Austurland


Austurland - 06.08.1998, Qupperneq 1

Austurland - 06.08.1998, Qupperneq 1
Nýr framkvæmdar- stjóri SSA Þorvaldur Jóhannsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Seyðis- firði, hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri SSA en alls sóttu fjórir um stöðuna. Þeir voru, auk Þorvaldar, Gunnar Asgeir Karlsson, Nes- kaupstað, Ólafur Áki Ragn- arsson, Djúpavogi og Sigurð- ur Gústarfsson, Reykjavík. Þorvaldur hefur starfað sem bæjarstjóri á Seyðisfirði síðastliðin 14 ár, er fráfarandi formaður Orku- og stóriðju- nefndar SSA og var formaður SSA árin 1982 til 1985. Það er því ljóst að hann hefur mjög víðtæka þekkingu á sveitarstjórnarmálum á Aust- urlandi og á það vafalaust eftir að koma honum í góðar þarftr í hinu nýja starfi. Róleg loðnuvertíð Yfirstandandi loðnuvertíð hefur verið frekar róleg mið- að við vertíðir síðustu ára. Hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað hefur tæplega 28.000 tonnum verið landað og litlu minna hefur verið landað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Hjá SR Mjöli á Seyðisfirði hefur ríflega 23.000 tonnum verið landað. Ný afgreiðsla á Reyðarfirði Á haustmánuðum mun Spari- sjóður Norðfjarðar opna af- greiðslu á Reyðarfirði og verður þar veitt öli almenn þjónusta. Afgreiðslan verður til húsa að Austurvegi 20 í húsi Skipakletts. Við afgreiðsl- una munu starfa tveir starfs- menn. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki en umsóknar- frestur er ekki runninn út og hefur því ekki enn verið ráðið í stöðurnar. Góður afli smábáta Sntábátar frá Neskaupstað hafa aflað vel síðustu vikuna, en aðallega hefur veiðst á handfæri. Að sögn Heimis Ásgeirssonar, verkstjóra í saltfiskverkun SVN hafa um 10 tonn af trilluliski verið söltuð á dag og verður það að teljast óvenju gott. Neistaflug í Neskaupstað var vel heppnað að vanda Ungir Neistaflugsgestir kunnu vel að meta trúðinn Skralla. Ljósin. S.O. Hátíð bjargar mannslífi Manni var bjargað úr brennandi húsi á aðfaranótt mánudags á Vopnafirði. Að sögn slökviliðs- stjóra hefði maðurinn nánast örugglega farist í eldinum ef meðlimir í björgunarsveit stað- arins hefðu ekki orðið hans varir þegar þeir voru að sinna gæslu á Vopnaskakshátíðinni. Það má því segja að hátíðin hafi bjargað mannslífi. Björgunarsveitar- maður braut upp hurð á húsinu með slökkvitæki og vakti mann- inn sem var í fasta svefni og hjálpaði honum út úr húsinu. Slökkvistarfið gekk vel og urðu ekki miklar brunaskemmdir á húsinu, en reykskemmdir voru þó nokkrar. Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi gengu almennt vel Nokkuð fast form er komið á hátíðarhöld um verslunarmanna- helgi á Austurlandi. Boðið var upp á þrjár skipulagðar hátíðir í fjórðungnum, auk þess sem fjöl- margir ferðamenn lögðu leið sína austur og heimsóttu staði á borð við Atlavík. Hér fer smá samantekt um hátíðarhöld helgarinnar. Vel heppnað Neistaflug Neistaflugshátíðin um síðustu helgi þótti takast með ágætum. 2-3000 gestir sóttu hátíðina þegar mest var og dansleikimir voru vel sóttir. Á föstudags- kvöldinu mættu t.d. rúmlega 500 manns til að hlýða á norðfirska tónlistarmenn í Egilsbúð. Um 300 manns fóru á dansleik með Færeyingarnir koma I dag kom til landsins 86 manna hópur Færeyinga frá Sandavogi. Hópurinn ætlar að heimsækja Norðfírðinga og er heimsóknin liður í vinabæjartengslum bæj- anna sem nú hafa staðið í 30 ár. I tilefni af því er hópurinn óvenju stór og meira er um eldra fólk en í fyrri heimsóknum. Með í för er Vogakórinn en í honum er m.a. fólk sem kom í fyrstu heimsóknina fyrir 30 árum Eyvindur Vopni NS-70 seldur Tangi hf. hefur selt togarann Eyvind Vopna NS-70. Með skipinu vom seldar aflaheimild- ir sem svara til 100 tonna af ufsa, 100 tonna af karfa og 195 tonna af rækju. Salan er liður í breytingum á rekstri fyrirtækis- ins, en aukin áhersla hefur verið lögð á veiðar og vinnslu upp- sjávarfiska. Kaupandi skipsins er Þorbjöm hf. í Grindavík. síðan. Minni áhersla verður lögð á íþróttakeppni en oft áður sökum þess að gestirnir eru í eldri kantinum en þó verður keppt bæði í knattspyrnu og handbolta. Á laugardaginn verð- ur svo haldin veisla og dans- leikur gestunum til heiðurs og eru bæjarbúar hvattir til að mæta, en aðeins þarf að greiða 2200 krónur fyrir mat og ball sem er afar hagstætt verð. Þess má geta að innan við 600 manns búa í Sandavogi og því er hópurinn um 15% íbúa bæjarins. hjómsveitinni Karma og um 550 á dansleik með Skítamóral á sunnudagskvöld. Rigning á sunnudag setti nokkurt strik í reikninginn og færa varð varð- eldsskemmtunina niður á aðal- hátíðarsvæðið, en varðeldurinn hefur undanfarin ár verið í lystigarðinum. Framkvæmda- stjórar hátíðarinnar, þeir Marías Kristjánsson og Bjarni Freyr Ágústsson, segjast vera ánægðir með hvernig til tókst og telja alveg ljóst að þessi hátíð sé komin til að vera. Fremur fátt á Vopnaskaki Færri mættu á hátíðina Vopna- skak á Vopnafirði en búist var við. Talsvert var um að brott- fluttir Vopnfirðingar létu sjá sig og 2-300 manns voru fjölskyldutjaldstæðinu en ung- lingarnir létu sig vanta. Þó voru dansleikirnir ágætlega sóttir og almennt má segja að hátíðin hafi gengið slysalaust fyrir sig. Álfaborgarsjens gekk vel Hátíðin Álfaborgarsjens gekk vel fyrir sig og var hún þokka- lega vel sótt. Um 250 manns sóttu hagyrðingamót í Fjarða- borg og litlu færri sóttu harmo- nikkudansleik að því loknu. Hátíðin var þó ekki eins vel sótt og fyrri ár og telja aðstandendur það geta stafað af því hversu mörg ættarmót hafi verið haldin á Borgarfirði í sumar, en margir þeirra sem hafa verið fastagestir um verslunarmannahelgar voru nýbúnir að vera í heimsókn. miM wwwm 8 477 1301

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.