Austurland


Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 06.05.1998, Blaðsíða 1
Austurland 48. árgangur Neskaupstað, 6. maí 1998. 17. tölublað. Víkingahátíð á Seyðisfírði Fyrirhugað er að halda vík- ingahátíð á Seyðisfirði dag- ana 2. - 4. júlí. Það er Eyþór Þórisson, hótelstjóri, sem hefur verið að vinna að hug- myndinni að undanförnu. í samtali við blaðið sagðist hann ætla að reyna að koma ákveðinni hefð á, þ.e. að hafa víkingahátíð einu sinni á ári. Eyþór hefur fengið Jóa í Fjörukránni í Hafnarfirði til að aðstoða sig við skipulagn- ingu hátíðarinnar og stefnt er að því að láta víkinga berjast á götum út, ástamt því að vík- ingatjöld verða reist og annað tengt vfkingum tínt til. Al-molar Síðustu daga hafa dvalið hér á landi forstjórar Norsk- Hydro og dótturfyrirtæki þess, Hydro-Aluminum. For- stjórarnir voru hér í boði VSÍ en talið er víst að þeir hafi hitt iðnaðarráðherra og rætt við hann um álverksmiðju á Austurlandi. Keikó-molar Heyrst hefur að verði Keikó fluttur til Eskifjarðar verði boðað til a.m.k. 700 manna fjölmiðlafundar í íþróttahús- inu í Neskaupstað þar sem ekkert annað hús í sameinuðu sveitarfélagi getur hýst þennan fjölda. Einnig fylgir sögunni að Keikósjóðurinn hafi þegar samið við sjón- varpsstöðvar um að sjón- varpa frá flutningnum og muni sú útsending ná til að minnst kosti eins milljarðs manna. Innbrot á Vopnafírði Brotist var inn í vöruaf- greiðslu Kaupfélags Vopna- fjarðar einhverntíma um helgina en ekki er ennþá vitað nákvæmlega hvenær brotist var inn. Gluggi á útihurð var brotinn og virðast þjófarnir hafa skriðið inn um hann. Síðan brutu þjófarnir upp hurð inn á skrifstofu og hirtu þaðan peninga sem þar voru geymdir, en ekkert ann- að var tekið. Enn er ekki ljóst hversu há peningaupphæðin var. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Vopnafirði. Þaý er otrís® hvaTfte i f'l I M ?i sTi 1.1 essir jeppar Þessi Toyota Landcruser jeppi tók þátt í hátíðarhöldunum 1. maí. Ekki var œtlunin að sigla honum hvorki langt né skammt, heldur varð tveimur drengjum, sem voru að leika sér í bílnum það á að taka hann úr gír, áður en þeir yfirgáfu hann, og því fór sem fór. Um klukkustund tók að ná bílnum upp úr sjónum aftur og eins og mynd- irnar bera með sér þurfti töluvert til að ná þessu tveggja tonna flykki upp á þurrt aftur. Eftir að því var lokið var farið með bílinn inn í Norðfjarðará þar sem hann var hafður í tvo sólarhringa og þess freistað að skola það salt sem borist hafði t.d. í rafkerfi bílsins í burtu. Ljósm. Krist. J. Krist. VirKjanir og stóriðja á Austurlandi Næstkomandi miðvikudag held- ur Samband sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi og iðnaðar- ráðuneytið kynningarfund í Valaskjálf á Egilsstöðum um virkjanir og stóriðju á Austur- landi. Meðal frummælenda verða Finnur Ingólfsson iðn- aðarráðherra, Halldór Asgríms- son utanríkisráðherra, Þorvaldur Jóhannsson formaður orku- og stóriðjunefndar SSA, Andrés Svanbjörnsson, MIL, Elísabet Benediktsdóttir rekstrarhagfræð- ingur, starfsmaður Byggðastofn- unar og Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur. Ennfremur er áformað að framsögu hafi Magnús Oddsson, ferðamála- stjóri, Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur, auk fulltrúa Landsvirkjunar. Magnús Ásgeirsson, sem er fulltrúi OSSA í svonefndum verkefnahópi á vegum MIL og fleiri, sagði í samtali við blaðið að til þessa fundar væri fyrst og fremst boðað til að kynna fólki hvað er að gerast í þessum efnum. Hvaða vinnu væri búið að vinna og hvaða vinna væri framundan. Hann sagðist búast við húsfylli á fundinum þar sem þetta væri í raun og veru lok á fundaherferð um þessi mál. Handbolti í heimsklassa um helgina Það verður sannkölluð hand- boltaveisla á Austurlandi um helgina. Þá leikur íslenska lands- liðið í handknattleik við það jap- anska tvo vináttulandsleiki, fyrri leikinn í Neskaupstað og þann seinni á Fáskrúðsfirði. Bæði liðin tefla fram sínum sterkustu leikmönnum að því undanskildu að í íslenska liðið vantar þá Duranona, Róbert Sighvatsson og Konráð Olavsson. Einn nýliði er í hópnum, Guðjón Sigurðs- son, Gróttu-Kr. Dómarar verða íslenskir, Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Á rúmlega hálfu ári hefur Austfirðingum verið boðið upp á þrjá landsleiki í handknattleik. Fyrsti leikurinn var við Dani í september og nú leikirnir tveir um helgina. Það er ástæða til að hvetja íbúa fjórðungsins til að fjölmenna á þessa leiki því þar verður boðið upp á allt það besta sem gerist í handknattleik. Nœstkomandi föstudag frumsýnir leikfélag Seyðisfjarðar leikritið „Bensínstöðina" e. Gildas Bourdet. Leikritið varfrumsýnt varhér á landi af Leiklistarskóla Islands árið 1993. Alls koma um 20 manns nálœgt uppsetningunni, þar af eru 10 leikarar. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason, en þetta er í 4. skipti sem hann leikstýrir hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar, nú síðast, Hverskonar Krumma- skuð er þetta eiginlega e. sama höfund. Ljósm. P.K. r a öllum sviðum Hversdagskinb 599 k kg. ^,- kr, %, \\ SpM Ibakk 2169,- far, %. m 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.