Austurland


Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 11.06.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 11. JUNÍ1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Sigurður Ólafsson 8 477 1066 og 895 8307 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurland@eldhorn.is Auslurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Fluguveiði og fluguhnýtingar Um launastefnu stjórnvalda Fréttir af launakjörum og kjarabaráttu ríkísstarfsmanna verða æ algengari eftir því sem dagarnir líða. Nú síðast hefur umfjöllun um uppsagnir sjúkraliða á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum landsins tröllriðið fréttatímum dag eftir dag. Ljóst er að mjög mikil óánægja ríkir með launakjör og að rfkisvaldið gerir lítið í að koma til móts við kröfur þessarar stéttar hvað launakjör varðar. Það sem einnig vekur athygli er skilgreining stjórnvalda á ábyrgð, en samkvæmt samningum eru greidd mis há laun eftir því hversu mikla ábyrgð starfsmaður axlar. Samkvæmt þessari skilgreiningu stjórnvalda eru stéttir á borð við verkfræðinga og tæknifræðinga taldar axla mikla ábyrgð og er borgað hærri laun þessvegna, en hjúkrunarfræðingar eru taldir bera eins litla ábyrgð og hægt er og njóta því ekki ívilnana í launum. Meðal annars sökum þessa óréttlætis sem sjúkraliðar telja að þeir séu beittir hafa þeir sagt upp í stórum stíl. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að lítið sé verið að gera í málinu af hálfu stjórnvalda en það sem kemur hinsvegar nokkuð á óvart er framkoma yfirvalda í garð þeirra sem ekki hafa sagt upp. Búið er að afturkalla sumarleyfi þeirra, neyðaráætlanir hafa verið gerðar o.s.frv. Ljóst er að búist er við að uppsagnirnar munu taka gildi og að ekki verði neitt gert til að koma í veg fyrir þær, þ.e. ekki verður farið út í þá einföldu aðgerð að endurskoða launakjör og um leið skilgreiningu á ábyrgð. Ef önnur stétt er skoðuð, þ.e. kennarar, þá heyrist að mjög erfitt er að manna kennarastöður þessa dagana og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ljóst er að þeir kjarasamningar sem gerðir voru á dögunum hafa enganveginn orðið til þess að manna allar þær kennarastöður sem til eru í landinu. Þetta bitnar eins og undanfarin ár sérstaklega illa á landsbyggðinni og því afskekktari sem byggðin er, því erfiðara er að fá kennaramenntað fólk til starfa þar. Stjórnvöld þurfa nauðsynlega að taka þessa hluti til skoðunar, og því fyrr því betra. Þó er ljóst að ekkert verður unnið í þessu brýna máli á næstunni þar sem Alþingi hefur nýlega farið í sumarfrí. Þó er ljóst að stjórnvöld þurfa að fara að hugsa sinn gang ef ekki á illa að fara. Þar sem nú líður að kosningum og ætla mætti að það væri alþingismönnum til framdráttar að hafa leyst svo mikilvæg mál áður en að þeim kemur væri ekki óeðlilegt að farið yrði að vinna í launamálum ríkisstarfsmanna sem allra fyrst. Ljóst er að meðan launakjör eru eins og raun ber vitni, mun ekki vera hægt að ráða hæfa og vel menntaða einstaklinga til starfa í sum af mikilvægustu störfum í þjóðfélaginu. Opnuð hefur verið verslunin, Veiðiflugan, á Reyðarfirði, sem sérhæfir sig í vörum sem notaðar eru við fluguveiðar og flugu- hnýtingar. Það er Björgvin Páls- son, forfallinn veiðimaður, sem á hugmyndina og stendur að opnuninni. Verslunin mun aðal- lega þjóna fluguveiðimönnum, en aðrir veiðimenn ættu einnig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í versluninni. Að sögn Björgvins er hugmyndin að byrja smátt og bæta síðan við sig. Um beinan innflutning verður að ræða þannig að verð ætti að vera þokkaleg, a.m.k. samkeppnishæf við sambærilegar sérverslanir í Reykjavík og Akureyri. í framhaldi gæti farið svo að Björgvin stæði fyrir flughnýt- ingarnámskeiði og einnig jafn- vel flugukastnámskeiðum. „Ég er með ólæknandi veiðidellu", segir Björgvin og bætir að það eigi reyndar bæði við um stangveiði jafnt sem aðra veiði. „Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta er að ég er orðinn hundleiður á að ef ég er að hnýta og vantar eitthvað smávægilegt að þurfa að panta það að sunnan og bíða síðan í jafnvel nokkra daga eftir því. Hugmyndin er að það sem ekki verður til á lager verður hægt að útvega innan tveggja sólarhringa". En er markaður fyrir slíka verslun? „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það. A Austurlandi eru mjög margir sem eru að veiða og hnýta flugur. Þessi bransi er í bullandi uppsveiflu um þessar mundir þannig að það er markaður hér sem er hreinlega sveltur". ^aradís Ó somir andansl Fyrsta ráð mitt er þetta: Eig hreint, gœskuríkt og geislandi hjarta svo að þitt megi verða ríkið, fornt, eilíft og óforgengilegt. ^^ &%&* • ,J Opið hi'is að Þiljuvöllum 29 öll mánudagskvöld Daglegar ferðir Neskaupstaðurs. 477 1190 Eskifjörður s,476 1203 Reyðarfjörður s.474 1255 Vöruflutníngar 0)477 1190 Austfirðingur vikunnar Sigurðurf Ólafsson, nýráðinn blaðamaður á Austurlandi. Fullt nafn? Sigurður Ólafsson Fæðingardagur? 20.10.74 Fæðingarstaður? Akureyri Heimili? Nesbakki 7 Neskaupstað Núverandi starf? Blaðamaður Fjölskylduhagir? Trúlofaður Jónu Árný Þórðardótttur og á 5 mánaða dóttur, Sigríði Theodóru Bifreið? Volvo 244 Uppáhaldsmatur? Léttreykt svínakjöt Versti matur? Bjúgu Helsti kostur? Það verða aðrir að dæma um Helsti ókostur? Full værukær Uppáhalds útivistarstaður? Urðirnar Hvert langar þig mest að fara? Til Englands í framhaldsnám Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Formentor á Mallorca Áhugamál? Dóttir mín Uppáhalds stjórnmálamaður? Sverrir Hermannsson Uppáhalds íþróttafélag? Þróttur Hvað metur þú mest í fari annarra? Tryggð Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið polli? Bjarni bróðir Mottó? „Það er aldrei of seint ef að klukkan er ekki orðin" Skemmtilegasta sem þú gerir? Að horfa á dóttur mína brosa Leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka til Minnisstæðast úr kosningabaráttu? Ótrúleg samstaða Fjarðalistafólks sem jók trú mína á mannkyninu stórlega

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.