Ingólfur - 07.08.1944, Blaðsíða 3

Ingólfur - 07.08.1944, Blaðsíða 3
Mánud. 7. ágúst 1944 INGÓLFUR 3 Jónas Guðmundsson: „Við Babýlon§ fljót“ i. Sá gamli siður, að skrifa rit- •dóina um bækur, er nú sem úðast að leggjast niður. 1 stað ritdómanna kemur nú auglýs- ingastarfsemi útgefanda, er að jafnaði er skrum eitt, svo eng- inn fær vitað, hvort um er að ræða bók, sem nokkurt gildi befur eða ekki. Eftir því sem blöðin liafa stækkað, liefur þar orðið minna rúm fyrir ritdóma um góðar bækur, enda veitir þeim ekki af rúmi sínu til þeirrar áróðurs- og rógsiðju, sem rekin er um andstæðing- ana daglega í því skyni að „blinda lýðinn“ og gæta þess, að bann fái sífellt ný ósann- indi í stað þeirra, sem úr sér ganga. Að sama skapi stækka •og auglýsingamar um livað eina — ekki sízt slæmar bækur — og verða því ósannari sem þær verða stærri. Fyrir kemur það þó, að ritdómar sjást enn við og við. En þeir eru sprottnir af tveim ástæðum aðallega. Ann ari þeirri, að þá liefur einhver áliugamaðurinn — lielzt úti á landi — fengið löngun til þess aS mótmæla eða taka upp hanzkann fyrir eitthvert mál- «fni s. s. átt liefur sér 6tað með Kiljan og bændastéttina eða einhver prófessorinn, kennar- inn eða eitthvert „átóritetið“ Jiér í Reykjavík er dubbaður upp í að skrifa um eitthvert „bókmenntaafrekið“ af því liann er „hluthafi í fyrirtæk- inu“, eða við það riðinn, en ætlunin er sú, „að græða á út- gáfunni“. Hvorir tveggja þess- ara ritdóma em einskisvirði, ósannir að jafnaði og því væri bezt, að þeir kæmu sem sjaldn- ast. títvarpið lét einu sinni Uytj3 þætti, sem það nefndi ,,bækur og menn“. Var þar oft getið góðra bóka innlendra og erlendra og sögð deili á, en sú Ætarfsemi féll fljótt niður, og í staðinn kom „dagurinn og vegurinn“, sem eins og fleira í tíma útvarpsins er nú að vem- legu leyti notað til kommúnista áróðurs, og allir góðir menn fagna, þegar fellur niður. En ekki meira um þetta. Svona á víst liin nýja „menning“ að koma til vor: því meiri lygi, J>ví stærri blöð, því bún er allt af nokkuð fyrirferðarmikil „sú gamla“. II. Það vakti ekki lítinn „storm“ í íslenzku dagblöðunum, þegar það fréttist, í janúar í vetur, að hinn danski prestur og ril- böfundur, Kaj Munk, liefði ver- ið myrtur af þýzkum eða dönsk um nazistum. Þau ætluðu öll af göflunum að ganga íslenzku dagblöðin yfir þessu morði — þó em morð nú svo að kalla daglegt brauð bæði í löndum INazista og Kommúnista. En morðið á Kaj Munk vakti sér- staka athygli og meira liefur verið um það skrifað í íslenzk blöð en öll önnur morð saman lagt, sem Nazistar hafa framið á Norðurlöndum. Hversvegna? Af því Kaj Munk var prestur? Nei, það liafa margir norskir og danskir prestar verið líflátn- ir. Af því liann var ritliöfund- ur? Kannske að einliverju leyti, þó hafa t. d. margir merkir rit- höfundar verið drepnir af naz- istum eða kvaldir svo dauði hlauzt af. Nei, aðalatriðið var það, að Kaj Munk hafði dáið sem bo&beri sannleikans. Hann hafði gengið í berhögg við öll hoð og bönn danskra og þýzkra yfirvalda og í skjóli kirkjunn- ar hafði liann flutt þjóð sinni sannleikann. Hann hafði risið gegn lyginni, ódrengskapnum, spillingunni, undirlægjuhættin- um, yfirleitt öllu því, sem Dan- ir máttu skammast sín fyrir, og livatt þjóðina til beinnar upp- reisnar gegn kúgurum sínum, og til þess að velta svívirðu und irlægjuháttarins