Austurland


Austurland - 28.10.1992, Page 4

Austurland - 28.10.1992, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR, 28. OKTÓBER 1992. Evrópska efnahagssvæðið - EES Nokkur ákvæði og afleiðingar ★ Hver konar mismunun á grundvelli þjóðernis (ríkis- fangs) er bönnuð á samnings- sviðinu, nema samið hafi verið um annað. ★ íbúar Vestur-Evrópu öðlast sama rétt og íslendingar til að setja á fót atvinnufyrirtæki og sjálfstæða starfsemi hér á landi nema í útgerð og frumvinnslu sjávarafla. ★ Hugmyndir voru uppi um margháttaða fyrirvara við flesta þætti samningssviðsins, m. a. um „fjórfrelsið" og varðandi framsal sjálfsákvörðunarréttar. Nú stendur aðeins eftir almennt öryggisákvæði sem er afar veikt og lítils virði. ★ Engar hömlur er hægt að setja á útlendinga frá EES-ríkj- um umfram fslendinga að því er varðar kaup á iandi og hlunn- indum sem því fylgja. Áhrif á vinnumarkaðinn ★ Atvinnurekandi þarf ekki lengur að leita álits stéttarfélaga áður en útlendingur af EES- svæðinu er ráðinn tii vinnu og Veðurstofa íslands gefur ár- lega út ársyfirlit yfir tíðarfarið á landinu öllu. í tíðarfarsyfirliti fyrir síðasta ár segir að tíðarfar hafi verið hagstætt. Ef við lítum aðeins á veðrið á Austurlandi á síðasta ári kemur í ljós að loft- vog stóð hæst á Egilsstöðum 16. apríl, 1050.8 mbr. Hiti var al- mennt 0.4 gráðum yfir meðal- lagi og tiltölulega hlýjast var í Möðrudal þar var hitinn 1.3° yfir meðallagi. Árssveifla hitans var minnst á Kambanesi 8° og á Dalatanga og Teigarhorni var hún 9° Minnst var ársúrkoman í Möðrudal 360 mm. og 375 á Grímsstöðum. Mesta sólar- hringsúrkoman á landinu öllu mældist á Eskifirði 17. mars, 139.9 mm. Veturinn (desember 1990 - mars 1991) var hagstæður þrátt fyrir umhleypinga framan af og ofsaveður í byrjun febrúar. Snjór var lítill og hiti var 1.2 gráðum yfir meðallagi. Vorið apríl-maí var hagstætt þó var fremur kalt og nokkur snjó- koma fyrri hluta apríl. Um mest allt land var úrkoman 50-100% umfram meðallag. Sumarhitinn var 0.2 gráðum yfir meðallagi og úrkoman minni en í meðalári og minnst var hún á Egilsstöð- um 101 mm. Haustið var talið sæmilega hagstætt þó var fremur kalt og hvassaviðasamt í haust- byrjun. Mest úrkoma mældist í Neskaupstað 653 mm. en á 7 stöðum á landinu var úrkoman meiri en tvöföld meðalúrkoma. ekki má láta íslendinga hafa for- gang að atvinnu. ★ Opinn vinnumarkaður getur haft margháttaða erfiðleika í för með sér fyrir lítið samfélag eins og hið íslenska. Vegna veikrar félagslegrar stöðu suðurríkja Evrópubandalagsins er veruleg hætta á rýrnun félagslegra rétt- inda í norðurhluta EES, þar á meðal hér á landi. ★ í stað þriggja mánaða at- vinnuleyfis til útlendinga kemur ótímabundinn atvinnu- og bú- seturéttur, ef útlendingur af EES-svæði er einu sinni ráðinn til starfa. ★ Atvinnuleysi er mikið og vaxandi í löndum Evrópu- bandalagsins og aðstaða verka- lýðsfélaga er þar víða afar veik. Áhrif á atvinnustarfsemi ★ Samkeppnisreglur EES úti- loka að taka megi íslensk fyrir- í júlíbyrjun fór hitinn í og yfir 28 gráður á nokkrum stöðum Austanlands, hæstur var hann á Egilsstöðum 28.8 gráður. Með- alvindhraði á þéttbýlisstöðum austanlands er mestur á Egils- stöðum en minnstur í Nes- kaupstað. Fjölmargar aðrar upplýsingar er að finna í Veðráttunni og verða þær ekki tíundaðar hér frekar. tæki fram yfir erlend þegar um er að ræða opinber innkaup sem nema ákveðinni lágmarksupp- hæð. ★ Með reglum um óheftar fjárfestingar og fjármagnsflutn- inga