Ingólfur - 07.08.1944, Blaðsíða 5
r
INGÓLFUR
5
INGVAR PÁLSSON, BALASKARÐI:
BEKNSKUVONIR
Y ídali n§po§tilla
Vj'v
\\ ''
pT~
: tr*
A8ur var ég — eins og gengur —
ofurlítill smaladrengur.
Starfi þessi fannst mér fengur
vi<) fjallaloft og vídsýnit). ,
Margbreytt sá ég sjóharmi‘8. -t
Blöstu þá við bernskuaugum ^
bláleit fjöll í geislalaugum,
en í fjarska úthafi‘8.
Sveitin stó8 í sumarblóma.
Söngfuglanna heyr8’ eg róma
og klettabeltin enduróma
allan þennan raddakli8, ' ■
— í hverri lautu lœkjarni8. —
Vótnin slétt me8 geislagárum,
grösin vœtt af daggartárum;
brekkur vöf8u blómskrú8i8.
Ríkur bóndi ’eg ver8a vildi; t J
vœna jör8 ég bœta skyldi;
me8 tímans kröfum heyja hildi ■
og heldri bœnda fylla bekk.
— / œfintýrum oft vel gekk. • — ■, ,
Bœinn skyldi ég byggja nýjan; :.x
burstaháan, sólskinshlýjan,
eftir fyrri alda smekk.
. ^íl 3l'v
Eiga vildi eg ótal sau8i,
— engin vöntun mundi á brau8;
sí8an skyld’ eg safna au8i.
— Svona birtist lieimur nýr.
Enn er draumur œsku skýr. —
Me8 fjörhestana fullvel alda
í fer8alögin skyldi eg halda;
þá fór uin mig ylur lilýr.
Eins ég þrá8i a8 y r k j a og s kr i f a —
yndislegt þá vœri a8 lifa —;
á hátind frœg8ar helzt a8 klifa.
Ég haf8i lesiS oft um slíkt.
Helzt var mér í huga ríkt
a8 s y n g j a ljó8 me8 svanahljómi,
svo a8 þjó8in lofger8 rómi.
Og þa8 var fleira þessu líkt.
En svo lei8 hver áratugur.
Eitthvaö breyttist smalans hugur.
Forlögunum — fríviljugur — '■ •/
fékk ég ekki þoka.8 neitt. , ■ T ;
— Nú er heldur högum breytt: — i
Landi8 samt me8 sömu myndum, " t
sem ég eyg8i af Bernskutindum.
— En ég hef aldrei or8i8 neitt. — ' |
Ennþá bý ég upp til dala,
yrki jör8 og kindum smala,
þoli bœ8i súld og svala,
svellalög og geislabál.
— En vonir mínar voru tál. —
Erfi8leikar a8 mér bárust;
útgjóldin vi8 neglur skárust.
— Oft ver8ur lei8 um ísa hál. —
Endalaust ég er a8 strita
adeins fyrir spón og bita.
Útgjöld mín ég er a8 hnita,
a8 ég hafi daglegt brau8.
En seint gengur a8 safna au8.
Ég vona, a.8 enginn til þess taki,
me8 tœp fimmtíu ár a8 baki,
a8 ekki er v o n me8 óllu dau8!
Fyrir réttum níutíu árum.
meðan Egill Jónsson var enn
að selja (svo-kallaða) þrett-
ándu útgáfu Vidalínspostillu,
bauðst Einar Þórðarson til þess
að gefa bókina út á ný og selja
liana við tilteknu verði, miklu
lægra en var á binni útgáfunni.
En til þess að geta ráðist í
þetta, taldi liann sig þurfa að
hafa fyrirfram trygga 500 kaup
endur. Eins og vænta mátti,
varð það hvorugt, að 500 kaup-
endur gæfu sig fram né heldur
að nokkur reyndist sá skörung-
ur, að tryggja Einari sölu þess-
ara eintaka. Varð því ekkert
úr framkvæmdum. Óefað var
það skaði, því telja má víst, að
útgáfa Einars liefði borið stór-
lega af öllum hinum eldri, og
efalítið má telja, að hún þefði
orðið með latínuletri. Einar
Þórðarson var sá smekkmaður
um bókaútgáfu að hann virðist
trautt hafa átt simi líka hér a
landi allt til þessa dags, og
mjög stingur svipurinn á út-
gáfum lians í stúf við þann
kauðahátt, sem nú er mestu ráð
andi, enda munu þeir nú fáir
á meðal íslenzkra forleggjara,
er liugsi nokkuð um annað en
fjárplóg af starfsemi sinni. Ein-
ar Þórðarson var aftur á móti
hugsjónamaður. Það er til
vansa, að honum og hans mjög
svo merkilegu útgáfustarfsemi
skuli ekki enn hafa verið gerð
nein skil í rituðu máli; væri
drengskaparbragð að bæta úr
þeirri vanrækslu.