af sjálfri sér. Af því hann hafði barist svona, var hann svo mikilsverður, og þess vegna var það, að öll vor blöð állt ,,neðan“ frá Morgun- blaðinu og „upp í“ „Þjóðvilj- ann“ skrifuðu hinar hjartnæm- uslu greinar um þennan píslar- vott sannleikans, sem liann réttilega má nefnast. En — á liverju byggðu þau allt 8itt lof og liól um Kaj Munk? Á „OrÖinu“ eða „Ebbe- sen“? Yarla. Ræður lians voru öllum ókunnar hér. Rlöðin og aðrir byggðu mestmegnis á sögu sögnum, sem bárust liingað. Ég bjóst því við, þegar séra Sig- urbjöm Einarsson bafði þýtt og komið út ræðum Kaj Munks, einmitt því „orði“ lians, sem hann lét lífið fyrir, mundu blöð in liér, öll „neðan“ frá Þjóð- vilja og „upp“ í Morgunblað, ekki láta það tækifæri, sem byðist, ónotað til þess að kynna lesendum sínum sannleiksvin- 1,1,1 °g píslarvottinn Kaj MunJc í ljósi þessa nýja „orðs“ lians. Nú liöfum við í höndunum „á- kæruskjöP4 andstæðinganna, ræður bans í litlu kirkjunni í Yedersö i Jótlandi. — En, sein sagt, ekkert orð liefur heyrst eða sést í blöðunum um þess- ar merkilegu ræður, sem kost- uðu höfundinn livorki meira né minna en líf lians, — ekk- ert nema auglýsingar útgefand- ans um, að nú séu þessar ræð- ur til á íslenzku. Já, það er ekki ldtitverk blað anna að segja neitt sérstaklega frá þeim, þær eru aukaatriði aðalatriðið var að býsnast og bólgna út, þegar morðið var framið, ef takast mætti að liala sér eitt eða fleiri atkvæði á þeim bægslagangi. Mig hafði lengi langað til þess að fá ræður Kaj Munks í liendur. Ég varð því glaður, er ég sá þær loks í hókabúðar- glugga, og keypti þær og las. Sá lestur liefur haft djúptæk áhrif á mig á margan liátt og ég get ekki annað en tekið mér penna í liönd út af þessari al- veg óvenjulegu bók. Það ei ekki til þess að skrifa um liana neinn ritdóm, lieldur til þess að benda á nokkur aðalatriði í ræðum þessum og lífsskoðun höfundar, sem ekki eiga síður enndi til Islendinga en Dana, °g ennfremur af því, að ég er sannfærður um, að það eru og verða margir, sem ekki geta fylgt Kaj Munk, þótt liátt bafi þeir galað, er hann gekk fyrir ætternisstapann. III. Kaj Munk var jafnaldri minn — aðeins fáum mánuðum eldri — ég tel mig því hafa góða að- stöðu, hvað aldur snertir, til þess að skilja liann og meta. Hitt kann að skilja á og gera höfuðmun e. t. v., að liann var danskur en ég er íslenzkur. Þó hygg ég það varla. En livað sem því líður, held ég, að rétt sé, áður en lengra er haldið, að athuga einmitt vel ,,árgangana“ frá því um og fyrir aldamótin. síðustu. Við, sem fæddir erum á árunum 1898—1900 liöfuni lifað sem fulltíða menn ein- kennilegustu tímana, sem nokkru sinni liafa gengið yfir mannkyn þessarar jarðar. Barn æska vor náði yfir liin miklu friðarár fyrir 1914, árin þegar „gamli tíminn“ var að kveðja sitt hlómaskeið og liafði lilað- ið sér þann bálköst- eða „safn- að þeim glóðum elds að liöfði sér“, er bráðlega lilaut að kvikna í svo út brytist geigvæn- legasti alheimsófriður, sem sög- ur fara af. — Við liófum líf okkar sem ,,bugsandi“ ungling- ar 1914 — 16 ára gamlir — einmitt þegar liinn mikli ófrið- ur brauzt út. Og við liöfum lif- að öll manndómsár okkar í þess um „ragnarökum“. Verið kastað frá einum öfgunum til annara og lilífðarlaust liefur verið rif- ið niður annan daginn það, sem upp var byggt liinn. Eftir fjögra ára styrjöld komu