Ingólfur - 13.11.1944, Blaðsíða 2

Ingólfur - 13.11.1944, Blaðsíða 2
9 INGÓLFUR 8tndcntafélagi§tiiJidor m stjórnarmjndnnina Tfllaga um sfjórnarskrármálið INGÖLFUR Útgef.: Nokkrir ÞjóSveldismenn Ritstjóri: HALLDÓR JÓNASSON (símar: 2802 og 3702) Afgreiðsla í Ingólfshvoli kl. 10—12; sími 2923 heimasími afgr.m. 5951 — INGÓLFUR kemur út á hverj- in mánudcgi og aukablöð eftir þörfum. Missirisverð kr. 12,00, l lausasölu 35 aura. Prentsmiðja Jóns Helgasonar „Eruð þið með eða á móti nýju þriggja flokka stjórn- inni?“ — spyrja margir oss Þjóðveldismenn. „Vegna þess að vér erum ekki þingflokkur“ — segjum vér — „þá þurfum vér hvorki að taka flokkslega af- stöðu með stjórninni né móti. En almenn þegnleg skylda heimtar að allir lands menn styðji hverja stjórn til hverskonar ráðstafana. sem daglegar þarfir þjóðarinnar heimta. Munum vér sízt öðr- um fremur vilja bregðast þeirri skyldu. Þessi nýja stjórn getur af ýmsum ástæðum varla verið annað en stuttmiðastjórn eða dægurmálastjórn. En dægur- málin hafa líka sinn rétt. Og þau krefja hann með enn meira krafti en langmiðin eða hinar stærri stefnulínur og stjórnmálamarkmið. Þarfir dægurviðhorfs at- vinnumála vorra og fjármála eru svo bráðar og brýnar, að þær hafa nú í bili knúð and- stæðustu flokkaöflin í land- inu til sameiginlegra átaka. En svo er eftir að vita hvað við tekur síðar. Það er ekki nóg, að skips- höfn á fiskiskútú sé sam- hend um að halda skipinu á réttum kili, og það er heldur ekki nóg þótt hún vinni að því samhuga að innbyrða fiskinn, ef alger óeining rík- ir t. d. um það, hvert sigla skuli að veiðinni lokinni og hvað skuli gera við aflann. Vér Ingólfsmenn liöfðum hvað eftir annað lagt til, að stjórnarskútan yrði áfram mönnuð samliendum utan- flokka ráðherrum, sem að- eins hefðu umboð fyrir þjóð arheildina en þyrftu ekki að þjóna andstæðum flokka- hagsmunum, sem þá og þeg- ar gætu hleypt samstarfinu í strand. Vér höfum bent á, að á svo óvenjulegum og ótrygg- um tímum, sem nú standa yfir, hafi allar þjóðir þann- Miðvikudagskvöldið þ. 1. nóv. s. 1. hélt Stúdentafélag Reykjavíkur fyrsta fund sinn á vetrinum, — Á dag- skrá var hin nýja þriggja flokka stjórnarmyndun, og var málshefjandi Jóhann Hafstein lögfr. — Lýsti liann stjórnmálaástandinu undan- farið og erfiðleikunum á því að mynda þingræðisstjórn. Taldi, úr því sem komið var, að ekki hefði verið annað að gera en að reyna samvinnu við Jafnaðarmannaflokkana, úr því að Framsóknarflokk- urinn hefði gengið frá. Benti hann á mikilvægi fimm liða í stjórnarsamvinnunni: — Tryggingu sjálfstæðisins út á við, — tryggingu vinnufrið- ar í landinu, — hagnýtingu stríðsgróðans til kaupa á at- vinnutækjum og til endur- bóta á atvinnurekstri lands- manna, — lögleiðingu á al- mennum tryggingum, — og loks endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Vildi hann vænta alls hins bezta af þessari nýju stjórn- arsamvinnu. — Þórður Björnsson lög- fræðingur kvaðst, án þess að vilja spá neinu illu um sam- ig lagaðar neyðarstjórnir, sem gerðar séu starfhæfar með því