Austurland


Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 Fundur um tengsl atvinnulífs og skóla Mynd SÓ Á fimmtudag var haldinn fundur í Verkmenntaskóla Austurlands þar sem farið var yfir árangur þróunarverkefnis sem skólinn hefur unnið í samráði við Sfldar- vinnsluna en verkefninu er nú að ljúka. Verkefnið var styrkt af Evrópusambandinu, nánar tiltek- ið af svokallaðri Leonardoáætl- un, en dr.Gestur Guðmundsson, félagsfræðingur, hafði yfirum- sjón með hinum íslenska hluta verkefnisins. Verkefnisstjórnin hefur verið í samvinnu við hlið- stæð verkefni í Noregi, Dan- mörku og Þýskalandi og hefur reynslan úr þessum verkefnum verið notuð til að búa til hand- bók um hvernig best sé að koma á tengslum atvinnufyrirtækja og skóla, með stöðuga þróun og sí- Spumingin hér að ofan er spurn- ing sem ég hef, sem íbúi í sjávar- plássi, oft heyrt í gegnum tíðina. A hverju hausti eru sjávarút- vegsfyrirtækin í stórvandræðum með að manna verksmiðjur sínar og menn spyrja í forundran, hvers vegna? Hvers vegna þurfum við að flytja inn stóra hópa erlends verafólks til að vinna þessi störf þegar fólk er á atvinnuleysisskrá í Reykjavík og jafnvel í fjórðungnum og fullt af ungling- um að rolast í skóla þó að þeir hafi ekkert þangað að gera? Hvers vegna flytur fólk í burtu úr þessu frábæra atvinnuástandi í atvinnuleysi og óöryggi í höfuð- borginni? Fyrir þessu eru að mínu mati allnokkrar ástæður. I fyrsta lagi er fólk í auknum mæli farið að gera kröfu um að starfið sé eitthvað meira en tæki til að afla helstu lífsnauðsynja. Vinna er ekki einhver föst stærð eins og húsnæði eða samgöngur. Menn vilja læra nýja hluti í vinnunni og gera kröfu um að vinnan auki þroska þeirra. Þessi breyting hefur að mestu farið framhjá fiskvinnslugeiranum þar sem fornfáleg stjórnun er víða við lýði og vinnan er afar einhæf (Þó eru fiskimjölsverksmiðjur undan- 10 bekkur Nesskóla stefnir á skólaferð til Danmerkur næsta vor. Hugmyndin er að tengja Danmerkurferðina við dönsku- nám í skólanum í vetur og t.d. standa í bréfaskrifum við danska nemendur sem heimsóttir verða í ferðinni ásamt því að búa til kynn- ingarefni um Island á dönsku sem notað verði í ferðinni. menntun starfsmanna í huga og í raun má segja að verkefnið hafi gengið út á að gera fyrirtæki að námsstöðum (learning organi- zations). Símenntun er hagur bæði fyrirtækis og starfsmanns. Fyrirtækin hafa fjárfest gífurlega í tækjabúnaði, starfsmönnum hefur fækkað, aukin áhersla er lögð á gæði framleiðslunnar og fyrirtækin hafa því þörf fyrir sveigjanlegra, hæfara og mennt- aðara starfsfólk en áður. Starfs- menn sem eru sífellt að bæta við þekkingu sína eru jafnframt ánægðari í vinnu sinni, vinnan verður þroskandi og meira gef- andi og spillir síður frítímanum. Þetta er sem sagt tilraun til að nýta og efla þann mannauð sem fyrir er í fyrirtækjunum. Mark- tekning, en þar hafa orðið gífur- legar framfarir síðustu árin). Vélar stjórna hraða vinnunnar að miklu leyti og starfsmenn eru undir miklu eftirliti. Starfið er því ekki aðlaðandi í sjálfu sér fyrir flesta. Fólki er einnig illa við að vinna vinnu sem getur spillt fyrir þeim frítímanum. Þetta gerir fiskvinnan óumdeil- anlega því fiskveiðar eru tiltölu- lega óútreiknanlegar og því vita menn oft ekki hvað á að vinna lengi, hvort á að vinna næstu helgi o.s.frv. og ekki bætir úr skák að upplýsingaflæði frá stjórnendum til starfsfólk varð- andi veiðar og aflabrögð er oft ekki nægilega gott. Annar þáttur