Eftir þetta liðu svo þrír ald-
arfjórðungar að ekki var, svo
að mér sé kunnugt, rætt um
nýja útgáfu af hinni frægu bók,
enda fóru upp úr þessu að
koma út bækur Péturs biskups
Péturssonar. Vegna þeirra
„hægðarlyfja sálarinnar“, eins
og séra Arnljótur Ólafsson
nefndi þær*) varð sorglega
hljótt um prédikanir bins
mikla mælskumanns. Var það
máske að vonum, því á íslandi
liafa fáir litið á prédikanir frá
öðru sjónarmiði en uppbygg-
ingar og sáluhjálpar, og enn í
*) Merkur bóndi á Norður
landi (afi eins hinna fremstu
núlifandi skálda) sagði að inn-
takið í kenningu Péturs bisk-
ups væri: „Gerðu ekki þenna
andskota, maður, þú drepur
þig“. Ég spyr: „Hvað á ég þá
að gera?“ „Segðu þér það sjálf-
ur“, er svarið“.
dag getur mönnum því sést yfir
ritsnilld og mælsku annara eins
afburðamanna eins og þeirra
Jóns Vídalíns og Haralds Níels-
sonar, sem auðgað liafa íslenzk-
ar bókmenntir að ódauðlegum
verkum, óháðum guðfræði
þeirra og trúarskoðunum.
Það er Björn P. Kalman, sem
á þann mikla lieiður að liafa
að lokum rofið þögnina um
Vídalínspostillu. En liann villt-
ist á leiðum og treysti á kenni-
mannastéttina til framkvæmda,
enda þótt liún væri tæplega
rétti aðilinn, nema þá sögu-
lega; því vitaskuld er það sú
stétt, sem fremur en nokkur
önnur bar uppi íslenzka menn-
ingu öld fram af öld. 1 liönd-
um seinustu prestakynslóða
lognaðist þetta mál úí af, eins
og við var að búast, og í hálf-
an annan áratug hefur nú ver-
ið grafarþögn um það.
En nýlega hefur það kvisast,
að einhverjir framtakssamir
menn liafi látið sér til hugar
koma nýja útgáfu af Vídalíns-
postillu. Þetta er lofsvert, ef
þess er þá gætt, að gera liinn
mikla kjörgrip íslenzkra bók-
rnennta þannig úr garði, að
svari til ágætis sjálfrar bókar-
innar. Hins vegar væri þá ver
farið en heima setið, ef á þessu
yrði misbrestur, því liin nýja
útgáfa yrði þá að líkindum
lengi þröskuldur í vegi annar-
ar betri. En á meðan ekki er
til nýrri útgáfa en sú frá 1838,
er ekki örvænt, að einhver ger-
ist til þess, að gefa bókina
sæmilega út.
Hvenær sem Vídalínspostilla
verður næst gefin út, er það
sjálfsagt, að bætt verði úr einu
stórlýti, sem enn er á öllum út-
gáfum hennar. Höfundurinn
bafði ritað allar hinar mörgu
biblíutilvitnanir á blaðrönd og
ætlaðist til þess, að þær yrðu
þannig prentaðar. En þrátt fyr-
ir allt það, er liann liafði gert
til þess að tryggja sölu bókar-
innar (og það var ekki smá-
ræði, eins og dr. Arne Möller
hefur bent á), reyndist smá-
munasemi Steins biskups það
sker, sem þetta áform strand-
aði á, Jóni biskupi til Vídalín
til mikillar skapraunar. Tilvitn
unum öllum var stungið inn í
textann, og þar hafa þær setið
gegnuin allar útgáfur bókarinn-
ar, til stórkostlegra lýta á lienni
og mikilla óþæginda, þegar les-
ið er. Þær eiga nú vitaskuld að
flytjast út á blaðrönd; eða ef
forleggjarinn hefur ekki þá
menningu, að vilja ljá þeim
þar stað — að sjálfsögðu á
kostnað okkar væntanlegra
kaupenda, sem eigum að bera
af þessu kostnaðinn og mund-
um fúslega gera það — þá má
þó a. m. k. prenta þær neðan-
máls, ein^ og gert er um til-
vitnanir í biblíuútgáfunni frá
1912.
