Austurland


Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 15.01.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 15. janúar 1998. 2. tölublaö. Símsvari 878 14Z^ Skíöaskáli s. 476 1465 Skíöamiöstöö Austurlands í Oddsskaröi Hálfur milljarður í áfengi og tóbak á Austurlandi mimiii:iwí!IiJ Áfengisútsölurnar á Austurlandi seldu áfengi fyrir tæplega 280 milljónir króna á Sameining í vðruflutningum laemaarawia Síðastliðinn laug- ardag undirrituðu fulltrúar Vöru- flutninga Svavars og Kolbrún- ar á Egilsstöðum, Flutninga- miðstöðvar Austurlands og Landflutninga-Samskipa sam- starfssamning. Innifalið í samningnum er að Svavar og Kolbrún flytja af- greiðslu sína í Reykjavík frá Vöruflugningamiðstöðinni til Landflutninga-Samskipa. Þá sameina fyrirtækin vöruaf- greiðslur sína á Egilsstöðum og sameinast um flutninga á milli Austurlands og Reykja- víkur, á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar og Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. síðasta ári og tóbak fyrir rétt tæplega 200 milljónir. Mest sala var í vínbúðinni á Egilsstöðum. Þar seldist áfengi fyrir 123 milljónir króna og tóbak fyrir rúmar 90 milljónir. f vínbúðinni á Seyðisfirði seldist áfengi fyrir 21.9 millj. króna og tóbak fyrir 18. 1 millj. kr. í Neskaupstað seldist áfengi fyrir 53.4 millj. króna og tóbak fyrir 32.1 millj. króna og á Hornafirði seldist áfengi fyrir 80.9 millj. kr. og tóbak fyrir 59. 0 miljónir króna. Samtals seldist því áfengi og tóbak fyrir hátt í hálfan milljarð króna eða 478.5 milljónir króna sem er um 30 milljónum hærri upphæð en áætlaðar greiðslur úr ríkissjóði eru í ár til Fjórðungs- sjúkrahúss Austurlands í Nes- kaupstað, Sjúkrahúss Seyðis- fjarðar og Sjúkrahúss Egils- staða. Áfengissala er svipuð á milli ára en verulega hefur dregið úr sölu á tóbaki. Starfsfólki Skíðamiðstöðvar Austurlands í Oddsskarði œtti ekki að verða kalt þennan veturinn því gerður hefur verið samningur við SÚN búðina í Neskaupstað. Fœr starfsfólkið vandaðan fatnað, nánar tiltekið fimm buxur og fimm úlpur af gerðinni OZONfrá SÚN búðinni en í staðinn fœr SÚN auglýsingu á einum lyftustaur skíðalyftunnar í Oddsskarði. Er Ijóst að báðir aðilar hagnast afþessu samkomulagi og líklegt er að starfsfólk SKO á eftir að hugsa hlýlega til SÚN á köldum vetrardögum. Ljósm. as Skíðamiðstöðin í startholunum Veruleg lækkun á lyftugjöldum í vetur Hólmaborg SU aflaði mest allra íslenskra skipa á síðasta ári ,61.500 lestir af loðnu, síld og kolmunna. Hásetahluturinn á Hólmaborginni var rúmlega 6 milljánir króna. Ljós. SÞ rauaiaiiWiii Núna um helgina er stefnt að því að opna skíðamið- stöð Austurlands í Oddsskarði. Nægur snjór er nú kominn í efri lyftuna og binda skíðamenn vonir við að fljótlega verði allt svæðið snævi þakið. Að sögn Omars Skarphéð- inssonar, umsjónarmanns skíða- miðstöðvarinnar, verður miðstöð- in rekin með hefðbundnu sniði þetta árið. Þó er um einhverjar breytingar að ræða, t.d. verður töluverð breyting á gjaldskrá. með námskeið fyrir þennan ár- gang einhverntímann þegar líður að febrúar. Ómar Skarphéðinsson segist vona að þessi lækkun á lyftugjöldum fái góðar undir- tektir og fjölgun gesta muni vega upp á móti lækkuninni. Metár hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Hásetahlutur á Holmahoryinni rúmlega 6 milljonir laaaiantBiana Síðast liðið ár var það besta til þessa í útgerðar- sögu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. og nam heildaraflaverðmæti skipa félagsins tæplega einum milljarði króna. Hólmaborgin, sem er stærsta nótaskip íslenska flotans, setti íslandsmet hvað landaðan afla varðar en alls kom skipið með að landi 61.500 lestir af loðnu, sfld og kolmunna. Heildaraflaverð- mæti var 384 milljónir króna og hásetahlutur rúmlega sex millj.kr., úthaldsdagar 211. Jón Kjartansson aflaði á síðasta ári 39.500 lestir að verðmæti 231 milljón króna. Úthaldsdagar skipsins voru 140 en Jón Kjart- ansson hefur verið í Póllandi síðan í september en þar fara fram gagngerar endurbætur á skipinu. Guðrún Þorkelsdóttir aflaði 22.900 lestir á síðasta ári, að verðmæti 154 milljónir króna. Úthaldsdagar Guðrúnar voru 167 en skipið var á loðnu, sfld og rækju. Afli ísfisktogarans Hólmatinds var rúmlega 2.000 lestir og Hólmanessins 1.258 lestir, mest rækja. Þannig mun dagskort fyrir fullorðna kosta í ár 600 kr. í stað 800 áður og dagskort fyrir börn 300 í stað 350 áður. Einnig hefur verið ákveðið að gefa öllum 2. bekkjar nemendum, þ.e. öllum 7 ára börnum í Neskaupstað, Eski- firði og Reyðarfirði vetrarkort og stefnt verður að því að vera Alayninyareylur samræmdar QJgJUJgJQ Sameiningarnefnd Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hefur lagt til við sveitarstjórnir staðanna að fast- eignagjöld verði samræmd á stöðunum og fela þær tillögur í sér að fasteignaskattur verður 0.40% af álagningastofni, sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði lækkar vegna lagabreytinga, vatnsskattur lækkar á Eskifírði og Neskaupstað en verður óbreytt- ur á Reyðarfirði, holræsagjald verður óbreytt. I stuttu máli má segja að álagning fasteignagjalda í heild verði óbreytt þar sem sumir liðir lækka en aðrir hækka lítillega.í desember s.l. var samþykkt að útsvarsprósentan verði sú sama á öllum stöðunum, 11.97%. Tilboð Nature Musli i kg. kr. 248. Nescafegull 100 gr. kr. 437.- Super þvottaduft 3 kg. kr. 285. Super fljótandi handsápa 2 ml. kr. 129. Beinn innflutningur betra verð OO *\ MELAB m 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.