Ingólfur - 07.08.1944, Blaðsíða 4
4
INGÓLFUR
ar66taðar“ fyrir „fagnaðarerind-
ið“.
Ef Kaj Munk hefði verið
prestur hér, mundi hann hafa
„grotnað niður“. Hann mundi
hafa verið álitinn hálf vitlaus
og enginn viljað við honurn
líta. Hann mundi liafa verið
talinn æeingafífl, eem enginn
gæti nærri komið.
Hvað haldið þið, t. d., að
Morgunblaðið hefði eagt um
Bvona orðbragð í nýáreræðu hér
í Dómkirkjunni:
„Þjóð vor ekiptiet meir og
meir í ríka og fátæka. Þér (þ.
e, ríkisstjómin danska) verðið
að ofsækja stríðsgróðann með
kristilegu miskunnarleysi, slá
þá, sem græða blóðpeninga,
með sköttum, svo að þeim
blæði sjálfum, og skipta pen-
ingum þeirra niður á þá tugi
þúsunda, sem kremjast af dýr-
tíð og svindli með gerfivörur“.
Eða halda menn að „Þjóðvilj
inn“ hefði lagt- blessun sína yf-
ir það, ef prestur bæði á þessa
leið fyrir Islandi:
„Leið oss, kross í fána vor-
um, leið oss til samskonar bar-
áttu og liinn hlekkjaði Noreg-
ur og hið blœðandi Finnland
berst í liinu norræna striði gegn
þeirri hugsun, sem er gagnstæð
öllum huga vorum“.
Nú, hann hefur þá verið einn
af Finna-galdurs mönnunum,
mundi þá hafa kveðið við. En
Kaj Munk skildi það, sem eng-
inn 6kilur í Kommúnistaflokki
nokkurs lands, að hver
sá, sem elskar ættjörð sína
og vill, að hún sé frjáls, er al-
veg jafn andvígur „innrásar-
hemum“, hvort sem sá heitir
Stalin eða Hitler sem stjórnar
honum, ef takmarkið er að
svipta þjóðina frelsi. Þennan
ofur einfalda sannleika hefur
ekki tekizt að láta Kommúnista
skilja, hvorki hér á Islandi né
annarsstaðar. Barátta Finn-
lands fyrir frelsi sínu er jafn
tlásamleg og glæsileg enn í dag
og hún var 1939.
Og Finnland fer að líkt og
hin danska hetja, Kaj Muuk,
einmitt hefði óskað. Það svetgir
ekki undan, livað sem á geng-
ur. Þótt voldugir vinir þess eins
og Bretland og Bandaríkin
megni ekki að hjálpa því,
gefst það ekki upp. Allur
heimurinn veit, að Finnland
berst ekki fyrir því að koma a
nazisma í veröldinni, eða til
þess að styðja Þýzkaland. Það
berst fyrir frelsi sínu og engu
öðru, og það berst fyrir heiöri
Finnlands og sæmd.
Kaj Munk segir við dönsku
stjórnmálamennina í ársbyrjun
1943:
„Og gleymið loks ekki, að
ríkisgimsteinar þúsund ára gam
als ríkis eru í yðar vörzlu, ekki
aðeins til dagsins í dag, heldur
til þúsund ára framtíðar, og að
þrír fyrstu og stærstu gimstein-
amir heita: Heiðurinn, heiður-
inn, heiðurinn. Þetta er hið
fyrsta og hið síðasta, og ef þér
getið ekki varðveitt þetta, þá
er betra að þér séuð ekki til“.
Skömmu síðar var engin
stjórn lengur til í Danmörku.—
Og ekki mundu aðrir stjórn-
málaflokkar og blöð fá betri
útreið hjá Kaj Munk. Um
stjómmálamennina segir hann:
„Trúið ekkí þvi, sem stjóm-1
málamennimir segja, er þeir
mæla fláum fagurgala í eyru
vor. Það eru margir vænir og
vandaðir menn í þeirra hópi.
Dönsku stjómmálamennimir
eiga fáa í heiminum fremri sér
sömu stéttar um flekkleysi
handa sinna. Ekki hafa þeir
verið valdasjúkir, því 6Íður sið-
spilltir. En þeir halda, að hlut-
verk þeirra sé ekki að leiða,
heldur að láta leiðast. — Til-
vera þeirra sem stjómmála-
manna er enda undir þvíkomin
samkvæmt gildandi reglum, að
þeir hrósi fólkinu, hrósi kjós-
endunum. Treystið þeim ekki,
þeim er málið of skylt“.
