Ingólfur - 13.11.1944, Blaðsíða 1

Ingólfur - 13.11.1944, Blaðsíða 1
/ I. árgangur, 13.—14. tölubalð BLAÐ ÞJÓÐVELDISMANNÁ Mánudaginn 13. nóv. 1944 Anðæí i vop erlendi§ og alsísiðaii út á við Sídasti sumapdagup Þótt ei sértu útlits fagur, — fyrst áttu ekki gritUand hér, — vor sí'Sasti sumardagur, nú sígfiu liœgt í ver! — Þér fylgi eg sem vini að vatni, — er vitar ei tió né rúm, — og ö/eiga’ aS aldurssjatni, er á dettur feigóarhúm! — MeS þögulli þakkarvísu vió þig á ströndu eg skil, og lofa þíns sumars ' lýsu meö litu þess, gróöra og yl. — Þú víkur ei vetri fyrir né veitir lionum þinn sess. Þú fer, þegar fölskvast hyrir viö fjörsins útgönguvers! — Guö sumarsins sendiherra til sín kallar heim í dag. Hans líóur logakerra á loft — um sólarlag! Sem spámdður opinspjallur, — hvers spár hafa allar rœzt, — hann fer sinna feröa snjallur, — þótt fjörauga ’hans blakks sé dæst! — Far vel, sífisti sumardagur, — mér sýnist þér livíldar mál. — Þér fylgir á brautu minn bragur — og bergir þína’ hestaskál! — 20. október 1944. Lárus Sigurjónsson. Öngþveiti atvinnuveganna fyrir stríðið var notaS mjög í flokkabaráttunni til skaSa fyrir samtraust og vinnufrið framleiSslunnar. — Nú um skeiS liafa það verið .,auð- æfi vor erlendis“, sem í lík- xun tilgangi liefir verið reynt að gera sem mest úr. Lengst var þó gengið þeg- ar einhverjir fundu upp á því, til að stækka stríðsgróð- ann, að leggja innstæður at- vinnuhölda og almennings í íslenzkum bönkum saman við innieignirnar erlendis, sem þeir sögðu aðallega vera eign íslenzkra burgeisa. Sannleikurinn er sá, að innieignirnar liérna í bönk- unum eru lítið annað en tölu leg uppskipting á erlendu innieignunum eða réttara sagt voninni í þeim, því að nú sem stendur er verðmæt- ið á bak við þær að miklu leyti alls ekki til, eða a, m. k. ekki tiltækt. — Þessar inni- stæður eru innskriftir í bók- um erlendra banka og raun- verulega aðeins hverfandi hluti af hinum gífurlegu stríðslánum, sem Vesturveld- in hafa látið banka sína gefa út. Að nokkrum parti má segja að tryggingar standi liér að baki, sem þó óðum ganga til þurrðar í stríðinu. Að öðru leyti eru stríðslánin ótryggð með öðru en voninni um sigur og líkunum fyrir borgunargetu hlptaðeigandi ríkja eftir stríðið. En þessi greiðslumáttur er algerlega háður því, hvað ríkin geta þá pínt út úr magnþrota at- vinnuvegum þjóða sinna og þeim vi'Sskiptum viS aSrar þjóSir, sem sigurinn gefur þeim aukin tók á. ★ Af skrifum fjármálamanna stríðsþjóðanna er auðséÖ, að ætlunin er sú, að láta vænt- anlegar viðskiptaþjóðir sín- ar greiða fullkomlega bróS- urpartinn af stríðsskuldun- um. — „Það er einnig fyrir þessar þjóðir, sem við höf- um verið að berjast“, segja þeir, -—- „og vissulega skal engin þjóð sleppa þannig, að þurfa fyrst og fremst alls ekki að berjast, og græða þar að auki stórfé á oss, sem verÖum að sveitast blóðinu“. Það eru aðeins einfeldn- ingar sem í fullri alvöru halda, að ríkisvald vort geti skilmálalaust gengið að inni- eignum banka vorra erlendis og keypt fyrir þær allt, sem þinginu þóknast að sam- þykkja og flutt það viðstöðu- laust hingað heim. Hér með