Austurland


Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 Rakkarinn m Krefst skógrækt á Héraði umhverfismats? Undanfarin misseri hefur verið í gangi umræða um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Stóriðja er afar orkufrek og því hefur hluti af þessari umræðu snúist um virkjanir á vatnsafli í fjórðungnum. Flestir sveitarstjórnarmenn og almennt allt skynsemdarfólk í tengslum við raunveruleikann, hafa gert sér grein fyrir því að stóriðja er álitlegasta sóknarfæri Austfirðinga og nákvæmlega það sem þarf til að rúlla snjóbolta kapitalismans af stað. Slík sprenging í frumvinnslu myndi þýða gífurlega aukna eftirspurn eftir hverskonar þjónustu, þeir sem starfa við þjónustuna kalla svo á meiri þjónustu o.s.frv. Akveðinn hópur fólks virðist hins vegar hafa stórar efasemdir um ágæti þessara hugmynda. Þetta fólk dregur stórlega í efa þau áhrif sem stóriðja myndi hafa á fólksfjöldaþróun og er afar tortryggið út í stórkapitalista eins og norska fyrirtækið Norsk Hydro. Þetta fólk hefur einnig skiljanlegar áhyggjur af náttúru fjórðungsins. Slíkar áhyggjur og umfjöllun tengd þeim á að sjálfsögðu fullan rétt á sér, en þó er hún á köflum full öfgakennd. T.d. voru ein af rökunum gegn því að virkja á Fljótsdal, sem birtust í grein í Austurlandi hér á dögunum, þau að gæsir felli fjaðrir á Eyjabökkum og að útsýnið ofan af Snæfelli myndi bera af þessu óbætanlegan skaða. Þetta eru ágæt dæmi um það hvemig þessir alhörðustu náttúruvemdarsinnar hugsa. Það má einfaldlega ekki hrófla við hreiðri einnar einustu heiðagæsar eða grafa einn einasta skurð, sama hver ávinningurinn af framkvæmdunum er. Landið er hin heilaga móðir sem ekki má skaða eða breyta með nokkrum hætti. Þó að allt fólkið flytji í burtu á landið að fá að vera ósnortið fyrir þá örfáu einstaklinga sem eiga nógu stóra jeppa til að keyra upp á hálendi og spóka sig þar og anda að sér fjallaloftinu. En ef menn taka þennan pól í hæðina, ætti þá ekki að vera bannað að hrófla við landinu yfirleitt? Ætti ekki náttúran bara að fá að ráða því hvemig landslagið lítur út án þessa að við aumar mannverur skiptum okkur nokkuð af. Náttúruverndarmenn, sem reyndar hafa haft sig mest í frammi á Héraði, virðast ekki vera á þeirri skoðun. Það er bara ekki sama í hvað tilgangi gripið er fram fyrir hendur móður náttúru og hverjir eiga hagsmuna að gæta. Bændur mega til dæmis grafa skurði um allt án þess að það spilli útsýni að mati umhverfissinna og þeir mega moka áburði á túnin sín án þess að nokkuð sé við það að athuga. Annað dæmi um inngrip í starfsemi náttúmnnar er skógrækt. Hvað erum við að gera annað en að grípa inn í gang náttúrunnar með því að rækta skóg? Skógurinn spillir útsýni alveg gjörsamlega eins og allir vita sem keyrt hafa um lönd eins og Finnland og í raun má segja að hann þurrki útsýnið alveg út. Á Héraði er víða ræktaður skógur og það er fyrirsjáanlegt að eftir nokkur ár muni maður ekki sjá neitt annað en veginn fyrir framan sig þegar maður keyrir þar um. Allt þetta skóglendi hlýtur líka að hafa ýmisleg skaðleg áhrif á umhverfið. Mófuglar kunna t.d. heldur illa við sig í skóginum, en þeir eru víst ekki á sama helgistalli og blessuð heiðagæsin sem umverfissinnum er svo umhugað um. Einnig hefur öll þessi skógrækt hugsanlega hroðaleg áhrif á ferðamennsku, því útlendingum finnast íslenskir skógar næsta ömurleg sýn og þeir vilja helst horfa á örfoka auðnir eða móa og taka ömgglega ekki vel í að missa útsýnið sitt. Því eru góðar líkur á því að skógrækt á Héraði stofni ferðamannaiðnaðinum í stórhættu. Þegar ofannefnd rök eru höfð í huga er spurning hvort ekki ætti að opna umræðu um það hvort skógrækt á Héraði krefjist ekki umhverfismats, því þar er verið að grípa inn í eðlilegan gang náttúrunnar og breyta ásýnd landsins og í sumum tilvikum verið að þurrka hana út. Náttúruverndarsinnar ættu kannski að líta sér nær og hugsa málið áður en þeir gagnrýna þá sem vilja sjá framþróun eiga sér stað í fjórðungnum. Ný og öflug lögmannastofa Lögmenn Austurlandi ehf. er ný- stofnað fyrirtæki í eigu fjögurra lögfræðinga, Adolfs Guðmunds- sonar, Helga Jenssonar, Hilmars Gunnlaugssonar og Jónasar A. Þ. Jónssonar. Fyrirtækið hóf