Austurland


Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 20.08.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 t Einar Guðmann Guðmundsson Fæddur 22. 11. 1919 - dáinn 6 Einar Guðmann Guðmundsson var fæddur að Barðsnesi í Norð- fjarðarhreppi 22.nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu Neskaupstað ó.þessa mánað- ar. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Grímsson, bóndi, og Sesselja Sveinsdóttir. Systkini Einars eru: Helga Þuríður f. 1.4.1916, María f. 19.2.1917, Óskar f. 16.2.1918, nú látinn, Sveinn f. 11.4.1921, nú látinn, Guðrún, f. 5.7.1922, Magnús, f. 26.7.1923, Hallgerð- ur, f. 2.8.1924 , Sesselja, f. 1.8. 1925 og Sveinbjörn, f, 1.10. 1926. Einar kvæntist 13.8.1948 Unni Jóhannsdóttur, f. 13.8. 1927, húsmóður og formanni Sjálfsbjargar á Norðfirði til margra ára. Hún er dóttir Jó- hanns Jónssonar, skipstjóra á Fá- skrúðsfirði, og Sveinbjargar Guðmundsdóttur frá Seyðisfirði. Böm Einars og Unnar eru Sveinbjörg, hjúkrunarfræðingur, búsett í Kópavogi, gift Hilmari Guðbjörnssyni, verslunarmanni, Sveinn Guðmundur, verktaki í Neskaupstað, kvæntur Stefaníu Steindórsdóttur, gjaldkera, Sól- veig Sesselja, skrifstofumaður, búsett í Neskaupstað, gift Dennis Atla Wilson, útgerðarmanni, Gísli Svan, útgerðarstjóri, búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Bryndísi Þráinsdóttur, kennara, Vilberg, bóndi að Skálateigi í Norðfirði, sambýliskona hans er Arndís Sigurðardóttir, verslunarmaður, Níels, mannfræðingur og for- stöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, búsettur á Akur- eyri, kvæntur Oddnýju Stellu Snorradóttur, rafmagnsverk- fræðingi. Enn á ný hefur einn af æsku- og baráttufélögunum kvatt hinstu kveðju. Leiðir okkar Einars, eða Einsa Guðmunds eins og við fél- agarnir kölluðum hann alltaf, lágu fyrst saman þegar við vor- um samtíða sem ungir drengir í Sandvík, en foreldrar hans bjuggu þá í Mið-Sandvík, en ör- skammt þar frá var býlið Hundr- uð þar sem ég var vikapiltur. Hann var stór, kraftmikill og glaður systkinahópurinn í Mið- Sandvík, sem gaman var að leika sér við, en þess naut ég í tvö sumur. En svo á þriðja vori sem ég kom í vistina var allt autt og tómt í Mið-Sandvík. Hinn 1. október 1926 lést móðirin af fæðingu tíunda barnsins. Þessi stóri systkinahópur dreifðist svo og Sandvíkin varð allt önnur. Flest eignuðust þau fósturfor- eldra hér á Norðfirði og urðu fósturforeldrar Einars hjónin Sveinn Stefánsson og Sólveig Hermannsdóttir, að Melhóli hér í bæ, sem nú er Hlíðargata 13. Á unglings og uppvaxtarárum Ein- ars hér í bæ lágu leiðir okkar ekki oft saman. Það er ekki fyrr en við fórum báðir að stunda íþróttir á vegum Þróttar og þá aðallega leikfimi undir stjórn Jóhanns Jónssonar. Einar varð fljótt góður í fim- leikum og sérlega góður í öllu félagsstarfi. En tíminn var naum- ur til þess að sinna þeim áhuga- málum. Eins og flestir krakkar á Norðfirði á þessum tíma þá fór hann bamungur að vinna fyrir sér í beituskúrunum. Þar var staðið, þegar tækifæri gafst, frá morgni til kvölds. Síðan tók sjó- mennska við hjá Einari. Mig minnir hann segja mér að hann hafi aðeins verið 14-ára þegar hann fór fyrst á vertíð á Djúpa- vog og sjómennskan varð hans ævistarf. Hann langaði til að fara í Gagnfræðaskólann hér í bæ,en það voru ekki tök á því. Fyrstu sjómannsár Einars voru háseta- störf á hinum ýmsu norðfirsku vélbátum og þá á vetrarvertíð- um, á Djúpavogi, Hornafirði, Vestmannaeyjum og Sandgerði, en á sumrin var stundað héðan úr heimahöfn. Einar varð snemma hörkuduglegur sjómaður, enda sterkur vel og þrekmikill. Árið 1945 lauk Einar prófi frá 08. 1998 Stýrimannaskóla íslands og ger- ist eftir það stýrimaður og skip- stjóri á hinum ýmsu stærri bátum Norðfirðinga. Á stríðsárunum var hann lengst af skipverji á m/s Sleipni sem sigldi öll stríðsárin með ísvarinn fisk til Englands. Það voru öngvir aukvisar sem stóðu í þeim siglingum. Eftir að nýsköpunartogararnir komu til sögunnar eftir stríð réðst Einar skipverji á Egil rauða og var þar um tíma fyrsti-stýrimaður. Það mun hafa verið snemma á sjöunda áratugnum sem Einar réðst í eigin útgerð og stundaði þá héðan að heiman og þá aðal- lega snurvoð og línuveiðar. Síð- an minnkaði hann við sig og endaði sinn sjómannsferil sem trillukarl. Þótt Einar væri sjómaður og þar af leiðandi mikið fjarri heimili sínu þá lagði hann þó gjörva hönd á margt fleira. Eins Umræða um skoðanakönnuná villigötum? í þeirri umræðu sem farið hefur fram nýverið um skoðanakönn- un Gallup um hugsanlegar stór- iðju- og virkjunarframkvæmdir á Austurlandi hafa komið fram þær skoðanir að niðurstöður