Ingólfur - 01.12.1941, Qupperneq 5

Ingólfur - 01.12.1941, Qupperneq 5
INGOLFUR 5 Héraðsakólinn ad Laugarvalni (Framh. af 3. slðu) heilsubrests eftir eins árs starf. Bjarni Bjarnason skólastjóri í Hafnarfirði tók þá við skóla- stjórn og hefir gegnt því starfi síðan. Það hefir þess vegna •fyrst og fremst fallið í hans hlut að móta stefnu og starfs- hætti skólans og mæta erfið- leikum fyrstu starfsára þessa stóra menntaseturs, þótt hann hafi við það notið aðstoðar ým- issa góðra samstarfsmanna og skólanefndar. Auk skólastjórn- arinnar sjálfrar, hefir B. B. jafnframt á ári hverju séð um margvíslegar framkvæmdir fyrir skólans hönd. Flestir munu telja þaö erfitt verk og vandasamt, að stjórna á heimili, þar sem hátt á annað hundrað æskumenn dveljast. Þeim, er verið hafa á Laugar- vatni með skólastjóranum, sýn- ist þó sem honum veltist þetta starf auðvelt. Ýmsir erlendir skólamenn hafa heimsótt Laugarvatns- skólann. Skólastaðurinn og umhverfið hefir vakið athygli þeirra. En ■ þeir hafa þó orð- ið enn hrifnari af stjórn skólans og starfsháttum. Þrátt fyrir rnikinn nemendafjölda hefir B. B. tekizt aö skapa þar mynöar- legan heimilisbrag, þar sem hreinlæti og reglusemi vekja sérstaka athygli gestanna. í skólastjórn sinni hefir B. B. tekizt á athyglisverðan hátt að ná kostum samskólaskipulags- ins og sneiða hjá göllum þess. Piltar og stúlkur skemmta sér saman og hafa flestar kennslu- stundir sameiginlegar. En jafn- framt er tekið tillit til sérþarfa þeirra í náminu og séð um, að þau geti unnið í næði hvor fyrir sig. Með þessu er stefnt að því, að unga fólkið læri að vinna saman og umgangast hvort annað á prúðmannlegan og frjálsmannlegan hátt. ev ða sjálfsögðu aðalíþrótt skól- ans. Ið’ka nemenlur jafnvel framleidd í rfastöö, sem er mguleika fyrir svo að segja þeirra. En þeir hafa þó oft orð- tekzt á athyglisverðan hátt að Þess skal getið, að nemendum er gert að inntökuskilyrði að nota ekki tóbak eða áfengi á meðan þeir dveljast í skólan- um. Kaffi er einnig mjög sjald- an á borð borið. Mun þessi bindindissemi hafa varanleg á- hrif á mjög marga af nemend- um. Þegar B. B. tók við skólastjórn á Laugarvatni biðu hans þar miklir og margþættir erfiðleik- ar. í tvo áratugi hafði verið deilt um skólastaðinn. Fjárhag- ur skólans var þröngur. Skóla- húsið var enn í smíðum, en nemendur þegar orðnir margir. Framtíð skólans og orðstír voru nú mjög háð því, hvernig tæk- ist að sigra þessa byrjunarerf- . iðleika. Hér skal einungis drepið á ör- fá atriði, sem gefa nokkra hug- mynd um, hversu vel Bjarna skólastjóra og skólanefnd hefir tekizt að leysa þetta þunga hlutverk af hendi. Aðsókn að skólanum var strax mjög mikil og stofnunin óx mjög ört. Þó hefir oft orðið að vísa miklum fjölda umsækjenda frá sökum rúmleysis. Skólanum bárust ekki næg framlög til nauðsynlegustu framkvæmda. Varð þess vegna að taka að nokkru leyti að láni á móti framlagi ríkissjóðs, til þess að hinn skjóti vöxtur stofnunar- innar væri ekki hindraður. Andstæðingar skólans héldu því þó fram, að hann fengi meiri styrk úr ríkissjóði heldur en rétt væri lögum samkvæmt. Hér skal vikið nánar að þeirri stað- liæfingu. Árið 1939 bar Jónas Jónsson fram breytingartillögur við hér- aðsskólalögin frá 1929, sem hann hafði einnig verlð flutn- ingsmaður að. Þessar tillögur, sem hlutu samþykki Alþingis, eru miðaðar við þá reynslu, sem þegar er fengin um starfsemi héraðsskólanna. Verklegt nám á að aukast. Það á að létta skuldunum af skólunum með því, að ríkissjóður greiði % hluta af stofnkostnaði þeirra. Rekstrarstyrkur þeirra á elnn- ig lítilsháttar að hækka. Vegna þessara breytinga var á þessu ári skipuð nefnd til að athuga fjárhag Laugarvatnsskólans, og einnig annarra héraðsskóla. Samkvæmt opinberu áliti komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að