er ekki sagt, og verður enda að telja ólíklegt, að liin erlendu stríðslán og innistæður verði beinlínis „strikaðar út“ eins og sumir spá. En það eru margar ástæð- ur til þess, að lítið geti úr þeim orðið, eða að þær jafn- vel „gufi upp“ að meira eða ininna leyti. — Er þar lielzt til að nefna liinn mikla skort og eyðileggingar, sem stríðið liefur valdið, óhagstæð við- skipti, gengisbreytingar,harð ar kröfur stríðsþjóðanna á liendur stjórnum sínum o. s. frv. Sigrandi þjóðir eru ekki vanar að hugsa fyrst um það, livað þær skuldi öðrum, lield ur öllu fremur um liitt, hvað þær geti látið aðra borga sér. — Nú verður ekkert af sigr- uðu þjóðunum að liafa. Miklu fremur er um það rætt, að það þurfi að lijálpa þeim. Margir láta liina sýnilegu velgengni liinna síðustu ára blekkja sig. Þeir halda að hún komi af einhverri sér- stakri umhyggju Vesturveld- anna fyrir oss Islendingum. — Er það að vísu satt, að vér höfum orðið mikillar vin- semdar aðnjótandi af liálfu þessara þjóða, sem oss er skylt að meta og muna. En velvilji góðra manna vegur aldrei upp á móti því, þegar sjálft lögmál veruleikans knýr á. — Þetta lögmál hef- ur nú verið oss þann veg hagstætt nú fyrirfarandi, að vér liöfum notið mjög ríf- legra aðflutninga á ýmsum vörum vegna þess að Ev- rópumarkaðurinn var lokað- ur. Nú er liann óðum að opn- ast — og hvernig fer þá? — Reyndar liöfum vér líka nú þegar orðið að þola takmörk- un á sérstökum vörutegund- um, sem oss eru þó bráð- nauðsynlegar til að endur- nýja aðal atvinnutækin í landinu, sem nú eru ýmist að verða ónýt eða orðin það. Hér er fyrirstaðan á því að losa innstæðurnar þegar orð- in oss tilfinnanleg. Vér höf- um sem sé ekkert gagn af þeim öðruvísi en að fá þær í nauSsynlegum vörum. — Hversu lengi slíkt ástand rík- ir, veit enginn. En á meðan það stendur, hlýtur aðal magn innstæða vorra að liggja beinfrosið í erlendum bankabókum. * Það þýðir ekkert að neita því, að eins og skuldir vorar við Breta fyrir stríðið höfðu þá raunverulega gert oss að brezku skattlandi, þá liafa kröfur vorar á hendur þeim nú ekki síður gert oss liáða þeim. — Þeir og Ameríku- menn liafa tekið aðal-fram- leiðslutæki vor að láni, eða sama sem, og slitið þeim út. Og vér eigum þaS nú alger- lega undir þeim, livort vér getum endurnýjaÖ þau — og ekki einungis það, lieldur líka livaS oss verSur úr því, sem vér síSan framleiSum meS þeim. Þess er að gæta, að oss nægir enginn smávegis ágóði, einkum ef vér ætlum að halda uppi atvinnukerfi, hagkerfi og stjórnarkerfi, sem til samans á engan sinn líka að því, hversu viðamik- ið, eyðslufrekt og sundur- leitt það er. ★ Það er ábyrgðarhluti að dylja þjóðina þess, að hún á nú líf sitt algerlega í liendi Vesturveldanna. Þau þurfa ekki annað en að kreppa sinn minnsta fingur örlítið til þess að blóðrás stórfram- leiðslu vorrar stöðvist alger- lega. — Vér eigum sannar- lega mikið undir velvilja þessara þjóða! Og livað eigum vér svo að segja um þær ábyrgðarlausu raddir, sem sífellt klifa á því að Vesturþjóðirnar sitji liér í óþökk vorri — þær eigi að Frh. á 7. síðu.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.