Tít yfir tekur þó meðferðin á
vesalings skáldunum í barátl-
unni fyrir frelsi og heiðri Dan-
merkur. Kaj Munk segir:
„Mesta nútímaskáld vort —
bækur hans njóta óseðjandi
eftirspumar — hellir fólkið
barmafullt af tíbrártralli sínu
um það, hvað allt gangi nú eig-
inlega að Ó8kum í þessum elsku
lega heimi. Og eitt vinsælasta
ljóðskáld vort, skáld, sem raun-
ar ber nafn með rentu, stakk
dúsunni að þjóðinni:
„Dýri minn og dans,
og dingeli og lans,
og dýri minn og dingelans ..
Já, — dansinn sá varð dýr“.
Mér finnst ég næstum kann-
ast við þennan „dingelans“ héð
an að heiman, en kannske er
það vitleysa. Kannske er hann
hvergi til nema í Danmörku.
— Skáldin vita það betur en
ég-
Þá kemur blessaður „meiri-
hlutinn“ einnig við sögu hjá
Kaj Munk. Hann segir :
„Og treystið ekki meirihlut-
anum, sem er lítt tamdur og
því auðteymdur. Allur þorrinn
er ölvaður af sífelldu lofgerð-
arstagli um sjálfstjóm þjóðar-
innar, dæmalausa samheldni
og miklu menningu. Hve mik-
ill hluti sjálfstjórnarinnar er
heigulskapur? Og er samheldn-
in fólgin í öðm en því, að lát-
ast vera dauður, og hin mikla
menning í öðm en að hneigja
sig fyrir þeim, sem sparkar
upp húrðina? Trúið ekki al-
menningi, það er ótamning í
honum. Ég trúi á kjamann í
honum, — hann er heilbrigður,
en það er djúpt á honum, langt
í hann. Hann er dekurdrengur
og brekabam. Hvenær hefur
bólað á virkilegum vilja á með-
al vor, með hugrekki til þess
að krefjast einhvers af þessari
þjóð?“
Og Kaj Munk gerir þessa
játningu:
„Ég get ekki tekið þátt í
þakklætinu fyrir það, að „vér
komumst hjá styrjöldinni“. í
fyrsta lagi komumst vér ekki
hjá henni. Land vort er her-
numið. Enginn veit hvað það
kann að hafa í för með sér af
blóði og bruna vegna sprengju
árása og innrásar. Og í öðm
lagi er ekki unnt að þakka
Guði fyrir, að hann hafi hjálp-
að til að pretta í hestaprangi.
Guð krafðist baráttu af oss. Yér
svikumst undan' boði hans, vér
svikum heit vor sjálfra og á-
kvörðun. Það á ekki að þakka
Guði fyrir það, að Skrattinn er
sínum skjól. Tek ég of mikið
upp í mig? Nei. Sá sem svík-
ur Guð, felur sig gæzlu Djöf-
ulsins. Vér sneiðum hjá köllun
vorri og ákvörðun þessi árin.
Danmörk hefur reiði Guðs yfir
sér. Það er þess vegna sem oss
líður svona vel“.
Þetta segir enginn nema sá,
sem þorir að segja sannleikann,
hverjum sem í hlut á.
Og enn segir Kaj Munk í
þessari sömu ræðu:
„Vér höfum skrópað frá
skyldunni. Vér látum aðra út'
hella blóði fyrir oss og afdrif
vor. Vér liöfum selt illum anda
hrossakaupanna sálu vora og
skrifað undir samninginn með
blóði annarra. Það er þess
vegna sem oss heppnast allt“
Og liann bætir við:
„Hver er barátta þessarar
þjóðar fyrir þeirri trú, sem hún
hefur liingað til borið fyrir sig?
Hvað leggur hún af mörkum
til sigurs þeim hugsjónum, sem
hún vill þó að sigri?“
V.
„Reikningsbók Chr. Hansen6
og reikningsbók Guðs eru ekki
gefnar út á sama forlagi“, seg-
ir Kaj Munk í upphafi ræðu
sinnar um „faríseann og toll-
heimtumanninn“. Mörgum
mun verða það á að hugsa til
þessara orða hans, þegar þeii
bera þennan spámann og post-
ula sannleikans saman við „alla
hina“, sem ýmist eiga enga
sannfæringu eða skoðun eða
eru þá svo „varkárir“, að þeir
þora ekki að láta á henni bera.
