Austurland


Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 15.10.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 7 Friðþjófur eykur vinnslugetu um helming -stofnfundur framundan Miklar endurbætur Á morgun verður vrgð nýuppgerð skrifstofa sýslumanns á Seyðis- firði. Húsið hefur verið fært í upprunalega mynd í einu og öllu og er það nú orðið sérlega glæsilegt á að líta eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Framkvæmdirnar kostuðu um 40 milljónir króna og er ánægjulegt að íslenska ríkið skuli veita slíkum fjármunum í endur- byggingu og varðveislu gamalla húsa sem eru hluti af menningar- arfi þjóðarinnar. Dómaranámskeið í Nes- kaupstað Blaksamband íslands stóð fyrir dómaranám- skeiði í Neskaupstað á föstudag. Námskeiðið sóttu 15 manns, en kennari var Leifur Harðarson, alþjóða- dómari og blakþjálfari, en hann hefur meiri Frá námskeiðinu. Ljósm. as reynslu á þessu sviði en nokkur annar Islendingur. Námskeiðið tókst sérlega vel og ljóst að ekki verður skortur á dómurum á Austurlandi í vetur. til með starfsemi þess. Markmið Fræðslunetsins verður í meginatriðum tvíþætt. Annars vegar að hlutast til um að bjóða upp á háskólanám á Aust- urlandi frá starfandi háskólum, m.a. með aðstoð nýjasta fjar- skiptabúnaðar. Hins vegar að efla símenntun og fullorðins- fræðslu í fjórðungnum á sem flestum sviðum. Fræðslunetið verður byggt upp í nánu sam- starfi við framhaldsskóla í fjórð- ungnum. Hlutverk þess verður að vera einskonar tengiliður á milli þeirra sem sinna háskóla- kennslu og símenntun og ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana á Austurlandi. Hlutverk þess verður m.a. að kynna, og skipu- leggja nám eða námskeið sem óskað er eftir. Gert er ráð fyrir að beinn kostnaður við rekstur Fræðslunetsins verði um sjö og hálf milljón króna á ári. Reiknað er með að ríkissjóður greiði verulegan hluta rekstrarkostnað- ar, enda er það hlutverk þess að greiða margvíslegan kostnað vegna háskólanáms. Hvað varð- ar símenntun er þessu öðruvísi farið. Þar verður neytandinn eða vinnuveitandi hans að bera kostnaðinn að verulegu leyti. Þegar leitað er til fyrirtækja á Austurlandi um fjárframlag til Fræðslunetsins er verið að styrkja möguleika Austfirðinga til endur- og símenntunar og gera einstaklingana þar með að hæf- ari einstaklingum í atvinnulífinu. Þess má geta að fyrirtækjum og samtökum á Austurlandi er boðið að gerast stofnaðilar að Fræðsluneti Austurlands með framlagi til þess. Boðið er upp á mismunandi stofnframlag og er lægsta framlagið kr. 10.000. Þá er sérstaklega verið að hugsa til að einyrkjar, lítil fyrirtæki, félög og samtök geti tekið þátt í að efla möguleika Austfirðinga til menntunar. Einnig er hægt að leggja til 25.000 - 100.000 króna framlag, allt eftir áhuga og fjár- hagslegri getu. Loks er vonast til að stærstu fyrirtæki í fjórðungn- um geti lagt fram allt að 200.000 króna stofnframlag til Fræðslu- netsins. Austfirðingar góðir. Tökum höndum saman og gemm Fræðslu- net Austurlands að öflugri stofn- un sem við getum öll verið stolt af. Höfundur erformaður Háskólanefiidar SSA Friðþjófur hf. hefur staðið í miklum breytingum á síldar- verksmiðju sinni á Eskifirði, en fyrirtækið er nú alfarið í eigu Samherja hf. á Akureyri. Að sögn Gests Geirssonar, fram- kvæmdastjóra, er um að ræða 50-70% aukningu á vinnslugetu, en tveimur vélasamstæðum var bætt við þær sem fyrir voru og vinnslusalurinn endurskipulagð- ur. Einnig er söltunin orðin að mestu leyti sjálfvirk og við það sparast mikið vinnuafl. Þegar blaðamaður Austurlands kom í heimsókn til Friðþjófs á fimmtu- dag voru starfsmenn að flaka síld sem söltuð var í fyrra, en er nú verið að fullvinna á jólaborð Finna. Austfirðingar verða svo bara að krossleggja fingur og vona að einhver síld fari að veiðast. Emil Björnsson skrifar Fræðslunet Austurlands Þessa dagana er unnið af fullum krafti að undirbúningi að stofnun Fræðslunets Austurlands, en fyrir- hugað er að það verði sjálfseign- arstofnun með aðild framhalds- skóla á Austurlandi, háskóla, fyrirtækja og ýmissa stofnana. Fyrirhugað er að stofna Fræðslu- netið 30. okóber næstkomandi. Fyrir nokkrum dögum sendi Háskólanefnd SSA fjölmörgum fyrirtækjum og samtökum á Austurlandi bréf þar sem þess var farið á leit að þau gerðust stofnaðilar að Fræðsluneti Aust- urlands. Vart þarf að undirstrika hversu mikilvægt það er að Austfirðingar taki rösklega þátt í stofnun Fræðslunetsins því mikilvægi þess fyrir atvinnulíf og byggðaþróun á Austurlandi getur orðið verulegt ef vel tekst Stærsta málningardós í heimi? Blaðamaður Austurlands rakst á þessa stórgerðu málningardós á hafnarsvæðinu á Eskifirði og stóðst að sjálfsögðu ekki freistinguna að mynda fyrirbærið. Dósin er reyndar ekki full af málningu, en hún á að standa við knattspymuvöllinn á Eskifirði í auglýsingaskyni. Nýtt athafnahúsnæði á Eskifirði Eins og margir hafa eflaust tekið eftir hefur risið nýtt hús á hafn- arsvæðinu á Eskifirði. Kristinn Aðalsteinsson lét byggja húsið, en það er um 700 fm. að gólf- fleti. Húsið er nú að fyllast af starfsemi og á næstunni mun Fiskistofa flytja inn í austurenda hússins. I hinum enda hússins er stór salur sem notaður verður til að afferma gáma, en það hefur fram að þessu verið gert úti við, hvemig sem viðrar. Ráðgert er að Eimskip flytji sínar skrifstof- ur í austurenda hússins á næstu mánuðum, en vöruafgreiðsla fyrirtækisins hefur nú verið í húsinu í nokkra mánuði. }i Kristinn Aðalsteinsson, athafnamaður á Eskijirði, við hið nýja húsnœði. Ljósm. S.O.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.