Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 4

Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 4
4 E I N I N G E I N I N G er stofnuö fyrst og fremst til sóknar gegn áfengisbölinu og eflingar bind- indi og fögrum siðum. En henni er jafnframt ætlað að flytja sem fjöl- breyttast efni um hin ýmsu áhugamál manna og menningu þeirra: andlegt líf, bókmenntir, listir, iþróttir og fé- lagslíf, uppeldi, heimilislíf, lijúskap og ástalíf, heilbrigði og skemmtanalif. Blaðið óskar eftir fregnum af menn- ingarstarfi og félagslifi manna víðs- vegar á landinu. ÚTGEFENDUR Samvinnunefnd stórstúku íslands, íþróttasambands Islands, Ungmennafélaga íslands og Sambands bindindisfélaga í skólum. Nefndarmenn: Pétur Sigurðsson, erindreki. Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltr. Ingimar Jóhannesson, kennari. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. Guðmundur Sveinsson, stúd. theol. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Heimilisfang blaðsins: Pósth. 982, Reykjavík. Sími 5956. Árgangurinn kostar 10 kr. Vanskapaður hugsunarháffur EitthvaS er bogið við lilfinningalíf manna. Hvar er liin skynsamlega og rökrétta hugsun? ÞaS er engu líkara en viS séum hlind á öðru auganu eða hálft hjartað visið og dautt. Svo furðulegir eru vegir okkar. Það var þjóðarsorg, er 24 menn fórust. Og það var eðlilegt. Slík samúð og hluttekning er aldrei um of. En hvað mörgum sinnum 24 eru að drukkna í áfengi á meðal okkar nú um stundir? Þetta virðist liggja þjóðinni fremur í léttu rúmi. I einu kauptúni eru 20—30 menn að farast andlega og líkamlega af völdum áfengisneyzlu, sagði einn bæjarráðsmaður þar nýlega. Ungir menn verða ýmist að innbrotsþjófum, vandræðamönnum eða aumingjum. Og þeir eru ekki fáir. Eg þori að fullyrða, að ástvinir og aðstandendur þessara manna allra, vildu miklu heldur sjá þá drukkna í sjónum, en verða að slíkum ræflum eða skað- ræðismönnum. En þessu unir þjóðin. Þetta ræktar ríkið, og hvergi ber á þjóðar- sorg vegna allra þessara eyðilögðu mannslífa, evðilögðu heimila og ólýsanlegu þjáninga. Jafnvel æðsta menntastofnun landsins setur sorglegt fordæmi. Þegar há- skólinn fagnar nýjum háskólaborgurum, þá er það vanalega gert með ósæmilegri fylliríissamkomu, þar sem helzt allir þeir eru gerðir fullir, sem hægt er að hella áfengi í. Maður nokkur í Reykjavík sagði mér, að í síðasta „rússagildinu“ hefði sonur sinn orðið að beita hörku til þess að verjast ásókn áfengisdýrkend- anna. Og þar hefðu flestir verið drukknir, strákar jafnt og stelpur. Fyrir nokkru heyrði ég ungan embættismann segja í ræðu, sem margir hlustuðu á, að reynt hefði verið að hella áfengi ofan í sig með ofbeldi á stúdentsárum lians. Og það var einmitt á Þingvöllum, sem ungir háskólaborgarar liegðuðu sér þannig. Eg hef heyrt tvo ágæta skólastjóra hafa orð á, hve sárt þeim ta'ki, að komast að því, að sumir nemenda þeirra væru teknir að vera með, eins og kallað er, þegar þeir væru komnir í hæstu skólana í Reykjavík, þótt þeir hefðu verið ráðnir bindindis- menn í skólunum hjá þeim liti á landi. Það er lítil huggun foreldrum, sem reyna að ala börn sín upp sómasamlega, en verða þó að láta þau frá sér til hærra náms að eiga það á hættu, að reynt sé með öllum ráðum að fá þau til að víkja af braut regluseminnar og gerast þátt- takendur í slarkinu á þessum gleðisamkomum liæstu menntastofnana þjóðar- innar. Hvílíkt öfugstreymi og andstyggð. Fyrir nokkrum árum ritaði ég mjög svæsna grein um