Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 5

Eining - 01.06.1945, Blaðsíða 5
E I N I N G 5 Hevrið þér himnar! og hlusta þú, jörð! því að drottinn talar. Eg hef fóstrað hörn og fætt þau upp, og þau hafa risið gegn mér. Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en ísrael þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki. Vei hinni syndugu þjóð, þeim lýð, sem misgerðum er hlaðinn, afsprengi illræðismanna, spilltum börnum! Þeir hafa yfirgefið drottin, smáð hinn heilaga í ísrael og snúið baki við honum. Hvar ætlið þér að láta ljósta yður framvegis, fyrst þér haldið áfram að þverskallast ? Höfuðið er allt í sárum og allt sjúkt. Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, tómar undir, skrámur og nýjar benjar, sem hvorki er kreist úr né um bundið og þær eigi mýktar með olíu. Land yðar er auðn, borgir yðar í eldi brenndar; útlendir menn eta upp akurland yðar fyrir augum yðar. slík eyðing sem þá, er land kemst í óvina hendur ....... Látið af að gera illt! Lærið gott að gera, leitið þess, sem rétt er; hjálpið þeim, sem fyrir ofríki verður, rekið réttar hins munaðarlausa og verjið málefni ekkjunnar.......Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir, þá skuluð þér njóta landsins gæða; en ef þér færizt undan því og þverskallist, þá skuluo þér verða sverði bitnir. (Jesaja, 1. kap.) BRJEF Herra ritstjóri Pétur Sigurðsson. Reykjavík. Kæri samherji! Á fundi stúkunnar Fróns, 24. þ. m., var til umræðu blaðaútgáfa Reglunnar og sérstalclega blaðið Eining. Framsögu- niaður var Ludvig C. Magnússon, skrif- stofustjóri. Bar hann fram tillögu, f. h vinnunefndar stúkunnar, um fjárstyrk til blaðsins. Fundurinn samþykkti ein- vóma að veita kr. 500.00 til útgáfu blaðsins Einingar. Gat framsögumaður þess, að á stór- stúkuþinginu 1941, sem haldið var á Akranesi, hafi einmitt einn félagi stúk- unnar Fróns, Gunnar E. Benediktsson, hdni., sem þá var stórfræðslustjóri í framkvæmdanefnd stórstúkunnar, rætt nauðsyn þess, að bindindishreyfingin hefði sitt málgagn. Hefði hann talið æskilegast, að samvinna um slíkt gæti tekizt með ýmsum félagakerfum og nefndi þar til t. d. Stórstúku íslands, kirkjuna, f. S. í., Ungmennafélög fs- lands o. fl. Hafði hann þar borið fram ákveðna tillögu, studda af fræðslu- uefnd, máli þessu til framdráttar og Urðu um hana allmiklar umræður, en endanleg ákvörðun var ekki tekin. Skýrði framsögumaður frá því, ao seinna mundi svo bindindismálanefna í- S. f. hafa leitað samvinnu við fram- kvæmdanefnd Stórstúku íslands um sérstakan bindindismannadag. Þessi bindindismannadagur var haldinn í Reykjavík 21. júní 1942, en að honum stóðu nokkur félagakerfi. Þar var sam- þykkt, að félagakerfin skipuðu nefnd manna, er héldi samvinnutilraunum á- fram og athugaði einnig möguleikann á útgáfu málgagns. Þessi nefnd hófst svo handa um útgáfu blaðsins Einingar og kom fyrsta blaðið út í nóvember 1942. Sagði framsögumaður ennfremur, að þessi tilhögun hefði reynzt hið bezta. Sú gifta hafi fylgt fyrirtækinu, að á- gætur ritstjóri, Pétur Sigurðsson, erind- reki, hefði starfað við blaðið og sýnt það og sannað, með ritstjórn sinni, að rétt leið var valin og réttur maður í rétt sæti. Sé þetta útgáfufyrirtæki hið þjóð- nýtasta. Það er samkvæmt þessum skilningi á málinu, að stúkan Frón nr. 227 vill sýna blaðinu og ritstjóra þess viður- kenningu og þakklæti í verki, þótt í smáum stíl sé. Samkvæmt ályktun stúkunnar send- um vér því blaðinu hér með, kæri rit- stjóri, þessar 500 krónur, til styrktar útgáfu þess. Bróðurlegast. F. h. stúkunnar Fróns nr. 227. Sv. Sæmundsson æ. t. Magnús Vigfússon ritari. Leiðslan. Mjór þráður getur flutt mikla orku, lítið Ijósop gefið mikla birtu, um sál hvers veikburða manns getur streymt sú fylling kraftar, ljóss og lífs, sem gæfa heilla kynslóða, já, alls mannkyns byggist á. Til stúkunnar Fróns Ritstjórn blaðsins sendir stúkunni Fróni beztu þakkir sínar fyrir þessa myndarlegu gjöf, og ekki síður fyrir góðvild þá og uppörvun, sem gjöfinni fylgir. Slíkur samhugur og samvinna er hverju fyrirtæki hið mesta bjargráð, og á þann hátt er hægt að koma mörgu góðu til vegar. Er það einlæg ósk rit- stjórnar blaðsins, að því auðnist að ná vinsældum landsmanna vegna málefnis- ins og að því takizt að vinna sem mest gagn þeim málstað, sem stúkan Frón ann af alhug og hefur jafnan unnið vel og svikalaust. Auðnist henni að vinna því menningarmáli framvegis vel og lengi. Ritstj. Háðung menningarinnar Enskt blað, sem gefið er út á íslandi og heitir The White Falcon, flytur þá fregn, að frumvarp hafi nú verið lagt fyrir ríkisþingið í Boston, Massachu- setts, Bandaríkjunum, þess efnis, að allir þegnar ríkisins, er áfengis neyta, skuli greiða eins konar áfengisneyslu- skatt, tvo dollara á ári, er komi upp í þær 70 milljónir dollara, sem ríkið kost- ar nú árlega til þess að annast þá menn, sem orðnir eru áfengissýkingunni að varanlegri bráð (króniskiralkoholistar). Þetta er þá blessun afnámsins, sem andbanningarnir höfðu hæst um. Eitt einasta ríki Bandaríkjanna verður að kosta 70 milljónum dollara árlega til þess að annast menn, sem áfengisvið- skiptin hafa eyðilagt og gert að lífstíð- ar aumingjum. Er hægt að hugsa sér öllu verri smánarblett í lífi menningar- þjóða, en viðskipti, sem eyðileggja líf manna í svo stórum stíl og á svo hörmu- legðan hátt? Hvernig getur nokkurt ríki leyft verzlun, er vinnur slíkt skemmdarverk í lífi þjóðarinnar? Og þetta, sem hér var nefnt, kostnaðurinn við hina krónisku alkoholista, þessar 70 milljónir dollara, er aðeins einn liðurinn. Þar við bætast svo öll eyðilögðu heim- ilin, öll slysin, lagabrot og glæpir, kostn- aður við löggæzlu og réttarfar og svo ótal margt. Hve hár skyldi sá reikn- ingur vera? Ilver leggur trúnað á allt fleypur manna og þjóða um menningu, meðan þeir halda áfram jafn brjálæðis- legu eyðileggingarstarfi, sem margir heimskunnir menn hinna voldugustu þjóða, hafa sagt að hafi verið og sé enn öllum styrjöldum og drepsóttum verra. — Svei hræsninni, heimskunni og á- girndinni, sem er rót alls hins illa. - KAUPENDUR Gleymið ekki að tilkynna bústaða- skipti. Sími blaðsins er 5956.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.