Austurland


Austurland - 28.10.1992, Side 7

Austurland - 28.10.1992, Side 7
MIÐVIKUDAGUR, 28. OKTÓBER 1992. 7 Frá starfsemi Náttúruverndarsamtaka Austurlands NAUST - Náttúruverndar- samtök Austurlands - hafa fengist við ýmislegt á síðasta ári. Aðalverkefnin voru unnin við Hvannalindir, Hengifossárgil og í fjörum Austurlands. Einnig héldu samtökin nýstárlegan aðalfund í ágúst í 150 m2 tjaldi í Amardal. Umbætur í Hvannalindum voru tveggja ára verkefni sem NAUST fékk styrk til úr Plast- pokasjóði Landverndar árið 1991. Ferðafélag Fljótsdalshér- aðs tók þátt í þessu starfi. í sum- ar komu tæplega tuttugu ungl- ingar úr Björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum, en þá kynntist hluti unga fólksins þessari gróð- urvin hálendisins í fyrsta skipti. Stígar voru lagfærðir, bílaslóðir Getraunir Allt stefnir í skemmtilega keppni í vetur, þátttakendum og hópum hefur fjölgað og eftir tvær vikur virðast hópamir nokkuð jafnir þannig að búast má við jafnri og spennandi keppni. Eins og komið hefur fram er keppnin 10 vikur og ógilda má 2 þannig að enn er möguleiki á að vera með, sér- staklega er skorað á sjómenn, áhafnir togaranna, að mynda hópa. Hafið samband eða látið sjá ykkur í Egilsbúð á föstudag- inn kl. 2000. En víkjum þá að „tippinu“. Fáir heimasigrar og mörg jafn- tefli urðu þess valdandi að nokkuð var um óvænt úrslit. T. d. náði enginn íslendingur 13 réttum og fátt var um tólfur. En hér hjá okkur var 10 hæsta skor og vom 4 hópar sem náðu því: West End, Libertos, Brothers og Táin. Sauð . . . afsakið for- ystusauðirnir frá því síðast, Hnykklarnir, lentu í lykkjufalli og náðu ekki að fylgja góðum árangri eftir, fengu aðeins 7 rétta. EK afmarkaðar og ný göngubrú sett upp yfir ána að Eyvindarkofa. Gönguleiðin upp að Hengi- fossi hefur látið á sjá vegna ágangs ferðamanna. Stígar voru lagfærðir þar bæði til að minnka jarðvegseyðingu og hættur við gilbarminn. Styrkur fékkst frá Ferðamálaráði, sem fór aðal- lega til efniskaupa og launa ung- linga úr Fljótsdal. Næsta sumar er ætlunin að setja upp skilti með örnefnakorti og leiðbein- ingar- og varnarorðum. Einnig er stefnt að því að reisa vatns- klósett niðri við veginn, sem myndi gera gilið að mjög mynd- arlegum skoðunarstað á leiðinni kringum Lagarfljót. Fjöruhreinsunin var einnig styrkt úr Plastpokasjóði Land- verndar. Af styrknum greiddi NAUST verkefnisstjóra, sem var Guðrún Sveinsdóttir frá Hvannastóði í Borgarfirði. Öll- um sveitarfélögum sem liggja að sjó var boðið að taka þátt í verk- efninu; þau lögðu til launaðan unglingaflokk eða jafnvel full- orðna í sjálfboðavinnu og sáu um að farga ruslinu sem safnað- ist eða koma því í endurvinnslu. Það var þó ekki smámagn, eða um 30 tonn alls af 105 km fjöru. Félagsstarfsemi er að fara af stað hér á Vopnafirði og eru briddsarar farnir að spila á fullu. Þá er Kiwanisklúbburinn Askja byrjaður sína vetrarstarfsemi og félag eldri borgara heldur sínu þróttmikla starfi áfram á fullu. Má búast við að önnur félög sem hér eru starfandi fari að hugsa sér til hreyfings. En lítum aðeins á briddsinn. Nú er lokið þremur umferðum af sjö í aðaltvímenningi félags- ins og er staðan þessi: Átta sveitarfélög frá Vopnafirði til Breiðdalsvíkur tóku þátt í fjöruhreinsuninni með alls 143 manns. Þessar staðreyndir og undirskriftir þátttakenda eru geymdar á