þetta, ekki að ástæðu- lausu. Birtist hún í Alþýðubláðinu. Eg var j»á staddur hjá embættismanni ein- um á landi hér, er ég reit greinina. IJann gaf mér þá vísu, er hann hafði ort, og sagði, að ég mætti nota hana sem inngang að greininni. Vísan er á þessa leið: Afburðug mjög og ægifríð yfirstéttin á hverri tíð, ljóma varpar á löst og glvs, leiðir fólkið til helvítis. Þetta mun vafalaust þykja ofstækisfullur ógnardómur. En nemum staðar. Hverjir hafa leitt kynslóðirnar, og hverjir leiða þjóðirnar? Ekki smælingjarnir. Ekki lágstéttirnar. Nei, það liafa yfirstéttirnar ævinlega gert. Hvernig liafa þær leitt heiminn? Til dæmis nú síðustu áratugina. Er of strangt að orði kveðið að kalla ógnaröld þessa helvíti á jörðu? Út í slíkt hernaðarbrjálæði, út í slíkt kvala- og eymdarlíf liafa peningadýrkendur, áfengisdýrkendur, magtannenn og brask- arar þjóðanna leitt þær. Sannarlega varpa slíkir menn „ljóma á löst og glys“ og leiða menn til helvítis. Slíkt lilýtur aldrei of harðan dóm. Slíkt verður að for- dæmast, afhjúpast og úthrópast, þar til rakin sómatilfinning almennings ræðst gegn því og afnemur þennan ósóma, þennan hundgamla arf villimennsk- unnar. Einhver glamrari, nýkominn frá Englandi, var að fjasa um það í útvarp- ið fyrir nokkru, að ekki væru slíkar hömlur á áfengisverzlun í Englandi og hjá okkur hér á landi, „enda hefði mönnum ekki veitt af að geta hresst sig á þeim tímum, er mestu hÖrmungarnar dundu yfir landið“. Þetta jafngildir áfengisauglýsingu. En ég þori að full- vissa þennan spjátrung um, að það voru engan veginn þeir, sem „hresstu sig“ á áfengi, sem bezt stóðu sig í hörm- ungum loftárásanna á England. Um það hef ég liaft góðar fregnir og treysti mér til að fá sannað. „Morðin verður að stöðva“, hrópaði læknirinn Semmelweis á þeim áruin, er óþrifnaðurinn og barnsfararsóttin strádrap ungar mæður í stórum hópum. Vill ekki einhver, sem vald hefur hér á landi, læknir eða fullmektugur, Iirópa: „Morðin verður að stöðva“, — sálar- og líkamsmorðin, sem áfengis- verzlunin fremur, og stinga þannig upp í munna, sem glannalega gaspra, en hnippa í kæruleysingjana, sem geta ekki fundið til? Pess skal gefið sem gerf er Gagnfræðaskóla Akraness var sagt upp 15. maí s. 1. Hafði hann þá braut- skráð í fyrsta sinn 15 nemendur sína með góðum einkunnum eftir atvikum. Þótt vel megi minnast þess, að Akra- nes á nú sinn eigin gagnfræðaskóla og' þarf því ekki að senda unga námsmenn sína til annarra héraða, er það samt annað, sem kejnur mér til að skrifa þess- ar línur. Það, sem eg vil sérstaklega vekja at- hygli á, er þetta, að kennarar skólars s. 1. vetur eru ágætir bindindismenn og gerðu það einstaka þarfaverk að stofna bindindisfélag í skólanum skömmu eft- ir að skólinn tók til starfa. Má heita, að allir nemendur skólans væru í félaginu, og hefur bindindið verið haldið vel. Skólastjóri og kennarar eiga sannar- lega skilið heiður og þakkir Akranesbúa fyrir þetta framtak. Og þá mega góð- templarar ekki síður vera þeim þakk- látir fyrir framrétta vinarhönd, sem óhætt er að treysta, að ekki verði kippt til baka, meðan þessir menn starfa við skólann. Sem stendur eigum við Akurnesingar því láni að fagna, að skólastjórar beggpi skólanna eru reyndir og sterkir bindind- ismenn, og einnig margir kennaranna. Má því búast við straumhvörfum hjá okkur hér framvegis, ef við fáum að njóta krafta þessara forustumanna á komandi tíð. — Hallbjörn E. Oddsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.