Austurland


Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 5 Skólinn í nýtt og betra húsnæði Á Borgarfirði er nú í fyrsta skipti kennt í nýju skólahúsnæði sem byggt var í sumar. Um er að ræða allsérstæða byggingu sem samanstendur af fjórum sumar- bústöðum af stærstu gerð sem tengdir eru saman með upphit- aðri tengibyggingu. Áður hafði kennsla farið fram í félagsheim- ilinu Fjarðarborg, en aðstaðan þar var löngu orðin ófullnægj- andi, t.d. var engin vinnuaðstaða kennara í húsinu og þeir því „með allt á hnjánum" eins og Gunnar Finnsson, skólastjóri, orðaði það. Að sögn Gunnars er um að ræða bráðabirgðalausn og ekki er stefnt að því að nota húsnæðið í meira en fimm ár. Ástæðan fyrir því að þessi leið var farin er sú að þegar hætt verður að nota húsnæðið sem skóla er hægt að Gunnar Finnsson, skólastjóri glerhýsinu sem tengir öll fjögur taka hvem sumarbústað fyrir sig, selja, og flytja hvert á land sem er. Þannig er tryggt að sveitarfél- agið mun ekki sitja uppi með húsnæði sem það getur ekki Frumleg hönnun. Það er engu líkara en arkitektinn hafi haft Perluna í Öskjuhlíðinni sér til fyrirmyndar. Ljósm. as barnaskólans á Borgarfirði, í húsin saman. Ljósm. as losnað við. Þegar framkvæmdir hófust voru tvö hús fyrir og því þurfti aðeins að bæta tveimur við ásamt tengibyggingu, en húsin sem fyrir voru höfðu verið notuð sem kennsluhúsnæði vegna þess að starfsemi skólans rúmaðist ekki öll í félagsheimilinu. „Það er ekki bara aðstaðan fyrir kennara sem hefur batnað“, sagði Gunnar í samtali við blaðið. Aðstaðan fyrir nemendur hefur einnig batnað til muna. Við höfum í dag fjórar bjartar og rúmgóðar skólastofur, tölvuver og sérstaka aðstöðu fyrir mynd og handmennt sem verður að teljast gott fyrir ekki stærri skóla en okkar“. I barnaskólanum á Borgar- firði eru í dag 25 nemendur og við skólann starfa fjórir kennarar ásamt skólastjóra. Frá aðalfundi Verkalýðs- félags Norðfirðinga Aðalfundur VN var haldinn í Neskaupstað 1. október síðast- liðinn. Þar voru m.a. samþykkt ný lög fyrir félagið ásamt nýrri reglugerð fyrir sjúkra-, orlofs- og vinnudeilusjóð. Einnig voru á fundinum kosnar stjórnir fyrir sjóði félagsins. Tvennt bar hæst á fundinum. Annarsvegar var hækkun félags- gjalda um 0.1% sem þýðir að félagsgjaldið er í dag 1.1% af launum í stað 1.0% áður. Einnig var ákveðin hækkun á greiðslum úr sjúkrasjóði félags- ins. Samkvæmt gömlu reglu- gerðinni fengu félagsmenn áður 800 kr. á dag úr sjúkrasjóði í hámark 90 daga. Þá kom bið í sex mánuði og ef bótaþegi var sannarlega óvinnufær eftir þann tíma gat hann aftur átt rétt á sjúkradagpeningum í 90 daga. Eftir breytinguna miðast greiðsl- ur úr sjóðnum við byrjunarlaun 18 ára einstaklings í fiskvinnslu. Þetta þýðir að í stað 800 kr. á dag áður eru nú greiddar 2096 kr. Einnig lengist tíminn sem greitt er talsvert en nú eru sjúkra- dagpeningar greiddir í 120 daga. Einnig hækka bamadagpeningar úr 100 kr í 252 kr. fyrir hvert barn undir 18 ára aldri á fram- færi bótaþega. Norðfjarðarhöfn lang aflahæst Fiskifélag íslands hefur nú gefið út bráðabirgðatölur um fiskafla í ágúst. Þar kernur fram að Norðfjarðarhöfn er lang allahæsta höfn landsins, en 12.648 tonnum