Austurland


Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 24.09.1998, Blaðsíða 8
Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 T'\U>°Ö Sokkar og nærföt í úrvali Frá Sjöfn: Taumýkir Blik uppþvdttavéladuft Frá Kjötkaup: Trippasaltkjöt Fdlaldapiparsteik ,» daga frá M.lo.oo-Jo o«' 900 NESBAKKI @477 1609 og 897 1109 Austurland Neskaupstað 24. september 1998. Verð í lausasölu kr. 170. Gönguhópurinn með lieimabœinn í baksýn. Fögur er hlíðin! Danskennsla í Grunnskóla Reyðarfjarðar Líflegt hefur verið í Verkmenntaskóla Austurlands undanfarið. Á dögunum var haldin grillveisla fyrir alla nemendur skólans og var við það tilefni keppt í bandí á planinu við skólann. Á mánudag var svo farið í hina árlegu fjallgöngu skólans en hún er ætluð efri bekkjum grunnskólans einnig. I þetta sinn var gengið upp að Lolla og svo upp á Hellisfjarðarmúla. Ferðin þótti vel heppnuð enda veður með afbrigðum gott, hitinn um 16 gráður og heiðskírt. Stór hluti nemendanna tók þátt í göngunni og komust allir á tindinn stórslysalaust. Þessar gönguferðir hafa verið hefð í skólanum um langt skeið og er þetta dæmi um skemmtilegar hefðir sem geta skapast innan skólanna, en gönguferðirnar eru meðal bestu minninga margra af skólavist unglingsáranna. Nú er verið að taka upp á þeirri nýbreytni að kenna dans í grunnskólum í sameinuðu sveit- arfélagi Eskifjarðar, Neskaup- staðar og Reyðarfjarðar. Þegar blaðamenn voru á ferðinni á Reyðarfirði í vikunni var dans- kennsla að hefjast en Guðrún Smáradóttir, danskennari, mun sjá um kennsluna. Þar með eru danskennslumál komin í betra horf hér en víðast á landinu og sem dæmi má nefna að einungis fimm danskennarar þjóna allri höfuðborginni. Danskennsla er mikilvægur þáttur í að efla hreyfiþroska barnanna og kenna þeim að umgangast hitt kynið og því er afar gott að eiga mögu- leika á að bjóða upp á hana. Pylsuritar brögðuðust greinilega vel, en hér má sjá dr. Gunnar Olafsson, kennara, í hlutverki grillmeistara. Göngin lokuð frá 8 til 6 v Börnin virtustu skemmta sér vel í dansinum og þegar blaðamenn Austurlands koiitu í heimsókn var stiginn „línudans“ að hœtti amerískra „sveitalubba“. Ljósnt. as Alla þessa viku hafa Odds- skarðsgöngin verið lokuð frá klukkan átta á morgnanna til klukkan sex á kvöldin vegna framkvæmda. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni fer það mikið til eftir tíðarfari hversu mikið verður unnið í göngunum núna, en ætlunin er að halda áfram að klæða gangaveggi með mottum en auk þess verður unnið eitthvað í gólfi ganganna, en það er orðið nokkuð slitið, sérstaklega þar sem mestur vatnsleki hefur verið. Ekki er ljóst hvenær framkvæmdum lýkur en ef veðrið helst gott gætu framkvæmdir dregist eitt- hvað fram í næstu viku. Á meðan göngin eru lokuð er umferð beint yfir skarðið, en vegurinn yfir hefur verið lagaður til og heflaður þannig að vand- ræðalaust ætti að vera að fara yfir ef tíðin helst. Bílar skemmdust á Vopnafirði Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000 Á föstudag varð það óhapp þeg- ar verið var að sprauta lýsistanka hjá Lóni hf að málning fauk frá sprautubúnaði og dreifðist um bæinn. Uðinn var afar fíngerður en hann sást víða glögglega á bifreiðum og þá sérstaklega við frystihúsið og sláturhúsið sem eru næst tönkunum. Að sögn lögreglunnar á Vopnafirði hefur verið tilkynnt um að málning hafi farið á 60 bifreiðar og sé nú verið að reyna að hreinsa hana af, en það er gert með sérstökum leir. Hreinsunin hefur gengið vel og það er talið skipta miklu máli að rigning var þegar atvikið átti sér stað og kalt í veðri. Eins og stendur er ekki ljóst hvaða ábyrgð aðilarnir, sem stóðu að málningarframkvæmdunum, bera á atvikinu, en málið er í rannsókn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.