rekstur 1. september sl. en tók við rekstri tveggja starfandi lögmanna. Aðalstöðvar fyrir- tækisins eru á Egilsstöðum, en einnig er glæsileg starfsstöð nú þegar á Seyðisfirði og fljótlega verður önnur opnuð á Eskifirði. Það er stefna fyrirtækisins að veita skilvirka og vandaða lögfræðiþjónustu. Mikil áhersla verður lögð á að veita austfirskum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum persónulega þjónustu þar sem hagsmunir og þarfir viðskipta- vinarins verða í fyrirrúmi. I eigu fyrirtækisins er Fasteigna- og skipasala Austurlands ehf., sem hefur starfsstöðvar víða í fjórð- ungnum. Hjá þessum tveimur fyrirtækjum eru í dag starfandi 10 manns á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði. Hin nýja löginannastofa œtlar sér stóra hluti, ekki bara á Austurlandi heldur einnig á laitdsvísu. Meðal annars hefur verið undirritaður stór samningur við Bílanaust hf Ljósm. hg „Byggðabrúin“ opnuð Fyrsti fundur á „Byggðabrúnni“ var haldinn á dögunum. Um er að ræða fund þar sem starfsmenn atvinnuþróunarfélaga víðsvegar á landinu hittast og bera saman bækur sfnar, en fundirnir fara í gegnum nýjan fjarfundabúnað stofnananna. Að sögn Bjarka Jóhannessonar, forstöðumanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, sem einnig stendur að Byggða- brúnni, á hún eftir að styrkja fjórðunginn í heild sinni. I samtali við blaðið sagði Bjarki að meiningin væri að vera með tvo slíka fundi á viku fyrst um sinn en í framhaldi verður endanleg ákvörðun um fyrir- komulag tekin. „Á fundunum munu starfs- menn Atvinnuþróunarfélaganna ræða innri málefni. í raun er verið að mynda samskiptanet þar sem starfsmenn félaganna geta miðlað þekkingu sinni og reynslu. Einnig verða haldnir fundir þar sem sem inn koma aðrir aðilar; aðilar á borð við Iðntæknistofnun, Rannsóknar- stofnun Fiskiðnaðarins, Bænda- samtökin, Háskólann á Akureyri og HI. Þá er meiningin að fá fyrirlesara og aðra aðila sem kynna sín mál. Við vonumst til að koma á almennri umræðu um byggða- mál og atvinnuþróunarmál með þessum hætti. í kjölfarið ættum við að vera með góðan hóp sem getur miðlað af eigin reynslu um þessi mál. Þetta þýðir væntanlega að verður ekki lengur hver að bauka í sínu homi. Við getum með þess- um hætti brúað þetta landfræði- lega bil sem er á milli þessara aðila, t.d. þurfa menn ekki leng- ur að ferðast til að hitta kollega sína eða einstaklinga sem hafa sérfræðiþekkingu í einhverjum ákveðnum málum. Einnig skiptir miklu máli að þrátt fyrir að Atvinnuþróunarfélögin séu ekki öll að glíma við sömu vanda- málin þá koma óhjákvæmilega upp ákveðin sameiginleg vanda- mál og þá er gott að hafa þennan vettvang til að bera saman bækur sínar og fá góð ráð. Það er mjög mikilvægt fram- tak að koma þessari byggðabrú á og á eftir að leiða til betri árang- urs í byggðamálum“, sagði Bjarki að lokum. Að sögn Björgvins Pálssonar, eiganda Veiðiflugunnar á Reyð- arfirði, en hann stóð fyrir nám- skeiðinu, er stefnan sú að halda annað byrjendanámskeið í vetur. „Það er vaxandi áhugi er fyrir fluguhnýtingum hér á Austur- landi og áberandi er hvað mikið er að koma af nýju fólki sem er ekki endilega er að hnýta til að Það vantar ekki áhugann og eiits og myndiit sýnir gáfu þátttak- endur á itámskeiðinu sér varla tima til að líta upp þegar Ijósmyndari Austurlands leit við. Ljósm. as Þetta er áhugamál fyrir alla og ekki er skilyrði að hafa áhuga á veiðiskap. Fyrir fólk sem er í föndri á annað borð er þetta alveg rakið því þetta getur verið heilmikil list“,sagði Björgvin að lokum. Lært að hnýta flugur Um síðustu helgi var haldið fluguhnýtinganámskeið á Reyð- arfirði. Það var Bjöm Mikhael- son, fluguhnýtari og yfirvarð- stjóri hjá lögreglunni á Sauðar- króki, sem kenndi austfirskum fluguhnýturum listina. Alls tóku sjö einstaklingar þátt í nám- skeiðinu en þeir komu mjög víða að. Tveir voru frá Reyðarfirði en frá Vopnafirði, Egilsstöðum, Eskifirði, Neskaupstað og Breið- dalsvík mætti einn frá hverjum stað. veiða. Þessir einstaklingar eru að búa sér til nýtt áhugamál. Sumir horfa einnig til lengri tíma og hafa áhuga á að hnýta til að selja en það er orðið nokkuð algengt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.