sniðugan hátt á hreindýraskinni sem NAUST vill gjaman senda á nokkra staði í fjórðungnum í vetur. Reynt var að láta þátttakendur kynn- ast yndi þess að vera í fjörunni og skemmta sér þar saman, auk þess að fræðast svolítið um hana og taka eftir hvað umgengni okkar við náttúruna þarf að batna. NAUST hefur unnið talsvert við að forða landslagsslysum sem stjórnast að sunnan en snerta hálendið okkar á Aust- urlandi. Stjórnin hefur bent á ýmsar leiðir til að minnka skurðagröft og því að sökkva gróðurlendi og náttúruminjum vegna Fljótsdalsvirkjunar. Fréttir frá Iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun gefa fólki sem kynnt hefur sér heilnæmi heim- sókna á hálendið tilefni til að staldra við og spyrja sig hvort íslendingar geta virkilega verið svo kærulausir við eigið land eft- ir 1100 ára búsetu að sökkva endalaust gróðurlendi og nátt- Stig 1. Ólafur og Stefán 439 2. Jósep Þ og Jón Þór 430 3. Kristinn og Kristján 409 4. Jósep J og Sigurjón 383 5. Þórður og Gauti 382 Úrslit á föstudagskvöldið voru þessi: Stig 1. Ólafur og Stefán 191 2. Jósep Þ og Jón Þór 184 3. Kristinn og Kristján 182 AH Vopnafjördur Félagsstarf vaknar í ferð „veðurfrœðinga“hópsins frá VMA á Dalatanga í byrjun október, mœldist hitinn á Dalatanga 22°um hádegið. Áörskammristundfylgdust„veðurfræðingarnirmeð 14°hitalækkun. Ljósm. AB Frá aðalfundi NAUST. Ljósm. HG úruperlum vegna stundargróða af rafsölu. Einnig er það sjón- armið að bæta við línustæðum þvers og krus um landið til að spara nokkur prósent á kostnað- aráætlun óskiljanlegt þegar maður ferðast um þetta svæði og hugleiðir hvort það verður beinlínis skemmtilegt að koma þar eftir á, en bömin okkar munu ekki eiga sama möguleika til samanburðar! Að lokum vill stjórnin lýsa eftir nýjum félögum og öðrum stuðningi; það er örugglega á fingrum teljandi hve mörg frjáls samtök ná yfir allt Austurland. NAUST nær um fjórðunginn með því móti að stjórnin skiptist á um að vera nyrst, syðst og í miðju, en tilfærslan fer fram á þriggja ára fresti. Nú býr öll stjórnin nyrst, en næsta sumar verður ný stjórn kosin af svæð- inu frá Berufirði til Öræfa. Við skorum á íbúa þessa svæðis að hugleiða hvemig verður hægt að tryggja blómlegt starf næstu árin með því að finna áhugasamt fólk um að ísland verði áfram skemmtilegur blettur á móður jörð. Ábendingar um slíka ein- staklinga, svo og um starfsemi samtakanna verða vel þegnar af Philip Vogler núverandi for- manni, Kristbjörgu Krist- mundsdóttur varafonnanni, Braga Björgvinssyni ritara, Sig- rúnu Hrafnsdóttur gjaldkera og Magnúsi Hjálmarssyni með- stjórnanda. Philip Vogler formaður NESKAUPSTAÐUR Eldri borgarar athugið Nú hefst íþróttakennslan . . . Mætið öll í íþróttahúsið sunnudagsmorgun kl. 1030. Sundleikfimi í sundlaug sjúkrahússins mánudaga kl. 1830 fyrir karla og kl. 1930 fyrir konur. Létt leikfimi í sal Breiðabliks fimmtudaga kl. 1700. Kennari verður Stefanía Freysteinsdóttir. Félagsmálaráð Neskaupstaðar Til áskrifenda Austurlands Innheimtaáskriftagjaldafyrirsíðasta ársfjórðung stendurnú yf ir. Þeim sem þegar hafa gert skil er hér með þakkað. Þeim tilmælum er vinsamlega beint til þeirra sem enn hafa ekki gert skil að gera það nú þegar. Þá eru þeir sem enn skulda eldri áskriftargjöld vinsamlega beðnir að greiða strax.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.