verður engar hindranir hægt að setja um kaup fólks frá EES-ríkjum á fyrirtækjum, t. d. í ferðaþjónustu eða banka- starfsemi. ★ Hver kyns rekstrarstuðning- ur af hálfu ríkis eða sveitarfé- laga við fyrirtæki hér á landi verður óheimill að gerðum EES-samningi. Veiðiheimildir gegn tollaívilnunum ★ í stað fríverslunar með fisk, sem var upphafleg krafa EFTA- ríkjanna, hefur nú verið fallist á að hleypa fiskiskipum EB inn í íslenska lögsögu gegn því að íslendingar fái niðurfellingu eða lækkun á tollum af fiski. ★ Með því að heimila fiski- skipum EB-ríkja veiðar á ís- landsmiðum er vikið frá því sem hefur verið grundvallarstefna fslendinga eftir útfærslu land- helginnar. Reynslan af veiði- flotum EB-ríkja á eigin haf- svæðum og víðar ætti að vera víti til varnaðar. Umhverfisvernd víkur fyrir viðskiptafrelsi ★ Grundvallarhugmyndin að baki Evrópubandalagsins og EES er aukinn hagvöxtur og viðskiptafrelsi. Um umhverf- ismál eru hins vegar engin bind- andi ákvæði í EES-samningi. Verndun náttúru og auðlinda víkur fyrir viðskiptahagsmun- um. ★ Áhrif fjórfrelsisins á um- hverfismál verða mjög neikvæð eins og fram hefur komið í út- tekt á vegum Evrópubandalags- ins. Umhverfissamtök á Norðurlöndum hafa eindregið varað við afleiðingum af EES- samningnum. Skerðing á sjálfsákvörðunarrétti ★ í EES-samningi felst veruleg skerðing á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar og íslendingar af- sala sér mikilvægum stjórntækj- um í atvinnu- og efnahagsmál- um. ★ Möguleikar Alþingis til að móta og setja lög verða stórlega skertir. Allt frumkvæði til laga- setningar á samningssviðinu er í höndum EB og þjóðþing EFTA-ríkjanna verða að fallast á Iögin frá Brussel eða eiga ella yfir höfði sér refsiaðgerðir. ★ Á sviði dómsmála er íslensku dómsvaldi að hluta afsalað í hendur EFTA-dómstólsins og íslendingar skuldbinda sig til að túlka samninginn í samræmi við úrskurði EB-dómstólsins í Lúx- emborg. Dýrkeyptur samningur ★ Lengi var því haldið fram að samningurinn snerti ekki land- búnaðarafurðir, en með sam- þykkt hans yrði að leyfa inn- flutning á ýmsum vörutegund- um í beinni samképpni við inn- lenda framleiðslu og óvíst er að leggja megi jöfnunargjöld á innfluttar landbúnaðarafurðir. ★ Óheimilt verður að setja hömlur á innflutning lyfja. Þetta mun leiða til stóraukins inn- flutnings á lyfjum og gera allt eftirlit með notkun þeirra mun erfiðara. ★ Kostnaður við aðild að EES- samningi og því skriffinnsku- bákni sem honum fylgir mun nema allt að einum milljarði króna. Er þá ekki reiknað með greiðslum í þróunarsjóð fyrir verst settu EB-löndin né tolla- tapi okkar af innflutningi frá EES-ríkjum. Undirskriftarlistar þar sem krafist er þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samning liggja frammi í Króka og víðar. Bókafregn Út er komin ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson, hin þriðja á jafn mörgum árum. Bókin heitir Svartir riddarar og aðrar hendingar og er ort í „samvinnu" við bandaríkst skáld sem dó í dögun þessarar aldar, eins og segir í kynningu bókarinnar. Frumhöfundurinn er Stepen Crane en eins og Crane hefur Hallberg verið kallaður efa- gjarn, bölsýnn og kaldhæðinn. í bókinni eru 75 ljóð og það er Brú sem gefur bókina út og er hún fyrsta bókin í flokki bóka sem Brú hyggst gefa út með verkum bandarískra skálda. Næsta bók verður væntanlega bók 100 valinkunna kvæða eftir Emily Dickinson. Veðráttan 1991

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.