Ingólfur - 01.12.1941, Qupperneq 4
4
EVGÓLFUR
Lifandi heimnr
Það, sem skilur á með vits-
munamönnum og einfeldning-
um, fróðum og fákænum er, að
þeir fyrnefndu líta á tilveruna
með skarpri athygll og vakandi
gagnrýni, en þeim síðarnefndu
speglast hún í dauðri sýn.
Mannlífið og náttúran vekur
hjá þeim fyrnefndu þrá eftir
þvi að nema og þörf fyrir að
kenna, að breyta og bæta.
Þeim síðarnefndu er aftur
svo farið, að sjáandi sjá þeir
ekki og heyrandi heyra þeir
ekki. Viljalausir lúta þeir stjórn
annarra, hvernig sem hún er,
og stefnulaust láta þeir eftir
frumhvötum sínum, hverjar
sem þær eru.
Hverjar eru orsakirnar fyrir
því, að mennirnir eru svona ó-
líkir? Þær verða ekki allar
skýrðar með einu orði. — Qæfu-
munur manna er af mörgum
toga spunninn. Þó má nefna
uppeldið, sem mesta áhrlfavald
um hamingju eða lánleysi hvers
og eins. Sú hefir samt löngum
verið trú, að hið meðfædda eðli
mannsins, réði mestu um örlög
hans. Einum gáfu guðirnir gáf-
ur í vöggugjöf. Það var hans
happ, öðrum ekki, þar með var
hann dæmdur.
Einuhverju sinni kvaddi gam-
all skólakennari nemendur sína
með ræðu, þar sem hann gat
þeirra eiginleika, er hann taldi
gæfudrýgsta fyrir hvern ungan
mann. Honum sagðist á þessa
leið:
— Ungu vinir! Á morgun
kveðjið þið þennan skóla, sem
verið hefir ykkar heimili und-
anfarna mánuði. Á morgun
kveðjist þið og kveðjið okk-
ur kennarana og hverfið á ný
til margþættra starfa. Sum
komið þið e. t. v. aftur hingað
til framlialdsnáms, önnur nema
við aðra skóla og undir öðrum
kringumstæðum.
Þið farið héðan misjafnlega
rík af því veganesti, sem ung-
menni sækja til skólanna, og
misjafnlega vongóð með fram-
tíðina. Ég vil á þessari skilnað-
arstund minna ykkur á, hvað
það er, sem hjálpar ykkur bezt
áfram yfir örðugleika torsóttra
leiða, hvort sem þær liggja
innan skólaveggja eða utan
þeirra.
Þið skuluð ekki ætla, að hið
eftirsóknarverðasta sé, að búa
yfir fljúgandi námsgáfum og
geislandi meðfæddum hæfi-
leikum, þótt hvorttveggja sé
kjörvopn, ef þeim er beitt. Það,
sem mestu máli skiptir, er að
magna skapgerð sína, einbeitni
og ötulleik, sem enga áreynslu
óttast, — að rækta sitt eigið
sjálf. Ég hefi kynnzt ungu, gáf-
uðu fólki, er lítið þurfti fyrir
því að hafa að læra, hvað sem
var. Samt náði það aldrei mikl-
um árangri á námsbraut sinni.
Það vantaði tilfinnanlega þrek-
lyndu og festu. Öðrum hefi ég
líka kynnzt, sem voru að eðlis-
fari það tregnæmir, að þeim
sóttist námið seint, en með
þjálfun og dugnaði tókst þeim
að eflast svo, að þeir urðu vel
að sér um flest.
Þessir menn lögðu rækt við
persónuleika sinn, sitt eigið
sjálf, og þar með náðu þeir
mikið lengra en hinir, er treystu
á möguleika, sem þeir þó aldrei
reyndu neitt á. Ungu vinir!
Trúið þvi ekki, að þið getið unn-
ið stór afrek án áreynslu, en
hinu megið þið treysta, að glím-
an við að sigrast á eigin getu-
leysi og vanmætti, er æskunni
hin þörfustu átök, og tápið, sem
til þess þarf, er hennar dýr-
mætasti fjársjóður.
