Austurland


Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Kristján J. Kristjánsson S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Afram liff og fjör? Kjördæmaskipan og fylki Nú standa yfir að frumkvæði forsætisráðherra áþreifingar milli þingflokka um breytingar á kjör- dæmaskipan og fjölda þingmanna innan kjör- dæma. Undirrót þessarar umræðu er mikil til- færsla fólks frá landbyggð til höfuðborgarsvæðis undanfarna áratugi og sú umdeilda skoðun að fjölga beri þingmönnum suðvestanlands af þeim sökum en fækka þeim sem kjörnir eru á landsbyggðinni. Þótt núverandi kosningalög tryggi gott samræmi á milli kjörfylgis og þingstyrks stjórnmálaflokka yfír landið í heild er verulegur og vaxandi munur á atkvæðafjölda að baki þingmanna eftir kjördæmum. Núverandi kjör- dæmaskipan hefur haldist óbreytt frá árinu 1959 en kosningalögum verið breytt nokkrum sinnum síðan til að jafna milli flokka og kjör- dæma í kjölfar búferlaflutninga. Nú er að því er virðist í nokkurri alvöru rætt um að breyta sjálfri kjördæmaskipaninni. Engar fastmótaðar tillögur hafa komið frá nefnd þingflokkanna sem um þetta fjallar og margar hugmyndir til umræðu. Flestar lúta að því að stækka landbyggðarkjördæmin til muna frá því sem nú er og fækka þeim, jafnvel að þau verði aðeins þrjú í stað sex, og tvö eða fleiri á suðvesturhorninu. Ein hugmyndin gengur út á það að leggja saman Austurlands- og Suðurlandskjördæmi og fækka um leið þingmönnum frá þessu svæði. Norðurland yrði gert að einu kjördæmi og Vesturland og Vestfirðir yrðu á sama hátt eitt kjördæmi. Miklir meinbugir eru á því að stækka kjördæmin að því marki sem þessar hugmyndir gera ráð fyrir. Á þeim fjörutíu árum sem núverandi kjördæmaskipan hefur haldist, hafa kjördæmin orðið eins konar félagslegar grunneiningar, bæði í starfi þingmanna, sem umdæmi í margháttaðri opinberri stjórnsýslu og sem vettvangur samstarfs sveitarfélaga. Erfitt verður fyrir þingmenn landbyggðarkjördæma að sinna mikið stærri svæðum en nú er með persónulegum tengslum við byggðarlög og kjósendur. Þetta á ekki síst við um stærstu landsbyggðarkjördæmin eins og Austurland. Menn getur auðvitað greint á um það, hvers virði slík tengsl séu milli þingmanna og umbjóðenda þeirra, en líklegt er að þau skipti landbyggðarfólk nú og framvegis meira máli en fyrir íbúa höfðuborgarsvæðisins. Verði niðurstaðan sú að stækka landsbyggðarkjördæmin til muna frá því sem nú er, þyrfti jafnhliða að skipta landinu í fylki og renna þannig stoðum undir millistig í stjórnsýslunni. Slíkar fastmótaðar stjórnsýslu- einingar eru lykillinn að því að unnt sé að færa umsýslu ríkisins í langt- um meira mæli en nú er nær fólki á landsbyggðinni. Stækkun sveitar- félaga ein og sér og tilfærsla verkefna frá rfki til sveitarfélaga leysir ekki þá þörf sem lengi hefur blasað við í þessu efni. Fylkin gætu í aðalatriðum tekið mið af núverandi kjördæmamörkum og innan þeirra væri unnt að treysta það samstarf sem verið hefur um leið og þeim yrðu lögformlega falin fjölmörg svæðisbundin stjórnsýsluverkefni sem nú eru unnin í ráðuneytum og ríkisstofnunum í höfuðborginni. Firðir og Austur-Hérað Um fátt er meira skrafað í nýjum og stærri sveitarfélögum en væntanleg heiti þeirra. Verið er að breyta löggjöf í frjálsræðisátt um nafngiftir eins og undirritaður hefur ítrekað lagt til á Alþingi. Miklu skiptir að vel takist til um nöfn nýrra sveitarfélaga. Þrjú fjarðasamfélög hafa nú sameinast og fer vel á að kalla þau Firði. íbúarnir eru Fjarðamenn eða Fjarðabúar.Heitin Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðarfjörður haldast óbreytt. Firðir eru hluti Austfjarða rétt eins og Suðurfirðir. I efra er að fæðast eitt sameinað sveitarfélag austan Lagarfljóts. Það