bylt- ingar í nálega öllum löndum Evrópu. Gamla einveldið varð að víkja fyrir „fólksræði“ — lýðræði. Hin glæstustu lýðveldi voru stofnsett og sigursöngur- inn ómaði. En svo — eftir 10 ár — dundu yfir fjárhagshörm- ungamar, kreppurnar, verzlun- arþvingunin og öll sú mikla bölvun, sem þeirri svikapólitík fylgdi. Ástandið varð óskaplegt, bin stærstu ríki urðu gjald- þrota og flest ríki og ríkisstjórn ir Evrópu urðu opinberir ó- reiðumenn og beinir svikarar. Og á eftir hinni glæstu lýðræð- isöldu rís einræSisbylgjan, sem upptök sín átti í Rússlandi og flæðir þaðan vestur eftir álf- unni þar til hún steypist út í Atlantsliafið í júnímánuði 1940, með falli Frakklands. I þessu andrúmslofti höfum við, sem nú emm 46 ára og þar um bil, alist upp. Við inunum óljóst liina gömlu góðu daga, árin fyrir 1914 meðan allt var svo dásamlega líkt því, sem það „liafði alltaf verið“. En ein- mitt, þegar barnsárin eru liðin, er okkur kastað út í þennan djöfnlgang. Og hvar höfum við svo lent? Langflestir í öðrum bvomm öfgunum — Kommúnismamim eða Nazismanum, — sem þó em ekki annað en sömu öfg-/ arnar, þegar öllu er á botninn livolft. Einstaka liafa reynt að brjóta sér braut til sjálfstæðr- ar ályktunar og skoðunar. Einn þeirra er Kaj Munk. Hann lief- ur gert tilraun til þess, að stöðva sig í straunmum og reyna að átta sig á lífinu. Hann hefur ekki viljað láta það kasta sér eins og leiksoppi frá austri til vesturs og norðri til suðurs. Hann liefur lieimtað að fá að standa einn með skoðanir sín- ar og sjónarmið. Og maður lilýtur að fyllast aðdáunar á honum við lestur þessara prédikana hans. Hann er aldrei myrkur í máli og seg- ir jafn liiklaust sannleikann, bver sem í lilut á, liann hlífir m. a. s. ekki kirkjunni, sem gaf lionum þó skjól meðan liún mátti. Kaj Munk sér það vel, að aðeins tveim manntegundum er eða getur lífið verið bærilegt eins og það er nú. önnur er sú, sem öllu kastar fyrir borð: trú- arbrögðum, siðgæði, sannleika og réttlæti og hugsar ekki um neitt annað en það að tryggja völd sín og vegsemd og að „hafa það eins gott“ og hægt er. Hin er sú, sem öðlast liefur skiln- ing á því, að lífið í allri sinni eymd og sínum margbreytileik, er miklu æðra en það sýnist og birtist frá degi til dags, að það er eilíft og ábyrgð livers og eins — einstaklings og þjóðar — nær langt út fyrir það, sem við köllum „gröf og dauða“. Þessar tvær manntegundir eru það líka, sem heyja hið ei- lífa stríð í lieimi vorum. Þjón- ar Djöfulsins og þjónar Guðs. Allir aðrir eru vansælir, fálm- andi, leitandi, hikandi og finna livergi fótfestu. Einum og ein- um skolar við og við upp á annað livort þessara ,,öruggu“ skipa á mannlífshafinu, en all- ur f jöldinn er svo þróttlaus, svo andlega volaður, að liann dans- ar í hvert sinn eins og sá vill, sem valdið liefur yfir lionuni í það og það skiptið. Kaj Munks eigin orð eru þessi: „Tvær eru þær inanntegund- ir, sem lífið er bærilegt. Aðrir eru þeir, sem eru orðnir sljóir af spillingu og forbertir af synd. Þeir svamla í því illa eins og fiskurinn í vatninu. „Lífið er nú einu sinni svona“, segja þeir, „og þá er ekki um annað að ræða en að gera eins gott úr því og unnt er“. Eftirmönn- um Kaifasar, Ahasverusar, Barrabasar og hermannanna, sem kasta hlutum um klæði liinna dauðu, er langifrjádag- ur dýrðardagur. Sundurleit er þessi björð. En það