ekki en ég veit hvar þeir eru, þeir eru undir eina skýinu á jöklinum" og það var náttúrlega alveg hárrétt. Haldið er af stað um tíu leytið í svipuðu skyggni og eftir sömu stefnu og síðasta akstursdag, fram til kl. 16.09. þá segir Hörð- ur stopp, hér bíðum við þar til birtir upp við eigum að vera komnir mjög nálægt. Eldaður var góður miðdeg- isverður og viti menn, af svölun- um byrjar að glytta í svart í suðr- inu og fljótlega skýrist þetta undur, Þumall í Skaftafellsfjöll- um stendur hnarreystur upp úr þokunni en við erum svo hug- fangnir að horfa á hann að við vitum ekki fyrr en allt er orðið hreint í kringum okkur. Grímsfjall blasir við í u.þ.b. 7-8 km. fjarlægð, borðstofu- borðinu er pakkað saman og gengið frá og stefnan tekin með- an bjart er, ef þokan skyldi koma aftur. Við erum að paufast upp Grimsfjallið þegar allt í einu svífur rétt yfir okkur flugvél sem snýr við og kemur aftur og kast- ar út einhverjum hlut sem lenti nokkru neðar í brekkunni og þegar betur er að gáð er þarna komin önnur talstöð eins og sú gamla. Hún var í tveimur hlutum, annar helmingurinn skemmdist dálítið við lending- una svo við skiptum um þann heila og viti menn talstöðin virk- aði og vorum við nú komnir aft- ur í samband við umheiminn a.m.k. Gufunesradió sem svar- aði okkur að bragði er við kölluðum og bauð okkur vel- komna í loftið aftur. Hreppstjórinn í Grímsvatna- hreppi Guðmundur Jónasson var rétt á undan okkur á fjallið á Gusa en byrgðabíllinn Rati var ókominn þar sem olíuverkið hafði sagt stopp í honum niðri á Tungnárjökli en búið var að skipta um verk í honum og hann á leiðinni. Eitthvað var farið að brotna af spyrnum í beltunum á Gretti og það sá Guðmundur um leið og við komum á fj allið og bauðst til að hjálpa mér að skipta um þær snöggvast það sé ekki víst að vinnist tími til þess alveg á næstunni, sem ég þáði sem betur fór. Fyrsta verk sem unnið er á jökli er að reysa VADIKAN, en þar geta menn og konur teflt við páfann hvernig sem viðrar og var Guðmundur að sjálf- sögðu búinn að þessu þegar við komum. Nú til dags eru menn ekki eins háðir veðrum og áður var, því LORAN og GPS bæta þar veru- lega úr, en þetta eru hvoru- tveggja nákvæm staðsetningar- tæki og ef búið er að koma á staðinn eða kortleggja ein- hverja slóð er hægt að aka eftir blikki hér og pípi þar án þess að setja vinnukonur í gang og svo kemur hringing þegar áfanga- staðurinn er innan seilingar. Rati var kominn með kostinn um miðnættið í heiðskíru veðri en mikið þurfti að skrafa um þá daga sem liðnir voru frá brott- farardegi. Gunnar Þorbergsson var leið- angursstjóri í þessum leiðangri sem var tvíþættur, annarsvegar þríhyrningamælingar og hins- vegar þyngdarmælingar þ.e.a.s. jarðlagamæling eða eitthvað svoleiðis. Morguninn eftir var byrjað að undirbúa vinnuna en bjart varð að vera og sjónlína á milli mæli- staða svo hægt væri að vinna. En frekar þokusamt er um þennan tíma á Vatnaj ökli og því varð að nota hverja bjarta stund sem frekast mátti. Mestur tím- inn fór í ferðalög á milli staða en Grettir var svo hægfara á borð við Gusa sem er Bombar- dier skíðabíll og í góðu færi rennur hann eins og loftpúða- skip á 60-80 km. hraða um hjarnbreiðurnar og var það því mest hann sem var á ferðinni, en við aftur í föstum punkti. Miklar olíubyrgðir þurfti að hafa meðferðis eða 800 ltr. þeg- ar lagt var af stað að austan en ca. 350 ltr voru búnir þegar komið var á Grímsfjall, en lengst til baka fórum við í Kverkfjöll. Þar fór Guðmundur að róta í snjónum á hæsta hnjúknum sem ber hæðartöluna 1920 m. Nærstaddir heyra hann tala við sjálfan sig um að hann hefði átt að eiga eitthvað hérna og viti menn, hann fann það sem hann leitaði að, 1 stk bensín- tunnu 100 ltr. Ekki notaði hann Þyrlan og pallurinn. innihaldið í þetta skiptið, sagði að gott væri að eiga hana hérna. Veður hélst heiðskírt utan eina þokunótt næstu átta sólar- hringana en hún var notuð til að sofa en annars unnið allan timann, mælingamenn sváfu á stímunum og bílstjórarnir sváfu á mælingatímunum. Rati stóð á Grímsfjalli með allar matarbyrgðimar sem áttu að duga til fjögurra til fimm vikna veru á jöklinum en ekki hafði unnist tími til að fara al- mennilega í gegnum kostinn áður en lagt var af stað frá Grímsfjalli. Ég man að við Hörður fund- um eggjakassa og bacon og eitthvað af niðursuðumat og ætluðum að skoða þetta betur þegar syrti næst að, en í það komumst við ekki fyrr en undir lokin en verkið kláraðist á marg- falt skemmri tíma en áætlað var vegna veðurblíðunnar og maturinn fór að mestu leiti ósnertur til byggða aftur. Andri Heiðberg kom við ann- an mann á þyrlu sinni og var með okkur tvo síðustu sólar- hringana og fór með leiðangurs- stjórann ásamt mælitækjum á þá staði sem illfært var að komast til á bílunum s.s. sunnan og s.vestan Grímsfjalls en þar er mjög varhugavert að vera á ferðinni sökum jarðhita sem bræðir jökulinn og myndar sig- katla og sprungusveipi í kring- um þá. Nú var verkefnið búið og haldið heim á leið um Jökul- heima og vorum við sóttir þang- að á vörubílum og fluttir til Reykjavíkur. Grettir fór með Ríkisskip en ég var sendur með flugi austur. Mestu andstæðurnar frá jökulhvelinu eru þegar komið er í byggð og túnin orðin græn og skógur jafnvel útsprunginn á þessum tíma. Þessi ferð var algjör eldskírn fyrir mig ungan og óreyndan í öllum ferðalögum um óbyggðir, hvað þá um jökla landsins. Lærifeðurnir voru hinsvegar hver öðrum betri og tóku mér eins og glötuðum syni, lágu þeir ekki á liði sínu að veita mér heil- ræði og kenna mér það sem þeir gátu og má segja að þetta hafi verið frábær háskólavist fyrir mig og hefur hjálpað mér ómetanlega í mínum ferðum seinna meir, á jöklum og í óbyggðum. Grettir og mælingamennirnir.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.