Húsfreyjan - 01.12.1952, Qupperneq 24

Húsfreyjan - 01.12.1952, Qupperneq 24
hrœdd, ef þetta er henni að kenna. Þarna var samankominn múgur og margmenni, — og það var hreint ekki sem verst. Það var kastað í okkur dálitlu af skemmdum eplum og þurr- um hrossataðskögglum, en það sakaði ekki. Þegar áleið fengum við ágæta áheyrn og að lokum komu tveir vinsamlegir lögreglu- þjónar og buðust til að fylgja okkur að stræt- isvagninum. Ég hélt að Prid væri rétt á eftir mér, en þá labbaði hún hin rólegasta manna á milli og gekk ágætlega að selja „Kosninga- rétt kvenna“. Við gengum með sigur af hólmi í þetta sinn. Þegar við Prid fórum að tala saman á eftir, kom það í 1 jós, að hún hafði haldið, að það væri mér að kenna hvernig vagninn hristist. Seinna hef ég heyrt, að sá sem er óstyrkur á taugum geti orsakað hrist- ing á lélegu fjalagólfi eða palli, án þess að viðkomandi maður hafi hugmynd um, að það er hann sjálfur sem skelfur. Ekki man ég hvað það var, sem kom okkur til þess að fara til X, ef til vill aðeins eðlis- hvöt, sem benti okkur á, að það væri ekki vanþörf á að ýta við fólkinu þar. En við þurft- um ekki að ganga lengi gruflandi að því, að það ætlaði sér ekki að taka sinnaskiptum. X var námubær. Þar átti heima kona, sem taldist vera í félagi okkar. Hún virtist fyrst í stað vera þess hvetjandi að við kæmum þang- að. Við lögðum þrjár af stað, Prid, ungfrú C, sem var kennslukona við unglingaskóla og mjög áhugasamur féíagi, og svo ég. Eins og venju- lega ætluðum við fyrst að kanna bæinn, til þess að komast að raun um hvar bezt væri að halda útifund, svo að leigja vöruflutnings- vagn handa okkur og skrifa með krít á göt- urnar hvar og hvenær fundurinn ætti að vera. Þvínæst að heimsækja bæjarstjórnina og aðra málsmetandi menn bæjarins, og biðja þá um að vera viðstaddir, fá okkur svo tesopa og hvíla ókkur svolítið áður en fundurinn byrjaði. Þetta virtist ofur einfalt. En þegar í upphafi fór allt i handaskólum. Fyrst var það frúin, sem átti þarna heima. Henni var illa við að halda útisamkomu, hún hélt að það væri ekki ráðlegt þar á staðnum. En hvernig ættum við þá að ná tali af bæjarbúum, spurðum við, og koma þeim í skilning um málstað ökkar? Hún hafði þar engu til að svara öðru en því, að það myndi vera heppilegra að halda fundinn að þrem mánuðum liðnum. Við höfðum áður heyrt svipaðar mótbárur og létum það ekki á okkur fá. En eftir þetta var eins og hún vildi koma sér undan því að vera okkur hjálp- -ifc..-.- 24 H Ú S FREYJAN leg og veita okkur upplýsingar um, til hverra málsmetandi manna við ættum helzt að snúa Það var ýmislegt sem benti til þess, að frúin mundi frekar vilja láta til sín taka félagslega heldur en stjórnmálalega. T. d. tók hún mér opnum örmum og spurði um leið hvort ég væri ekki dóttir og tengdadóttir. hinna góð- kunnu o. s. frv., en það var greinilegt, að í hennar augum voru Prid og ungfrú C ,,bara kennslukonur“, hún skipti sér ekkert af þeim og talaði kuldalega ef hún á annað borð virti þær viðlits. Þegar við gengum um bæinn hékk hún stöðugt utan í mér, og það var allt annað en skemmtileg tilhugsun að umbera návist hennar í þær 5 klst., sem voru þangað til fundurinn átti að byrja, þess vegna læddi ég því út úr mér, að Prid væri náskyld Lady Constance Lytton. Að vísu var þetta ekki sann- leikanum samkvæmt, en ég er sannfærð um, að Lady Constance hefði fúslega fyrirgefið mér þetta ef hún hefði vitað hvers vegna ég hefði sagt það. Það verkaði líka eins og töfrasproti. Eftir andartak var það Prid sem gekk í farar- broddi, við hlið frúarinnar, en við ungfrú C gengum í makindum á oftir. Prid hneykslaðist yfir framferði mínu, þegar ég sagði henni frá því, hvað valdið hefði þessum óvæntu umskipt- um frúarinnar, en ég svaraði því til, að mér hefði fundizt það harla óréttmætt að láta ná- vist hennar bitna á mér einni. Það var fleira óskemmtilegt en þessi frú, sem varð á vegi okkar þarna í X. Frúin guf- aði upp, þegar við fórum að kríta á göturnar, en þá urðum við varar við að mótspyrnan gegn kvenréttindum var meira en orðin tóm, og þegar við héldum heim á leið til þess að drekka te hjá frúnni, var hópur manna á hæl- unum á okkur, og svo tilkynnti frúin okkur að því miður gæti hún ekki verið viðstödd á útifundinum um kvöldið. Rétt á eftir þurfti ég að skreppa yfir í hús, sem var andspænis okkur, það þurfti aðeins að ganga yfir torgið. Þegar ég kom þaðan aftur, var búið að slá af mér hattinn, rífa niður á mér hárið og slíta af mér handtöskuna. Það var ekki laust við að við kviðum fyrir kvöldinu. Samt brutumst við þrjár í gegnum mannþröngina á fundar- staðinn, þar sem vagninn beið okkar og við þraukuðum fundinn á enda, en ég efast um að nokkur hafi heyrt orð af því sem við sögð- um. Af öllu illu i þessari stjórnmálabaráttu er mér verst við fúleggin, við ætluðum varla að geta þvegið af okkur fýluna. Þrátt fyrir allar þessar ófarir seldist hvert einasta ejntak

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.