hlýtur að kallast Austur-Hérað. Þegar Norður-Hérað hefur sameinast því stendur eftir Hérað. Hjörleifur Guttormsson Síðustu fimm ár hefur undirrit- aður rekið Útileikhúsið „Hér fyrir austan". Fyrst var það á Eiðum 1993 og síðan í Selskógi. Leikstjóri var oftast Magnús Stefánsson frá Fáskrúðsfirði, en Sigrún Benediktsdóttir og Vil- hjálmur Einarsson leikstýrðu einnig sitt sumar hvort. Yfir vet- urinn var leitað til Austfirðinga víða að til að semja leikþætti, tónlist o.fl. og á sumrin voru leikþættirnir fluttir minnst átta sinnum. Að auki voru margar aðrar dagskrár, sem er of langt mál að telja upp, svo sem handverks- sýningar og tónlistarflutningur. Þegar mest var árið 1995 voru uppákomur sumarsins alls um 30. Eins og tölurnar gefa til kynna, fékkst margt áhugasamt fólk til aðstoðar, og Alþingi, Egilsstaðabær og samstarf sveit- arfélaga á Héraði og Borgarfirði styrktu Útileikhúsið flest árin. Einnig var byggð upp frábær sýningaraðstaða, að mestu með hjálp sjálfboðaliða, vorið 1994. Nú er hins vegar svo komið að undirritaður treystir sér ekki til að halda áfram á sömu braut. Sú stefna, að leita til Austfirð- inga um að semja efni og flytja, var í anda grænnar ferðaþjón- ustu og falleg hugsjón í sjálfri sér, en reyndist ekki eins vinsæl og búist var við. Niðurstaðan er um tveggja milljón króna tap á eigin fé frá byrjun. Síðan í sumar hef ég hvatt aðra til að spreyta sig með útisýningar hér, enda hefur Héraðið þá ímynd um veð- ursæld sem þarf, auk þess að skógurinn bætir við skjóli. Nú hillir undir að a.m.k. tveir aðilar skipuleggi líf og fjör úti í lend- um Egilsstaðabæjar þ.á m. Tjarnargarðinum í sumar, og óskar undirritaður þeim alls hins besta. Þetta getur verið mikil vinna, en auðgar bæði þátttak- endur og svæðið - Austurland á að þekkjast fyrir allt annað en að hér sé ekkert um að vera! Philip Vogler Ókeypis smáar Til sölu MMC Lancer árgerð 1988. Uppl. ís. 477-1697 Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s.474 1255 Víggó £ Vöruflutningar 0)477 1190 Hefur þú áhuga á börnum? Gætir þú hugsað þér að taka að þér liðveislu eða gerast stuðningsfjölskylda? Félagamálaráð Neskaupstaðar auglýsir eftir fólki sem áhuga hefði á að taka að sér liðveislu. Annarsvegar er um að ræða 4 ára tvíburastúlkur og hinsvegar 4 mánaða tvíburastúlkur. Einnig viljum við komast í samband við fólk sem gæti hugsað sér að vera stuðningsfjölskylda viðkomandi barna. Félagsmálastjórinn í Neskaupstað QMaðurinn Hversu upphafmn er staðan er maðurinn getur náð efaðeins hann kysi að uppfylla háleitt œtlunarverk sitt! I hvílík djúp niðurlœgingar getur hann sokkið, djúp sem hinar auðvirðilegustu meðal skepna hafa ekki kafað! y - Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? íris Heiður Jóhannsdóttir er að þessu sinni fegurðardrottning Fæðingardagur? 13. ágúst 1976 Austurlands 1998 Fæðingarstaður? Reykjavík Heimili? Austurbraut 13 Höfn Núverandi starf? Starfa í matvöruverslun Önnur störf? Aukavinna á Hótel Höfn Fjölskylduhagir? Er næstelst af 5 systkinum, móðir og stjúpfaðir Farartæki? Ekkert nema fæturnir Uppáhaldsmatur? Jólasteikin, sem er svínahamborgarahryggur Helsti kostur? Hreinskilni og ákveðni Helsti ókostur? Oþolinmæði Uppáhalds útivistarstaður? Vatnajökull Hvert langar þig mest að fara? Nýja Sjálands eða Ástralíu Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Skagen í Danmörku Framtíðaráform? Ætla að starfa við eitthvað tengt ferðaþjónustu Uppáhalds íþróttafélag? Sindri Hverju breytir þessi titill fyrir þig? Hann gefur mér sjálfsagt einhver tækifæri, en það á eftir að koma í ljós. Hvað ætlarðu að gera um helgina? Sýna á tískusýningu á Hótel Höfn og vinna.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.