ríkissjóður hefði ekki lagt fram fullan helming þess fjár, sem búið er að leggja í skóla- setrið. Mun skólanum bera samkvæmt þessu fjárhæð, sem nemur allt að skuldum hans. Þetta sýnir, að getgáturnar um of rífleg fjárframlög voru rangar og einnig, hversu fjár- hagsleg stjórn skólans hefir verið í góðu lagi. Eiga þar hlut að máli skólanefnd og skóla- stjóri. Skólanefndina hafa skip- að allmörg s. 1. ár: Helgi Ágústs- son, verzlunarfulltrúi Selfossi, form., Jörundur Brynjólfsson alþm., Skálholti, séra Guðm. Einarsson, Mosfelli, Böðvar Magnússon, hreppstj., Laugar- vatni og Einar Halldórsson, hreppstj., Kárastöðum. Á þessu tímabili hefir skól- inn iagt í mjög mikinn kostnað. Rúmsins vegna er ekki hægt að nefna hér nema fátt eitt: Stofnunin á Laugarvatn,-sem er hin ágætasta bújörð. Skóla- stjórinn rekur þar myndarlegt skólabú. Ræktunarframkvæmd- ir hafa verið gífurlega miklar: túnið stækkað, gerðir matjurta- garðar og reist gróðurhús.. Bú- stofn skólans er einnig í örum vexti og ný peningshús hafa verið reist. Sérstakir heima- vistarskálar hafa verið byggðir fyrir nemendur, auk aðalhúss- ins. Þá hefir skólinn eignazt leikfimishús, að mestu byggt af nemendum, og sérstaka bygg- ingu, þar sem einungis fer fram húsmæðrafræðsla. (Framhald a£ þesKum þætti mun birtast í næsta töiuljlaói. Ver'öur þar skýrt frá námsháttum og skólalífi að Laugarvatni, og einnig dreplð á nokk- ur framtíðarverkefni og hlutverk hér- aðsskólanna almennt.) J. E. G. Verndíð heílsuna með suetnpakiaun irá Magna h.f. Oidrykkja (Frumh. af 2. síSu) mátt samtakanna. Samvinna og félagshyggja eru ávöxtur síðustu alda. Enda hefst engin veruleg barátta gegn ofdrykkj- unni fyrr en með félagsbundn- um samtökum á síðustu manns- öldrum. Hér á landi heíir hreyfingar vínbindindisins gætt all-mikið í röska hálfa öld. Stórstúka fs- lands héfir starfað í 57 ár og jafnan haft forystu í bindind- ismálum okkar. Ungmennafé- lögin tóku vínbindindi upp á stefnuskrá sína, þótt flest þeirra hyrfu frá því aftur á nið- urlægingartímum sínum. Loks hafa starfað vínbindindisfélög í flestum skólum landsins um nokkurra ára bil. Bindindishreyfingin á íslandi hefir án efa unnið mikið gagn. Samt er enn langur vegur frá því, að ofdrykkju hafi verið út- rýmt hjá okkur. Að minni hyggju er ástæðan sú, að málið hefir ekki verið sótt á réttum grundvelli. í æsku trúði ég því, að ofdrykkjunni yrði aðeins út- rýmt með algeru vínbanni, sem næðist með meirihlutaafli bindindismanna. En eftir því sem ég hugsa þetta mál lengur nú, sannfærist ég æ betur um hitt, að framtíðarlausn þess getur aldrei falizt í vínbanni. Róttæk og ofstækiskennd bönn vekja alltaf andstöðu, það er viðurkennt lögmál. Hér þarf að fara með hern- að á hendur almenningsálit- inu, sem enn i dag viðurkennir ofdrykkjuna. Enn í dag þykir mikill frami, að „þola“ mikið vín, eins og það er kallað. Þess vegna finnst íslendingum sjálfsagt að drekka mikið og sýna með því hreysti sína, ef vín er haft um hönd, og þykja það litlir kappar, sem vilja eða geta ekki þambað áfengið eins og mjólk. Það verður að komast inn í vitund hvers íslendings, að fullkomið hneyksli sé og van- sæmd að verða ölóður. íslend- ingar geta ekki þolað öllu leng- ur það öfremdarástand, að naumast verði á venjulegum tímum haldin svo samkoma nokkurs staðar á landinu, að ölvaðir menn spilli ekki mann- fagnaðinum að einhverju leyti. I framtíðinni verður almenn- ingur að fordæma hvern ís- lending, sem drekkur frá sér vitið, og' skoða hann sem sið- ferðilegan og hælisskyldan vonarpening þjóðfélagsins. Takist að skapa svo sterkt al- menningsálit gegn ofdrykkj- unni, er þrautin unnin. í þessari baráttu er til eitt vopn, og kannske aðeins eitt, en furðu biturt er það, ef rétt er á haldið. Það er vel