að losa þær undan hinum sundurleitu flokkaá- hrifum þinganna. Auðvitað hafi slíkar stjórnir einrœði um stundarsakir. — En neyðin beitir líka einræði í ríkasta mæli, og reyndir flokkaleiðtogar eru sjaldan gjarnir á að berjast við slík- an andstæðing. Þeir eru yf- irleitt fegnir að fá að draga sig í hlé þegar óviðráðanleg- ar ástæður knýja á. Eins og flokkarnir létu við óflokksbundnu stjórn- inni, sem nú fór frá, hirða þeir auðsjáanlega ekki um að halda sér frá hinum van- þakklátari störfum, sem eigi aðeins geta átt að mæta mikl um erfiðleikum utan frá, lieldur og kannske öðrum innan frá og ekki betri. Vér sjáum nú hvað setur. — En hvað sem öðru líður, mundum vér heklur óska, að geta veitt hinni nýju stjórn einhvern stuðning en að auka á vanda hennar. Hann getur orðið nógur samt. vinnuna, vilja benda á, að svo væri að sjá, sem vinstn flokkarnir hefðu liaft fram öll skilyrði sín til stjórnar- myndunar á kostnað stefnu- skrár Sjálfstæðisflokksins.— Björn Sigurðsson læknir kvað þessa stjórnarsamvinnu mjög í samræmi við þá sam- vinnustefnu, sem nú væri ríkjandi meðal Bandaþjóð- anna í ófriðnum. Allir vissu að þar hefði mikið á milli borið, en þessar þjóðir hefðu þó, með nauðsyn nútíðar og framtíðar fyrir augum, beygt sig til samkomulags, sem mik ils væri af vænzt. Á sama hátt mætti vona að stjórnar- samvinnan markaði tímamót í þjóðlífi voru og boðaði nýja og betri tíma. ★ Ritstjóri INGÓLFS tók einnig til máls og var aðal- efni ræðu lians þetta: Ég vil ekkert draga úr því, að stofnað sé til stjórnarsam- vinnunnar í því skyni að gott megi af henni leiða. En öll sag- an frá fyrstu tíð, sem og reynsla sjálfra vor sýnir, að samvinna hliðstæðra málsaðila er aldrei trygg né langvinn, ef þeir eru undirniðri á öndverðum meið. Það kemur þá að því fyrr en varir að samkomulagið fer út um þúfur, nema því aðeins að trygging samkomulagsins sé fal in sterkum og lilutlausum þri&jadðila. — Þetta var við- urkennt í milliríkjapólitíkinni eftir fyrra heimsstríðið og var Þjóðabandalaginu ætlað að vera þessi allsherjar „þriðji- aðili“. En það skorti á, að liann var ekki gerður nógu sterkur og óháður. Þess vegna gat hann ekki gegnt ætlunar- verki sínu. Hin bjartsýna trú á það, að samkomulag stórveldanna eftir núverandi heimsstríð, verði haldgott, er nú undir því kom- in, að betur verði búið um væntanlegt nýtt þjóðabandalag og því fengið nægilegt vald til að lialda á friði. Um þetta ber öllum hugsandi mönnum sam- an víðsvegar úti um heim. Innbyrðis afstaða pólitísku flokkanna hér á landi er nú al- veg sú sama og stórveldanna úti í lieiminum. Það er ekkert, undarlegt þótt flokkarnir geti samið frið með sér, þegar sam- eiginlegir liagsmunir krefja. Það hafa hin fjandsamlegustu ríki líka allt af getað þegar líkt stóð á. — Hitt er jafnskilj- anlegt og enda staðfest af reynslunni, að sá friður er jafn- skjótt rofinn, þegar einn aðil- inn telur sig liafa gagn af því eða álítur sér hættu búna af því að vera aðgerðalaus. — Ekk ert getur heldur komið í veg fyrir slík friðarslit milli stétta