Ingólfur - 01.12.1940, Qupperneq 5

Ingólfur - 01.12.1940, Qupperneq 5
1. blað mGÓLFUR 5 Vé andans Islendingar hafa allt frá önd- verðu talizt menningarþjóð. Bókmenntir þeirra, saga og þjóðtunga hefir skapað þeim það tignarheiti. Menning íslendinga á liðnum tímum hefir aðallega einkennzt af heimilismenningu. Þjóðin öll hefir gert sér far um að njóta hinna þjóðlegu verðmæta. Fornsögurnar hafa geymst í minnum alþýðunnar um lang- an aldur. Eftir að þær höfðu verið færðar í letur, voru þær lesnar og dáðar af öllum lýðum. Þær voru ekki einkaeign fárra manna, heldur sameiginleg eign alls fjöldans. Jónas Hallgrímsson og Fjöln- ismenn hreinsuðu þjóðtungu okkar og leystu hið ylhýra mál úr niðurlægingarhlekkjum. Það hafði brjálazt og spillzt fyrir aldalöng kynni við framandi þjóð og hnignandi alþýðu- mennt. En sú breyting gat því aðeins gerzt, að íslenzk alþýða bæri málið fram til sigurs. Ljóð Jónasar lifðu á þjóðarvörum íslendinga. Alþýðan kynntist sál málsins. Á þessum vettvangi vann æskan ómetanlegt hlut- verk. Draumar Fjölnismanna gátu því aðeins rætzt, að hin unga kynslóð rétti málstað þeirra örvandi hönd. Við íslendingar eigum dýr- mæt, þjóðleg verðmæti. Sagan, þjóðtungan og bókmenntirnar mynda vé hins íslenzka anda. Verði þau vé rofin, er hið and- lega sjálfstæði lýða lands okkar glatað. Og þá mun þess skammt að bíða, að hið stjórnarfarslega fullveldi líði einnig undir lok. Margir skólar hafa verið stofnaðir í landi voru hin síðari ár. Slíkt ber hinni íslenzku þjóð glöggan menningarvott. En æskunni, sem nýtur þeirra gæða, er skólarnir skapa, eru einnig lagðar skyldubyrðar á herðar. Henni ber að sanna í verki, að hún verðskuldi þessi gæði. íslenzkir skólar eiga að leggja á það höfuðáherzlu að vernda og varðveita hina þjóð- legu menningu. Hlutverk skóla- æskunnar á að vera að styrkja vé hins íslenzka anda. Þjóð okkar ber að vísu að hagnýta sér allt hið bezta, sem berst frá framandi þjóöum. En þess skyldi ávallt vandlega gætt, að íslendingar glati ekki þjóðar- einkennum sínum, vegna kynna við önnur lönd. Þá hverfum við sem dropi í þjóðahafið. Því er stundum haldið fram, að áhugi íslenzkrar alþýðu fyrir þjóðlegum verðmætum fari dvínandi. Vonandi hafa slíkir áfellisdómar ekki við rök að styðjast. Reynist slíkar stað- hæfingar réttar, er málstaður íslands i hættu. Þá erum við að glata okkar dýrustu þjóðareign. Það er von mín og trú, að al- þýða íslands muni ekki bregð- ast þeirri skyldu sinni, að vernda okkar andlegaþjóðarauð. Þjóðlegar bókmenntiríslendinga munu aldrei falla í fyrnsku. Þær munu verða lesnar og dáð- ar, meðan íslenzk tunga er töl- uð. Þær spegla sál þjóðarinn- ar, þegar hún var enn ung, frjáls og sterk. Og lýðir íslands munu ekki láta sér nægja að lesa og meta fornsögur okk- ar. Þeir munu halda áfram að skapa þjóðlegar bókmehntir og þjóðleg verðmæti. Þeir munu auka þann orðstír, sem horfnar kynslóðir sköpuðu. íslenzka þjóðin lifir nú á ör- lagatímum. Aldrei hefir hún búið við alvarlegri hættu um, að einkenni hennar myndu mást og hverfa, en einmitt nú. Fjölmennur erlendur her gistir foldu okkar. Svo kann að fara að íslendingar verði um hríð í minnihluta í sínu eigin landi. Enginn veit, hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu. Máske kunna okkur að verða bú- in kröpp kjör. En það er heldur eigi óhugsandi, að hollvættir íslands verði hinum illu öflum sigursælli. Því er stundum haldið fram, að örlög íslands verði ákveðin á vígvöllunum úti i viðri ver- öld. Það er rétt, að við verðum að taka því, sem að höndum ber. En samt eigum við að geta ráðið örlögum vorum að miklu leyti sjálfir. Ef við verndum þjóðareinkenni okkar og andlegt sjálfstæði höfum við