Húsfreyjan - 01.12.1952, Page 22

Húsfreyjan - 01.12.1952, Page 22
Greifafrú Rhondda: Þetta var minn heimur Faðir minn var því vanur að lesa dagblöðin í lestinni, á leið til vinnu sinnar. Blaðasölu- drengurinn kom alltaf hlaupandi á móti hon- um með fullt fangið af blöðum allra flokka. Hann taldi það sjálfsagt að kynna sér máiin frá öllum hliðum, til þess að fá hugmynd um almenningsálitið. Mér virtist þetta gott til eftir- breytni, en samt voru það ekki dagblöðin, sem ég mat mest. Það voru miklu fremur viku- blöðin. Dagblöðin voru fyrst og fremst frétta- blöð, því að til þess að geta gert málefni góð skil, eins og t. d. kvenréttindahreyfingunni, verða menn að geta greint á milli þess, sem í raun og veru er að gerast og þess, sem að- eins er fréttaburður. Fréttir dagblaðanna berast og birtast óðfluga, hvert blaðið kemur út á fœtur öðru og leiðararnir eru skrifaðir kvöldið áður i svo miklum flýti, næstum því áður en atburðirnir gerast. Dagblöðin hafa ekki tíma til þess að gefa gott heildaryfirlit af ástandinu í heiminum. Vikublöðin hafa betri tíma til umhugsunar, til að velja og hafna og mynda sér skoðun, sem er svolítið nær því að hafa við eitthvað að styðjast. Eftir að hafa sökkt mér niður í lestur um hríð, leið ekki á löngu þangað til ég varð að venja mig við að halda ræður. Nú kom sér vel að vita eitthvað um óeirðirnar og umbóta- baráttuna 1832 og 1867, til þess að geta svar- ómögulega munað hvar hann hafði náð í alla smásteinana. Þess vegna gat hann ekki hlýtt boði vitringsins og kom aftur með byrði sína. „Þannig er því varið með syndarana", sagði vitringurinn. „Þú áttir hægt meðað láta stóra steininn á sinn stað, vegnaþess, að þú vissir nákvæmlega hvar þú hafðir tekið hann. Sá, sem iðrast og finnur sárt til yfirsjóna sinna, reynir að bæta ráð sitt. Aftur á móti sá, sem drýgir aldrei annað en smásyndir, sem honum finnst ekkert til um, hann iðrast ekki og venur sig á syndsamlegt líferni“. að þeim sem andæfðu bardagaaðferðum okkar. „Hvers vegna komið þið svona ruddalega fram? Getið þið ekki borið fram óskir ykkar eins og siðuðum mönnum sæmir?“ „Getið þér nefnt þess dæmi, að umbætur hafi fengist, að- eins með því að biðja hæversklega ?“ svaraði ég, og benti um leið á, hvernig háæruverðugir biskupar hefðu verið fótum troðnir af múg- inum og velt upp úr svaðinu, einungis af því að þeir hefðu greitt atkvæði á móti umbóta- tillögunni. Þannig kom ég með hvert dæmið á . fætur öðru um það, hvernig umbætur írum til handa hefðu fylgt í kjölfar ofbeldisverka. Það er aumt að vita til þess, að brezk stjórn- arvöld skulu vera þannig innrætt, að það sé nauðsynlegt að beita hörðu til þess að fá réttmætum umbótum framgengt. Meira að segja 1884, fengust kjarabætur fyrir þá, sem unnu að landbúnaðarstörfum, ekki fyrr en Chamber- lain hótaði stjórninni að 100.000 manns mundu komá í kröfugöngu til Lundúna, í mótmæla- skyni, ef lávarðadeildin synjaði. Eftir að hafa bent á þessar o. fl. staðreyndir höfðu andmæl- endur okkar ekkert' fram að bera, en við gát- um bætt því við, að sá væri munurinn á okkur og öðrum, sem hefðu beitt ofbeldi, að við gætt- um þess vandlega, að forðast allt er gæti stofn- að lífi manna í hættu, við réðumst aðeins á eignir manna. Það má með sanni segja að þetta tímabil, sem ég var gagntekin af umbótahug og hrifn- ingu, var lærdómsríkast í lífi mínu, það var bezta uppeldið, sem ég hef hlotið um dagana, og mér þætti ekki ólíklegt að fleiri af þeim, sem með mér börðust hefðu sömu sögu að segja. Það var ekki nóg að læra að taka til máls, ég þurfti líka að læra að rita. Ein stdrfsaðferð okkar var, að rita blaðagreinar um kvenrétt- indi, vera viðbúnar að svara öllum árásum og leiðrétta það sem rangfært var. Svo þurfti líka að lesa og rita ummæli um bækur og allt það sem út kom um kvenréttindi. í b'laðinu „Kosningaréttur kvenna“ er m. a. smágrein, sem rifjar upp fyrir mér góðkunna atburði löngu liðinna daga. Ég var að selja blaðið á fjölförnum gatnamótum, einn laugar- dagsmorgun, þegar ég sé hvar rauðbrúnn hest- 22 húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.