Austurland


Austurland - 06.08.1998, Side 8

Austurland - 06.08.1998, Side 8
50% afsíáttur á nærfötum a\\a da9a frá kll0.oo.jg @477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraösfréttablað landsins, stofnaö 1951 Neskaupstað 6. ágúst 1998. Verð í lausasölu kr. 170. íííiTIiUn* Nýr skólastjóri við Húsó Bima Kristjánsdóttir hefur verið ráðin skólameistari Hússtjórnar- skólans á Hallormsstað. Bima, sem er með MA gráðu í textfl frá listaskóla í Bandaríkjunum og hefur stundað nám í Menningar- miðlun í Danmörku, var annar tveggja umsækjenda um stöð- una, en Guðrún Tryggvadóttir, Egilsstöðum, sóttist einnig eftir stöðunni. Bima er skólakerfinu ekki ókunnug því hún starfaði í sex ár sem skólastjóri Heimilis- iðnaðarskólans í Reykjavík. Vel hefur gengið að ráða í stöður við skólann og t.d. sóttust allir þeir kennarar sem störfuðu við skól- ann í fyrra eftir að halda áfram störfum. Stefnt er að því að 24 nemendur stundi nám við skól- ann á hvorri önn næsta skólaár eins og undanfarið. Nemendur á haustönn hefja nám l. septem- ber og eru í skólanum fram að áramótum, en seinni hópurinn hefur nám um áramót. Fjölmarg- ar fyrirspumir og umsóknir hafa borist skólanum og alls hafa 18 staðfest að þeir ætli að stunda nám við skólann næstu önn auk þess nokkrir hafa nú þegar staðfest skólavist á vorönn. Það fer því hver að verða síðastur að bóka nám við skólann. Fjárfestar á ferð á Austurlandi Það er Ijóst að Norðfirðingar og nœrsveitarmenn liafa ekki verið þurrbrjósta uni verslunarmannahelgina því að mikið magn af áfengi var selt í Afengis og tóbaksverslun ríkisins fyrir helgina en síðustu þrjá dagana seldist vín fyrir 3,5 milljónir. Ef við gerðum ráð fyrir því að ekkert hefði verið keypt nema bjór, vœri um að rœða 20.000 dósir af bjór eða ca. kippa á rnann í hinu sameinaða sveitarfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar. Fyrir utan þetta er svo allt það áfengi sem selt var á dansleikjum í Egilsbúð. Eins og myndin sýnir glögglega var ekki mikið eftir í hillum útibúi ATVR í Neskaupstað eftir helgina. Ljósm. S.Ó. Kolmunnaveiðar hafnar Um 1000 tonnum af kolmunna hefur nú verið landað hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað og eru bæði loðnuskip fyrirtækisins farin á kolmunnaveiðar. Rann- sóknarskip Hafrannsóknarstofn- unar hafa mælt gífurlegt magn af kolmunna og hefur fjöldi skipa því farið á miðin síðustu daga. Mælingar þurfa hins vegar ekki að spá nákvæmlega fyrir veiði því gífurlegt magn af loðnu mældist áður en loðnuvertíðin hófst en loðnuveiði hefur verið daufleg. Menn ættu einnig að vera hóflega bjartsýnir af þeirri sök að íslensku skipin þykja full kraftlítil til að stunda veiðar á kolmunna. írsk skip sem veiða kolmunna að staðaldri eru t.d. búin allt að 14.000 hestafla vélum, en flest íslensk skip eru búin 2000-3000 hestafla vélum. Á föstudag hélt stjóm fjárfestinga- fyrirtækisins „Allied resource" fund í Neskaupstað. Hluthafam- ir lentu á flugvellinum á Egilsstöðum á leiguflugvél en þaðan var haldið á sumarhótelið í Neskaupstað þar sem fundur- inn fór fram. Hér er um að ræða bandarískt stórfyrirtæki og verð- ur að teljast afar sérstakt að slíkt fyrirtæki skuli leggja lykkju á leið sína til að halda fund á Austurlandi. Forstjóri fyrirtæk- isins er Dr. Heinz Schimmel- busch sem hefur verið valinn maður ársins í þýsku viðskipta- lífi þrisvar sinnum. Starfsemi fyrirtækisins byggist á því að leggja til fjármagn og stjómend- ur í þau fyrirtæki sem starfað er með hverju sinni og því er Ijóst að Allied resource leggur ekki fé í hvað sem er. Nokkrir íslenskir aðilar em hluthafar í fyrirtækinu og þar á meðal Lífeyrissjóður Austurlands. Á fundinum var starfsemi fyrirtækisins kynnt fyrir fulltrúum austfirsks at- vinnulífs og þó að ekki hafi ver- ið gerðir neinir stórir viðskipta- samningar komust á tengsl sem geta komið sér vel í framtíðinni. Skattakongurinn greiddi tæpar átta milljónir Þegar Ijósmyndari Austurlands var á ferðinni síðastliðinn þriðjudag var verið að gera Beiti NK 123 klárann í kolmunnaveiðar. Ljósm. S.Ó. Sigurjón Valdemarsson, skip- stjóri á Beiti, Neskaupstað, er skattakóngur Austurlands árið 1997 en hann greiðir alls tæplega átta milljónir í opinber gjöld á árinu. I öðru sæti var Kristinn Aðalsteinsson, fram- kvæmdarstjóri á Eskifirði með rúmar sjö milljónir. í þriðja sæti var Þorsteinn Kristjánsson á Eskifirði með rúmar sex millj- ónir. Bjöm Magnússon, læknir í Neskaupstað var fjórði með rúmar fimm milljónir í opinber gjöld og Jóhann Sigurður Kristjánsson, stýrimaður á Hólmaborginni á Eskifirði greiddi rúmlega fjórar og hálfa milljón í opinber gjöld á árinu. Athygli vekur að Aðalsteinn hálfdrættingur miðað við ofan- Jónsson, sem hafði tæplega átta greinda aðila og nær ekki þrem- milljónir á síðasta ári, er ekki ur milljónum. Slippfélagið Málningarverksmiðja SÍMI: 588 8000 Vökvatengi og háþrýstislöngur -SVN Vélaverkstæði ® 477 1603

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.