Húsfreyjan - 01.12.1952, Side 12

Húsfreyjan - 01.12.1952, Side 12
Hér hafa þá verið nefndir þeir þrír þættir, sem lífsstarf hinnar mikilhæfu konu, Sigrúnar Blöndal, var í ríkustum mæli samofið, síðustu áratugi hérvistar hennar og hún i minningunni þess vegna óaðskiljanleg frá þeim. Greinilegast komu fram í ræðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ingi- bjargar Geirmundsdóttur og Hólmfríðar Pétursdóttur — hugheilar óskir um það, að Húsmæðraskólinn að Hallormsstað mætti aftur rísa styrkur til starfa upp úr þeim öldudal, sem hann nú er í, að hann endurreistur ætti eftir að verða óskabarn Austfirðinga. Yfir öllum ræðunum, þótt alvöru- þrungnar væru, sveif andi bjartsýnis og léttlyndis og einfaldur söngurinn létti undir vængjatökin. Þegar leið að miðnætti var þessum áfanga afmælishófsins lokið. Hinn síðari hófst kl. 2 næsta dag með minningar- ræðu um Sigrúnu og Benedikt Blöndal. Flutti hana Páll Hermannsson fyrrum alþingismaður. Engum manni mun hafa verið betur til þess treystandi. Hann hafði þekkt þau hjónin í áratugi og verið um ýmislegt samstarfsmaður þeirra, enda mun áheyrendum hafa virzt, að hann hafi allt að því gjörþekkt þau og skilið. Að erindinu loknu var gengið í graf- reitinn að Hallormsstað, sem er gamall kirkjugarður. Formaður sambandsins lagði fagran blómsveig á leiði Blöndals- hjónanna og þar flutti bæn Guðfinna Þorsteinsdóttir (skáldkonan Erla). Hún hóf bænina með þessum orðum: ,,öll góð og fullkomin gjöf er að ofan“. Sungnir voru þrír sálmar. Sálmana „Lærdómstími ævin er“ og „Gegnum hættur, gegnum neyð“ hafði hin fram- liðna skólastýra sungið við hverja skóla- setningu að Hallormsstað. Nú ómuðu þeir af vörum viðstaddra frá leiði henn- ar, svo langt sem tónarnir náðu. Þessir sálmar munu fyrst og fremst hafa minnt viðstadda á það, að enginn verður svo aldraður að hann vaxi upp úr því, að vera nemandi í skóla lífsins og að „Sé Hann með oss ekkert er óttalegt, það sigrum vér“. Að síðustu var sunginn sálmurinn: „Faðir andanna“. Að þessari athöfn lokinni var gengið heim að skólanum og setzt að kaffiborði í boði skólastýrunnar Þórnýjar Friðriks- dóttur. Þar flutti Guðfinna Þorsteins- dóttir áhrifamikil Ijóð; það hafði hún einnig gert kvöldið áður. Þennan dag var fjölmennt að Hall- ormsstað. Ekki færra en átta tugir manna. Konur frá Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði bættust í hópinn. Þeim var að kaffidrykkju lokinni, gefinn kostur á að hlýða á erindi það um Yfirlit yfir sögu sambandsins, sem flutt var kvöldinu áður. Að þvi loknu lá leiðin i gróðrarstöðina á Hallormsstað. Þannig endaði tilhald þessa dags, að konurnar nutu frjálsræðis í skóginum. Náttúran lagði blessun sina yfir stund og stað þessara tímamóta Sambands austfirzkra kvenna. Sólbjart yndisfagurt veður var hennar afmælisgjöf til sam- bandsins. Breyttu aldrei gegn boðum samvizku þinnar; en láttu þér þó ekki til hugar koma að sam- vizka þín sé óskeikul. —o— Reyndu að verða það, sem þú vilt, að aðrir haldi að þú sért. —o--- Gættu þess að fyllast ckki drambi vegna auðmýktar þinnar. 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.