sem skiptir miklu máli eru launa- kjör. Það er nefnilega að tals- verðu leyti launakjörum um að kenna að Islendingar vilja ekki vinna í fiski. Forsvarsmenn fyr- irtækjanna benda á að verka- menn séu nú með ansi góð árs- laun, en staðreynd er sú að góð- um árslaunum ná menn með því að vinna hrikalega yfirvinnu og á ákveðnum tímabilum eins og sfldarvertíðum er unnið myrk- ranna á milli, vikum og mán- uðum saman. Ef við skoðum þessa þætti í samhengi þurfum Vegna þessa mun bekkurinn standa fyrir kökubasar í Melabúðinni frá klukkan 2 til 4 á morgun, föstudag. Alls eru 32 nemendur í 10 bekk skólans þannig að ljóst er að krakkarnir verða að vera útsjónarsamir í fjáröflun í vetur ef hugmyndin á að ganga eftir. mið verkefnisins er að koma fyr- irtækjunum upp úr ákveðnum hjól- förum stöðnunar og koma af stað stöðugri þróun tæknivæðingar og aukinnar nýtingar þekkingar. Loðnuverksmiðja Síldar- vinnslunnar var talin vera tilval- inn vettvangur fyrir verkefnið. Vinnan er flókin og starfsmenn eru menntaðir á vinnustaðnum og því miklir möguleikar fólgnir í aukinni fræðslu í nútíð og framtíð, en aukin fræðsla skilar hæfara, ánægðara starfsfólki og bættri framleiðslu. Vinnan hefur svo falist í því að kortleggja hvaða þekking er starfsmönnum nauðsynleg og búa svo til náms- efni byggt á reynslu þeirra sem nú eru við störf í verksmiðjunni. Þessi vinna er nú í gangi og fyrir- við ekki að furða okkur á því að Islendingar vilji ekki vinna í fiski. Af hverju að velja starf sem er einhæft, erfitt, spillir frí- tímanum og er illa launað þegar maður getur fengið einhverja aðra vinnu? Pólverjar og annarra þjóða fólk virðist vera til í að vinna í fiskinum, en þeir eru líka á svimandi háum launum ef miðað er við gengismun á gjaldmiðlum þjóðanna og mun á verðlagi. Fólk flytur til Reykjavíkur til að komast í fjölbreyttara atvinnulíf þar sem það á meiri möguleika á áhuga- verðri vinnu. Það er svo aftur annað mál hvort allt þetta fólk fær áhugaverðari vinnu, en ég held að það sé nóg fyrir marga að hafa möguleika á því þó að það verði e.t.v. ekki strax að veruleika. Leiðir til úrbóta eru jafn augljósar og ástæðurnar fyrir því að íslendingar vilja ekki vinna í fiski. Leiðirnar gætu t.d. falist í að: 1. Taka upp nútímalegri og mannlegri stjórnunararhætti og breyta vinnuskipulagi á þann hátt að auka fjölbreytni, t.d. með því að láta menn skipta á milli starfa með reglubundnum hætti. Einnig væri heillaspor að negla vinnutíma niður svo fólk geti skipulagt frítíma sinn. 2. Auka sjálfvirkni, en með því móti fækkar starfsfólki og þau störf sem verða eftir verða sennilega áhugaverðari og líkam- lega auðveldari, krefjast meiri þekkingar og eru ekki eins ein- hæf. (Þetta byggist þó á hönnun vélasamstæðna og vinnuum- hverfis og er ekki sjálfgefið) 3. Hækka launin. Hækkun launa er nauðsynlegur þáttur og fulltrúar atvinnulífs og skola liggjandi er áætlun fyrir næsta árið um samvinnu Síldarvinnsl- unnar og Verkmenntaskólans. I framhaldinu er meiningin að koma á fót einskonar „Bræðslu- braut“ í Verkmenntaskólanum helst í hendur við fækkun starfs- mann í kjölfar aukinnar sjálf- virkni og sífellt meiri fjárfest- inga í tækjabúnaði. Þessar lausnir eru þó ekki all- ar einfaldar og þægilegar þrátt fyrir að þær séu augljósar. Lausn- irnar krefjast stórra hugarfars- breytinga af hálfu sjávarútvegs- fyrirtækjanna, sérstaklega hvað varðar stjórnunarhætti, en hvað þá varðar er fiskiðnaðurinn hálfri öld á eftir öðrum