Alþýðublaðið - 05.11.1919, Qupperneq 3
3
ALÞfÐUBLAÐIÐ
Stúlka,
sem skrifar góða rithönd, reiknar vel og er vélritari,
getur fengið góða stöðu strax við eitt af stærri verzl-
unarhúsum bæjarins. — Skriflegar umsóknir, merkt:
„Vön.íS, leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs
fyrir 10. þ. m.
Innrömmmi á myndum
afgreidd fljótt og vel. Lágt verð.
Hjálmar Porsteinsson,
Skólavörðuetíg 4. Sími 300.
og Ungverja. Bessar þjóðir hafa
bygt þessi lönd um langan aldur,
en hafa sætt kúgun og harðstjórn
af Þjóðverjum og Rússum. Á mið-
öldunum fluttust Þjóðverjar til
Latívu og hefir síðan búið þar
-nokkuð slangur af þeim. Eignuðust
þeir smámsamaa mikið af land-
inu og léku þýzku gósseigendurnir
lettnesku bændurna grátt. En
Lettar voru þrautseigir og glötuðu
ekki þjóðerni sínu þrátt fyrir yflr-
gang og kúgun útlendrar harð-
stjórnar. Helztu atvinnuvegir Letta
eru landbúnaður, verzlun og sigl-
ingar. Höfuðborgin heitir Riga,
stór verzlunarborg. í Eistlandi
heitir höfuðborgin Reval. Eru hafn-
ir þessar jafnan íslausar á vetr-
um og hafa því mikla verzlunar-
þýðingu fyrir Rússland í heild.
Líthá var áður pólskt hertoga-
dæmi, en féll siðar í hendur Rúss-
um. Þar eru skógar miklir og land
gott og aðalatvinnuvegur landbún-
aður. Eins og áður er getið, eru
Lítháar sérstök þjóð, er heflr sér-
staka tungu.
Mun ríkjum þessum skift eftir
þjóðerni, enda þótt út frá þeirri
reglu hafi verið brugðið nú á frið-
arráðstefnunni.
Fyrir oss íslendinga, sem ný-
lega höfum fengið viðurkent full-
veldi vort, er eigi ástæða til ann-
ars en að samgleðjast þessum
þjóðum, sem eru nú orðnar sjálf-
stæðar eftir margra alda harð-
stjórn og kúgun. X
Símskeyti.
Kaupmannahöfn 8. nóv.
Frelsiskostnaður!
Nýju ríkin innan takmarka
Habsborgarveldisins, sem nú er
liðið undir lok, eiga að borga 1500
tniijónir franka af herkostnaði
Bandamanna og er það nefnt
frelsiskostnaður.
Frá Bíilgarín.
Búlgörsk blöð færa sannanir
fyi'ir því að Ferdinand fyrverandi
Buigarakonungur, hafi sagt Savoff
hershöfðingja að biðja þýzku stjórn-
ina að senda herlið til þess að
ráðast aftan að Bandamönnum,
eftir að Búlgarar höfðu samið
vopnahlé.
Frakkar minnast hinna föilnn.
Á laugardaginn var haldinn
minningardagur fallinna manna í
Frakklandi, og var ekkert unnið
þann dag.
Bisfcupinn.
Dr. Jón Helgason biskup hefir
þegið tilboð um að flytja fyrirlestra
við háskólann í Uppsölum í Sví-
þjóð.
Þetta og hitt.
Ný plöntufeiti. Mest af þeirri
plöntufeiti sem nú kemur á lieims-
markaðinn er unnin úr kopra,
sundurskornum og hertum kjarna
kókushnetunnar er vex á kókus-
pálmanum, sem ræktaður er í
hitabeltinu. En nú eru Frakkar að
undirbúa að vinna olíu úr kjarna
annarar pálmahnetu, hins svo-
nefnda Babassupálma, sem öll
ógrynnin vaxa af í Brazilíu. Ba-
bassufeitina eða olíuna má nota
til viðbits, til áburðar og til ljósa.
Gott náttúrnfræðisrit. Amer-
iska náttúrufræðisritið Journal of
American Museum hefir valið sér
styttra nafn, og heitir nú Natural
History. Allir náttúruvinir, sem
kunna Ensku, ættu að halda þetta
vandaða og tiltölulega ódýra rit.
Það er prentað á ágætan pappir
og flytur slíkan fjölda af myndum
að sumir náttúruvinir halda það
þó þeir kunni ekki Ensku. Grein-
arnar sem það flytur eru ritaðar
þannig að einnig þeir geti skilið
þær, sem enga sérþekkingu hafa í
náttúrufræði. 8 hefti koma út á
ári, og er verð árg. hér á landi
2V2 dollari. Utanáskrift til afgreiðslu
ritsins er: Secretary of the Amer-
ican Museum Centtal Park West,
New York City U. S. A.
Um dagino 09 vepn.
Öll hús í bænum. Nú á að
hreinsa i hvellinum reykháfana í
öllum húsum í bænum. Verða
ráðnir til þess 10 menn til að-
stoðar sóturunum. Verið er_ að
smíða hreinsunaráhöld fyrir þessa
bráðabirgða sótara.
Alræðisvald heflr brunamála-
nefnd bæjarins veitt Kristófer Sig-
urðssyni varaslökkviliðsstjóra í
öllum málum er snerta viðgerð á
eldfærum og reykháfum og á nú
ekkert hangs að vera á þeim mál-
um lengur. Hann á líka að hafa
yflrumsjón með reykháfahreins-
uninni.
Slys. Húsfrú Elín Jónatans-
dóttir, kona Sigurjóns trésmiða-
meistara Sigurðssonar, varð fyrir
því slysi nýlega, að detta og slasa