Austurland


Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 10

Austurland - 30.04.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 Goöur árangur austfirskra krakka á Andrésar Andar-leikunum Austfirskir krakkar settu svo sannarlega svip sinn á 23. Andrés- ar Andar-leikana sem haldnir voru á Akureyri í síðustu viku. Eitt hundrað keppendur og álíka margir vinir og vandamenn gengu fylktu liði og eins klæddir undir nöfnum sinna staða og á eftir Norðfirðingum, Eskfirðing- um og Reyðfirðingum kom skilti sem á stóð Austurríki. Allur hópurinn gisti á sama stað og var mikil eining í hópnum. An þess að rýrð sé kastað á aðra keppendur má segja að Alexandra Tómasdóttir hafi ver- ið sigurvegari leikanna en hún, ásamt annarri stúlku frá Akur- eyri, voru einu keppendurnir sem voru tvisvar sinnum í fyrsta sæti. Arna Mekkín Ragnarsdóttir fylgdi jafnöldru sinni og varð í öðru sæti bæði í svigi og stór- svigi og Karl Friðrik Jóhannsson varð í fyrsta sæti í stórsvigi drengja 11 ára. Glæsilegur ár- angur hjá þessum norðfirsku krökkum, sem og öllum öðrum austfirsku keppendunum hvort sem þau voru í verðlaunasæti eður ei. Alls fengu krakkarnir okkar 44 verðlaun af 282 mögu- legum í svigi, stórsvigi og risa- svigi. Við áttum enga keppendur í göngu en nokkrir yngstu kepp- endurnir tóku þátt í svonefndri leikjabraut. Þar reynir á skíða- fimi krakkanna og kemur þessi þraut í stað stórsvigs hjá þessum aldursflokki. Eins og kunnugt er fer fjöldi verðlauna á Andrésar-leikunum eftir fjölda keppenda og eru í fjölmennustu hópunum veitt verðlaun upp í 13. sætið, en eftirtaldir krakkar voru í verðlaunasætum: Svig drengir 7 ára 4. Huginn Ragnarsson Nesk. 5. Stefán Ingi Björnsson Rey. Svig stúlkur 8 ára 4. Silja H. Sigurðardóttir Esk. Svig stúlkur 9 ára 4. Inga Þórey Pálmadóttir Nesk. 6. Ragna F. Hlífarsdóttir Nesk. 9. Hafrún Eiríksdóttir Nesk. Svig drengir 9 ára 5. Örn Omarsson Nesk. 7. Eggert G. Jónsson Esk. 11. Valgeir Valgeirsson Nesk. Svig stúlkur 10 ára 1. Alexandra Tómasdóttir Nesk. 2. Arna M. Ragnarsdóttir Nesk. Svig drengir 10 ára 2. Gunnar Sv. Rúnarsson Sey. 8. Björn Ágúst Sigurðsson Nesk. Svig stúlkur 11 ára 10. Kolbrún Þorleifsdóttir Eg. Svig drengir 11 ára 3. Anton Ástvaldsson Eg. 7. Axel Jóhannsson Esk. Svig stúlkur 12 ára 4. Tinna Alavísdóttir Esk. Svig drengir 12 ára 8. Jóhanna Örn Jónsson Esk. Stórsvig stúlkur 9 ára 2. Petra L. Sigurðardóttir Nesk. 7. Hafrún Eiríksdóttir Nesk. Stórsvig drengir 9 ára 6. Eggert G. Jónsson Esk. 7. Friðbergur Hreggviðsson Esk. 13. Örn Ómarsson Nesk. Stórsvig stúlkur 10 ára 1. Alexandra Tómasdóttir Nesk. Hópurinn frá Eskifriði, Neskaupstað og Reyðarfirði á Andrés. 2. Arna M. Ragnarsdóttir Nesk. 3. Kristín Auðbjörnsdóttir Esk. 5. Ingibjörg Þ. Jónsdóttir Esk. 6. Unnur H. Sigurðardóttir Esk. Stórsvig drengir 10 ára 7. Gunnar Sv. Rúnarsson Sey. Stórsvig drengir 11 ára 1. Karl Friðrik Jóhannsson Nesk. 6. Axel Jóhannsson Esk. Stórsvig stúlkur 12 ára 4. Tinna Alavísdóttir Esk. Stórsvig drengir 12 ára 6. Atli Rúnar Eysteinsson Nesk. 7. Sveinn Tjörvi Viðarsson Nesk. 10. Sigurður V. Jónsson Nesk. Risasvig drengir 11 ára 4. Anton Ástvaldsson Eg. 6. Karl Friðrik Jóhannsson Nesk. 8. Axel Jóhannsson Esk. 9. Grétar Örn Omarsson Esk. Risasvig drengir 12 ára 6. Þórarinn Máni Borgþórsson Eg. 7. Sveinn Tjörvi Viðarsson Nesk. 10. Atli Rúnar Eysteinson Nesk. Risasvig stúlkur 12 ára 6. Tinna Alavísdóttir Esk. Leikjabraut drengir 7 ára 4. Stefán Ingi Björnsson Rey. 12. Viktor Magnússn Nesk. Leikjabraut stúlkur 8 ára Ljósm. Eysteinn Gunnarsson 6. Silja H. Sigurðardóttir Esk. 8. Arna Magnúsdóttir Sey. Brynja Garðarsdóttir, formað- ur skíðadeildar Þróttar, vill koma á framfæri þakklæti til þjálfara, foreldra og annarra sem komu að starfi skíðadeildanna í vetur og einnig til allra þeirra fyrirtækja sem styrktu krakkana til norður- ferðarinnar. Hún segir að sam- starfið hafi verið einstakt og mikill einhugur, vegna þessa sé árangurinn m.a. svona góður. Til hamingju með árangurinn skíðakrakkar í Austurríki. Líf og fjör í Hlíðarfjalli. Ungir sem gamli saman í leik. Á neðri myndinni Jóhannes Pálsson með Austurríkisskiltið. Ljósm. Eyst. G. Bæjarsjóður Neskaupstaðar H

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.