Sú kenning hins aldraða læri-
föður, að andleg hæfni manna
streymi ekki úr djúpi upprun-
ans, heldur sé hún orka, er vex
og þverr eftir því, hvort á hana
er reynt eða ekki, styður þá
djörfu lífsskoðun, að hver mað-
ur skapi örlög sín sjálfur. Og
vissulega er sú lífsskoðun ljós
á vegum allra þeirra, sem frels-
inu unna — ráða vilja hugsun-
um sínum og gerðum.
Hjá hverri þjóð, sem vernda
vill sjálfstæði sitt og varðveita
vill sérkenni sín, þarf það strax
að verða trúarlærdómur barn-
anna, að þau séu lifandi verur
í lifandi heimi og að lífið sé
umbreyting orku og efnis eftir
þörfum tíma og staðar. Þessi
trúarlærdómur gerir hvern
þjóðfélagsþegn vaxandi og
virkann.
Sérhver þjóð á sinn sérstaka
heim, sinn lifandi heim, sem
er náttúra landsins, sem hún
byggir, og menning hennar
sjálfrar að fornu og nýju. ís-
lenzka þjóðin á þar sammerkt
með öðrum. Markverðasta við-
fangsefni hverrar kynslóðar er
að hefja lífsvenjur fólksins til
samræmis við fegurstu menn-
ingarhugsjónir þess.
Hið erfiða er, að sameina á-
form og afrek. Lausn þess
vanda er menningarviðleitni
allra alda. Öllum ungum
Framsóknarmönnum ber skylda
í til að leggja þeirri viðleitni lið.
| Þeirra er að sýna, að mennirn-
ir eru ekki undirgefnir með-
fædd takmörk, heldur gefur
guðdómur manndómsins hverj-
um og einum óþrotleg vaxtar-
skilyrði. Og þeirra er að sanna,
að isienzkir landshættir eru
fjölbreyttur lífsandi hennar.
Jónas Baldvinsson.
Stúlkur
geta fengid vinnu strax
í Dósaverksmíðjunni.
Prentsmídj an Eddah.í.
Reykjavlk
Prentsmlðja
Bókbandsstofa
Pappirssala
Lindargötu 0 A
Símar 3720 og 3948
<5»I>M»,IM»«>M»<>«»<>.M<>.»<>«»<>.»<>.»<>^»<,«»<>M»<I«»<>«»»M»>M»<,«»<>^»<I«»<>«»<I«»<>«»<M»<>«»<>«»<{.
Utvarpsauglýsingar
berast með skjótleika rafmagnsins og mætti hins lif-
andi orðs til sífjölgandi útvarpshlustenda um allt
land.
HÁDEGISÚTVARPIÐ
er sérstaklega hentugur auglýsingatími fyrir Reykja-
vík og aðra bæi landsins.
Sími 1095
Ríbl^útvarpið
--------------------------------------------------------
1 Skemmtilegar barna ogunglíngabækur
i Með því að halda unglingum að lestri góðra bóka,
| má forða þeim frá mörgu illu. — Hér eru nokkrar
góðar unglingabækur:
Áfram, eftir Svett Marden, skrautútgáfa.
i Barnavers úr Passíusálmum. Séra Árni Sigurðsson valdi.
1 Bombi Bitt. Helgi Hjörvar þýddi úr sænsku.
Heiffa, ljómandi skemmtileg telpubók í tveimur bindum,
i frú Laufey Vilhjálmsdóttir þýddi.
| Karl litli, eftir vestur-íslenzka skáldið Jóhann Magnús
Bjarnason.
, Ljósmóffirin í Stöðlakoti, huldufólkssaga frá Reykjavík, eft-
i ir Árna Óla.
1 Hrölli. barnabók eftir Árna Óla.
I Scsselja síðstakkur, norskar barnasögur. Freysteinn Qunn-
arsson þýddi.
i Robinson Crusoe, barnabókin sem allir þekkja.
! Röskur drengur, eftir Helene Hörlyck.
i Segffu mér söguna aftur, eftir Steingrim Arason kennara.
i Sumardagar og Um loftin blá, báðar eftir Sigurð Thorlacius
skólastjóra.
Tvíburasysturnar, spennandi saga handa ungum stúlkum.
i Vertu viðbúinn, eftir Aðalstein Sigmundsson kennara.
| Litlir Jólasveinar, eftir Jón Oddgeir Jónsson.
Bókaverzluu tsafoldarprentsmlðju.