Austurland


Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1998 Hjálpardkall frá Mósambík Opið bréf til /\ustf irðinga frá Mörtu og Margréti Einarsdœtrum í Mósambík /ífe/^ Norðf/rð/ngar og sve/tungara'öðrum fjöréfum. Um leið og við systur sendum heim síðbúnar óskir um gleðilegt nýtt ár er þetta bréf okkar hjálp- arákall héðan frá Mósambík. Sum ykkar vita líklega að við erum hér að kenna fyrir dönsk þróunarsamtök í kennaraskóla fyrir mósambíska kennara. I byrju febrúar byrjuðu annars árs nemendurnir í starfsþjálfun, sem stendur yfir í eitt ár. Þeir fá vinnu í rfkisskólum úti á lands- byggðinni, þar sem mikill skort- ur er á kennurum en eru jafn- framt undir ráðgjöf héðan. Þessir kennarar eru ekki kennarar eins og við venjulega skiljum orðið. Þeir eiga ekki bara að mæta í skólann og kenna heldur að reyna að breyta skólakerfinu, fá fleiri börn til að ganga í skóla og almennt að standa fyrir þróunar- hjálp. Stór hluti í þessari starfs- þjálfun felst nefnilega í að hver kennari stofnar lítið þróunar- verkefni sem hann rekur í sam- vinnu við fólkið í þorpinu. A þessu er gífurleg þörf þar sem þetta land er eitt það vanþróað- asta í heiminum. Hér er meiri ungbarnadauði en víðast hvar í heiminum 13 af hverjum 100 börnum deyja inn- an við eins árs aldur og 28 af hverjum 100 börnum deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Það þýðir að af þeim 700.000 börnum sem fæðast árlega deyja rúm 200.000 fyrstu 5 árin. Algengasti dauð- daginn er vannæring, niðurgang- ur og malaría. Niðurgangur or- sakast yfirleitt af saurgerlum. Fólkið byggir ekki kamra og það þvær sér oft ekki um hendur áð- ur en það borðar. Gerlarnir eiga því greiðan aðgang í drykkjar- sé nægt land til ræktunar. Þetta orsakast af vanþekkingu á nýt- ingu landsins og samsetningu matar. Fólk er svo ótrúlega fá- frótt að það plantar ekki nema kannski einni eða tveimur teg- undum, t.d. bara maís eða baun- um, ásamt e.t.v. tómötum og lauk. Það plantar ekki ávaxta- trjám. Því finnst fáránlegt að eyða 70 íslenskum krónum í tré sem ekki ber ávöxt næstu fimm árin. Þegar það fær uppskeru étur það bara þar til maturinn er búinn og berst svo fyrir lífinu fram að næstu uppskeru. Það er mjög erfitt fyrir okkur, sem höfum allt tíð synt í upplýsing- um af öllu tagi að skilja hvað fá- kunnáttan getur verið mikil Orsakirnar fyrir þessu eru einkum 500 ára nýlendukúgun Portúgala og þar á eftir 16 ára borgarastyrjöld. Nú er kominn á friður, landið sjálfstætt og grund- völlur fyrir að breyta þessu ástandi. Lykillinn að breytingum er fræðsla og því er fólk val- ið hér í skól- ann sem hefur áhuga á að starfa að því sem kennarar að byggja upp eigið land. Síðustu tveir mánuðirnir í kennslunni hér eru sérhæfing fyrir starfsþjálfunina. Nemend- urnir velja á milli þess að: 1. Bæta líf og aðstöðu kvenna. 2. Berjast fyrir bættu hreinlæti, næringu og reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma 3. Hjálpa fólki að framleiða og selja varning til að sjá fjölskyldunni farborða. 4. Stuðla almennt að framförum, kenna fólki rétt sinn og hafa áhrif á samfélagið. Ég (Marta) var með hópinn sem er að berjast fyrir réttindum Auðvitað lemur maðurinn minn mig, en það er ekki ofbeldi Annar greinarhöfunda við tölvukennslu í Mosambik. vatn og mat. Stúlkur eru giftar frá 12 ára aldri og teknar úr skóla til að hugsa um mann og börn. Hér þjáist stór hluti fólks af vannæringu, þrátt fyrir að hér kvenna. Úti í sveitunum eru kjör kvenna ótrúlega bág. Nemend- urnír mínir fengu t.d. það verk- efni að fara og taka viðtöl við konur og rannsaka hvort ofbeldi gagnvart þeim væri algengt. Svörin sem þau fengu voru: „Auðvitað lemur maðurinn minn mig, en það er ekki ofbeldi. Hann er að kenna mér þegar ég geri eitthvað rangt. Ef hann ekki lemdi mig myndi mér finnast að hann elskaði mig ekki". Margar konur neituðu fyrst að svara spurningunum, sögðust ekki mega tala við ókunnuga nema að spyrja manninn sinn leyfis. Karlarnir eiga stundum meira en eina konu og það þykir lélegur karlmaður sem ekki á viðhald. Vændi er sífellt að auk- ast. Smástelpur selja sig fyrir brauð, föt o.s.frv. Þær hafa ekki menntun og þetta er því auðveld- asta leiðin að ná sér í peninga. Konur ganga að meðaltali 1,2 ár í skóla í Mósambfk, 79% kvenna eru ólæsar og óskrifandi, þær eiga að meðaltali 6,4 börn og hlutfall kvenna sem deyr af vóldum meðgöngu og fæðingar er með því hæsta sem gerist í heiminum, 15 af hverjum lOOOkonum. Þegar fátækir foreldrar velja hvaða börn þau eigi að senda í skólann senda þau drengina með þeim rökum að stúlkur þurfi enga menntun því þær muni bara hugsa um eiginmann og börn. Þetta er regin hugsunarvilla því samkvæmt UNICHEF