amar sýnilega engum þeirra. Þeir liafa sigrað, það er aðalatrið- ið; þá eru menn ekki að fást um það, hverjir lagsbræðurn- ir eru. Hinir, sem lífið er bærilegt, eru hinir örvílnuðu, þeir, sem eru svo örvílnaðir, að Guð gaf þeim páskatrúna“. I hópi þeirra síðartöldu var Kaj Munk. Ég hef hér að framan viljað sýna fram á með fám orðum, hvílíkt tímabil það hefur ver- ið, em alið hefur og mótað Kaj Munk. Það er tímabil heimsupplausnarinnar, þar seir. varla var nokkur sá múrvegg- ur til, sem ekki rnundi til jarð- ar falla, enginn sá sannleikur til, sem ekki yrði svívirtur, eng- inn Guð til og enginn Djöfull til. Blóði drukkið, villuráfandi mannkyn, ljóslaust í niða- myrkri sinnar eigin „siðmeiin- ingar“. Og endalokin? — Þau hlutu að verða enn stórkostlegri styrj öld, enn meiri lygi, svik og blekkingar, en nokkru sinni hafði áður þekkzt í sögunni. Og það er í þessum síðasta þætti, sem Kaj Munk hefur orðið að píslarvotti og óglevm- anlegri lietju, bæði í sögu Dan- merkur, sögu kirkjunnar, en þó umfram allt í sögu sannleikans, þegar sú saga loksins verður skrifuð. IV. Ef Kaj Munk liefði verið prestur á Islandi nú á dögum, mundi ekki hafa staðið urn liann mikill styr. Hann liefði verið þagaður í hel hér. Hann samdi að vísu „sniðug“ leikrit. Það gera íslenzkir prestar líka. Tveir slíkir liafa nýlega fengið verðlaun fyrir leikrit sín. Hefði hann lialdið ræður sínar hér, mundi brátt hafa farið svo, að „söfnuðurinn“ hefði liætt að sækja kirkju; liann liefði ekk- ert kært sig um að fá „skanun- ir á hverjum sunnudegi“. Ræð- ur Kaj Munks liefðu ekki feng- izt birtar í liinum „kristilegu“ ritum, sem liér eru, gefin út. Hugsið ykkur t. d. að þess- ar setningar liefðu staðið í ræðu í Prestafélagsritinu, Kirkjurit- inu eða Kirkjublaðinu: „Og treystið ekki prestun- um of vel. Þeir sæta o/ vesöl- um kjörum. Og þeir eru aldir upp í manngæðum. Þeir hafa gleymt því, eSa aldrei lœrt þaS, hvaS kristindómur er. Þeit* hafa sogið kæ-æ-ærleika inn með barnstúttunui. 1 liörðum heimi tala þeir alltaf máli link unnar. Þeir „skipta sér ekki af pólitík“. Þeir prédika frið, hvað sem það kostar, til upp- byggingar Djöflinum, sem hef- ur síSur en svo á móti því, aS hiS illa njóti friSar, til þess aS breiSast út. Það er ekki skrifað: Þegar náungi þinn er sleginn á aðra kinnina, þá er það þitt að leggja lið við að halda lionum, svo að liann verði sleginn á liina líka. Treystu ekki prestunuin of vel, fyrr en þeir vakna og minnast þess, að þeir eru þjónar fagnaðarerindis ins í heild, þjónar friðarhöfð- ingjans, sem kom ekki til þess að flytja frið, lieldur sverð, hans, sem fyrirgaf Pétri, en lét Júdas liengja sig, lians, sem var hógvær og af hjarta lítillátur, en rak þó út musterisdólgana“. (Leturbr. hér). Hver einasta ræða í þessu safni Kaj Munks er „skamma- ræða“, meira og minna póli- tísk ádeila. Ef prestar almennt færu að tala svona hér á landi, mundi þess ekki langt að bíða, að almenn krafa kæmi um al- gert afnám Kirkjunnar og prestamia, því pólitík og krist- indómur fær hvorki samrýmst að dómi fólksins í söfnuðunum né stjórnmálaforingjanna, sem „stjórna“ þjóðinni á hverjum tíma. Og það er alveg óþarfi að liafa nokkrar áhyggjur af því, að íslenzkir prestar fari að taka upp á slíku. Þeim er það alveg nóg, að menn deyi „ann-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.