I „reikningsbók“ Kaj Munks
eru dæmin í lífinu „sett upp“
á allt annan liátt en í reikn-
ingsbók „Hansenanna“, og út-
koman verður þá líka allt önn-
ur. Þar sem venjulegir menn
telja, að best eigi við allskon-
ar „taktik“, undirliyggja og
jafnvel slægð, gengur Kaj
Munk hreint til verks og
6timplar allt 6líkt sem verk
Djöfulsins, er ávallt leiði til
glötunar. Hann vill, að menn
berjist heiðarlega, beiti heið-
arlegum vopnum í baráttu
sinni, og hann fyrirlítur alla
lygi, undanbrögð og.svik. Hann
er ekki „tækifærissinni“, Kaj
Munk. Hann er ekki með Þjóð-
verjum í dag, Englendingum
á morgun og Rússum næsta dag,
eins og komið hefur fyrir, að
ýmsir væru í landi einu, sem
Island nefnist. Hann er með
sann\eikanum, en móti lyginni.
hvar sem er. Eftir reglupum
þeim eru öll dæmin reiknuð í
reikningsbók Kaj Munks. —
Þetta er orðið lengra mál en
ætlað var, og þó er svo ótal
margt eftir.
Hér verður ekki minnst á
einstakar ræður í bók Munks.
Þar eru hver annari snilldar-
legri, frá livaða sjónarmiði sem
á þær er litið. Ein ræðan finnst
mér þó um ýmislegt bezt. Það
er ræðan um Pétur postula.
Sú ræða mun áreiðanlega vekja
margan mann til umhugsunar.
Til þess að vekja forvitni
manna á að kynnast þessari
ræðu og til þess að sýna, hversu
sjálfstæðar skoðanir þessi prest
ur leyfir sér að liafa á viðtekn-
um „sannindum“ Kirkjunnar,
tek ég liér upp fáeinar línur úr
þessari ræðu. — Þar stendur:
„Je8Ús valdi Símon vegna
þess, að hann bjó yfir viss-
um göllum. Það bjó naumast
nokkurt efni í leiðtoga í
fiskimanninum frá Betsaida.
Hann var framur nokkuð og
fljóthuga, en livemig var
með hitt, sem er ekki síður
mikilvægt, „að kunna að
bíða? Seiglan og þolið, fyr-
irlitningin á liverskonar
kaupslagi um sannfæring-
una, hin örugga festa, sem
aðrir gætu byggt á, — það
vottar ekki fyrir neinu af
þessu hjá lionum, nei, minna
en engu.
Kipling hefur skrifað nokk-
ur aðalsorð um það að fylgja
þeim höfðingja gegnum þykkt
og þunnt, sem einu sinni liefur
heillað mann til fylgdar við sig.
Símon var alveg laus við hríf-
andi lietjuskap af því tagi. I
staðinn var liann þannig gerð-
ur, að hann brást þegar mest
lá við. Þegar kreppti að, þegar
á það reyndi í alvöru, livort
liann ætti þrótt til alls þess,
sem hann var kjörinn til, þá
reyndist hann tuska. Hann varð
frægur í veraldarsögunni sem
afneitarinn mikli. Eiginlega
er ekki tækilegt að taka liann
til meðferðar í ræðu í K.F.U.M.
því síður í K.F.U.K. Þegar far-
ið er að tala um fyrirmynd x
sambandi við Símon Jónasson
verður heldur en ekki að
lækka flugið“.
Svona sérstæður er Kaj
Munk í ræðum sínum. Ég tek
þetta aðeins sem sýnishorn svo
menn megi sjá, live einstakur
hann er og gerólíkur öllum
öðrum. Hugsum okkur, að
prestarnir liér færu almennt að
tala svona um liina helgu menn
Kirkjunnar. Ut yfir tæki þó, ef
þeir létu sér annað eins um
munn fara og það sem hér fer
á eftir:
„Jesús segist vera sá, sem
býður til veizlu hins mikla
konungs, en þeir, sem boðn-
ir eru, kjósa lieldur að
gamna sér lieima. Þeir eru
mjög hæverskir, en því mið-
ur svo önnum kafnir, — ég
bið þig, liaf mig afsakaðan.
Hin gamla, kristna Evrópa
má ekki vera að því, að sinna
um kristindóminn sinn. Hún
hefur keypt sér jarðeign,
náð sér í nýlendur, verður
að skreppa og líta eftir
þeim, hún hefur keypt sér
fimm pör akneyta, — þ. e.
a. s. nú eru önnur dráttar-
verkfæri notuð, nú eru það
brynvagnar og sprengjuflug-
vélar. Eða menn segja: „Ég
er nýgiftur“, — já, það var
nú þá. Nú er sagt: „Ef ég
get komið skilnaðinum í
kring, þá kem ég með nýju
konuna mína, þakka yður
kærlega fyrir“.