er það líklega besta fjárfesting í heim- inum að mennta stúlkur og konur. Einmitt vegna þess að það eru konurnar sem sjá um börnin og fjölskylduna og það eru bein tengsl milli menntunar kvenna og þróunar. Það hefur t.d. verið sýnt fram á að hvert ár sem menntun kvenna er aukin minnk- ar ungbarnadauði um 5 - 10%. Hópurinn minn er því að stofna hin og þessi verkefni til að reyna að veita konum hagnýta undur- stöðuþekkingu. Kenna þeim að nýta landið betur svo þær fái betri uppskeru. Kenna þeim um hreinlæti og næringu til að bæta heilbrigði fjölskyldunnar, kenna þeim að sauma eða búa til leirker svo þær geti selt á markaðinum. Að hjálpa þeim við að verða fjárhagslega sjálfstæðar, stuðlar líka að því að þær öðlist vott af ákvörðunarrétti á heimilinu. Mér finnst það frábært sem skólinn hér er að gera. Þessi teg- und þróunarhjálpar er það eina sem er eitthvert vit í til lengdar. Það þróar ekki landið að gefa fólki fatnað og mat heldur að gera þeim kleyft að framleiða matinn og kaupa fötin. Hver kennari sem er menntaður hér nær til svo margra fjölskyldna að þekkingin breiðist út. Markmið- ið er að þróunarverkefnin haldi áfram eftir að náminu lýkur því kostnað, fjárfestingar eins og verkfæri, bækur handa börnum, skriffæri o.s.frv. Svo er að sjálfsögðu svo mikil þörf að þau geta alltaf notað meira. Þessir peningar eru fyrir verkefnin en ekki fyrir laun nemendanna. Þau fá greitt af skólunum þar sem þau eru ráðin. Annað vandamál er að kenn- ararnir sem útskrifuðust í lok Annar greinarhöfunda með nemendum sínum en þessi hópur hefur verið að berjast fyrir auknum réttindum og betra lífi kvenna. kennararnir halda yfirleitt áfram að vinna á sama stað. Nú komum við að kjarna málsins. ADPP samtökin, sem reka kennaraskólann, eru búin að gera samning við mennta- málaráðuneytið um að byggja alls 12 kennaraskóla í Mósam- bík. Auk þess standa þau að ýmiskonar öðru þróunarstafi. Samtökin hafa því miður ekki ótakmarkað fjármagn og því er það stefna þeirra að fjármagna þessi þróunarverkefni, allar fjár- festingar og helming rekstrarfjár með aðsöfnuðu fé. Staðan er því þannig núna að nemendurnir hafa enga peninga fyrir þróunar- verkefnin sín svo okkur systrun- um datt í hug að athuga hvort þið vilduð ekki styrkja þessi verkefni. Við vitum að það eru margir sem hafa áhuga á að styrkja þró- unarhjálp en eru ekki vissir um hvar peningarnir lenda. Þannig að þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem okkur þekkja og treysta því að við höfum vit til að meta hvernig best sé að verja peningunum. Verkefnin eru unnin í nafni skólans og nem- endurnir þurfa að færa nákvæmt bókhald yfir öll útgjöld. Þau vilja mjög gjarnan skrifa og láta vita hvernig gengur, t.d. á þriggja mánaða fresti. Við gætum lfka tekið myndir af verkefnunum þeirra þegar við förum að heim- sækja þau í febrúar. Fjárhags- áætlunin fyrir hvert verkefni er 14.000 krónur, það er það sem þau gera ráð fyrir að sé lágmark fyrir árið. Það fer þá í efnis- Við erum alltaf að reka okkur á hvað við höf um lítinn skilning á f ótœkt, þar sem við höf um aldrei upplifað hana janúar hafa unnið mjög gott þró- unarstarf en hafa enga peninga til að haida rekstri sinna verk- efna áfram. Síðan vantar skólann enn fjórar milljónir af rekstrarfé þetta árið. Við óskum þess oft að við ættum eins og milljón til að dreifa hér um. Við erum alltaf að reka okkur á hvað við höfum lítinn skilning á fátækt, þar sem við höfum aldrei upplifað hana. Nemendurnir okkar unnu flestir baki brotnu til að komast hingað og eru styrktir af ættingjum til að vera hér. Námið hér sem er 2 1/2 ár kostar 7000 íslenskar krónur og þá er allt innifalið, búseta á staðnum, matur, kennslubækur, skriffæri o.s.frv. Þetta eru miklir peningar fyrir þau og annað slagið hittum við ungt fólk sem dreymir um að halda áfram námi en hefur ekki efni á því. Við erum með samviskubit þegar við kaupum okkur kók og kex í litlu sjoppunni því það er hlutur sem þau geta ekki leyft sér, ekki einu sinni kennararnir. Einn kennar- anna kom til mín um daginn og bað mig um að gefa sér pening fyrir kóki því honum væri svo illt í maganum. Hann sendi alla peningana sína til fjölskyldunnar sinnar. Hér er það skylda þeirra, sem eru menntaðir og hafa vinnu, að styrkja yngri systkini, frænd- ur o.s.frv. til náms og að hjálpa foreldrum og öðrum ættingjum. Það sem mest vantar núna eru peningar svo nemendurnir geti byrjað verkefnin sín þar sem börnin læra t.d. um hreinlæti og sjúkdóma. Þau fara svo heim og kenna foreldrum og þetta getur bjargað þeim og systkinum þeirra. Nú geisar mikill kóleru- faraldur í Mósambfk og ástandið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.