starfsgreinum, sérstaklega ef við förum út í að bera okkur saman við hin Norðurlöndin, en þar eru menn orðnir mjög meðvitaðir um það að vinnuumhverfið getur valdið andlegu álagi getur haft skaðleg áhrif á fólk. Einnig er ekki nóg að auka sjálfvirkni í framleiðsl- unni heldur þarf að taka tillit til starfsfólks þegar framleiðslulín- ur eru hannaðar, en það virðist hafa gleymst mjög víða og má jafnvel færa rök fyrir því að aukin sjálfvirkni hafi í sumum fyrirtækjum gert störf enn ein- hæfari og gjörsneiddari inni- haldi. Hækkun launa krefst einn- ig hugarfarsbreytingar, en í ljósi þess hve sjávarútvegsfyrirtækin eru að skila góðum hagnaði ætti í kjölfar aukinnar sjálfvirkni að vera auðvelt að hækka laun verka- fólks ef viljinn er fyrir hendi. Hins vegar geta fyrirtækin örugglega bjargað sér áfram fyrir hom með því að ráða erlenda verkamenn sem halda launakostnaði niðri, og ef fer sem horfir verða nánast eingöngu útlendingar í þessum störfum í framtíðinni. Það er að mínu mati kominn tími til að sjávarútvegsfyrirtækin fari að gera sér grein fyrir hvað liggur mikill auður í starfsfólkinu og hverskonar fjármunir eru að tapast vegna þess skipulags sem nú er á framleiðslu flestra slíkra fyrirtækja. Nú eru góðir tímar í sjávarútvegi og ætti því að vera auðvelt fyrir fyrirtækin að bæta rekstur sinn og gera eitthvað fyrir starfsfólkið og auka þar sem menn yrðu undirbúnir undir vinnu í loðnuverksmiðju. Hugsanlegar námsgreinar á slíkri braut væru greinar eins og vélfræði, uppbygging verk- smiðjunnar, tölvufræði, tungu- mál og öryggismál. Reynsluna af verkefninu má svo nota í framtíðinni, t.d. ef álver á Reyð- arfirði verður að veruleika. Einnig er líklegt að þörf á slíku námi fyrir fiskvinnslufólk muni aukast í framtíðinni, en sjálf- virkni er að aukast mikið um þessar mundir í fiskvinnslunni og þar hefur verið einna mest stöðnun. Dr. Gestur Guðmundsson, verkefnisstjóri, sagðist á fundin- um vera nokkuð ánægður með árangurinn af verkefninu. Hann sagði fyrirstöður í vinnumenn- ingu verksmiðjunnar hafa verið litlar, en í slflcum verksmiðjum getur verið fyrir hendi vinnu- menning sem er í mikilli and- stöðu við framþróun. Gestur segir hins vegar enn vera of snemmt að segja til um hver raunverulegur árangur verði, því koma verði í ljós hvemig tengsl- um skólans og Síldarvinnslunnar reiðir af og hvort raunveruleg námsleið verði til í framhaldi af þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Það sé hins vegar ljóst að það velti mjög á frumkvæði fyrirtækisins hvort framhald verður á tengslunum og hvað verður úr samstarfinu. I umræð- um eftir erindi Gests kom fram að ýmis vandamál þarf að leysa varðandi námið. T.d. eru starfs- mennimir í verksmiðjunni með mjög misjafnan bakgrunn og þeir eru einnig á mjög ólíkum aldri og því þarf að sníða náms- efnið eftir því og jafnvel að skipta starfsmönnum í hópa eftir aldri og getu. Einnig em fyrirsjá- anleg vandamál vegna þess hve vinnan í verksmiðjunni er óút- reiknanleg, en menn vita aldrei fyrir víst hvenær hráefni berst og því þarf skólinn sífellt að vera í startholunum með námskeið sem svo þarf að klára meðan vinnslu- stöðvun er í verksmiðjunni. Þó getur verið að í framtíðinni muni námið fara fram á meðan vinnsla er í gangi og starfsmenn fari þá á námskeið á frívöktunum. Vangaveltur Af hverju vilja Islendingar ekki vinna i fiski? Sigurður Olafsson veltir vöngum Safnað fyrir Danmerkurferð

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.