tryggt til verurétt hinnar islenzku þjóðar. Hin þjóðlegu verðmæti eru öfl- ugustu landvarnir okkar. Þau eru vígi íslenzks málstaðar. Hinir erfiðu tímar ættu að geta orðið þess valdandi; að ný heimilismenning yrði sköpuð á íslandi. Þjóðin ætti að eignast kvöldvökurnar gömlu í nýrri mynd. — Hinar þjóðlegu bók- menntir ættu að verða sameig- inleg eign allra íslenzkra lýða. Aðstæður hafa breytzt til hins betra. — Hið mikla menningar- tæki, útvarpið, ætti að geta skapað sameiginlegt þjóðar- heimili íslendinga. Á því heim- ili á að ríkja andi friðar og bræðralags. Á þrautatímum ættu allir góðir íslendingar að vermast hvöt samvinnu og sam- sinnis. Allir ættu að geta orðið einhuga um að skapa landi sínu og þjóð bjarta og farsæla fram- tíð. Örlög þjóðar okkar verða aldrei ákveðin með vopnavaldi. Þeir, sem vinna framleiðslu- störf landsins til sjávar og sveita, eru hinir raunverulegu hermenn íslands. Þeir heyja ekki vopnastyr. En þeir leggja líf sitt í hættu í harðri baráttu við óblíð náttúruöfl. — Hlut verk þeirra er margþætt. Þeim ber að skapa sanna mennt og menning og véra varömenn hins þráða þjóðfrelsis. Verði því framtíðarmarki eigi náð, förum við villir vega. Þá höfum við brugðizt skyldu vorri, sem synir og dætur ættjarðar- innar. Þá höfum við ekki reynzt menn til þess að feta í fótspor feðranna. Þá höfum við rofið vé hins íslenzka anda. Helgi Sæmundsson. Samvínnumál Til þess að unnt sé að glöggva sig á þróun og gildi samvinnu- stefnunnar hér á landi, er nauð- synlegt að fara nokkrum orðum um verzlunarástandið hér á síð- ari hluta 19. aldar. Ekkert er eins hættulegt fyrir almennan skilning á mikilsverðum málum, eins og það, ef misst er sjónar á hinum sögulegu staðreyndum at- burðanna. Með hinu fullkomna verzlun- arfrelsi 1854, var langt frá því, að leifum hinnar alræmdu, dönsku einokunar væri útrýmt úr landinu. Við lok sjálfrar ein- oknar Dana hér á landi, hófst tímabil hinna svonefndu sel- stöðukaupmanna. Verzlunin var þá nærri öll í höndum danskra manna, sem flestir sátu úti í Kaupmannahöfn, en höfðu hér verzlunarstjóra, ýmist danska eða íslenzka, en a. m. k. dansk- lundaða í bezta lagi. Beittu þeir viðskiptamennina arftekinni harðýðgi og misrétti. Voru þá, eins og jafnan áður, önnur og óhagstæðari viðskiptakjör fyrir fátæka en ríka. Þá var lítt hirt um vöruvöndun, og kaupmenn- irnir voru einráðir um verðlag jafnt á framleiðsluvörum bænda og erlendum varningi. Reynslan varð því sú, að þrátt fyrir frjálsa verzlun í orði kveðnu, tók hún í raun og veru engum breytingum, til hagsbóta fyrir landsmenn, á tímabili sel- stöðuverzlananna. Það er fyrst með verzlunarsamtökum bænda við Húnaflóa 1869, Gránufélag- inu við Eyjafjörð 1870 og síðan Kaupfélagi Þingeyinga 1882, sem raunverulega hefst hin mark- vissa og sigursæla barátta gegn selstöðuverzlunum Dana hér á landi. Þessi atkvæðamiklu sam- tök bændanna var fyrsta veru- lega tilraunin til að bæta verzl- unina, og reyndist síðar þess megnug að brjóta á bak aftur einræðisvald Dana í verzlunar- málum hér á landi, sem öldum saman hafði búið þjóðinni á- þján, hörmungar og menningar- hnekki meiri en svo, að með orð- um verði lýst. Hugsjón samvinnustefnunnar er að tryggja jafnrétti allra til þess að njóta þeirra verðmæta, sem vinnaþegnannaskapar.Lifs- gildi hennar er fólgið í því meg- inatriði, að finna sannvirði vör- unnar og unna þess öllurn jafnt. Samvinnan er því ekki aðeins fjárhagslegt bjargráð, heldur og skóii þegnlegs uppeldis og menn- ingar. Það er mikið talað um stríðs- gróðann, sem nú er að safnast í landinu, og nauðsyn þess, að honum verði varið til stuðnings atvinnulífinu, þegar þeim hildar- leik -lýkur, sem nú er háður um