Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 3

Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 3
E I N I N G 3 Guðrún Á. Símonar, söngkona 3000 fundir Ungfrú Guðrún Á. Símonar hefir haldið fimm hljómleika í Gamla-Bíó á þessu vori, og var í hvert sinn fullt hús áheyrenda, sem tóku henni fádæma vel. Það má því sannlega segja, að myndar- lega hafi hún farið af stað, þegar hún aðeins 21 árs gömul, efnir til fyrstu sjálfstæðu hljómleika sinna á ævinni. Er það að efa, að nokkru sinni hafi söngkona hleypt hér svo glæsilega úi' Elaði. Af ellefu viðfangsefnum voru átta út- hinum mjúku, hærri tónum og með fyllingu pg hlýju í þeim lægri. Tríó útvarpsins, þ. e. Þórarinn Guð- mundson, fiðluleikari, Þórhallur Árna- son, cellóleikari og Fritz Weisshappel, pianóleikari, aðstoðuðu ungfrúna á hljómleikunum af mestu prýði. Ungfrú Guðrún Á. Símonar er fædd hér í bænum og uppalin. í báðar ættir á hún ágætt söngfólk. Faðir hennar, Símon sál. Þórðarson frá Hól, var ann- álaður söngmaður, og móðir hennar, Frá fyrstu hljómleikum Guðrúnar A. Símonar, 20. marz s. I. Söngkonan á sviðinu í Gamla Bíó. lend, þar á meðal þessar þrjár óperu- aríur: Intermezzo, úr „Cavalleria Rusti- cana“, eftir P. Mascagni, Un bel di vedremo, úr „Madame Butterfly“, eftir G. Puccini og Brindisi, úr „La Travi- ata“, eftir G. Verdi. Ennfremur lög eft- lr Tosti, Pergolese, Grieg, Alvarez og Liszt. íslenzku lögin voru eftir S. Kalda- lóns (Svanasöngur á heiði), Eyþór Stefánsson (Lindin) ogLoft Guðmunds- son (Hvað drevmir þig). Hljómleikahúsgestum mun lengi verða rninnisstæður þessi viðburður í tónlist- ni’lífi bæjarins, og þótt ekki verði hér minnzt á meðferð söngkonunna)' á hverju einstöku lagi fyrir sig, er rétc að geta þess, að viðfangsefnin leysti hún af hendi af undraverðri list og tókni. Hún hefir frábærilega'blæfagra sópranrödd, sem er hrein og silfurtær á Margtaldaður maður I ræðu einni bendir Harry Emerson Eosdick á það, að þótt hver maður sé getulítill og veikbyggt kcr, þá getur hann þó unnið kraftaverk í þágu þeirra hugsjóna, sem velferð mannkynsins byggist á. Við vanmátt mannsins má bæta hinni máttugu orku hugsjónanna, og þetta frú Ágústa Pálsdóttir, hefir ágæta rödd. Sönghæfileikar Guðrúnar standa því á traustum fótum, enda hefir hún ekki látið sitt eftir liggja að þroska rödd sína hið bezta. Og í þessu sambandi ej' þess vert að geta, að hinn ágæti söng- kennari, Sigurður Birkis, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, hefir verið kenn- ari hennar undanfarin þrjú ár. Það er alveg sérstök ástæða fyrir góðtemplara að gleðjast yfir sigrum Guðrúnar Á. Símonar. Hún er sem sé félagi í Reglunni; gekk í stúkuna Frón nr. 227 hinn 8. sept. 1938 og hefir gegnt þar mörgum trúnaðarstörfum. Að lokum er söngkonunni óskað tií hamingju með afrekið og fylgja henm beztu óskir um bjarta og góða framtíð á listabraut hennar. H. tvennt: manninn og hugsjónina má svo margfalda með Guði, og þá gerast und- ur, eins og með fátæku fiskimennina eft- ir að Kristur bættist í hópinn og í allt hugsjónalíf þeirra. Fortíð kvenna. Sagt er, að það sé mesta hryggðar- efni kvenna viðvíkjandi fortíð þeirra, hvað hún sé löng. Stúkan Einingin hafði þrjúþúsund- asta fund sinn 30. maí s. 1. Fundurinn var mjög fjölsóttur og hinn hátíðleg- asti. Sátu hann, auk stúkufélaganna sjálfra, margir boðgestir, fulltrúar frá öllum stigum Reglunnar og öllum stúk- unum í Reykjavík og Hafnarfirði. Framkvæmdanefnd stórstúkunnar kom í virðingarheimsókn. Helgi Helgason, verzlunarstjóri, flutti fróðlegt og mjög athyglisvert erindi um starfsferil stúk- unnar á síðastliðnum 59 árum. Hún hef- ur átt því láni að fagna, að vera oft bú- in hinum ágætustu starfskröftum. Hafa ýmsir þjóðkunnir menn, skáld, lista- menn og skörungar verið félagai' henn- ar. Mætti þar nefna menn eins og Jón Ólafsson, rithöfund, Harald Níelsson, prófessor, skáldið Guðmund Magnússon, Guðm. Björnsson, landlækni, Gest Páls- son, rithöfund, leikkonuna frú Stefaníu Guðmundsdóttur og mann hennai', Borgþór Jósefsson og marga fleiri. Stúkan Einingin hefur starfað s. 1. vetur með miklu fjöri og hefur fjölgað félögum um 200. Stúkan er sextug á þessu ári. Verður hennar þá minnzt nán- ar í blaðinu. Margir fulltrúar tóku til máls á fundinum. Jónsmessunóti (írh. af 2. síðu) sögur — og það kom eins og af sjálfu sér, rifjuð var upp ýms forn trú, sem tengd er Jónsmessunni. Nokkru af því, sem ég heyrði þá, hef ég drepið á hér að ofan. Þegar bálið fór að lækka og köstur- inn að síga saman, risu menn á fætur aftur, og nú var sungið, dansað og farið í ýmis konar leiki langt fram á nótt. Jónsmessan er áreiðanlega einhver elzti og merkilegasti þjóðhátíðardag- ur Norðurlandanna. En auk þess er hún tengd sögu okkar íslendinga á merkilegan og eftirminnilega hátt: Það er af sumum fræðimönnum tal- ið nokkurn veginn sannað, að það hafi verið á sjálfri hátíð hins heilaga Jó- hannesar skírara, að kristni var lögtek- in á Alþingi, svo að Jónsmessan er því einn af hinum allra merkustu minning- ardögum í íslenzkri sögu, því að ekki mun vera hægt að neita því, að kristni- takan tákni ein þau allra mei'kustu tímaskipti í sögunni, og að þá hafi gerzt sá atburður, sem mestu hefur orkað menningarlega á líf þjóðarinnar 1 blíðu og stríðu um aldaraðir. Þá er og tengdur við Jónsmessuna annar atburður, sem minnzt verður í sögu þjóðarinnar, þótt hann að vísu sé ekki sambærilegui' við sjálfa kristnitök- una, en það er stofnun Stórstúku ís- lands af I. 0. G. T., sem fór fram á Jónsmessudag 1886. (Útvarpserindi — hér nokkuð stytt).

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.