Nútíðarmaðurinn vildi
halda veizluna sjálfur í stað
þess að sækja hátíð andans.
Fé hans og fýsn átti að gefa
lionum gæfuna. Hvað varð
síðan úr þessari gæfu? Ég
segi það umbúðalaust: Það
hefur enginn sá tími verið
í allri sögunni, að maðurinn
hafi verið gæfulausari. Það
himnaríki, sem vér œtluðum
að skapa handa sjálfum oss,
hefur orðið að helvíti. Vér
forsmáðum liátíð hins mikla
konungs og gerðum oss glatt
sjálfir, og það varð líka held
ur en ekki glatt á hjalla —
_____t“
Hafa menn heyrt öllu rétt-
mætari ádeilu. Sumir prestar
hafa verið að reyna að segja
þetta með varkárum orðum og
hálfum hug. Því hefur enginn
tekið eftir. En hér verður ekki
hjá því komist. Lítið á spila-
borgina, sem þið hafið byggt,
lítið á menninguna, sem þið
hafið skapað, lítið á gleðina!!
í heiminum í sambandi við all-
ar „framfarir“ efnishyggjunn-
ar! Það tókst að skapa hreint
helvíti, miklu verra og djöful-
legra helvíti en kaþólsku kirkj-
unni tókst að skapa hér á vel-
magtartímum sínum. Hún
megnaði þó aldrei að láta
„rigna af liimni“ eldi og brenm
steini yfir saklaus börn, gamal-
menni og konur, eins og hin
mikla menning okkar nú megn-
ar. Hún komst aldrei svo langl
að geta sent mannlausar vítis-
vélar um liáloftin til þess að
láta þau granda öllu lifandi á
stórum landsvæðum, þar sem
tilviljunin lætur þær falla nið-
ur. Nei, helvíti miðaldanna var
lireint himnaríki samanborið
við okkar miklu menningar-
tíma.
VI.
Ég hef þá dregið hér upp
lauslega mynd af Kaj Munk,
eins og hann birtist mér í þess-
um ræðum sínum, sem liann
sjálfur mun hafa gefið nafnið
„Við Babylons fljót“. Og mér
finnst, að liér fyrir framan mig
standi einn mesti uppreisnar-
maður, sem ég nokkru sinni
hef lieyrt getið. En uppreisnar-
maður á hvem liátt? Hann trú-
ir ekki á stjómmálamennina,
ekki á Kirkjuna eða prestana,
ekki á skáldin, ekki á „meiri-
hlutann“, ekki einu sinni á
„fólkið“, sem þó flestir þykj-
ast trúa á nú á dögum. Hann rís
gegn þessu öllu; sýnir i skýr-
um dráttum, live ófullkomið,
sjúkt og svikið þetta er allt sam
an og að af því er einskis að
vænta. En er liann þá hinn al-
geri bölsýnismaður? Eygir
hann enga von í þessu mikla
myrkri, sem grúfir yfir mann-
kyninu og nístir það inn i
bein? Jú — hann sér aðeins
eina einustu leið út lir ógöng-
unum — hann á aðeins eina
von um að takast megi að
bjarga mannkyninu. Sú skoðun
kemur fram í niðurlagi ræð-
unnar um „Hátíð hins mikla
konungs“.
Þar segir svo:
„Þá varð húsbóndinn reið-
ur“, segir Ritningin. Vér
kristnir menn teljum, að það
sé reiði húsbóndans, sem
vér verðum áskynja í öllu
því sem við ber í kringum
oss. Vér liöfum hugboð um,
að nú gangi dómur yfir þann
heim, sem var boðinn til há-
tíðar lífsins, en kaus heldur
glettur og götudufl lijá sjálf-
um sér. Og vér vonum að ný
heimsskipan eigi eftir að
rísa upp úr öllum þessum
kvölum. Hinum gömlu goð-
um, „8tríði“ og „fýsn liolds-
ins“ skal steypt af stalli. O-
brotnir og réttlátir tímar
skulu hefjast. Félagslegt rétt
læti skal afnema mismun
stétta og kynflokka, og hin
sanna ást með heilbrigð
heimili og hraust börn að
fylginautum og tryggð sem
öruggan burðarás liússins,
skal skapa sterk þjóðfélög og
trausta menn, í stað þeirrai
upplausnar og umróts, sem
Frli. á 6. síðu.