heimsyfirráðin. Og öllum virðist vera það ljóst nú af reynslu síð- asta stríðs, að mikið verðhrun hljóti að koma eftir lok styrjald- arinnar. Það er því oft rætt um sparnaö í sambandi við þetta stríð. Og víst er um það, að hægt er að spara á margan hátt meira en gert er. Það er auðvitað mik- ils um vert, að Alþingi og ríkis- stjórn sýni fyllstu varfærni í meðferð sinni á fjármálum þjóð- arinnar. En hitt er eigi síður nauðsynlegt, að hver einstakl ingur sýni fullan skilning og festu í því að gæta vel fengins fjár. Ég vil leyfa mér að benda þeim á, sem hyggjast að spara og búa sig þannig undir kreppuna að stríðinu loknu, að ein öruggasta leiðin til þess er að verzla við kaupfélögin og ger- ast þar jafnframt félagsmaður. Tilgangur kaupfélaganna var í upphafi og er enn fyrst og fremst sá, að afla varanna fyrir félags- menn sína með sem allra beztum kjörum, og í öðru lagi að stuðla að bættri meðferð innlendra framleiðsluvara og auka álit þeirra og verðmæti á erlendum markaði. Það hefir líka jafnan sýnt sig í samkeppni milli kaup- félaga og kaupmanna, að kaup- félögin lækka vöruverðið og neyða kaupmenn yfirleitt til þess að hafa sama verð og þau, bæði á útlendum og innlendum vör- um. En á þann hátt gera þau sitt mikla gagn, ekki aðeins sínum félagsmönnum, heldur og einnig hinum, sem verzla við kaup- mennina. Eins og alkunnugt er voru for- ystumenn samvinnustefnunnar hér á landi bændur. Og enn er þátttaka þeirra í kaupfélögun- um miklu almennari en annarra stétta þjóðfélagsins. Þó er ekki síður þörf fyrir aðra, eins og t. d. verkamenn, sjómenn og iðnaðar- menn, að hafa samtök um verzl- unina. Þessar stéttir hafa mynd- að sinn félagsskap fyrst og ljós sú staðreynd, að kauphækk- fremst til þess, að fá hækkað kaup sitt. En öllum ætti að vera un kemur þeim ekki að notum, er hana fá í orði kveðnu, þegar hún er jafnóðum af þeim tekin með hækkuðu vöruverði. Baráttan fyrir hækkun tímakaups eða hækkuðu mánaðarkaupi, án þess að trygging sé fengin fyrir því, að unnt verði að fá einhver verð- mæti fyrir kauphækkunina, er því vonlaus barátta fyrir bættum kjörum, og er eins og að glíma við skuggann sinn. Sem betur fer, virðist nú fara vaxandi áhugi kaupstaðabúa fyrir samvinnumálum. Um það ber vitni m. a. hinn öri vöxtur Kaupfélags Reykjavikur og ná- grennis. Er vonandi, að sem flestir af íbúum kaupstaðanna komi auga á úrræði samvinn- unnar í hagsmunamálum sínum. Ungt fólk er líka allt of fátt í kaupfélögunum. Fæstir ganga í kaupfélag fyrr en þeir eru giftir. Þetta er hinn mesti misskilning- ur. Enginn byrjar of snemma að gæta vel verðmæta sinna, þó að í litlu sé í byrjun. Aldrei er held- ur of snemmt að gera sér grein fyrir hinum félagslegu viðhorf- um samtíðarinnar og leggja sitt lið hinum betri málstað til fram- gangs. Þeir, sem eitthvað kaupa, ættu að ganga í kaupfélag og verzla þar, því að það er þeim sjálfum og einnig félagsheildinni fyrir beztu. Þaö er alltaf skylda einstaklingsins að gæta vel hags- muna sinna og heildarinnar, en alveg sérstaklega á þeim tímum, sem nú eru.----- Um 70 ár eru nú liðin frá því, að íslenzkir bændur hófu samtök sín um verzlunina. Af þeirri örð- ugu byrjun þeirra er nú risið stærsta og öflugasta verzlunar- fyrirtæki landsins. Og á þessu tímabili hafa hugsjónir og starfsaðferöir samvinnunnar náð meiri og meiri útbreiðslu meðal þjóðarinnar. Sjötíu ára reynsla er þýðingarmikil í lífi heillar þjóðar. Þessi reynsla mun nú verða ein hin mesta vörn íslend- inga í örðugleikum komandi ára. Hún hefir sýnt, að vegur sam- vinnunnar liggur til aukins f jár- hagslegs sjálfstæöis íslenzku þjóðarinnar. Þorst. Guðmundsson.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.