Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 21

Húsfreyjan - 01.12.1952, Blaðsíða 21
svari kostnaði og fyrirhöfn og eigi fram- tíð fyrir sér, verður að vera markaður fyrir vöruna, og hann er áreiðanlega fyr- ir hendi, sé verðinu í hóf stillt, og þess er gætt að tilkynna, þegar grænmetið er væntanlegt á markaðinn og gefa vænt- anlegum kaupendum kost á því að skrifa sig fyrir ákveðnum skammti, þannig að ekkert fari til spillis, grænmetið mætti þá selja þeim mun ódýrara, sem ekki þyrfti að gera ráð fyrir skemmdum. 1 sambandi við hverja nýja tegund, þarf að gefa upplýsingar um meðferð og mat- reiðslu. Garðyrkjusýningin var allt of seint á sumrinu. Sennilega hefur það verið gert vegna uppskerunnar af káli, gulrótum o. fl., en fyrir bragðið misstum við af öðru, sem þar hefði nauðsynlega átt að vera. Gagn og gaman hefði verið að því að fá leiðbeiningar um skipulag skrúðgarða og matjurtagarða. T. d. fá að sjá fallega steinhæð, hvaða jurtir geta klætt hús- veggi, hvað hentar bezt í limgirðingar og hvérnig á að gera skjólgarð o. s. frv. Þvínæst sýnishorn allra þeirra trjáteg- unda og runna, sem hér hefur tekizt að rækta, og helzt eitthvað nýtt. Fleiri tegundir berja gætu án efa vaxið hér. Erlendis er algengt að sjá í gróðrar- skálum, sólstofum og úti, smávaxnar teg- undir af ávaxtatrjám og blómstrandi runnum, svo sem syrenum, sem vaxið geta í stórum potti eða bala. Eitthvað í þessa átt væri æskilegt, og ef góður vilji og samvinna er fyrir hendi er hægt að uppfýlla allar þessar óskir, svo að allir aðilar megi þar vel ^við una. Leo Tolstoj: STEINARNIR Eitt sinn gengu tveir menn á fund gamals vitrings, til þess að leita ráða hjá honum. Kvaðst annar þeirra vera mikill syndari. Einu sinni fyrir löngu síðan, þegar fjölskylda hans var í nauð- um stödd, hafði hann framið innbrot hjá auðugum kaupmanni, og kvað hann, endurminninguna um þetta afbrot hafa þjáð sig æ síðan. Hinn maðurinn sagðist aldrei hafa gert neitt, sem varðaði við lög, hann hefði hreina samvizku, og ekkert að ásaka sig um. Vitringurinn spurði þá hvorn um sig, hvað á dagana hefði drifið fyrir þeim. Sá fyrri grét sáran yfir syndum sínum, eins og hann gæti ekki vænzt þess að fá fyrirgefningu. Hinn síðari sagði aftur á móti, að hann vissi ekki til þess, að hann hefði nokkurntíma gert neitt af sér. Vitringurinn sneri sér fyrst að syndar- anum og sagði: „Gakk þú út fyrir borg- ina og náðu í eins stóran stein og þú getur borið, og komdu hingað með hann“. Síðan sagði hann við þann saklausa: „Safna þú saman steinvölum, eins mörg- um og þú getur borið, og komdu hingað með þær“. Báðir mennirnir gerðu sem vitringur- inn bauð. Annar rogaðist með gríðar- stóran stein, og hinn með poka, fullan af smásteinum. Gamli maðurinn leit á steinana og mælti síðan: „Nú ætla ég að biðja ykkur að bera steinana til baka, og láta þá aftur hvern á sinn stað og komið svo til mín“. Mennirnir gjörðu eins og fyrir þá var lagt. Sá fyrri fann undir eins staðinn, þar sem hann hafði tekið stóra steininn, en hinn gat HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.