skoðanakönnunarinnar muni verða einskonar stóridómur um vilja almennings í þessum mála- flokki. Hins vegar má benda á að niðurstöður skoðanakannana eru ekki alltaf rökréttar og fara verð- ur varlega i að draga af þeim ályktanir. Sem dæmi má nefna fyrri kannanir Gallup um stór- iðju og virkjunarframkvæmdir. I október 1994 gerði Gallup könn- un á skoðunum almennings á virkjunarframkvæmdum á Aust- urlandi. Þar kom fram að tæp- lega 52% landsmanna sögðust vera þeim andvíg en tæplega 37% voru þeim fylgjandi. í apríl 1997 var hins vegar gerð könnun á skoðunum almennings á stór- iðjumálum og var þá spurt hvort menn væru hlynntir eða andvígir stækkun Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga og bygg- ingu álvers á Grundartanga. Rúmlega 72% landsmanna voru hlynnt stækkun jámblendiverk- og áður segir þá var hann mikill áhugamaður um íþróttir og stundaði þær framan af æfi þegar tækifæri gafst og þá einkum fim- leika, knattspymu og sund. Hann hafði mikið yndi af tónlist og fékkst svolítið við að leika á strengjahljóðfæri. Hann var ákaflega fórnfús og góður félagi. Alltaf tilbúinn til að rétta hjálp- arhönd og tilbúinn til starfa að góðum málefnum. Hann var rót- tækur í skoðunum og haslaði sér völl á vinstri væng stjórnmál- anna. Árið 1954 var hann kjör- inn í Bæjarstjórn Neskaupstaðar fyrir Sósíalistaflokkinn og sat í bæjarstjórn eitt kjörtímabil. Á sama tíma og hann var kjörinn í bæjarstjómina var hann kosinn formaður Verkalýðsfélags Norð- smiðjunnar en 14% vom andvíg henni. 62% landsmanna voru hlynnt byggingu álvers á Grund- artanga en tæplega 27% vora andvíg. Þama er því misræmi á milli skoðana almennings á stóriðju og virkjunarframkvæmd- um. Landsmenn virðast vera hlynntari stóriðju en virkjunar- framkvæmdum. Það er hins veg- ar ljóst mál að uppbygging stór- iðju er háð framboði á orku og því fylgjast stóriðja og virkjun- arframkvæmdir óhjákvæmilega að. Þetta misræmi í skoðunum er í fullu samræmi við misræmi sem kemur fram á öðram svið- um. Menn eiga það t.d. til að segjast í sömu könnuninni vera hlynntir skattalækkunum en vilja jafnframt að opinber þjón- usta verði efld. Menn vilja s.s. fá sem mest fyrir sem minnst. Hins vegar hljóta sérfræðingar Gallup firðinga. Einar var og vel virkur í Samvinnufélagi útgerðarmann og sat m.a. í stjóm Olíusamlags útvegsmanna í fjöldamörg ár. Einar var alla æfi bindindis- maður bæði á tóbak og áfengi og var í mörg ár í áfengisvamarar- nefnd. Þessi fjölþættu trúnað- arstörf sem bæjarbúar kusu hann til bera órækt vitni um mann- kosti hans, enda hefi ég á lífsleiðinni varla kynnst sannari og heiðarlegri manni. Að leiðar- lokum er Einari þakkað mikið og gott lífsstarf sem svo sannarlega hefur borið góðan ávöxt til uppbyggingar og framfara í okk- ar bæjarfélagi. Hann var eins og einn af þessum mönnum sem manni fannst vera eins og sjálf- sagður hluti af bæjarfélaginu og þegar slíkir menn hverfa allt í einu af sjónarsviðinu verður eftir tómarúm, sem maður á erfitt með að sætta sig við. En eigin má sköpum renna og eitt sinn skal hver deyja. Ég þakka góð- um vini samstarfið á lífsleiðinni. Og við Guðrún sendum þér Unn- ur mín, börnum ykkar og þeirra fjölskyldum,sem og systkinum Einars hugheilar samúðarkveðjur. Stefán Þorleifsson að gera sér grein fyrir þessu mis- ræmi og hanna kannanir sínar eftir því. f niðurstöðum slíkra kannana eru jafnframt ávallt slegnir vamaglar og gerð grein fyrir skekkjumörkum og þáttum sem takmarka alhæfingargildi rannsókna. Það er því ástæðu- laust fyrir bæði fylgjendur og andstæðinga stóriðju að óttast niðurstöður væntanlegrar skoð- anakönnunar. Hún mun væntan- lega gefa áhugaverðar vísbend- ingar um vilja almennings en þær vísbendingar verða örugg- lega túlkaðar varfæmislega og vísindalega af sérfræðingum Gallup. Það er hins vegar siður fjölmiðla að slíta niðurstöður slíkra kannana úr samhengi og slá þeim upp í æsifréttastíl og er því erfiðara að segja til um hvemig niðurstöðumar skila sér út í umræðuna. t fÞökhum innilecja sa.rnúð ocj hlýliucj oið ancJIdl ocj úiför ollar ásílæru SoanLútíarJónscJátíur JJón UÍIiJar JHóalsieinsson, DCrisíin Dljörj JJónscJóiiir, OJjörcj JUelcja Jóiíir ocj stjsilini. Ódvrt þakjárn Loft- og veggklæðningar Framleiðum þakjárn, loft- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt, koksgráttog grænt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiöjuvegi 11, Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607 Vangaveltur Sigurður Ólafsson veltir fyrir sér könnunum um afstöðu til stóriðju og virkjanaframkvæmda

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.