eða flokka eins þjóðfélags neina sterkt ríkisvald, sem stendur ut- an við og ofan við alla rnáls- parta. Þetta ríkisvald skortir ís- lenzku þjóðina algerlega. Æðsta vald í landinu er nú í höndurn ábyrgðarlausra flokka, sem einmitt þurfa þess með, að þeirn sé stjúrnaS. En vegná þess að sjálfan öryggis- aðilann vantar, þá verða þeir sjálfir að leita öryggis með frið arsamningum eða ná rétti sín- um með stríði á líkan liátt og hin yfirstjórnarlausu riki úti í heiminum liafa allt af orðið að gera. — Flokkarnir vita að þjóðin er orðin þreytt á þessari sam- felldu innanlands styrjöld, og er farin að lieimta stjórnarskrá, sem tryggi varanlget stjórn- hœft ríkisvald og eigi aðeins óstöðuga 8tjórnarsamvinnu til næsta máls. I málefnasamning nýju stjórnarinnar liefur nú verið tekin með endurskoðun stjórn- arskrárinnar. En við erum oft búnir að sjá flokkana hafa stjórnarskrána til meðferðar, og að einmitt hún hefur orðið þeim hið mesta stríðsefni. Þeir hafa eig- inlega aldrei getað náð þar samkomulagi um neitt annað en að ganga á hlut þjóðarheild- arinnar og auka sín eigin völd. Er nú svo komið að íslenzka þjóðin hefur raunverulega misst innra sjálfstæði sitt í hendur flokkanna og hýr nú við lireinustu hrœlastjórnar- skrá. — Og því er von að spurt sé, hvort sjálfum valdræningj- unum geti verið trúandi til að gefa þjóðinni nýja frclsisskrá og setja nýtt og sterkt ríkisvald yfir sig sjálfa. — Allir vili bornir menn hljóta að svara þessari spurningu neit andi. Það er verk þjóðarinnar sjálfrar en ekki flokkanna að setja stjórnarlög í landinu. — Auðvitað "gctur þjóðin öll í lieild sinni ekki unnið þetta verk. Það verða að semja upp- kast að slíkum lögum menn, sem lielzt er trúandi til að þekkja þarfir þjóðarinnar og kröfur hennar um frið og rétt- aröryggi. — Og auðvilað eru það menntamennirnir, sem ættu að hafa liér forustu. Þeir hafa haft það áður í sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar. -— Væri það veglegt verkefni fyrir Stúd- entafélagið að hafa liér frum- kvæði. Og er það því tillaga mín að einhver hinna næstu funda félagsins verði helgaður stjórnarskrármálinu. / ★ Á fundinum hafði farið fram stjórnarkosning og lýsti hinn nýi formaður Ein- ar Ingimundarson yfir því, að eitt af næstu fundarefn- um Stúdentafélagsins skyldi verða stjórnarskráin. IIÍIIHIIIIIIIIIIIIHI!IIIIIIIIII®IIIIIIIIIIII®IIIIIIII]IIISIIIIIIIIIIII[SIIIIII Rósii* Eitt sí&kvöld hljótt ég gekk í kirkjugar'5, því gáta dau5ans lá mér þungt á hjarta, en hvert sem mér um reitinn reikaö varö var r ó s a ilmi rnettaö kvöldiö bjarta. Og ilrninn teiguöu innstu hjartans þrár sem ódauðleihans boðskap: Sálin lifir, og tíminn lœknar blóðug banasár og breiðir — meira að segja — r ó s ir yfir .... Og hryggðarskuggar hurfu frá mér þá og hjarta mínu þuldu álfar Ijósir boðskap sinn: Það ferst, sem farast má. Á feigðartrénu sjálfu vaxa — r ó sir .... GRETAR FELLS. ..................

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/827

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.