var landað þar í ágústmánuði. Eskifjarðarhöfn en næst í röðinni með 5.703 tonn. I tölum Fiskifélagsins kemur einnig fram að sá afli sem landað hefur verið á Austfjörðum er 332.456 tonnum minni en í fyrra ef mið- að er við fyrstu átta mánuði ársins. Þessi munur felst fyrst og fremst í samdrætti í loðnuveiðum en einungis 305.710 tonnum af loðnu hefur verið landað, samanborið við 512.293 tonn á sama tíma í fyrra. Síldveiðar hafa einnig dregist saman, en fyrstu átta mánuði ársins var búið að landa 7.263 tonnum af síld, samanborið við 157.185 tonn á sama tíma í fyrra. Austfirðingar hafa drukkið fyrir 210 milljónir króna Söluskýrsla ÁTVR fyrir fyrstu níu mánuði ársins kom út í síð- ustu viku. Þar kemur fram að Austfirðingar hafa drukkið áfengi fyrir rúmlega 210 milljónir króna það sem af er árinu. Mest hefur selst af áfengi í verslun ÁTVR á Egilsstöðum eða að andvirði 93 millj. kr. Á sama tíma hefur selst tóbak að andvirði 164,5 millj. kr. í verslunum ÁTVR á Austurlandi, en þar hefur verslunin á Egilsstöðum einnig vinninginn, en þar hefur selst tóbak fyrir 76,5 millj. kr. Ýmsar úthlutunarreglur sjóðs- ins voru einnig rýmkaðar til muna og t.d. er í dag heimilt að greiða dagpeninga í allt að 30 daga ef launatekjur einstaklings falla niður vegna veikinda maka eða bama. Félagar Verkalýðsfélags Norð- firðinga eru hvattir til að kynna sér lög og reglugerðir félagsins sem liggja frammi á skrifstofu þess. Ognarafl náttúrunnar Á næstunni verð- ur listaverkið hér að ofan sett upp á Seyðisfirði, en verkið er gjöf til bæjarins frá starfs- mönnum vél- smiðjunnar Stáls hf. Verkið er gert úr stálbitum sem festir eru upp á endann á sléttan flöt. Það voru þó ekki starfsmenn Stál sem snéru upp á bitana, held- ur náttúran sjálf, en bitarnir em úr rústum fiski- mjölsverksmiðj- unnar Hafsíldar, sem gjöreyðilagðist í snjóflóði fyrir nokkrum árum. Verkið gerir því glögga grein fyrir því hverskonar ógnarkrafta er við að eiga þegar snjóflóðin eru annarsvegar. Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Seyðisfirði A mánudag var nýtt íþróttahús tekið í notkun á Seyðisfirði. Nýja húsið er í fullri stærð, eða með löglegum völlum í allar inn- anhúsíþróttir og hefur bygging þess gengið afar vel. Það hefur vakið athygli að það var Seyð- firskur verktaki, Garðar Ey- mundsson, sem átti lægsta til- boðið í verkið og verður að telj- ast merkilegt að á Seyðisfirði skuli vera aðili sem ræður við svo stóra framkvæmd. Að svo stöddu verður aðeins íþróttasalur hússins tekinn í notkun, en í tengibyggingu við félagsheimil- ið verður salur sem hægt verður að nota sem fundar- og sam- komusal, auk þess sem mögu- leiki verður á að hafa þar kaffi- teríu. Til hliðar við íþróttasalinn verða svo sturtuklefar og bún- ingsaðstaða og í kjallara verður sauna, heitur pottur, ljósabekkir og lyftingasalur. í húsinu verður aðgengi fyrir fatlaða mjög gott og m.a. veður lyfta fyrir fatlaða. Það er því ljóst að þegar fram- kvæmdum við húsið lýkur ein- hverntíma á næsta ári, verða Seyðfirðingar með glæsilegustu íþróttaaðstöðu á Austurlandi. Austurland óskar Seyðfirð- ingum til hamingju með húsið.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.