Austurland


Austurland - 29.01.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 29.01.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29 JANUAR 1998 Erlendir starfsmenn virðast una sér vel á landsbyggðinni Af samantekt félagsmála- ráðuneytisins um útgefin og framlengd atvinnuleyfi á landinu síðustu þrjú ár má ráða að erl- endir starfsmenn uni frekar dvöl sinni á landsbyggðinni en í Reykjavík. Þetta kemur í ljós þegar talinn er saman fjöldi framlengdra atvinnuleyfa, en á hitt ber að líta að hlutfallslega flestir erlendir starfsmenn koma til starfa í Reykjavfk en stoppa þar skemur en þeir sem fara á landsbyggðina og oftar en ekki er þar um tæknimenntað eða sérhæft starfsfólk að ræða. Atvinnuleyfum er skipt í nokkra flokka en aðallega er sótt um tímabundið atvinnuleyfi, sem þýðir að atvinnurekendur sækja um atvinnuleyfi fyrir starfsmenn sem þeir fá utan EES. Obundið atvinnuleyfi er svo leyfi, veitt útlendingum, til að vinna á Islandi, hafi þeir starf- að hér og haft lögheimili í þrjú ár, svonefnt grænt kort. Nýtt atvinnuleyfi er ekki veitt fyrr en ljóst er að íslendingur er ekki tiltækur til starfans. Þetta er nokkuð skondið orðalag. Á sama tíma og þúsundir ganga atvinnu- lausar er ekki hægt að tala um að menn séu ekki tiltækir. Hið rétt er að í lang flestum tilvikum er sótt um leyfi til að ráða útlend- inga í fiskvinnu, sem Islendingar fást ekki til að vinna. Atvinnuleyfum fer verulega fjölgandi. Arið 1995 voru ný leyfi 361 en í fyrra voru þau 875. Framlengd atvinnuleyfi voru árið 1995, 377, en 465 árið 1997. Alls voru veitt 1172 atvinnuleyfi árið 1995 en þau voru 1560 í fyrra. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða atvinnuleyfi til þeirra sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Hvað margir útlendingar frá EES löndum starfa hérlendis eru engar tölur til um. Sem fyrr hafa Pólverjar algjöra sérstöðu í þessum efnum og hefur svo verið undanfarin ár. I fyrra voru veitt samtals 642 leyfi til Pólverja en hliðstæð tala \ Flóra farandverkafólks hefur í áranna rás verið fjölskrúðug í Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Þegar best lét vann þarfólk af 14 eða 15 þjóðernum. Núna ber mest á fólki frá Austur- Evrópu, Póllandi, Tékklandi, Rúmeníu, Búlgaríu, Rússlandi og Albaníu og eru Pólverjar sem fyrr fjölmennastir. Ljósm. Eg. Vangaveltur Aðalbjöm Sigurðsson veltir fyrir sér hugsanlegri markaðsstefnu íslenskra sjónvarpsstöðva. Um daginn sat ég og var að horfa á sjónvarpið einu sinni sem oftar. Það er auðvitað ljóst að ég sest ekki niður og skrifa vangaveltur í hver sinn sem það gerist, enda væri þá líklega ekkert annað í Austurlandi heldur en vangaveltur um hina og þessa dagskrárliði sjónvarps- stöðvanna frá undirrituðum. Auðvitað þarf eitthvað sérstakt að birtast á skjánum sem gerir það að verkum að mér finnist ég knúinn til að setjast niður og setja nokkur orð á blað. Það var nákvæmlega þetta sem gerðist á dögunum og það sem birtist á skjánum í þetta skiptið var auglýsing frá Stöð 2 þar sem nýir framhaldsþættir í febrúarmánuði voru kynntir. Um tvær seríur var að ræða, báðar íslenskum sjónvarpsáhorfendum mjög vel kunnar, þ.e. The Simp- sons og The X-Files. Ég verð að segja að ég dáist að elju þeirra Stöðvar 2 manna við að leita uppi skemmtilega framhalds- þætti og einnig verð ég að segja að sú leið í að velja þætti sem þeir virðast hafa valið sér er mjög skemmtileg. Þarna á ég við að láta RUV prufukeyra þættina fyrir sig og kaupa sjónvarps- réttinn ef einhver nennir að setjast niður fyrir framan hina gamalgrónu stöð og horfa. Þann- ig hafa þeir hjá Stöð 2 náð í stolt RUV til margra ára, Enska bolt- ann (þó án þess að kaupa Bjarna Fel með sem þýðir að hann situr eftir með sárt ennið og kynnir þýska boltann) ásamt áðurnefnd- um þáttum og sjálfsagt eitthvað fleira þó ekkert komi upp í hug- ann í augnablikinu. Nú er bara að bíða og sjá hvort Stöð 2 haldi áfram uppteknum hætti og kaupi sjónvarpsréttinn af Fraiser og Star Trek, þá tvo þætti í RUV sem ég nenni ennþá að horfa á. Ef slfkt gerðist myndi það þýða að sú sjónvarpsstöð væri að mestu útlokuð úr mínu lífi nema ef ske kynni að ég kveikti til að sjá fréttir, sem er (sem betur fer fyrir RUV) einn af fáum dag- skrárliðum sem leyfilegt er að hafa á báðum stöðvum ennþá. En það sem ég var að velta fyrir mér er hvers vegna RUV notfæri sér þessa stefnu Stöðvar 2 ekki, þ.e. hafi samband við sjónvarpsstöðvar úti í heimi og segi einfaldlega: „Við viljum fá að sýna ákveðinn þátt sem þið búið til. Við