skipulagð- ur og markviss áróður, sem for- vígismenn þjóðarinnar beittu sér fyrir. Blöð og útvarp mundu þá ekki liggja á liði sínu, þar sem bindindismenn og hófsam- ir vinneyzlumenn hljóta að eiga hér sameiginlegt áhugamál. Auk þess þyrfti að láta gera góðar kvikmyndir, er sýndu í sterkum og málandi litum allar hinar hörmulegu aflelðingar ofdrykkjunnar. Þessar kvik- myndir ætti svo að sýna í öll- um skólum landsins, æðri sem lægri, og í öllum kvikmynda- húsum, sem auka- eða aðal- myndir, með hæfilegu millibili. Um fundarreglur og fundarstjérn i. Fundir skipta mjög miklu máli liér á landi, eins og annars staðar, þar sem skoðanafrelsi er. Á alls konar fundum, félagsfundum, fulltrúafundum, nefnda- fundum o. s. frv. iáta menn í ljós skoðanir sínar og þar eru ákvarðanir teknar. Er því ljóst, að nauðsynlegt er, að ú fundum ríki ákveðnar reglur og skipulag. Að' öðrum kosti mundu fund- irnir fara i iiandaskolum og ekki verða þeir hornsteinar skoðana- og málfrels- is, sem þeim er ætlað að vera. Reynslan er 'einnig sú, að hvarvetna þar, sem fundir eru leyfðir, myndast ákveðin fundarsköp eða fundarreglur. Svo er þvi einnig farið hér á landi. Hitt er annað mál, að fundarsköpin eru í fæst- um tilfellum lögákveðin, heldur hvila á venju. Venjan hefir verið nokkuð á reikl 1 þessum efnum hér á landi, enda hefir lítið sem ekkert verið um þessi mál ritað. Getur það bví orkað tví- mælis í einstökum tilfellum, hverja fundarreglu skuli gilda telja. Fundarreglur eða fundarsköp iniða að því, að allir hafi jafnan rétt til að láta skoðanir sínar i Ijós og að auð- veldara verði að rökrœða málin og komast að niðurstöðum. Á öllum fundum eru nokkrir starfs- menn, mismunandl margir, eftir því um hvers konar samkomur er að ræða. Þeir starfsmenn, sem eru á liverjum fundi, eru fundarstjóri og fundarritari. Skal því drepið á störf þeirra og at- hugað lítilsháttar hvaða hæfileikum þeir þurfi að vera búnir. Fundarstjórl stjórnar fundinum. Hann stýrir umræðum, veitir fundar- mönnum orðið í þeirri röð, sem þeir biðja um það, heldur uppi ró og reglu á fundinum, sker úr ágreiningi og á- minnir fundarmenn, ef ástæða verður til. Hann stýrir kosningum og atkvæða- greiðslum. Fundarstjóri getur átt frum- kvæði að frestun fundar og takmörkun umræðna, en rétt er að hann beri slíkt undir fundinn, a. m. k. i flestum til- fellum. Fundarstjóri tekur á móti þeim UHögum, sem fram korna og flokkar þær. Út á við kemur fundarstjóri fram sem fulltrúi fundarins. Kosning fundarstjóra fer að jafnaöi fram í fundarbyrjun. Stundum er þó fundarstjóri sjálfkjörinn. Það fer eftir atvikum, hvernig kosningu fundar- stjóra er hagað. Stundum er hann skipaður af einhverjum aðilum, t. d. formanni félags eða fundarboðendum. í þeim tilfeHum er þó rétt að leita sam- þykkis f'undarmanna. í öðrum tilfell- um er fundarstjórl kosinn af fundinum. Er þá venjulega leitað eftir tiHögum. Fundarstjóri þarf að vera skýr og á- kveðinn, vel máli fariiin og skörulegur. Hann þarf að þekkja allar fundarregl- Allir viðurkenna, að of- drykkja sé þjóðarböl hjá okk- ur. Aldrei heflr islenzku þjóð- inni verið það ljósara en ein- mitt nú, hviiík ógæfa henni stafar af óhóflegri neyzlu á- fengra dr-ykkja. Nú um stund- arsakir er öll áfengissala bönn- uð í landinu, og verður það von- andi, meðan erlent setulið dvel- ur hér, en að sjálfsögðu hefst hún aftur, jafn skjótt og setu- liðin hverfa brott. Værl þá ekki elnmitt nú rétta augnabllklð fyrir beztu menn þjóðarinnar að taka sér forystuna í þessu máll og undirbúa og hefja væntanlega útrýmingu of- drykkjunnar, þegar þeir geta vænzt öflugra stuðnings í bar- áttunni en á nokkrum öðrum tíma? Ingvar Brynjólfsson-

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/828

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.