Ég vil ekki draga dul á það,
að ég skrifa þessar línur bein-
línis í viðvöruuarskyni. Það er
tími til kominn, að alvarlega sé
snúist gegn þeim óvanda að
taka liöfuðrit íslenzkra bók-
mennta og gefa þau þannig út,
að óboðleg séu menntuðum les-
endum. En dæmi þvílíks skræl-
ingjaháttar frá síðustu árum
eru ekki torfundin. Þær eru t.
d. bágbornar sumar hinar síðari
útgáfur Passíusálmanna. En að
gefa þá illa út, er að fara með
skörina upp í bekkinn; því
hvaða rit íslenzkt verðskuldar
sómasamlega útgáfu, ef ekki
þeir? Fornaldarsögur Norður-
landa er verið að gefa út núna,
eftir að sí og æ er búið að vitna
í útgáfu Rafns af þeim talsvert
á aðra öld. En sagt er mér, að
ekkert sé gert til þess að finna
megi þær tilvitnanir (sem sjálf-
sagt skipta þúsundum, þar á
meðal í sjálfum orðabókunum)
í hinni nýju útgáfu. Svo heldur
ber þetta nú lítinn vott um
menningu. Kaalund fór öðru-
vísi að, þegar liann gaf út Sturl-
ungu. 1 lians útgáfu má um-
svifalaust finna tilvitnanir í
báðar eldri útgáfurnar. Við
skulum vona, að sömu vand-
virkni verði gætt í hinni nýju
útgáfu Flateyjarbókar. Ella
mundi bráðlega verða að gefa
hana út enn á ný — og þá lielzt
reyna að láta verðið verða eitt-
livað undir 400 krónum. Ferða-
bók Eggerts Ólafssonar hefur
að vísu lengst af ekki heyrt til
íslenzkum bókmenntum í eigin-
leguin skilningi, en í frumút-
gáfu liennar, hina dönsku, er
oftar búið að vitna en í nokkra
aðra bók um Island. En hver
vill leita uppi liina tilvitnuðu
staði í íslenzku þýðingunni?
Það er annars leiðinlegt að
verða að viðurkenna það, að
íslenzka útgáfan af þessari bók
(um nákvæmni þýðingar skaí
hér ekki rætt) er eina kauða-
lega útgáfan, sem til er af
lienni. Ekki var nú þjóðarmetn-
aðurinn meiri en þetta, þrátt
fyrir allt glamrið og rembing-
inn. Danska útgáfan er konung-
leg. Franska útgáfan og hin
þýzka eru báðar stórhöfðing-
legar, og þó sín með hvoru
móti. Enska útgáfan er snotur,
þó liiin láti lítið yfir sér. En
um íslenzku útgáfuna er víst
bezt að segja sem fæst, og þó
að vel megi vera, að íslenzkir
bóksalar séu djarfir menn og
einarðir, er mér ekki kunnugt
uni, að nokkur þeirra liafi liaft
þá einurð, að sýna titilblöð þess
arar bókar í gluggum sínum.
Islenzk bókaútgáfa er nú í
mikilli niðurlægingu. Að segja
þann sannleika er nýmæli, sem
ekki mun verða vinsælt. En
segjast þarf liann allt um það.
Sn.J.
Þegar ég lít á allt á eftir,
eru þó til sólskinsblettir;
þá er hœrra sýnast settir
sízt ég~vildi skifta vi8.
Mér hefur blessast barnláni8 —
allra dýrstur er þa8 sjóður.
Einnig fórunautur gó8ur.
Þa8 er hin sanna sólskinshli!8.
Ef a8 reynist í þ eim dugur
— er ég vona, Gu8 máttugur! —
þá er bundinn helzt minn hugur
heill og framtíð þeirra vi8.
— Nú sjá þau bernsku sjónarmið. —
Þó a8 geti þannig fari8,
a8 þeim ver8i eitthvað svipa8 vari8, —
þá er a8 vona í þri8ja Ii8!