viljum hinsvegar ekkert borga fyrir hann EN ef einhver nennir að horfa á þáttinn ábyrgjumst við að hin sjónvarps- stöðin á Islandi, Stöð 2, muni fljótlega hafa samband við ykkur og bjóða stórfé í sjón- varpsréttin á honum". Þetta hlyti fyrir ýmsar sjónvarpsstöðvar úti í heima að vera nokkuð freist- andi og þýddi að RUV gæti boð- ið upp á nýjar seríur oftar en gert er í dag. Þetta á einnig við íþróttaviðburði því að þó fæstar fótboltabullurnar nenni að horfa á þýska boltann sem RUV hefur sett Bjarna Fel í að markaðssetja til að hafa eitthvað fyrir karl- angan að gera, þá hefur betur gengið með Formula 1 kapp- aksturinn. Nú er bara spurning hvort Stöð 2 kaupi sýningarrétt- inn á honum líka eftir að RUV er búið að búa til áhorfendahóp að íþróttinni. En RUV hefur fleiri mögu- leika. Þeir gætu t.d. í fram- haldinu farið að auglýsa sig eitt- hvað á þessa leið; „Alltaf ný og fersk" en Stöð 2 héldi áfram að auglýsa; „Við tryggjum góða dagskrá" með viðbótinni; „margreynt hjá tilraunastöð Stöðvar 2, RUV". fyrir árið 1996 var 395. Flest óbundin leyfi á síðasta ári voru veitt Pólverjum og þeir voru líka flestir þegar sótt var um framlengingu leyfa. Filipps- eyingar eru í öðru sæti og í þriðja sæti Tælendingar. Fisk- vinnslan tekur mest til sín af þessum starfsmönnum. Árið 1995 voru veitt 130 leyfi til fiskvinnslunnar, en þau voru 401 í fyrra. Veruleg aukning hefur orðið á veittum leyfum til verslunar- og þjónustustarfa og einnig hefur þjálfurum og leik- mönnum í hinum ýmsu íþrótta- greinum fjölgað verulega. í fyrra voru synjanir samtals 307, þar af var sama atvinnurekanda synjað um leyfi til að ráða 239 útlendinga til landsins. Synjanir voru hins vegar aðeins 39 árið 1996. í fyrra voru veitt leyfi fyrir 66 útlendinga til starfa á fimm stöðum á Austurlandi. Flest á Hornafjörð, 25, sem má rekja til komu flóttamanna þangað, næst flest til Neskaupstaðar, 18, til Eskifjarðar 12 og 11 til Stöðvarfjarðar. Árið 1995 voru þessi leyfi 28 og 53 árið 1996. Utlendingarnir virðast una sér best í Neskaupstað ef marka má framlengingu atvinnuleyfa því þar sóttu 12 um framlengingu í fyrra en aðeins 3 á einum öðrum stað. Upp til hópa eru atvinnu- rekendur ánægðir með þetta erlenda starfsfólk. Pólverjarnir hafa þótt sérstaklega vinnusamir og traustir, svo og Tékkarnir, en þeim hefur farið fjölgandi undanfarið. Sendibréf úr borginni Inn um bréfalúguna kemur til mín umslag, fundargögn bæjar- stjórnar. Þessi pakki kemur í hverjum mánuði. Úr þessum gögnum fæ ég, útlægur náms- maðurinn, upplýsingar um heima- bæinn minn. Þetta er þjónusta sem nýja sameinaða sveitarfél- agið mitt verður að bjóða upp á. A bæjarráðsfundi þann 30. desember kom fram sú tillaga að byggja veg milli Víðimýrar og Blómsturvalla. Þar sem áður voru fjárhús og kindurnar léku við hvurn sinn fingur. Sú tillaga um vegatengingu þarna á milli er ekki ný af nálinni. Svipaðar hug- myndir komu fram á síðasta áratug. Þá var vilji íbúanna að ekki yrði ráðist í slíkar fram- kvæmdir. Ekki þekki ég vilja íbúanna til málsins í dag. Hvers vegna þessi hugmynd kemur upp er mér hulinn ráð- gáta. Ég hef heyrt að þetta gæti létt umferðarþunga af öðrum götum bæjarins. Þá er sérstak- lega nefnt ófremdarástand það sem hefur skapast við Þiljuvelli. Það ástand stafar af skorti á bíla- stæðum. Mér er spurn hvort ekki væri ódýrara fyrir bæinn að leysa bílastæðavanda Þiljuvellinga og leyfa gilinu að vera í friði. Þessi hugmynd um vegalagn- ingu er ekki í samræmi við nú- tímahugmyndir um íbúðargötur og náttúruvernd. Það hefur verið kvartað undan göngubrúnni sem Hggur þar yfir Kirkjubólslækinn. Hún þykir ótraust. Væri ekki nær að lagfæra göngubrúna heldur en að byggja veg yfir þetta gil. Ódýrara og umhverfis- vænna. Þegar ég var snáði lék ég mér á götum Neskaupstaðar, á Mela- götunni. Núna er það óðsmanns æði fyrir fólk að vera úti á miðri götu. Umferðarhraðinn er slíkur að það er stórhættulegt. Það er Guðsmildi að ekki hafa orðið fleiri slys, en raun ber vitni. Þó greinilega sé merktur 35 km. hámarkshraði í Miðbænum, Miðstræti, Melagötu og víðar, keyra menn þessar götur á slfkum hraða að einna helst gæti maður trúað að þeir væru í kappakstri. Þetta gera menn í trausti þess að lögreglan geri ekki neitt. Höfum hugfast að umferðar- þungi er ekki í Neskaupstað nema nokkra klukkutíma á dag. í kringum hádegið og svo á þeim tímum þegar fólk fer úr og í vinnu. Höfum hugfast að við flestar götur bæjarins býr fólk. Kveðjur úr útlegðinni

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.